Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 2001
T>npir
SMÁTT OG STÓRT
Skítalyf í mjóLknrtotum
Fyrir mörgum árum var kunngjörð á fundi sú gagngera breyting á mjólk-
ursölumálum Kaupfélags Þingeyinga (blessuð sé minning þess), að mjólk
yrði ekki lengur seld kaupendum í fötum, heldur gerilsneydd á flöskum og
yrði vökvinn jafnframt dýrari fyrir vikið. Þá stóð upp maður einn, hraust-
menni mikið sem hafði oft unnið óþrifastörf um dagana. Hann sagði
hreinlætið of dýru verði keypt og kvaðst ekki hafa verið kvillasamur um
dagana þótt etið hefði mikinn skít. Lyf væru líka unnin úr skít og mykju
og fyndust sér því allir milliliðir óþarfir og því mótmælti hann þessum
flutningi á mjólkinni úr fötum yfir á rándýrar glerflöskur.
Hagyrðingurinn Egill Jónasson var á fundinum og kvað að bragði:
Læknarnir bregðast lýðsins vonum
lyfin þeir brugga einskis nýt.
I stað þess að segja sjúklingonum
að sitja heima og éta skit.
UMSJÓN:
JOHANNES
SIGURJÓNSSON
<hannes@simnet.is
„Það er rangt sem
stjórnmálamenn
segja ungum at-
kvæðum; að æskan
i dag sé efnilegri
en fyrri æskur.
Hún er vitlausari
ef eitthvað er.
Æskan er ekki
framtíðin. Fram-
tíðin kemur þegar
fólk lætur af æsku
sinni.“
- Gunnar Smári
Egilsson,
í bíógagnrýni í DV.
Lygin uni löngu biðraðimar
Þegar kommúnistar réðu ríkjum í austurblokkinni var mikið fjallað um
vöruskort og langar biðraðir við verslanir þar eystra. Um þetta flutti Mogg-
inn m.a. daglegar fréttir.
Stalínisti af gamla skólanum fyrir norðan var yfir sig hneykslaður á þess-
um fréttaflutningi sem hann kvað vera örgustu lygi. „Biðraöir í Póllandi?
Ef menn hugsa niálið þá sjá þeir að ekki er fræðilegur möguleiki á bið-
raðamyndun í Póllandi. Það vita það allir að þar er mönnum bannað að
koma saman fleiri en tveimur í senn og sömuleiðiser fólki harðbannað að
tala saman lengur en í 3 mínútur á götum úti. Þannig að ef biðröð tæki að
myndast þá myndi öryggislögreglan kæfa hana í fæðingu. Þess vegna eru
allar sögur um biðraðir fyrir austan haugalygi og bara Iævís áróður íhalds-
aflanna til að koma óorði á frelsiselskandi kommúnista."
Báöir óviðjafnanlegir
Einar Njálsson, núverandi bæjarstjóri í Grindavík, var vinsæll útibússtjóri
Samvinnubankans og síðar bæjarstjóri á Húsavík hér áður fyrr á árunum.
Einar auglýsti eitt sinn trausta Malibu bifreið sína til sölu með þeirn orð-
um að nú væru síðustu forvöð að eignast glæsilega rennireið bankastjór-
ans. Guðmundur G. Halldórsson, fyrrverandi hrognakaupmaður með
meiru, las þessa auglýsingu og kvað:
Malibúinn hesta stáls,
brýst þó kárni vegur.
Hann er eins og Einar Njáls
óviðjafnanlegur.
FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ
Eminein
í sviðsljósinu
Hinn umdeildi rappari Eminem var þungamiðjan
í Grammyverðlaunaathöfninni í fyrrakvöld þó svo
að á endanum hafi hann ekki hreppt stóra vinn-
inginn sem var að eiga bestu plötu ársins. Sá heið-
ur hlotnaðist gamla dúóinu í Steely Dan. En
Eminem fékk engu að síður þrenn verðlaun fyrir
rapp á hátíðinni, þó tvö þeirra hafi verið í hópi
þeirra sem ekki var sjónvarpað frá. Og það sem
meira var umræðan snerist meira og minna um
Eminen, tónlist hans og skoðanir og hvað mönn-
um fannst um að hann væri þarna á svæðinu með
allar þessar tilnefningar. Þannig má segja að hann
hafi verið í algerðu aðalhlutverki bæði hjá þeim
sem dá hann og eins hjá hinum sem fyrirlíta
hann!
Eminen sem er 28 ára gamall og einn af fáum
hvítum röppurum hefur gert lítið úr Grammy-
verðlaunaafhendingum í Iagi á plötu og því kom
það nokkuð á óvart þegar hann tilkynnti á sínum
tíma að hann myndi yfir höfuð verða viðstaddur
svona „betri borgara" samkomu. Þá vakti það ekki
síður furðu þegar í Ijós kom að hann ætlaði ekki
einvörðungu að mæta, heldur að hann ætlaði að
syngja dúett með Elton John sem er yfirlýstur
hommi, en Eminen er þekktur fyrir fjandsamlega
texta í garð homma. Nema hvað í fyrrakvöld
sungu þeir lagið „Stan" þar sem Elton John var á
píanóinu og söng undir í viðlaginu en Eminem
söng lagið og túlkaði þannig að mikla hrifningu
vakti. Fengu þeir mikið klapp og viðstaddir risu úr
sætum. Þá féllust þeir í sögulegt faðmlag og ýms-
ir þótttust sjá að Eminem „gæfi áhorfendum fing-
urinn“ í því faðmlagi! Og öðrum tónlistarmönnum
á svæðinu sýndist sitt hvað um þessa uppákomu.
Faömlagið sögulega, þar sem hinn „ hómófóbíski“
Eminem faðmar hommann Elton John.
Teknó-rokkarinn Moby sagði einfaldlega að þetta
væri söngur „hómófóbísks" kynþáttahatara, en
hann virti rétt hans til að tjá sig opinberlega. Ann-
ar helmingurinn úr Steeley Dan, Donald Fagen,
sem hafði ekki fyrr séð eða heyrt mikið af Eminem
sagðist hins vegar vera impóneraður fyrir sviðs-
framkomunni og að Eminem væri góður leikari.
YMISLEGT
Fjármálaráðstefnan verður 10. mars
Fjármálaráðstefna vegna rekstarvanda íþróttahreyfingarinnar, sem
framkvæmdastjórn ISI samþykkti á fundi sínum í desember s.l. að
boða til nú á vormánuðum, verður haldin í Bíósal Hótel Loftleiða
faugardaginn 10. mars n.k. Dagskrá ráðstefnunnar, sem er opinn öll-
um, er viðamikil og er áætlað að hún muni standa fram til kl. 14:30.
Ellert B. Schram, forseti ISl, mun setja ráðstefnuna kl. 10:00 og síð-
an mun Björn Bjarnason, menntamálaráðherra ávarpa ráðstefnu-
gesti. Þar næst mun Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSI, ræða
fjárhagsstöðu hreyfingarinnar, áður en þau Pétur H. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri KKl, Gunnar Jónsson, framkvænidastjóri knatt-
spyrnudeildar KA og Anna María Valtýsdóttir, formaður Fimleikafé-
lagsins Bjarkar, ræða um rekstur og fjárhagsstöðu íþróttafélaga og
sérsambanda. Þá mun Stefán Eggertsson, læknir, ræða málin frá
sjónarhóli íþróttaáhugamannsins og Gisli Gíslason, bæjarstjóri Akra-
nesi, frá sjónarhóli sveitarstjórnarmannsins og Ioks alþingismennirn-
ir Hjálmar Árnason og Þorgerður K. Gunnarsdóttir frá sjónarhóli
stjórnmálamannsins. Eftir það mun Hrannar Hólm, stjórnandi hjá
KPMG ráðgjöf og formaður körfuknattleiksdeildar Keflava'kur, ræða
hvað sé til ráða í stöðunni, áður en umræður fara fram og ráðstefnu-
gestir fá tækifæri til að bera fram fyrirspurnir. Steinunn Valdís Osk-
arsdóttir, formaður ITR verður ráðstefnustjóri.
Fortíðarvandi og uppsafnað tap fyrri ára
Mikill rekstarvandi íþróttahreyfingarinnar er löngu kunnur og því að
mati framkvæmdastjómar kominn tími til að ræða málin gaumgæfi-
lega með forystumönnuin í hreyfingunni og því ákveðið að boða til
áðurnefndrar fjármálaráðstefnu. I greinargerð frá framkvæmdastjóm
ÍSÍ um málið, segir að vandanum megi skipta upp í tvo flokka, ann-
ars vegar rekstrarvanda j'þróttafélaganna í landinu og hins vegar
rekstrarvanda sérsambandanna. Þar segir einnig: „Rekstur íþróttafé-
laga, sérstaklega í efstu deildum boltagreinanna, gengur almennt
afar illa. Árið 1994 og 1995 gerði ÍSÍ viðamikla úttekt á fjármálum
félaganna og kom þá í ljós að rekstur þeirra var nálægt og yfir hættu-
mörkum. Um orsakir þess vanda er þá Iá fyiár, sagði í skýrslu sem gef-
in var út af hálfu framkvæmdastjórnar, að crfiðleikar rekstursins
lægju ekki í rekstri ársins heldur væri um að ræða forti'ðarvanda,
uppsafnað tap fyrri ára. Ástæðan virtist oft vera sú að stjórnarmenn
hefðu keyrt áfram með of mikilli bjartsýni og með von urn að þetta
„reddaðist allt einhvern veginn“. I skýrslunni kom einnig fram: „Tíð
stjórnarskipti í deildunum hafa líka sín áhrif. Menn sem valist hafa
til forystu eru oft metnaðarfullir, stefna hátt og ætla að standa sig vel.
Boginn er spenntur til hins ítrasta. Skuldbindingar eru miklar, þjálf-
arar eru ráðnir, nýir leikmenn fengnir eða keyptir, æfingaaðstaða er
bætt og ferðast er til útlanda. Árangurinn lætur síðan oft á sér stan-
da. Aðsóknin verður minni en björtustu vonir gerðu ráð fyrir og mik-
il samkeppni er ríkjandi á auglýsingamarkaðnum. Oll tekjuöflun er
erfið. Niðurstaðan er því hallarekstur. Stjórnin hættir, ný stjórn er
kjörin, ný markmið eru sett og sagan endurtekur sig.“ í raun má segja
að þessi lýsing þeirrar nefndar sem skilaði skýrslu til framkvæmda-
stjórnar og íþróttaþings 1996, eigi við nú. Mál þetta var rætt mikið á
íþróttaþinginu 1996 og áfangaskýrsla var lögð fram á sameiningar-
þingi ÍSÍ og Óí árið 1997.“
Davíð sigraði með fullu húsi stiga
Davíð Ólafsson sigraði með yfirburðum á Meistaramóti Hellis í skák
sem lauk í fyrrakvöld. Davíð, sem sigraði með fullu húsi stiga, hafði
þegar tryggt sér sigurinn eftir sjöttu og næstsíðustu umferðina, en þá
vann hann sigur á Sigurbirni J. Björnsson og tryggði sér þar með tit-
ilinn „Skákmeistari Hellis 2001.“ 1 sjöundu og si'ðustu umferðinni
vann Davíð síðan sigur á Sævari Bjarnasyni, alþjóðlegum meistara,
en Sævar hafnaði í 2. - 5. sæti.
Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð vinnur meistaratitil Hellis, en oft-
ast hefur Björn Þorfinnsson unnið titilinn, eða alls þrisvar, þrjú ár í
röð 1997-’99, en í fyrra sigraði Davíð Kjartansson.
LokasUiðan:
1 Davíð Ólafsson 7
2-6 Sig. Daði Sigfússon 5
2-6 Sigurbj. J. Björnsson 5
2-6 Róbert Harðarson 5
2-6 Sævar Bjarnason 5
2-6 Jón Árni Halldórss. 5
7-10 Björn Þorfinnsson 4.5
7-10 Þorvarður F. Ólafss. 4.5
7-10 Baldur A. Kristinsson 4.5
7-10 Kjartan Guðmundss. 4.5
Dregið í afmælishappdrætti Breiðahliks
Dregið hefur verið í afmælishappdrætti Breiðabliks og eru vinnings-
númerin þessi:
1. vinningur, Toyota Yaris, miði nr. 1932
2. vinningur, Kanaríferð fyrir 2 með Urval-Utsýn, miði nr. 10930
3. vinningur, Kanaríferð fyrir 2 með Plúsferðum, miði nr. 33
4. vinningur, Philips 29“ sjónvarp, ELKÓ, miði nr. 6813
5. vinningur, Ferðavinningur með Urval-Utsýn, miði nr. 295
6. vinningur, Fiesta stórveislugrill frá ESSÓ, miði nr. 808
7. vinningur, Fiesta gasgrill frá ESSÓ, miði nr. 5991
8-20 vinningar ELU hleðsluboi-vélar frá BYKO, miðar nr: 388,
1472, 1717, 3118, 3479, 5448, 5722, 5938, 6097, 8110, 8122,
8577, 9482. Vinninganna má vitja hjá Breiðabliki í Smáranum.