Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 8
8 - FÖSTUDAGUR 2 . MARS 20 0 1 ÍÞRÓTTIR ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: JÓHANNES SIGURJÓNSSON johannes@simnet.is „Annars er (rað helst um þennan mat að segja að hann er helvítis óþverri og það ætti að leggja salt- kjötsát af ekki síð- ar en strax.“ - Sverrir Leósson, útgerðarmaður, um þjóðlegar matar- hefðir í DV. Kók í pípiun Hamlets? Fréttir frá Bretlandi herma að fundist hafi leifar af kókaíni í pípum sem lágu í jörðu við meint hús skáldsins Shakespeares, sem ýmsir þekkja af góðu. Enda skrifaði gamli Spjótaskekill margt og mikið, þó miklu meira hafi reyndar verið skrifað um hann og hans verk. Og raunar svo mikið að brunnurinn er fyrir löngu þurrausinn, enda hefur atvinnuleysi í stétt bók- menntafræðinga stóraukist, því þeir hafa ekki lengur úr neinu að moða um líf og verk Vilhjálms. En nú hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá fræðimönnum. Nú þarf sem sé að lesa allt höfundarverk Sheikspírs í nýju ljósi og út frá nýju sjón- arhorni. Stóra spurningin sem menn standa frammi fyrir nú er þessi: Var skáldið Vilhjálmur á kókaíni og eru merki um áhrif þessa fíkniefnis að finna í verkum hans, á sama hátt og augljós sýruáhrif má lesa út úr text- um landa hans frá Liverpool, Bítlanna? Er hugsanlega hægt að skýra háttalag Hamlets út frá fráhvarfseinkenn- um fyrrverandi kókaínneytanda? Var slævandi vímuástand ástæðan fyrir því að Othello lét plata sig svo upp úr skónum? Var Lady Macbeth stöðugt stónd? Hér er að mörgu að hyggja. Og verður örugglega gert. Vargurinn er lostæti! Það er alkunna að Mývetningar kunna öðrum Is- lendingum betur að orða hlutina. Einu sinni voru þeir heiðursbændur Sigurður Þórisson á Græna- vatni og Starri í Garði að ræða margvíslega kosti þeirrar dýrðarskepnu, mývargsins. Sigurður sagði: „Þeir sem höfðu mývarginn svona sem krydd út á matinn í uppvextinum þykir það þunnur þrett- ándi að vera án hans. Andskotans lifandis ósköp er ég búinn að éta af vargi um dagana. Það sem maður át þegar maður var strákur úti á engjunum. Og hann var svo góður og sætur að því trúir eng- inn, það var alveg óþarfi að hafa sykur í kaffið." Og Þorgrímur Starri lauk sömuleiðis lofsorði á varginn: „Eg man það best, þegar maður fékk svona þykkan hrísgrjónavelling, hvað hann smurðist fallega. Hann var náttúrlega hvítur þeg- ar maður jós honum úr fötunni, en eftir andartak var þetta orðið alveg biksvart og þá var hæfilegt að fara að byrja að éta. Maður vorkennir þessu unga fólki sem aldrei hefur étið varg!“ IFÍNA Ot FRÆGA FOIKIÐ Lopez inuii ekki bera vltni í máli Combs Hér má sjá þau skötuhjú Lopez og Combes áður en samband þeirra súrnaði. Söng- og leikkonan kynþokkafulla, Jennifer Lopez ætl- ar ekki að bera vitni í réttarhöldum í máli fyrrum unnusta síns, rappkóngsins Sean „Pufíy“ Combs. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim skötuhjúum fyrr í vikunni. I yfirlýsingunni segir Combes að þar sem hann hyggist sjálfur bera vitni sér til varnar telji hann enga ástæðu til að vera að draga Lopez inn í málið líka. Og við þetta bætti Lopez að ef Combes hins vegar eða lögmenn hans teldu að það gæti hjálpað málinu að hún kæmi Iíka og bæri vitni, „þá myndi hún koma undir eins og segja sannleikann." Þessar stórstjörnur eru sem kunnugt er nýlega sldld- ar að skiptum. Combs, sem er 31 árs gamall hefur nú um mánaðarskeið átt í málaferlum vegna opinberrar ákæru um að hann hafi haft ólögleg vopn undir hönd- um og að hann hafi reynt að múta mönnum í tengsl- um við skotbardaga sem varð utan við næturldúbb í New York í desemer 1999. Eftir skotbardagann hurfu Combs og samferðamenn hans - þar á meðal Lopez - burt af vettvangi og Ientu í eltingaleik við lögreglu. Combs gæti átt yfir höfði sér allt að i 5 ára fangelsi ef hann er fundinn sekur, en hann er mikill viðskiptajöfur og sá stærsti í „hip-hop“ tónlistinni. Hann rekur plötufyrirtækið Bad Boy og hann á vörumerk- ið Sean John sem er frægt í tískuatnaði. Hin glæsilega Lopez kveðst vera tilbúin að bera vitni ef í Ijos kemurað þess verði þörf. -T>x$ur Stelpurnar úr Tindastóli stóðu sig vel á mótinu. S00 keppendur á simdmóti KR Unglingamót KR í sundi, það sautjánda í röðinni, var haldið í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Mjög góð þátttaka var á mótinu og voru skráðir keppend- ur um fimm hundruð og skrán- ingar um 2000 í 54 keppnisgrein- um. Sundmótið hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt helsta og fjölmennasta sundmótið hérlend- is og koma keppendur alls staðar að af landinu. Keppt var í sex flokkum, hnokka og hnáta (10 ára og yngri), sveina og meyja (12 ára og yngri), drengja og telpna (14 ára og yngri) og pilta og stúlkna (17 ára og yngri). Arangur á mótinu var nokkuð góður, þó ekki hafi verið slegin nein aldursflokkamet og voru margir að ná sínu besta. Arangur Hannibals Hafbergs úr Vestra á Isafirði vakti mikla athygli á mót- inu, en hann sigraði í öllum fjór- um greinunum í hnokkaflokki. Ingibjörg Olafsdóttir, SH, sigraði einnig í fjórum greinum í meyja- flokki og þau Þór Sveinsson, Vestra (drengjaflokki), Berglind Ósk Bárðardóttir, SI4 (stúlkna- flokki) og Ágúst Júlíusson, IA (sveinaflokki) í þremur greinum. Berglind Ósk Bárðardóttir, SH, varð stigahæsti kcppandi mótsins, hlaut samtals 1876 stig og Erla Dögg Haraldsdóttir, UNFN, varð næst með 1876 stig. Keppendur Sundfélags Hafnar- fjarðar sigruðu í flestum greinum á mótinu, eða alls fimmtán, en Skagamenn komu næstir með níu sigra og Isfirðingar þar næstir með sjö. Ánægjulegt var að sjá vaxandi styrk félaganna af lands- byggðinni og auðséð að félög eins og til dæmis Vestri frá Isafirði og Óðinn frá Akureyri eru að byggja upp sterkar sundsveitir. Breiddin er líka að aukast og gaman að sjá hvað keppendur frá félögum eins og til dæmis Tindastóli, Dalvík og UMF Tálknaljaröar eru að sækja í sig veðrið. A mótinu voru veitt sérstök af- reksverðlaun fyrir besta stigaár- angurinn í þremur elstu flokkun- um og hlutu eftirtaldir keppendur verðlaunin: Meyiar: Ingibjörg Ólafsdóttir SH 1357 Sveinar: Ágúst Júlíusson, ÍA 872 Telpiir: Erla Dögg Haraldsd., UNFN 1876 Drengir: Þór Sveinsson, Vestra 1526 Stúlkur: Berglind Ósk Bárðard., SH 1967 Piltar: Helgi H. Óskarsson, UMFN 1632 í stigakeppni félaga hlaut Sundfélag Hafnarfjarðar flest stig, eða alls 633. Njarðvíking- ar urðu í öðru sæti með 306 stig og Ægiringar með 298 stig. í því þriðjr Stigastaða félaga: SH 633 UMFN 306 Ægir 298 ÍA 289 KR 233 Vestri 150 Óðinn 118 Keflavík 109 Ármann 86 Bolungarvík 58 Tálknafjörður 53 Tindastóll 50 Rán, Dalvík 45 ÍBV 41 UMSB 29 HSÞ 22 UMFA 15 Selfoss 14 Reynir Sandg. 4 Jóhannes Benediktsson, form. sunddeildar KR ásamt verðlaunahöfum í 50 m baksundi hnokka. Talið f.v.: Jóhannes EgiH Þórðarson, SH [2. sætij, Hannibal Hafberg, Vestra [1. sætij og Þórir 1/algeirsson, Úðni [3. sætij. Hannibal Hafberg sigraði í fjórum gre/num á mótinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.