Dagur - 02.03.2001, Page 10

Dagur - 02.03.2001, Page 10
10- FÖSTUDAGUR 2. MARS 200 1 . FRÉTTIR rD^tr Færeyska land- stjómin í uppnámi Danir leggja málið þannig upp að felli Færeyingar tillögu uui sjálfstæði í þjóðaratkvæði séu þeir að ákveða að vera áfrain liluti af dauska ríkinu. Högni Hoydal hefur lagt áherslu á það að þetta mál snúist ekki uin dagsetningu atkvæðagreiðslu en ef Þjóðarflokkurinn ætli að fara að semja imdir heimastjómar- lögunum væri grundvöUur stjómarsamstarfs hrostinn Þinghúsið í Þórshöfn í Færeyjum. Þar er stjórnarsamstarfið nú í uppnámi. Anfinn Kallsberg, Iögmaður Færeyja, er á heimleið gegnum Danmörku úr heimsókn til Bretlands, þremur dögum fyrr en ráðgert var, þar sem kreppa virðist ríkja á færeyska stjórn- arheimilinu vegna ákvörðunar Högna Hoydal, formanns Þjóðveldisflokksins og ráðherra sjálf- stæðismála, að framfylgja fyrri ákvörðun um að kosið verði um sjálfstæði Færeyja þó að þessu sinni væri 26. maí ekki nefndur sem kjördagur. Hoydal er starfandi lögmaður í fjarveru Anfinn Kallsbergs, formanns Þjóðarflokksins, en hann hafði lýst því yfír fyrir hrottför til Bretlands að hans flokkur styddi ákvörðun landsstjórnar um áætlun til sjálfstæðis ekki lengur í óbreyttri mynd. Mikil óánægja er ríkjandi innan Þjóð- veldisflokksins um þá ákvörðun Þjóðarflokks- ins. Flokkur Kallsbergs vildi ekki taka afleið- ingum þess ef Færeyingar höfnuðu sjálfstæði í kosningunum. Skoðanakannanir sýna að meirihluti Færeyinga muni hafna áætlun landsstjórnar um sjálfstæði, ekki síst eftir að danski forsætisráðherrann lýsti því yfír að ef Færeyingar segðu já mundi styrkurinn frá Dönum hverfa á næstu fjórum árum, en ekki 12 eins og áætlanir landsstjórnar gerðu ráð fyrir. Marg- ir Færeyingar telja að það þoli fær- eyskur efnahagur ekki. Tnmaðarbrestux Kallsberg sagði í færeyska útvarp- inu í gær að þessi ákvörðun Hoydals væri mikill trúnaðarbrest- ur og það kynni að leiða til stjórn- arslita Þjóðarflokksins, Þjóðveldis- llokksins og Sjálfstjórnarflokksins. Akvarðanir um það hvernig staðið skuli að því að fá sjálfstæði skulu vera samþykktar af öllum stjórnar- floldeunum. „Þetta var síðasti möguleiki að bjarga sjálfstæðisáætlun Iands- stjórnarinnar. Mér fannst það vera mín skylda að framfylgja henni og það er skylda landsstjórnarinnar. Eg hef hins vegar tekið burt úr áætluninni ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu þann 26. maí nk.,“ seg- ir Högni Hoydal í gær. Astæða þess að tillagan er lögð fram nú er að á miðvikudag var síðasti möguleiki á að leggja fram tillögur fyrir lands- þingið sem eiga að ræðast þar á þessu þingi. Jörgin Niclasen, sjávarútvegsráðherra úr Þjóð- arflokki, segir að dragi Hoydal ekki tillögu sína til baka sé enginn starfhæfur meirihluti í lands- stjórn. Helena Dam á Neystab', leiðtogi Sjálf- stjórnarflokksins, segir það vera mjög rangt af Hoydal að leggja fram þessa sjálfstæðisáætlun þegar ekki ríki um hana eining innan lands- stjórnar. Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðar- flokksins, er staddur í Danmörku og er ekki ólíklegt að hann og Anfinn Kallsberg eigi fund saman í Kaupmannahöfn þegar Kallsberg fer þar um á heimleið frá Bretlandi. Framfylgja sjómarsáttmála „Danir leggja þetta mál þannig upp að felli Færeyingar tillögu um sjálfstæði í þjóðarat- kvæði séu þeir að ákveða að vera áfram hluti af danska ríkinu. Högni Hoydal hefur lagt áherslu á það að þetta mál snúist ekki um dagsetningu at- kvæðagreiðslu en ef Þjóðarllokkur- inn ætlaði að fara að semja undir heimastjórnarlögunum væri grundvöllur stjórnarsamstarfs brostinn. Það yrði þá í íyrsta skipti sem stjórn væri slitið vegna þess að verið væri að framfylgja stjórnar- sáttmála," segir Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Norræna húss- ins í Færeyjum. Trúa ekki á olíuna Helga Hjörvar segir að það merki- lega í þessu máli frá sjónarhorni Is- lendinga sé að hinn almenni Fær- eyingur trúi ekkert á olíuna sem verið er að leita að í færeysku lög- sögunni að hún muni færa Færey- ingum einhvern auð. OlÍLiborpallar eru komn- ir á svæðið og búið er að gera samninga um þyrluflutninga. Sennilega eru eldri Færeyingar svo markaðir af gömlu kreppunni að þeir trúa ekld á olíuauð þeim til handa en umræðan snýst ekki síður um það hvað Danir hafi spar- að sér t.d. að þurfa ekki að borga til NATO vegna herstöðvarinnar í Færeyjum, og er það borið saman við kostnað Hollendinga. Helga Hjörvar: Það yrði þá í fyrsta skipti sem stjórn væri slitið vegna þess að verið væri að framfyigja stjórnarsáttmáia. Högni Hoydal: Þetta var síðasti möguleiki að bjarga sjálfstæðisáætlun landsstjórnarinnar. Spuminjj iiiii traust Helga Hjörvar segir umræðuna mjög heita og marga vera mjög æsta. Umræðan snúist einnig um það hvort fólk geti treyst stjórnmálamönn- unum og hefðu Danir t.d. farið að beita sér í ol- íumálinu hefði fullveldið fengið tilskilinn meiri- hluta kjósenda. I hvert sldpti sem Paul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, opni munninn um færeysk málefni Ijölgi þeim sem vilja taka áhættuna af því að velja sjálfstæði til handa Færeyjum, vegna þess að mörgum Fær- eyingum finnst hann tala niður til þeirra. GG Jóannes Eidesgaard: Er staddur í Danmörku og er ekki ólíkt að hann og Anfinn Kallsberg eigi fund saman í Kaup- mannahöfn Umhverfismerkið Svan- uriim slær í gegn Norræna um- hverfismerk- ið, Svanur- inn, sem hef- ur verið notað frá árinu 1989, er þekktasta umhverlis- merkið á Norðurlönd- unurn. Það hefur slegið í gegn, ef marka má þann fjölda sem nýtir merkið á framleiðslu sína og könnun sem gerð hefur verið, meðal neytenda um traust á merkinu. Svanurinn er vel þekkt umhverfísmerki á norræna markaðnum. Könnunin, sem gef- in hefur verið út í skýrslu, verður lögð til grundvallar áframhald- andi þróunar merkisins, sem verður kynnt opinberlega 23.mars. Norrænu aðgengis- verðlaunin Norrænu aðgengisverðlaunin fyrir árið 2000 voru afhent í Stadshuset í Stokkhólmi, á dög- unum. Norræna nefndin um málefni fatlaðra stofnaði að- gengisverðlaunin, en nefndin er þverfagleg nefnd sem heyrir undir Norrænu ráðherranefnd- ina. Þema verðlaunasamkeppn- innar árið 2000 var „Nýsköpun í aðgengi fyrir alla". Fyrstu verð- laun fékk verkefnið „Byggjum skynsamlega“, sem er samstarfs- verkefni sjö stofnana um mál- efni fatlaðra í Svíþjóð. Norræna nefndin um máléfni fatlaðra, vefsíða: http://nmnv.nsh.se Umhverfis Norðuxsjó á hjóli Nýjasta sumarleyfistilboðið er merkt leið fyrir hjólreiðamenn umhverfis Norðursjó. Leiðin, sem Iiggur í gegnum Noreg, Sví- þjóð, Danmörku, Þýskaland, Hol- land, England og Skotland, er 6000 kílómetra löng og að sjálf- sögðu verður að nýta ferjusam- göngur sums staðar. Þátttakend- ur í verkefninu eru 70 héruð í löndunum en verkefnið er upp- runalega norskt og því er stýrt frá Noregi og fjármagnað að hluta frá ESB. Formleg opnun á leiðinni verður í Hamborg þann 5. maí og þá hefst einnig hjólreiðaferð sem á að auglýsa verkefnið í öllum Norðurlöndum og í þátttökulönd- unum. Nánar um verkefnið: http:llwww.northsea-cycle.com Græni svanurínn, umhverfismerki Norðuríandanna. áðuren þú kaupir Á neytendasíðunum á netinu, www.ns.is, eru tíartegar upplýsingar um framboð, gæði og verð vóru og pjónustu. Fjöidi neytenda hefur sparað sér fé og fyrírböfn með þvi að skoða kannanímar okkar áður en þeír gerðu upp hug sínn um kaup á vóru og þjónustu. NEYTENÐ ASAMTÖKIN sími: 545 1200 / neífang: ns@ns.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.