Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 11
 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR íbúar í Seattle voru nokkra stund að jafna sig á stóra skjálftanum. Minna tjón en talið var fyrst Jarðskjálftiim sem varð nyrst á Kyrra- hafsströnd Bandaríkj- anna á miðvikudag er sá stærsti í hálfa öld. Ibúar í Seattle og nágrenni nyrst á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna voru í gær að jafna sig eftir jarð- skjálfta sem varð þar á miðviku- dag og mældist 6,8 stig á Richterkvarða. Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessum slóðum í hálfa öld, en manntjón varð lítið og eignatjón minna en búist var við í fyrstu. Upptök skjálftans voru um það bil 56 km suðvestur af Seattle, höfuðborg Washingtonrikis, en það sem bjargaði því hve litlu tjóni hann olli er væntanlega sú staðreynd að upptökin voru á 53 km dýpi undir yfirborði jarðar. Einn maður lést og 250 manns hlutu meiðsl sem hægt er að rekja beint til jaröskjálftans, en enginn var alvarlega slasaður. Allt í allt má þó búast við að eignatjón nerni meira en millj- arði bandarískra dollara, eða hátt í 90 milljörðum króna. Ríki og borgir í Washington hafa lagt í miklar fjárfestingar til þess að styrkja byggingar og brýr á síðustu áratugum, og svo virð- ist sem sú fjárfesting hafi skilað sér núna. Flestar byggingar sem byggðar hafa verið á síðasta ald- arfjórðungi eða svo hafa verið gerðar með hliðsjón af ströngum öryggisstöðlum þar sem mið er tekið af þvf að sterkir jarðskjálft- ar geta komið á þessum slóðum. Merkilegt þótti að jarðskjálft- inn kom sama dag og George W. Bush Bandaríkjaforseti hugðist koma í veg fyrir að áætlun um aðstoð til sveitarfélaga vegna náttúruhamfara yrði framlengd, en svo vill til að Seattle var eitt fyrsta sveitarfélagið í Bandaríkj- unum sem naut góðs af þessari áætlun. Markmið hennar er að gera sveitarfélögunum kleift að styrkja eigin varnir gegn náttúru- hamförum, og þykir hún heldur betur hafa sannað gildi sitt í þessum jarðskjálfta. Vísindamenn segja að íbúar í Washington megi teljast heppnir að jarðskjálftinn varð ekki stærri, því þarna geta orðið jarðskjálftar sem mælast allt að 9 stig á Richterkvarða. Arið 1949 varð á svipuðum slóðum jarðskjálfti sem mældist 7,1 stig og annar árið 1965 mældist 6,5 stig. Allra stærstu jarðskjálftar á þessum slóðum geta valdið flóð- bylgju sem borist gæti alla leið til Japans og Kóreu, líkt og gerðist árið 1700 þegar slíkrar bylgju varð v'art í Japan. Vísindamenn bentu einnig á það í gær að áhrif skjálftans hefðu orðið mun meiri og verri ef veturinn hefði ekki verið jafnúr- komulítill og verið hefur. Miklar rigningar, sem annars eru al- gengar á þessum slóðum, hefðu getað valdið aurskriðum víða um Washingtonríki. Bíll sprakk í ísrael JERUSALEM - ísraelskur bíll sprakk í loft upp í norður ísrael í gær eftir talsvert langan eltingaleik við lögregluna. Lögreglan taldi að í bílnum v'æru hryðjuverkamenn sem hygðust setja af stað bílspreng- ingu. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraílutningamönnum þá dó einn rnaður í sprengingunni en níu slösuðust og sumir alvarlega. Samkvæmt sömu heimildum hafði lögreglan náð að setja upp vegar- tálma nálægt Umm al-Fahm, sem er arabískur bær í norðurhluta landsins. Annað vitni lýsti bílnum sem leigubíl. Vögnimiun lyft af teimmnin GREAT HECK, England - Breska lögreglan sagði síðdegis í gær að svo gæti farið að enn fleiri lík fyndust í rústum Iestarvagnanna sem lentu í árekstri íYorkshire í fyrradag. Vitað er um 1 3 manns sem fór- ust og 75 sem slösuðust. Síðdegis í gær voru stórir kranar að lyfta flökum vagnanna af teinunum og koma þeim þannig fv'rir að hægt væri að fjarlægja þá og var allt eins búist við að fleiri lík fyndust við þá aðgerð. Rústa myndastyttur KABUL - Talibanahreyfingin í Afganistan, sem þar er nú við völd í 90% landsins, hóf í gær kerfisbundna eyðileggingu á myndastyttum sem eiga rætur sínar í rfkri menningararfleifð landsins. Ástæðan er sú að slík- ar styttur hafa nú verið lýstar sem ó-islamskar. Eyðilegging myndastyttnanna hófst í gær þrátt fyrir áskoranir sem komu erlendis frá, m.a. frá Kofi Ann- an aðalritara Sameinuðu þjóð- anna um að þyrma þessum menningarverðmætum. Mullah Qudratullah Jamal, upplýsingamálaráðherra tali- banastjórnarinnar sagði í gær að einn þeirra staða þar sem styttur yrðu örugglega brotnar niður væri Bamiyan, en þar er að finna tvær frægar styttur af Budda sem höggnar eru í gegn- heila kletta og eru einhver þekktustu menningarstaðir úr afganskri sögu. Gin- og klaufaveikin breiðist ut LONDON - Segja má að meginland Evrópu hafi í gær verið að breyt- ast í eitt allsherjar virki til varnar gin- og klaufaveikinni sem komið hefur upp í Bretlandi. I Frakklandi var hafin slátrun á 30.000 kind- um sem fluttar höfðu verið inn frá Bretlandi og í Portúgal var þess krafist af ferðamönnum sem komu frá Bretlandi að þeir gengju í gegnum sótthreinsandi efni áður en þeim var hleypt inn í landið. Ekki minnkaði titringurinn við fréttir af því að veikin hafi verið stað- fest á bæ í Norður - Irlandi, aðeins tvær rnílur frá landamærunum til Irlands. Irland er sem kunnugt er í ES og flutningar milli Irlands og meginlandsins hafa ekki verið takmarkaðir með sama hætti og flutn- ingar til Englands - ennþá. Veruleg hætta er talin á að gin- og klaufa- veikin verði að faraldri á N-Irlandi h'kt og í Englandi. FRÁ DEGI FÖSTUDAGUR 2. MARS 61. dagur ársins, 304 dagar eftir. Sólris kl. 8.31, sólaralag kl. 18.50. Þau fæddust 2. mars • 1824 Bedrich Smetana, bæhcimskt tón- skáld. • 1876 Píus tólfti, páfi sem ríkti á árum seinni heimstyrjaldarinnar (1939-58). • 1900 lvurt Weill, þýskt tónskáld sem vann mikið með leikskáldinu Bertolt Brecht. • 1904 dr Seuss, höfundur sögunnar um Trölla sem stal jólunum og fleiri barna- bóka. • 1922 Hannes Sigfússon skáld. • 1944 Lou Reed, bandarískur tónlistar- maður. • 1950 Karen Carpenter, bandarísk dæg- urlagasöngkona. TIL DAGS • 1951 Viðar Víkingsson kvikmyndagerð- armaður. • 1962 Jon Bon Jovi, söngvari og lagahöf- undur. Þetta gerðist 2. mars • 1807 lagði bandaríska þjóðþingið bann við því að flytja þræla til landsins. • 1946 var Ho Chi Minh kosinn forseti Víetnams. • 1957 var Heilsuverndarstöðin í Reykja- vík vígð. • 1972 var geimfarinu Pioneer 10 skotið út í geiminn í átt til Júpíters, stærstu plánetu sólkerfisins. Vísa dagsins Óróleiki æsir iaugcir, eitri mengar vöku og hlund. Vanefnd loforð verða draugar, villa um mig hverja stund. ÖrnArnarson (Magnús Stefánsson, 1884-1942) Afmælisbam dagsins Mikhaíl Sergejevitsj Gorbatsjov er sjö- tugur í dag. Hann er maðurinn sem reyndi að gefa Sovétríkjunuin mannlegt yfirbragð en lagði í staðinn grunninn að enclalokum þeirra. Fyrir vikið blaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 1990. Hann fæddist í Privolje, sem er í Stavr- opol-héraði í suðvesturhluta Rússlands. Ungur gekk hann til liðs við Flokkinn og var kominn í miðstjórn hans þegar árið 1971. Hann var aðalritari Komm- únistaflokksins 1985-91 og forseti Sov- étríkjanna 1990-91. Oftast er erfiðara að telja klóku fólki trú um að maður sé það sem maður er ekki heldur en að verða í raun og veru það sem maður vill líta út lýMr að vera. Georg Christoph Lichtenberg (1742-1799) Heilabrot Tveir mafíuforingjar, köllum þá A og B, settust niður á bar og fengu sér drykk. Báð- ir fengu sér sams konar drykk með klaka. Hvorugur vissi að þeir voru í bráðri lffs- hættu, því launmorðingi hafði byrlað þeim eitur. A drakk sinn dr)'kk í rólegheitum, en B skellti sínum í sig í hvclli og pantaði strax annan. Að fáeinum mínútum liðnum datt A niður dauður, en B fann ekki fyrir neinu og lifði bariatilræðið af. Hvernig stóð á því? Síðasta gáta: Guðlaugur kunni ýmislegt fyrir sér í töfrabrögðum. Eitt sinn hélt hann á vatnsglasi, sem var úr plasti þannig að það brotnar ekki við fall. Hann Iyfti glas- inu í höfuðhæð og lét það dctta niður á gólf, nærri tveggja metra fall, án þess að einn einasti vatnsdropi færi til spillis. Hvernig fór hann að því. Lausn: Vatnsglasið var tómt ...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.