Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 12
1 12- FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 FRÉTTASKÝRING D*gur Formaður SamfylMng- arinnar segir Bjöm Bjamason vera tals- mann hins helbláa íhalds og biður guð að forða borgarbúum frá honum - sem reyndar sé sjálfgefið þar sem bann eigi engan séns. Formaður VG segir sjálfstæðismenn í mikliim vandræðum. Sjálfstæðismenn orð- varir en líta á fram- boðsmálin sem raun- hæfan möguleika. Scgja má að Björn Bjarnason menntamálaráðherra hafi með þögninni einni varpað sprengju inn í íslenska pólitík. Orðrómur um að Björn hyggist bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins verður æ háværari. Menntamálaráðherra hefði verið í Iófa lagið að kveða raddimar niður en þess í stað hefur hann gefið þessu máli byr undir báða vængi með því að segja að hann muni ekki tjá sig um þessi mál sem stendur. Hann hefur ennfremur staðfest að rætt hafi verið við hann vegna þessa. Inga Jóna Þórðardóttir hefur verið leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarmálunum. Hún hefur Iegið undir ámæli ýmissa og hefur orðið „foringjakreppa" ítrekað heyrst í því sambandi. Svoleiðis staða er hins vegar ekki ný af nálinni hjá sjálfstæðismönnum í borginni. Svipaðar ákúrur fékk Arni Sigfús- son á sínum tíma og fræg varð sú atburðarás þegar Markús Orn Ant- onsson var tímabundið kallaður til æðstu metorða. Leiðinlegt að vera linuvörður Einn borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins sagði í samtali við Dag að Inga Jóna væri í erliðri stöðu fyrir það eitt að vera eiginkona fjár- málaráðherra, Geirs Haarde. Sjálf- stæðismenn eru annars yfirhöfuð tregir til að tjá sig undir nafni um þessi mál en annar sjálfstæðis- maður í innsta hring borgarmál- anna sagði að það kæmi honum ekki á óvart þótt Björn myndi taka skrefið til fulls. I því sambandi minnti hann á að Björn væri eldri en Davíð en hefði ávallt látið sér nægja að standa á hliðarlínunni. Það væri eftirsóknarverður endir á annars þokkalega farsælum ferli að fá færi á að vinna borgina aftur í hendur sjálfstæðismanna. A hinn bóginn væri áhættan mikil. Annað sem menn leiöa hugann að, er að pælingar Björns og félaga séu afleiðing verðandi hrókcringa í ríkisstjórninni. Davíð er sagður sitja til næsta árs en þá gæti dreg- ið til tíðinda. Geir Haarde ætlar sér formannsstöðuna þá og sumir segja að hann sé þegar farinn að ráða jafnmiklu og Davíð. Stemn- ingin í stjórninni er ekki sú sama og var. Hvort sem breytingar eru óhjákvæmilegar eða ekki munu þær verða og tækifæri Björns gæti verið innan seilingar. Hitt er annað mál hvort Björn Bjarnason er Ingu Jónu eða öðrum framámönnum Sjálfstæðisflokks- ins hæfari sem leiðtogi. Um það eru skiptar skoðanir en menn eru sammála um að verulegt umrót yrði af ákvörðun sem þeirri að Björn gæfi kost á sér. Telur Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogi vinstri-grænna, að Björn geti unnið borgina fyrir sjálfstæð- ismennr Endalaus vandræðagangur „Eg er ekki viss um að hann sé endilega heppilegasti kandidatinn en hitt er ljóst að sjálfstæðismenn eru í miklum vandræðum og hafa ekki náð flugi. Það er ekki bara Guðlaugur Þór Þórðarson: Hefur ekki hugmynd um hvort Björn gengur með borgarstjórann í maganum. vegna þess að þá skorti leiðtoga heldur spilar margt fleira inn í. Þannig er út af fyrir sig alveg skilj- anlegt að þeir horfi til þess mögu- leika að sækja til einhvers þunga- vigtarmanns flokksins á landsvísu en þetta er bara áframhald af endalausum vandræðagangi þeir- ra. Það gafst nú t.d. ekki vel að sækja Markús og svo framvegis og ég er lítið hrifinn af svona aðferða- fræði almennt. Mér finnst að menn eigi bara að treysta því fólki sem fyrir er. Sú hugmvnd að sækja endalaust leiðtoga hingað og þangað er dálítið eins og að sækja vatnið yfir lækinn," segir Stein- grímur. Athyglisverð þögn - En hvaða skilabod telur Stein- grímur að fíjörn sé að senda á þess- um tímapunkti nieð því að kveða ekki orðróminn niður - eins og honum væri þó í lófa lagið - burtséð frá því hvað framtíðin kann að bera í skauti sér? Össur Skarphéðinsson: Björn myndi ráðast á velferðarkerfi borgarinnar. „Það er einmitt mjög athyglis- verl já, að hann skuli ekki kveða þetta niður afdráttarlaust. Það þýðir að mínu viti annað hvort að alvara sé á bak við þetta. Eða þá að þetta sýni ákveðinn veikleika hjá Birni, gagnvart sjálfum sér - að lemja þetta ekki niður strax - og líka gagnvart Ingu Jónu og því fólki sem er í forsvari fyrir þá í borginni. Það væri dálítið alvarleg- ur hlutur ef rétt er. Bara það að lyfta, þótt ekki sé nema örlítið undir þetta, eru ákveðin skilaboð inn í hópinn eins og hann er sam- ansettur í dag.“ Sumir túlka ennfremur málið scnt svo að Björn sé að Iýsa yfir vantrausti á lngu Jónu og bcnda hinir sömu á að þar kunni per- sónulegar orsakir að einhverju leyti að spila inn í. Sjálfstæðis- menn segja að hann hafi langað lil að verða varaformaður en ekki treyst sér til að taka slaginn við Haarde. Vegna hjónabands Ingu Jónu og Geirs sé nú kornið nýtt Steingrímur J. Sigfússon: Er hin hrörlega ríkisstjórn að íhuga andlitslyftingu á eigin hrói? tækifæri til að rísa aftur upp en aðrir segja einfaldlega að Inga Jóna hafi aldrei notið þess stuðn- ings innan frá sem henni hafi ver- ið nauðsynlegur. Þeirra á meöal er Steingrímur J. Sigfússon. „A köflum hefur svo virst sem einn vandi lngu Jónu væri sá að hún hefði ekki flokkinn heilan á bak við sig. Eg verð að viðurkenna að ég hef oft fengið þá tilfinn- ingu," segir Steingrímur. Stjómin orðin að skari Streingrímur segist ekki átta sig á hvort hugmyndir Björns tengist al- hliða hrókeringum í ríkisstjórn. Hann scgir því hins vegar ekld að leyna ýmis þreytumerki séu á ríkis- stjórninni. „Því skvldu þcir ekki hugleiða hvort þeir gætu ekki framkvæmt einhverja andlitslyft- ingu á hróinu!" Hvað manngerð Björns varðar telur Steingrímur að Björn sé burðugur maður og öflugur í flokknum en hann sé iðulega mjög ósammála bæði áherslum hans og stíl. „Það er ekki þannig að menn séu að fara á fjörurnar við ein- hvern líðlétting í pólitík - svo er alls ekki. Hann hefur oft verið nefndur til æðstu metorða en hef- ur ekki farið í svoleiðis slag. Hann lagði ekld í varaformannsslaginn gegn Geir og þess vegna gæti mað- ur velt því fyrir sér hvort þetta væri af hans háll'u hugsað til að styrkja stöðuna. Enn einu velta menn íý'rir sér - nefnilega því hvort hugsanlegt sé að Björn myndi taka slaginn en halda samt áfram ráðherradómi. Steingrímur segir að menn hafi látiö hafa sig út í ýmislegt og hugs- anlegt sé að Björn myndi halda þingstörfum áfram en ólíklegt sé að hann hygðist jafnframt gegna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.