Dagur - 02.03.2001, Qupperneq 6
6 - FÖSTUDAGUR 2 . MARS 2 00 1
-í>agur
ÞJÓÐMAL
D.
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
A ðstoðarritstjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöiuverd:
Grænt númer:
Netföng augiýsingadeiidar:
Simar auglýsingadeildar:
Simbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-16A2 Gestur Páli Reyniss.
(AKUREYRI)A60-6192 Valdemar Valdemarsson
460 6161
460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Sannleikaim á borðið
1 fyrsta lagi
Það er ein af forsendum réttarríkisins að almennir borgarar
geti treyst lögreglu landsins. I því felst meðal annars skilyrðis-
laus krafa um sannsögli. Ekki má gefa landsmönnum tilefni til
að efast um að lögreglan segi satt og rétt frá gangi mála. Ann-
ars verður trúnaðarbrestur á milli þeirra sem eiga að fram-
fylgja lögum í landinu og þjóðarinnar sem setur traust sitt á
heiðarleika lögregluyfirvalda. Sú harkalega deila sem upp er
komin végna takmarkana á starfsemi fíkniefnalögreglunnar í
fyrra í formi yfirvinnubanns grefur alvarlega undan slíku
trausti.
t öðru lagi
Talsmaður félags lögreglumanna hefur skýrt frá því opinber-
lega að á fundi 11. september í fyrra hafi starfsmönnum í
fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík verið tilkynnt að yfir-
vinnubann væri gengið í gildi, og að seinna hafi svipaðar til-
kynningar borist fleiri deildum. Fjöldi lögreglumanna var til
vitnis um þennan atburð. Þrátt fyrir þetta heldur dómsmála-
ráðherra því enn fram að ekkert yfirvinnubann hafi verið sett
á hjá fíkniefnadeildinni og ber fyrir sig orð yfirmanna lögregl-
unnar. Almenningur hlýtur því að spyrja: Hver er að ljúga? Er
það dómsmálaráðherra? Eru það æðstu yfirmenn lögreglunn-
ar í Reykjavík? Eða eru það allir þessir lögreglumenn?
Og krefst afdráttarlausra svara.
í þriðja lagi
f siðmenntuðum lýðræðisríkjum er það brotthvarfssök úr emb-
ætti ráðherra að segja þjóðþinginu ósatt. I þessu máli er því
líka í húfi hvort logið hafi verið að Afþingi. Sólveig Pétursdótt-
ir, dómsmálaráðherra, verður að gera hreint fyrir sínum dyrum
að því leyti. Hún verður að ræða við þá lögreglumenn sem
bera vitni um yfirvinnubannið og játa síðan undanbragðalaust
hið rétta í málinu í sölum Alþingis. Ef ráðherra fékk rangar
upplýsingar og endurtók þær í þinginu, þá ber henni í það
minnsta að biðja þingheim og þjóðina afsökunar.
Elias Snæland Jónsson
Fötluð, þeldökk kona
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
EiiLkavæding og
óarðbærir skankar
sVaraö
Valgeir Bjarnason, aðstoðar-
skólameistari Hólaskóla í Skaga-
firði, skrifaði athyglisverða grein
í Dag í gær. Þar fjallar liann um
þá ákvörðun Islandspósts hf. að
loka pósthúsunum á Hofsósi og
í Varmahlíð og mótmæli Skag-
firðinga vegna þessa. 1 greininni
segir m.a.:
„Það er ljóst að með hlutafé-
lagavæðingu mikilvægrar al-
menningsþjónustu eins og
póstsins er búinn til einhver
óskapnaður sem cnginn virðist
geta ráðið við, né gert kröfur til.
Ákvörðunartökur fyrirtækisins
virðast ekki vera á ábyrgð neins
sérstaks aðila þó að yfir henni sé
bæði stjórn og ráðherra sam-
göngumála sem æðsti yfirmað-
ur. Állt .kapp er lagt á að fyrir-
tækið verði sem seljanlegast
þegar einkavæðingarskrefið
verður stigið til fulls. Þá er
nauðsynlegt að vera húinn að
losa sig við ýmsa óarðbæra skan-
ka sem óvíst er um beinan pen-
ingalegan hagnað af...“
Afl arósins
Hér er að mörgu að
hyggja. Skagfirðingar
fá þarna að finna til
tevatnsins hjá einka-
væðingunni og ekki
þeir fyrstu hér á landi
eða í heiminum yfir-
höfuð. Forsendur
einkavæðingar hér og
annars staðar eru æv-
inlega þær sömu:
Beksturinn er alltaf betur kom-
inn í höndum hlutafélaga og
einstaklinga en ríkis eða sveitar-
félaga. Því hluthafar gera ávallt
kröfur um hámarksarðsemi sem
tryggir hagkvæmasta reksturinn
og ennfremur er gróðafíknin afl
þeirra hluta seni gera skal og
hvetur einstaklingana til dáða.
Þess vegna er alltaf byrjað á
því að „losa sig við ýmsa óarð-
Garri hefur það nú fyrir satt
að eitt vinsælasta hugtak
vandamálafræðinga í heimin-
um sé nú um það bil að taka
nokkrum breytingum.
Kannski væri réttara að segja
að orðið sem hugtakið vísar
til sé í þann veginn að taka
breytingum. Þannig er nefni-
lega mál með vexti að þegar
vandamálafræðingar heimsins
eru að tala um mismunun og
jafnræði þegnanna í þjóðfé-
laginu og eru að benda á að
minnihlutahópar séu iðulega
útundan, þá beita þeir yfirleitt
samtvinnuðu orðalagi.
Þeir tala um að „fatl-
aða, þeldökka, konan“
eigi að hafa sama rétt
og „hvíti, miðaldra
karlinn". Er þetta orða-
lag auðvitað til komið
vegna þess að fatlaðir,
þeldökkir og konur eru í þeim
flokki fólks sem almennt eru
líklegir til að lenda í mismun-
un og sá sem er allt í senn
hlýtur því að vera þrefalt lík-
legri til að vera útundan. Hvíti
karlinn er hins vegar alltaf
ofan á!
Blíkiir á lofti
En nú eru blikur á lofti og
horfur á að „fatlaða, þeldökka,
konan“ sé á útleið sem sam-
nefndari fyrir öskuhuskur
samfélagsins. Því miður er
það þó ekki nema að hluta til
vegna þess að samfélagið hef-
ur bætt hag hennar. Fatlaðir,
þeldökkir og konur eiga enn
nokkuð í land með að standa í
sömu sporum og hvíti karlinn.
En það sem er að gerast er
það að nýr hópur manna er að
ryðja fötluðu svörtu konunni
úr öskubuskusætinu. Þetta er
eins konar hallarbylting á
botninum! Og þessi nýi hópur
befur verið að koma fram á
sjónarsviðið með þó nokkrum
-
bæra skanka sem óvíst er um
beinan peningalegan hagnað
af,“ eins og Valgeir orðar það.
Það er einmitt ástæðan fyrir því
að jólagjafirnar lok-
uðust inni bjá Is-
landspósti um síð-
ustu jól. Þar sparaði
fyrirtækið nokkrar
krónur í yfirvinnu-
greiðslum en tapaði
auðvitað tugum
milljóna í viðskipta-
vild fyrir vikið. Og
ugglaust hefur hagn-
aður í rekstri aukist þegar
bresku járnbrautirnar voru
einkavæddar, en þjónustan
versnaði, slakað var á óarðbær-
um öryggiskröfum og laun for-
stjóranna ruku upp úr öllu valdi.
Það er líka lögmál sem virðist
fylgja einkavæðingu, ekki síður
en aukinn hagnaður, sem vfir-
leitt fer á fárra hendur fremur
en að koma öllum til góða.
hávaða sem er skiljanlegt, því
þetta fólk heyrir afskaplega
illa. Þetta eru semsé heyrnar-
skertir, sérstaklega heyrnar-
skert fólk sem býður eftir
greiningu og heyrnartækjum.
I svari við fyrirspurn Svanfríð-
ar Jónasdóttur á Alþingi upp-
lýsti Ingibjörg Pálma heil-
brigðisráðherra að þessi hóp-
ur teldi um 2000 manns og að
hver um sig biði mánuðum
saman eftir því að fá mælingu
og heyrnartæki.
Botninn
Heyrnarmæling og
heyrnartæki eru á Is-
landi svo takmörkuð
auðlind að þúsundir
manna bíða mánuðum
saman eftir úrlausn.
Það er semsé erfitt að
komast lægra í virðingar- og
mannfélagsstiganum en það,
að vera heyrnarskertur maður
að bíða úrlausnar. Nema ef
vera kynni að vera heyrnar-
skertur landsbyggðarmaður að
bíða úrlausnar, því í ljós hefur
komið að engin þjónusta við
landsbyggðarfólk er til staðar.
En því miður virðist hér vera á
ferðinni gríðarlegt verkfræði-
legt vandamál, (sem er auðvit-
að miklu flóknara en að láta
þá sem þurfa fá gleraugu?) að
mæla alla heyrnarskerta og
láta þá fá heyrnartæki sem
aftur gera þeim kleift að njóta
sjálfsagðra lífsgæða. Það er
því miður annars konar verk-
fræði sem þarf í þetta en t.d.
endurhönnun Þjóðmenning-
arhúss eða Þingvallabæjarins.
En góðu fréttirnar eru þó auð-
vitað þær að nú fær fatlaða
þeldökka konan, sem er búin
að vera á stöðugum þeytingi
árum saman örlitla hvíld, en
við keflinu tckur heyrnarskerti
landsbyggðarmaðurinn. GARRl
Haldlitlir samningar
Það er alveg öruggt að einka-
væðing Islandspósts og Land-
símans á eftir að bitna á fleirum
en Skagfirðingum þegar menn
fara að losa sig við hina óarð-
bæru skanka víða um land. Og
það er auðvitað óskhyggja að
það verði hægt að gulltryggja
einhverja grunnþjónustu í
samningum, eins og sumir
stjórnmálamenn virðast halda.
Þegar ófrávíkjanleg arðsemis-
krafan ríkir ein, þá verða allir
óarðbærir skankar af skornir
með tíð og tíma, hvort sem
mönnum líkar betur eða verr og
hvað svo sem allir samningar
segja. Það hefur verið farið í
kringum samninga áður.
Og þó menn t.d. telji sig geta
tryggt með samningum jafnan
aðgang allra að grunnneti
Landssímans eftir einkavæð-
ingu, þá kann reynslan að verða
önnur þegar upp er staðið.
Er rétt að leggja gjald á
tölvudisklinga og tölvu-
búnaðtil að tryggja
greiðslur fyrir höfundar-
rétt?
Aðalsteinn Ásberg Sigurðss.
tónlistarmaðiirogformaðurRith.sainb.
íslands.
„Slfkt er rétt því
stafræn upptöku-
tækni er m.a. not-
uð til að afrita
vernduð verk höf-
unda. Með þeirri
reglugerð sem sett
er nú má í raun segja að verið sé
að uppfæra eldri reglur, sem ekki
tóku yfir þá nútímatækni sem er
komin til sögunnar og víða notuð.
Mörg ár eru liðin síðan fyrst var
farið að tala um nauðsyn þess að
breyta reglum með tilliti til nýrrar
tækni, þannig að menn eru í raun
vonum seinna á ferðinni í þessum
efnum."
Gunnar Salvarsson
upplýsingastjóri Tæknivals.
„Eg skil reiði þeir-
ra sem mótmæla
gjaldtökunni. Hún
nemur tugum pró-
senta af útsölu-
verði geymslu-
miðla auk þess
sem höfundarréttarsamtökin fá
greiðslur óháð því hvort efnið sem
afritað er nýtur höfundarréttar
eða ekki. Þá vekur gjaldtakan upp
réttmæta reiði því sönnunarbyrði
er snúið við og allir kaupendur af-
ritunarbúnaðar eru í raun þjóf-
kenndir. Islenskir tónlistarmenn
fá stóran skerf að þessu fé - en
halda menn virkilega að þeir sem
á annað borð afrita tónlist á
geisladiska séu fyrst og fremst á
höttunum eftir íslenskri tónlist?
Og þar sem svarið er nei - er þá
ekki nærtækast að spyrja: hver er
þá að ræna hvern?“
Karl Pétux Jónsson
sétfr. í álmannatengslum.
„Mér finnst það í
raun fáránlegt.
Listamenn vcrða
að nota aðrar leið-
ir til að brauðfæða
sig en neyða fólk
til þess að borga
sér peninga fyrir afurðir sem það
notar ekki. Það er fráleitt að
borga þurfi tónlistarmönnum fyr-
ir þá geisladiska sem notaðir eru
t.d. til að brenna fjölskyldumynd-
irnar eða afrit af gögnum inná.
Jafnvel þótt upphæðin í hvert
skipti sé ekki tiltakanlega há.“
Tinna Gunnlaugsdóttir
fornt. Baudalags ísi. listamanna.
„Gjald á tóma
geisladiska er
sjálfsagt skref lög-
gjafans til að rétta
hlut höfunda og
annarra sem þurfa
að sæta því að
verk þeirra séu afrituð og jafnvel
fjölfölduð í hagnaðarskyni, án
þess að til þeirra komi lögbundið
gjald. Slíka sjóræningjastarfsemi
er ekki hægt að stöðva, þar sem
tæknin til að afrita er alltaf að
verða fullkomnari og aðgengi-
legri almenningi. Alagning á tóma
geisladiska er sjálfsögð viðleitni til
að bæta þennan skaða.“