Dagur - 02.03.2001, Side 9
FÖSTUDAGVR 2. MARS 2001 - 9
ÍÞRÓTTIR
Lífleg handbolta-
veisla um helgina
Úr Hafnarfjarðarslag Hauka og FH fyrr í vetur.
Um helgina verður
hoðið upp á heilmikla
handboltaveislu og
standa Haukarair þar
í mestu stórræðunum
þegar þeir mæta stór-
liði Sporting Lissabon
í EHF-hikar karla og
FH-ingum í Hafnar-
fjarðarslag
NissandeHdar kvenna.
Það verður mikið að gerast (
handboltanum um helgina, en
þá verður bæði leikið í efstu
deild karla og kvennna, auk þess
sem karlalið Hauka leikur seinni
leik sinn gegn Sporting Lissabon
í EHF-bikarnum á morgun.
Haukarnir hafa góða stöðu fyrir
leikinn, eftir 21-21 jafnteflið í
Lissabon í fyrri leiknum, en
verða þó að ná sínu besta til að
tryggja sig áfram í undanúrslit
keppninnar. Sportingliðið er
geysisterkt, en var alls ekki sann-
færandi í Ieiknum ytra á meðan
nær allt gekk upp bjá Haukun-
um, ef frá eru taldar síðustu
mínúturnar. Bjarni Frostason fór
á kostum í leiknum og tók Ieik-
menn Sporting hreinlega á taug-
um með frábærri markvörslu, en
hann varði alls 24 skot í leiknum.
Þar verður því örugglega hart
barist, enda mikið húfi, þar sem
sigurvegari leiksins vinnur sér
sæti í undanúrslitum keppninnar
og gæti þar hugsanlega lent á
inóti Magdeburg, liði Alfreðs
Gíslasonar í Þýskalandi.
I Nissandeild karla hefst 17.
umferðin með tveimur Ieikjum í
kvöld, þar sem IR-ingar fá Eyja-
menn í heimsókn í Breiðholtið
og FH-ingar botnlið Blika í
Kaplakrika. FH-ingar sem eru í
7. sæti deildarinnar með 16 stig
ættu að eiga þar sigurinn nokkuð
vísan svo framarlega sem þeir
detta ekki niður á Seltjarnarnes-
planið, þegar þeir steinlágu gegn
Gróttu/KR, eftir að hafa skorað
aðeins fjögur mörk í seinni hálf-
leik. I Austurbergi má búast við
hörkuleik, en IBV og IR eru nú í
8. og 9. sæti deildarinnar, bæði
með 14 stig, en IR-ingar með
frestaðan leik gegn Haukum til
góða.
Á sunnudag fara síðan fram
þrír leikir, þar sem Stjarnan tek-
ur á móti Val í Ásgarði, Framarar
heimsækja Gróttu/KR á Nesið og
Afturelding tekur á móti KA í
Mosfellsbæ. Fyrirfram má búast
við spennandi leikjum og verður
fróðlegt að fylgjast með því hvort
Aftureldingu tekst að stöðva átta
leikja sigurgöngu KA, en í síðasta
leik lögðu Mosarnir Framara
sannfærandi með þriggja marka
mun, 24-21.
Leikir kvöldsins:
Kl. 20.00 ÍR - ÍBV
Kl. 20.00 FH - Breiðablik
Leikir á sunnudag
Kl. 20.00 Stjarnan - Valur
Kl. 20.00 Fram - Grótta/KR
Kl. 20.00 UMFA - KA
Nissandeild kvenna
17. umferð á morgun:
Kl. 13.30 ÍR - Fram
Kl. 13.30 Haukar - FH
Kl. 13.30 KA/Þór - Stjarnan
Kl. 13.30 Grótta KR - Víkingur
Kl. 13.30 Valur - ÍBV
íslandsmet hjá Magnúsi
íslandsmót Iþróttasambands
fatlaðra í lyftingum, bogfimi og
frjálsum íþróttum innanhúss,
fóru fram um síðustu helgi.
Frjálsíþróttamótið fór frarn í
Baldurshaga og íþróttahúsinu
við Austurberg, cn hin tvö mótin
í íþróttahúsi fatlaðra við Hátún.
Fjöldi keppenda tók þátt í mót-
unum, en flestir í frjálsíþrótta-
.mótinu, þar sem keppendur voru
frá tíu félögum, víðs vegar að af
landinu. Eitt Islandsmet leit
dagsins ljós, en það setti Magnús
Guðjónsson, ÍFR, í lyftingum,
þegar hann lyfti 125 kg. í bekk-
pressu og hlaut fyrir það
81.5375 stig.
Eftirtaldir urðu íslands-
meistarar:
Lyftingar:
Flolikur hreyfihamlaðra
Magnús Guðjónsson, ÍFR 81.5375
stig (Islandsmet)
Flokkur þroskaheftra
Þorbergur S. Stefánsson, IFR
60.1145 stig
Bogfimi:
Flokkur fatlaðra karla
1. Jón M. Árnason, ÍFR 943 stig
Flokkur ófatlaðra karla
I. Þröstur Steinþórsson, ÍFR
1014 stig
Flokkur kvenna
1. Ester Finnsdóttir, ÍFR 985 stig
Flokkur unglinga
1. Gunnar Jónsson, iFR 902 stig
Frjálsar íþróttir:
60 m hlaup ka. (flokkur aflim.)
Geir Sverrisson, Breiðabl. 7,5 sek
60 m hlaup ka. (blindir/sjónsk.)
Lindberg M. Scott, Þjóti 9,1 sek
60 m hlaup ka. (hreyfihaml.)
Haukur Gunnarsson, Árm. 8,8 sek
60 m hlaup ka. (þroskah.) 1. fl.
Arnar M. Ingibjörnsson, Nes
60 m hlaup ka. (þroskah.), 2. fl.
Andri Jónsson, Þjóti
60 m hlaup kv. (þroskah.), 1. fl.
Helga Helgadóttir, Akri
60 m hlaup kv. (þroskah.), 2. fl.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Nes
Hástökk kv. (þroskah.)
Helga Helgadóttir, Akri
Hástökk ka. (þroskah.)
Arnar Már Ingibjörnsson, Nes
Langstökk kv. (þroskah.), 1. fl.
Helga Helgadóttir, Akri
Langstökk kv. (þroskah.), 2 .fl.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Nes
Langstökk ka. (hreyfihaml.)
Flaukur Gunnarsson, Árm.
Langstökk ka. (þroskah.), 1. fl.
Guðm. I. Einarsson, Kveldúlfi
Langst. ka. (þroskah.), 2. fl.
Lindberg M. Scott, Þjóti
Langst.kv. án atr.(þroskah.), 1. fl.
Hclga Helgadóttir, Akri
Langst.kv. án atr.(þroskah.), 2. fl.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Nes
Langst.ka. án atr.(þroskah.) 1. fl.
Þórir Gunnarsson, Osp
Langst.ka. án atr.(þroskah.) 2. fl.
Lindberg M. Scott, Þjóti
Kúluvarp kv. (þroskah) 1. fl.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Nes
Kúluvarp kv. (þroskah) 2. fl.
Sigrún Benediktsdóttir, Nes
Kúluvarp ka. (hreyfíhaml.) 4. fl.
Pálmar Guðmundsson, FH
Kúluvarp ka. (þroskah.) 1. fl.
Arnar M. Ingibjörnsson, Nes
Eriksson byrjar vel
Englendingar unnu 3-0 sigur á Spánverjum
þegar þjóðirnar mættust f vináttulandsleik á
Villa Park í Birmingham í fyrrakvöld. OIl enska
þjóðin beið leiksins með mikilli spennu, því um
var að ræða fyrsta leik landsliðsins undir stjórn
nýja þjálfarans Svens-Göran Eriksson, en ráðn-
ing hans hefur verið mjög umdeild í Englandi.
Byrjunarlið Englands: James, P. Nevill, Sol
Campbell, Ferdinand, Powell, Beckham, Butt,
Scholes, Barmby, Cole og Owen.
Þessi fyrsti leikur Erikssons reyndi lítið á
enska liðið, þar sem mótherjarnir voru hreint
út sagt lélegir og fátt um fína drætti. Enda liðu 38 markalausar mín-
útur áður en Nick Barmby náði að skora fyrsta markið eftir sendingu
frá Michael Owen og var staðan 1-0 í leikhléi. Eriksson gerði sjö
breytingar á liðinu í hálfleik og kom Martyn í markið fvrir Jantes,
Ehiogu fyrir Ferdinand, Lampard fý'rir Butt, Ball fvrir Powell, Heskey
fyrir Scholes og McCann fyrir Beckham. leikur liðsins batnaði nú til
muna og á 55. mínútu skoraði Emile Heskey annað markið eftir und-
irbúning Ugo Ehiogu, sem vann skallaeinvígi í teignum. Ehiogu var
svo aftur á ferðinni á 70. mínútu, en þá sá hann sjálfur um að skora
þriðja og síðasta mark Englendinga, eftir hornspyrnu Frank
Lampards. Spánverjar fengu tækifæri til að minnka muninn á 79.
mínútu þegar dæmd var vítaspyrna á Englendinga, en Nigel Martyn
gerði sér lítið fyrir og varði frá Javier Moreno.
Sigurinn gefur Englendingum eflaust góðar vonir fyrir framhaldið
í undankeppni HM, en þar er staða liðsins vægast sagt slæm á botni
9. riðils eftir tap gegn Þjóðverjum ogjafntefli gegn Finnum
Úrslit annarra vináttulandsleikja
Italía - Argentína 1 -2
N,- írland - Noregur 0-4
Makedónía - Tékkland 1-1
Slóvenía - Úrúgvæ 0-2
Grikkland - Rússland 3-3
Lúxemborg - Finnland 0-1
Liechtenstein - Lettland 0-2
Holland - Tyrkland 0-1
Bosnfa - Ungverjaland 1-1
Króatía - Austurríki 1 -0
Sviss - Pólland 0-4
Malta - Svíþjóð 0-3
Jórdanía - Búlgaría 0-2
Þór og VíMngur berjast um anuað
sætið
Einn leikur fer fram í 2. deild karla í handknattleik í kvöld, en þá fá
Þórsarar lið Víkinga í heimsókn í íþróttahöllina á Akureyri. Leikur-
inn er báðum liðum mjög mikilvægur, þar sem baráttan um um ann-
að af tveimur lausum sætum í Nissandeildinni að ári, kemur eflaust
til með að standa á milli Iiðanna. Víkingar eru nú í öðru sæti deild-
arinnar með 16 stig eftir 12 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Sel-
fyssinga, sem hafa leikið jafnmarga leiki. Þórsarar eru svo í þriðja
sætinu með 11 stig, en eiga þrjá leiki til góða og gætu því komist stigi
yfir Víkinga með fullu húsi. Fjölnir er síðan í fjórða sætinu með 8 stig
eftir 10 leiki og Fylkir án stiga í botnsætinu eftir 11 leiki.
Bæði Þór og Víkingur eiga eftir útileiki gegn Selfyssingum og halda
Þórsarar suður yfir heiðar í þann leik næstkomandi föstudag, sem er
næsti leikur þeirra í deildinni. Næsti leikur Víkinga er aftur á móti
útileikur gegn Fjölni á þriðjudaginn og síðan á liðið frí þar til 23.
mars, þegar þeir mætir Selfyssingum austan Fjalls. Síðasti leikur Vík-
inga í deildinni er síðan heimaleikur gegn Fjölni þann 30. mars.
Eftir leikinn gegn Selfyssingum, eiga Þórsarar þrjá lciki í röð gegn
Fylki, þann fyrsta í Árbænum strax daginn eftir Selfossleikinn og síð-
an tvo seinni leikina fyrir norðan dagana 16. og 17. rnars. Síðan eiga
Þórsarar tvo leiki gegn Fjölni í restina, sem báðir fara fram á Akur-
eyri 23. og 24. mars.
Það er því ljóst að slagurinn um sæti í Nissandeildinni verður harð-
ur og gæti leikurinn í kvöld ráðið úrslitum um hvort Þór eða Víking-
ur fer upp. Selfyssingar verða að teljast nokkuð öruggir á toppinum,
en þeir eiga auk leikjanna við Þór og Víking eftir að leika gegn Fjölni
og Fvlki, báða leikina á útivelli 17. og 30. mars.
Ársþing HSK hvetur til samstarfs
UMFÍ og ÍSÍ
79. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, sem haldið var á
Flvolsvelli um síðustu helgi, hvetur stjórnir UMFl og ISI til að taka
nú þegar upp markvisst samstarf með hagsmuni heildarinnar að Ieið-
arljósi. I ályktun þingsins segir að samstarf samtakanna gæti síðan
orðið grundvöllur að viðræðum um hugsanlega sameiningu þeirra og
sá árangur sem þá hefði náðst yrði kynntur á næstu ársþingum hreyf-
inganna.
Um 90 fulltrúar frá 37 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum
sambandsins, auk stjórnar, gesta og starfsmanna^, sátu þingið og var
umræðunum um hugsanlega sameiningu UMFI og ISI fyrirferðar-
mest meðal fjölda mála sem fjallað var um.
Á þinginu var lögð fram 70 blaðsíðna skýrsla um starfsemi héraðs-
sambandsins á liðnu ári, en í skýrslunni kemur fram að starfið var
þróttmikið á 90 ára afmælisári sambandsins. 1 lok þings var kosin 8
manna stjórn og varastjórn sambandsins og 17 starfsnefndir HSK.
Árni Þorgilsson frá Hvolsvelli var endurkjörinn formaður sambands-
ins.