Dagur - 27.02.2001, Síða 11

Dagur - 27.02.2001, Síða 11
Tfc^ir ÞRIDJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2 00 1 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Eldar brenna nú bæöi í Bretlandi og fleiri Evrópuríkjum, en þar er verið brenna hræjum af dýrum sem ýmist hafa greinst með gin- og klaufaveiki eða hafa verið flutt frá Bretlandi. Ótti grípur um sig á meginlandinu Gin- og MaufaveiM heíur fundist á níu stöðum í Bretlandi og víða í Evrópu er ótti við að veiidn berist til meginlandsins. Eldar brenna í Evrópu. Slátrun er hafin í stórum stíl á dýrum sem sýkst hafa af gin- og klaufa- veiki og eru hræin brennd jafn- óðum. Gin- og klaufaveiki hefur fundist á níu stöðum á Bretlandi frá því hún fannst fyrst í 28 svín- um þar í landi síðastliðinn þriðjudag. I gær hófst bæði í Þýskalandi og Hollandi slátrun á dýrum sem flutt höfðu verið inn frá Bretlandi af ótta við smit. Bæði er um svín, sauðfé og naut- gripi að ræða, vel á þriðja þús- und gripi í Bretlandi og þúsund- ir dýra í Þýskalandi og Hollandi. Mikill ótti er við að sjúkdóm- urinn breiðist út til annarra Evr- ópuríkja en Bretlands, sérstak- lega eftir að staðfesting fékkst á því síðastliðinn sunnudag að veikin hafi fundist í dýrum á býli í Bretlandi þar sem dýr eru rækt- uð til útflutnings. Bændur telja ástandið vera nánast eins slæmt og það gæti hugsanlega orðið. Síðast varð vart við gin- og klaufaveiki í Bretlandi fyrir tveimur áratugum, en árið 1967 olli gin- og klaufaveikifaraldur miklu irafári og tjóni í Bretlandi og þá var nærri hálfri milljón dýra slátrað. I Brussel þurfti lögreglan að girða af höfuðstöðvar Evrópu- sambandsins þar sem hundruð bænda mættu til þess að mót- mæla ástandinu meðan fundur landbúnaðarráðherra ESB stóð yfir, en frá Bretlandi kemur gin- og klaufaveikin beint ofan í kúariðuna sem hefur heldur bet- ur sett strik í reikninginn hjá bændum víða í Evrópu undan- farin misseri. Hundruðum dráttarvéla var ekið inn í miðborg Brussel til þess að stöðva eða tefja aðra um- ferð, og reiðir bændur köstuðu eggjum í óeirðalögregluna. Búast má við því að Evrópurík- in missi markaðsstöðu sína víða, m.a. í Bandaríkjunum, vegna sjúkdómsins. I Bandaríkjunum er litið á Evrópusambandsríkin sem eina heild hvað varðar sjúk- dóma af þessu tagi og ekki gert ráð íyrir því að mögulegt sé að einangra útbreiðslu sjúkdómsins við eitt ríki, þannig að önnur Evrópusambandsríki geta hæg- lega orðið af markaðshlutdeild í Bandaríkjunum jafnvel þótt sjúkdómurinn haldist í Bret- landi. Læknar fullyrða að gin- og klaufaveiki sé ekki hættuleg mönnum, en vitað er um eitt til- felli í Bretlandi þar sem maður smitaðist af sjúkdómnum, en það var árið 1966. Umhverfisráðherrar vilja styðja Rússland Á sameiginlegum fundi norrænu umhverfisráðherranna á dögun- um ræddu menn hvernig hægt væri að betrumbæta umhverfið á grannsvæðum Norðurlanda. Bæði NIB, Norræni fjárfesting- arbankinn og NEFCO, Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, styðja fjölda umhverfisverkefna í Eystrasaltsríkjunum og Rúss- landi. Hreinsun skólps frá Pét- ursborg væri miklu árangursrík- ari aðferð til að bæta Eystrasalt en að setja enn eitt hreinsiþrepið á norrænar hreinsunarstöðvar. Norrænu umhverfisráðherrarnir ákváðu að skrifa bréf til rússneska umhverfisráðherrans, hr. Yatskevitj, þar sem farið yrði fram á að Rússland notaði tækifærið á 300 ára afmæli Pétursborgar til að leggja meira fé í að bæta umhverfi þessarar fallegu borgar, sem gæti orðið miðpunktur samstarfs Rússlands og ESB. Þyrlusamstarf í apríl? Stóra norræna þyrluverkefn- ið um sameiginleg kaup á nær 80 þyrlum fyrir rúmlega 20 milljarða sænskra króna, gæti orðið að veruleika í apr- íl, segir Björn von Sydovv sænski varnarmálaráðherr- ann. Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finn- lands fá, í mars, afhenta skýrslu samnorræns vinnu- hóps um verkefnið. Ef ákvörðun verður tekin í apríl um sameiginleg kaup á þess- um tækjum til varnarmála, er brotið blað í sögu samstarfs á sviði innkaupa til varnarmála á Norðurlöndum. Þyrluverkefninu hefur seinkað vegna þess að ríkin fjögur hafa haft ólíkar kröfur um getu og útlit þyrlanna. En þessi vandamál eru nú úr sögunni seg- ir sænski varnarmálaráðherrann. Björn von Sydow. Geta karlar? Stöðugt fleiri karlar á Norðurlöndum sýna áhuga á að hugsa um börn og bú, en samt ekki nógu margir. „Stuðningsúrræði í Noregi hafa haft þau áhrif að hlutverk karla hefur minnkað. Urræðið hefur í för með sér að stuðningur við styttri vinnutíma foreldra til að vera heima hjá börnum, er eingöngu nýttur af mæðrum", segir ýystein GullvÁg Holter sem rannsakar hlutverk karla hjá Stofnun um kvenna- og kynjarannsóknir í Osló. Landssamtökin í Noregi afhentu norsku rík- isstjórninni skýrsluna „Geta karlar?“ nýverið, en í henni eru tillögur um umbætur á jafnrétti karla. Þar er m.a. lagt til að verkalýðsfélög og atvinnurekendur á Norðurlöndum auki menntun um karla, hlut- verk karla og umönnun. (Norðurlönd í vikunni) ■ FRÁ DEGI TIL DAGS ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 58. dagur ársins, 307 dagar eftir. Sólris kl. 8.42, sólaralag kl. 18.40. Þau fæddust 27. febrúar • 1873 Enrico Caruso, ítalskur tenórsöngvari. •1881 Sveinn Björnsson, fýrsti forseti ís- lands. • 1888 Lotte Lehman, þýsk sópransöngkona. • 1902 John Steinbeck, bandarískur rithöf- undur. •1913 Paul Ricoeur, franskur heimspekingur. • 1914 Ási í Bæ. • 1923 Dexter Gordon, bandarískur saxofón- leikari. • 1932 Elizabeth Taylor leikkona. • 1934 Ralph Nader, bandarískur neytenda- frömuður. Þetta gerðist 27. febrúar • 1897 viourkenndu Bretar forræði Banda- ríkjanna yfir Vesturálfu. • 1922 staðfesti Hæstiréttur Bandaríkjanna að stjórnarskrárbreyting um kosningarétt kvenna standist stjórnarskrána. • 1927 var kolakraninn í Reykjavík tekinn í notkun, en hann var þá fullkomnasta tæki sinnar tegundar á Norðurlöndum. • 1928 strandaði togarinn Jón forseti við Staf- nes. • 1933 brann Ríkisþinghúsið í Berlín, en í því var kveikt að frumkvæði Adolfs Hitlers sem sakaði síðan kommúnista um ódæðið. • 1941 fórst togarinn Gullfoss út af Snæfells- nesi. Vísa dagsins Eitthvaö tvennt á hné ég hef, heitir annað Sttna; hún er að láta litið bréf í litlu llösina sína. Sveinbjörn Egilsson Vefur dagsins Þegar séra Bondevik var prestur í Noregi, fvr- ir fáeinum misserum, setti hann á laggirnar nefnd sem fékk það hlutverk að finna lausn- ir á siðferðisvanda nútímans, a.m.k. að því er sá vandi snertir Norðmenn. Nefndin er með gagnmerka heimasíðu þar sem lesa má um ýmsar tilraunir hennar til að gera þessu verld skil: ww'w.verdikommisjonen.no Afmælisbam dagsins Leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kor- mákur er 35 ára í dag, en hann hlaut í sfð- ustu viku Menningarverðlaun DV fyrir kvikmynd sína 101 Reykjavík. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem hann Ieikstýrir, en örugglega ekki sú síðasta, og síðustu tíu árin hefur hann leikstýrt fjölmörgum leik- sýningum, m.a. viö Þjóðleikhúsið og í Loftkastalanum, sem hann stofnaði sjálf- ur, auk þess að hafa leikið bæði á sviði og í kvikmyndum við góðan orðstír og miklar vinsældir. Ofsanum skyldi enginn beita. Grímur Thomsen Heilabrot Hvernig er hægt að skipta tólf í tvo jafna hluta þannig að rétt útkoma verði sjö? Síðasta gáta endurbirt: Sex nemendur voru að taka próf í Islandssögu með þremur spurn- ingum og voru svör þeirra sem hér segir: Árni svaraði: 1) Jón Sigurðsson, 2) Jón Sig- urðsson, 3) Jónas Hallgrímsson. Bjarni svaraði: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) Jónas Hallgrímsson, 3) Jón Sigurðsson. Davíð svaraði: 1) Hannes Hafstein, 2) Hannes Hafstein, 3) Jón Sigurðsson. Einar svaraði: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) Jón Sigurðsson, 3) Hannes Hafstein. Finnur svaraði: 1) Hannes Hafstein, 2) Jónas Hallgrímsson, 3) Jónas Hallgrímsson. Gunnar svaraði: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) I lannes Hafstein, 3) Hannes Hafstein. Allir svöruðu þeir a.m.k. einni spurningu rétt. Hver eru þá réttu svörin? Lausn: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) Hannes Hafstein, 3) Jónas Hallgrímsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.