Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 19
LEIKHUS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Gunnþóra ■ Valdís
Gunnarsdóttir B Viðars
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 - 19
Spaðaball í
KafmeiMiúsinu
Spaðarnir á góðri stundu. Þeir munu halda uppi fjöri í Kaffileikhúsinu íkvöld með
baikanpoppi, irskum danslögum, amerískri sveitatónlist og eigin lagasmíðum.
Hljómsveitin Spaðar leikur í’yrir
dansi í Kaffileikhúsinu í la'öld
föstudagskvöld, og er hér á ferð-
inni hið árlega „Spaðahall". Spað-
arnir eru að verða vel þekkt gáfu-
mannahljómsveit sem þó kemur
ekki mjög oft fram. Einn burðar-
meðlima hljómsveitarinnar er
Guðmundur Guðmundsson gítar-
leikari og samkvæmt upplýsing-
um frá honum eru Spaðar eins
konar saumaklúbbur sem hittist
einu sinni í viku á Ránargötunni.
„Stundum eru hljóðfærin tekin
upp og stundum ekki. Stundum
eru þau stillt og stundum el<ki.
Hljómsveitin var stofnuð fyrir
þrjátíu árum og man enginn leng-
ur til hvers. Uppistaðan í tónlist-
inni hefur ávallt verið sú sama,
balkanpopp, írsk danslög, amerísk
sveitatónlist og eigin lagasmíðar.
Með árunum hefur hraðinn
smám saman minnkað og er nú
svo komið að hver sem er ætti að
ráða við að fá sér snúning," segir
Guðmundur.
Talsverð hreyfing hefur verið á
meðlimum sveitarinnar í gegnum
árin, en á ballinu í Kaffileikhús-
inu munu þessir skipa hana: Að-
algeir Arason mandólín, Guð-
mundur Guðmundsson gítar,
Guðmundur Ingólfsson kontra-
bassi, Guðmundur Pálsson fiðla,
Guðmundur Andri Thorsson
söngur, Gunnar Helgi Kristinsson
harmonika, Hjörtur Hjartarson
klarinett og þverflauta, Kristinn
Pétur Magnússon söngur, Magn-
ús Haraldsson gftar og Sigurður
Valgeirsson trommur.
Saga Spaða
En þótt Guðmundur Gðmunds-
son segi að enginn muni hvers
vegna sveitin var stofnuð þá er
ýmsar upplýsingar um það mál að
finna á heimasíðu Spaðanna. Þar
segir m.a. „Spaðar voru stofnaðir
í janúar 1983 af nokkrum ungum
mönnum sem höfðu verið að
leika sér á hljóðfæri hver í sínu
horni eða saman í minni hópum.
Magnús Haraldsson gítarleikari
og Guðmundur Ingólfsson bassa-
leikari störfuðu saman í dúettin-
um Lighthomers, og með Guð-
jóni Grétari Oskarssyni söngvara,
Guðmundi „litla jaka" Guð-
mundssyni gítarleikara og Ragn-
ari Pikkaló trommara í bílskúrs-
hljómsveitinni DC 10.
Gunnar Helgi Kristinsson bafði
lært á píanó frá unga aldri og spil-
aði m.a. með hjómsveitinni Trash
á árum áður. Guðmundur Andri
Thorsson dundaði sér \dð að
semja sögur í anda Guðrúnar frá
Lundi og viö að þýða blústexta.
Guðmundur Guðmundsson spil-
aði blúsa fyrir sjálfan sig og þá
sem vildu heyra en kom ekki ná-
lægt neinu sem tengdist músík
eftir 1970. Aðalgeir Arason var
eitthvað að glamra á gítar og fékk
öðru hverju lánuð einhver skrýtin
hjóðfæri hjá Nonna bróður sín-
um.
Guðmundur Ingólfsson bjó svo
vel að eiga Sony sound-on-sound
segulbandstæki og tók upp ýmis
hugverk f\-rrgreindra rnanna, eins
eða fleiri í senn. Brátt sáu þessir
ungu menn að það var ekkert
sniðugt að hver væri að spila í
sínu horni þar sem hæfileikar og
hugmyndaauðgi allra gætu leitt til
einhvers ennþá meira og stórkost-
legra. Þar með voru Spaðar stofn-
aðir.“
Ballið í Kaffileikhúsinu hefst
kl. 23:00 og stendur til 02:00 en
húsið opnar 22:00. Miðaverð er
500 kr.
Berfætlingamir 1
Samkoimuiúsmu
Leikritið Berfætlingarnir fjallar um leitina í brjósti mannsins, leitina að sjálfum
sér og tilgangi lífsins, og hversu okkur er gjarnt að villast á þeim vegi. Myndin
er af leiklesurunum
Fmmflutt verður leíkrit-
ið Beifætlingamir í
Samkomuhúsinu um
helgirn. Það erlíklega
einsdæmi að frumflutt
sé leikverk eftir9S ára
gamaltleikskáld.
Leikfélag Akureyrar í samvinnu
við MENOR og Leikfélag Sauð-
árkróks stendur fyrir sviðsettum
leiklestri í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri næstkomandi laugardags-
kvöld 24. febrúar á leikritinu Ber-
fætlingarnir eftir Guðmund L.
Lriðfinnsson. Leikstjóri verksins
er Skúli Gautason og sér hann
jafnframt um útlit leiklestursins.
Lesturinn er sviðsettur að vissu
marki - með lágmarks leikmynd,
búningum og Ijósum. Leikarar
eru: Þráinn Karlsson, Saga Jóns-
dóttir, Aðalsteinn Bergdal, Valgeir
Skagfjörð, Þorsteinn Bacbmann,
Hinrik Hoe Harlaldsson, Þóranna
Kristín Jónsdóttir, Sigríður E\túii
Friðriksdóttir, Bragi Haraldsson
og Guðbrandur Guðbrandsson.
Tveir síðastnefndu leikararnir
koma Irá Leikfélagi Sauðárkróks.
Allir hinir frá Leikfélagi Akureyrar.
AíliíisíainikiII rithöfundur
Guðmundur L. Friðfinnsson
fagnaði 95 ára afmæli sínu í des-
ember síðastliðnum og jafnframt
átti hann 50 ára rithöfundaraf-
mæli á sl. ári. Guðmundur er
fæddur á Egilsá í Skagafirði 9.
desember 1905. Hann hefur alla
tíð verið búsettur á Egilsá og
stundaði þar búskap samhliða rit-
störfum, sem hann hefur jafnan
sinnt í hjáverkum. Kona hans var
Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir
(d. 1982) og eignuðust þau þrjár
dætur. Um langt árabil ráku þau
hjónin barnaheimili á Egilsá. Síð-
ari árin hefur Guðmundur stund-
að skógrækt á jörð sinni.
Guðmundur hefur verið af-
kastamikill rithöfundur um dag-
ana og fengist við allar höfuð-
greinar ritlistar. Komið hafa út
eftir hann 15 bækur um fjöl-
breytileg efni, þær fyrstu árið
1950. Fyrir ritverk sitt Þjóðlíf og
þjóðhættir (1991) hlaut Guð-
mundur Davíðspennan, heiðurs-
verðlaun Félags íslenskra rithöf-
unda 1992. Er það ritverk mikið
stórvirki og var jafnframt tilnefnt
til Islensku bókmenntaverðlaun-
anna. Guðmundur hefur skrifað
nokkur framhaldsleikrit fyrir börn
og unglinga og hafa tvö þeirra
verið flutt í útvarpi - og einn
stuttur þáttur í sjónvarpi. Þá hafa
birst eftir Guðmund margar smá-
sögur og ljóð í blöðum og tímarit-
um, og nokkrar sögur hefur hann
lesið upp í útvarpi.
Vekur upp spurningar
Leilsritið Berfætlingarnir fjallar
um Ieitina í brjósti mannsins, leit-
ina að sjálfum sér og tilgangi lífs-
ins, og hversu okkur er gjarnt að
villast á þeiin vegi. Samtöl verks-
ins eru víða gamansöm á yfir-
borðinu og ærslafengin, en undir-
tónninn er alvarlegur. Leikritið
vekur upp spurningar um mark-
mið og tilgang, og gefur til kvnna
að með því að varðveita barnið í
okkur sjálfum öðlumst við ham-
ingjuna.
Flutningur verksins fer eins og
f\'rr segir fram í Samkomuhúsinu
á Akureyri og hefst hann kl.
20.00. Athugið að aðeins er um
þessa einu sýningu að ræða. Að-
gangseyrir er kr. 500.
UM HELGINA
og fegurdiii
iii iui ixkja ein.“
„Veit duftsins
son nokkra dýr-
legri sýn ...“,
spurði Einar
Benediktsson
þegar hann sá
norðurljósin,
löngu áður en
sú sögn fór á
kreik, að þau
hefðu síðar Hulda.
oröið að sölu-
varningi í höndum
hans. Erlingur Sigurðarson
mun á ljóðakvöldinu á Sigur-
hæðum í kvöld spjalla um
fegurðina í íslenskum kveð-
skap, og fara með Ijóð eftir
helstu málara í skáldahópi.
Auk Einars skal fyrstan telja
hinn síunga Jónas Hallgríms-
son - sem eins og allir vita
orti það ljóð sem fegurst hef-
ur verið kveðið á íslenska
tungu! Huldu skáldkonu eða
Unni Benediktsdóttur
Bjarklind sem víða í ljóðum
sínum dró nærfærnum orð-
um upp undurfagrar náttúru-
myndir. Snorra Hjartarson
sem sá : „I morgun þegar sól
af fjallsbrún flaug / og felldi
úr rauðum vængjum gullinn
dún / á daggarblámans djúpu
himinlaug...". Og ekki verður
fegurðarinnar notið til fulls í
kveðskap samtíðar og fram-
tíðar nema að koma við í blá-
um dölum Hannesar Péturs-
sonar um sumarnótt í Skaga-
firði.
Dagskráin hefst kl. 20.35
og stendur í tæpa klukku-
stund. Hús skáldsins er opið
kl. 20-22.
Gerir upp við Pétur Gaut
Gunnar Eyjólfsson verður 75
á morgun, laugardaginn 24.
febrúar og af því tilefni ætlar
bann að flytja einleik á Stóra
sviðinu kl. 20.00, Einleikinn
hefur hann kosið að nefna
Uppgjör \ið Pétur Gaut.
Gunnar flytur valda kafla úr
þessu stórbrotna verki og
tengjast þeir flestir á einn eða
annan hátt konunum í Iífi Pét-
urs Gauts. Flutningurinn tek-
ur um eina og hálfa klukku-
stund.
Gunnar Iék Pétur Gaut í
Þjóðleikhúsinu 1962 og þá
vakti þessi ungi leikari gífur-
lega athygli og hrifningu. Nú
gcrir hann endanlega upp \ið
þessa stór-
brotnu per-
sónu, tæplega
fjörutíu árum
síðar.
Höfundur
Pétur Gauts er
Henrik Ibsen
og þýðandi
Gunnar verksins er
Eyjólfsson. Einar Bene-
diktsson.
Ljósameistari
Þjóðleikhússins, Páll Ragnars-
son hannar lýsingu við einleik-
inn og Þórhallur Sigurðsson
hefur umsjón með uppfærsl-
unni.
v___________________________/