Dagur


Dagur - 02.03.2001, Qupperneq 19

Dagur - 02.03.2001, Qupperneq 19
LEIKHUS KVIKMYNDIR Kvikmyndagerðarkonurnar Susan Masuka og Gréta Ólafsdóttir, sem eru höf- undar að þessari mynd, hafa um árabil unnið að heimildarmynd um konur í stríðinu á Balkanskaga. Þeim hefur verið vel tekið af konunum, sem reyndar eru hissa á því hvað þærþekkja þeirra málefni vel. Susan og Gréta eru líka ánægðar með það að vera treyst fyrir þessum skelfilegu sögum kvennanna. Þrjárkonurfrá Balkanskaga munu á ráðstefnu sem haldin er á vegum Rannsóknar- stofu í kvennafræðum m.a.fjallaumskelfi- lega reynslu kvenna af stríðunum ífyrrverandi Júgóslavíu. Sögulegur dómur Stríðsglæpa- dómstóls SÞ yfir þremur Bosníu- Serbum var kveðinn upp í Haag í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um skipulagðar nauðganir og pyntingar í fangabúðunum í Foca árið 1992 og hlutu 28, 20 og 12 ára fangelsi. Opin ráðstefna undir heitinu Konur og Balkanstríðin verður haldin á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í Hátíðarsal Há- skóla Islands í dag. Þátttakendur eru þrjár konur frá Balkanskaga: Zarana Papic, aðstoðarprófessor í mannfræði við Háskólann í Belgrad, Vesna Kesic, félagsfræð- ingur og sálfræðingur frá Króatíu og Vjollca Krasniqi, hókmennta- fræðingur frá Kosovo. I tilefni ráðstefnunnar koma einnig tvær kvikmyndageröarkonur til lands- ins, þær Susan Muska og Gréta Olafsdóttir sem hafa getið sér gott orð fyrir heimildamyndina The Brandon Teena Story en þær hafa nú um árabil unnið að Leikfélag Hveragerðis frumsýnirí nýju hús- næðifélagsins leikverk Kjartans Ragnarssonar Týndu teskeiðina í kvöld. Leikendureru átta, en alls koma tutt- ugu ogfimm manns að sýningunni. Leikfélag Hveragerðis keypti fyr- ir tveimur árum nýtt húsnæði undir starfsemi sína sem fengið heimildamynd um konur í stríð- inu á Balkanskaga. Myndin er enn í vinnslu en valin mvmdskeið verða sýnd á ráðstefnunni. Að sögn Irmu Erlingsdóttur, for- stöðumanns Rannsóknastofu í kvennafræðum eru konurnar þrjár þekktar fræðikonur á al- þjóðavettvangi, en þær hafa einnig unnið mildð og gott hjálp- arstarf meðal þeirra kvenna sem beittar voru ofbeldi í Balkanstríð- inu. Papic er höfundur þriggja bóka og fjölda greina um mann- fræði og feminisma. Hún vinnur hefur nafnið Völundur. Húsið er staðsett við hliðina á hinum fræga sunnudagsbíltúrsvið- komustað Reykvíkinga Eden. I kvöld frumsýnir leikfélagið í Völ- undi leikverk Kjartans Ragnars- sonar Týndu teskeiðina og hefst sýningin kl. 20.30. Kjartan Ragnarsson hefur skrifað mörg Ieikrit sem notið hafa gífurlegra vinsælda meðal landsmanna og eru þau flest í gamansömum dúr og svo er einnig með Týndu teskeiðina, þótt gamanið verði ansi grátt á köflum. Uppáþrengjandi fyllibytta Sagan gerist heima hjá hjónum sem hafa boðið yfirmanni eigin- mannsins og eiginkonu hans í mat. Ibúð gestgjafanna er á hæðinni og í kjallaranum býr nú að rannsóknum á serbneskri þjóðernishyggju, stríði og feðra- veldi og stöðu kvenna í Austur- Evrópu eftir hrun kommúnism- ans. I skrifum sínum hefur Kes- ic sérstaklega skoðað ofbeldi gegn konum í stríðunum á Balkanskaga og samspil þjóðern- ishyggju og nauðgana. Hún hef- ur mikla reynslu af því að veita stríðsfórnarlömbum sálfræðiráð- gjöf og var stofnandi B.a.B.e. kvenfrelsis- og mannréttinda- samtakanna, þeirra fyrstu sinnar tegundar í Króatíu árið 1994. Hún hefur fengið margvislegar húshjálp hjónanna og er eigin- maður hennar drykkjuhrútur og vandræðagemsi. Fyllibyttan ger- ir sig heimakomin í matarboði hjónanna og verður óþolandi og uppáþrengjandi. Það slysast svo tií að byttan lætur lífið í íbúð hjónanna og þá fer nú ýmislegt spaugilegt að gerast þegar hjón- in ætla að losa sig við líkið. Leikarar í sýningunni eru átta, en alls koma um tuttugu og viðurkenningar fýrir störf sín í þágu kven- og mannréttindabar- áttu í Kióatíu. Krasniqi hefur rannsakað stöðu kvenna í Kosovo og er nú að vinna að bók um Kosovo-stríðið og nauðung- arflutninga út frá reynslu kvenna. Almenntngur laki þátt í umræðunni Konurnar þrjár hafa beint sjónum að þjóðemishyggju í skrifum sín- um, gjarnan út frá feminísku sjónarhorni, og hafa verið virkar í samtökum sem bafa bcitt sér gegn stríðsátökunum á Balkanskaga og í þágu fórnar- lamba. Þær munu fjalla um póli- tískt ástand á Balkanskaga og leggja sérstaka áherslu á reynslu kvenna af stríðunum í fyrrverandi Júgóslávíu. Að loknu inngangser- indi þeirra gefst áheyrendum tækifæri til að spyrja þær spurn- inga. Ráðstefnunni Konur og Balkan- stríðin er ætlað að stuðla að upp- Iýstri almennri umræðu um ástandið á landsvæðum fyrrum Júgóslaxau en um þessar mundir fer fram mikil umræða í Evrópu um stöðu Balkanskaga í álfunni. Fræðikonurnar þrjár telja nauð- synlegt að tekið sé ntið af reynsl- unni af stríðsátökunum, með áherslu á hlutskipti kvenna, og efnt sé til samræðna milli ólíkra hugmyndaheima í þeirri viðleitni að endurreisa stríðshrjáð lönd eft- ir langvarandi átök. Ráðstefnan verður haldin, sem fyrr segir í dag og fer fram í Há- tíðarsal Háskóla íslands og hefst kl. 14.00. fimm manns að sýningunni. Leikstjóri er Sigurður Blöndal. Frumsýning er í kvöld eins og fyrr segir, en næstu sýningar eru sem hér segir: 2. sýn. mánud. 5. mars, 3. sýn. miðvikud. 5. mars og 4. sýn. föstud. 9. mars. Miða- verð kr. 1 500 - eldri borgarar og hópar kr. 1200 - börn kr. 500. Upplýsingar og miðapantanir eru íTíunni s. 483 4727 kl. 10 - 23.30. ■umhelgina) Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. TvUeikstónleikar í Salriuin Una Sveinbjarnardóttir fiðlu- leikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Salnurn £ Kópavogi laugardaginn 3. mars kl. 1 7. A efnisski'ánni eru Partíta nr. 1 í h-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach, Sónata fyrir píanó og fiðlu í G-dúr, nr. 10, op. 96 eftir Ludwig van Beethoven, Introduction et rondo capriccioso, op. 28 eftir Camille Saint-Saéns og sfðast en ekki síst verkið Subito sem er eitt af síðustu verkum Pól- verjans Witold Lutoslavski. Eins og nafn verksins gefur til kynna er það hratt og snaggara- legt en hefur einnig mikla dýpt og áhrifamátt. Subito er nú Ilutt í fyrsta sinn á Islandi. Una Sveinbjarnardóttir hefur stundað nám hjá Prof. Thomas Brandis í Hochschule der Kúnste í Berlín frá 1998. Nú í febrúar lauk hún Diplom-prófi í fiðluleik með hæstu einkunn og mun stunda framhaldsnám tií Kon/ertexamen hjá Prof Brand- is. Anna Guðný Guðmunds- dóttir hefur starfað sem píanó- leikari frá árinu 1982 og tekið virkan þátt í íslensku tónlistar- Iífi, leikið inn á hljómplötur og hljómdiska og komið fram á tónleikum víða í Evrópu. Stríð og Mður í Sjallaiiinii Bubbi Morthens ásamt hinni nýju hljómsveit sinni „Stríð & Friður „ heldur tónleika í Sjall- anum á Akureyri í kvöld 2. mars og annað kvöld 3. mars. Undanfarnar vikur hafa þeir félagar verið í hljóðveri að taka upp efni á væntanlega plötu. Á efnisskránni verður góð blanda að gömlu góðu og nýju fersku efni. Þeir scm skipa hljómsveitina Stríð og Frið ásamt Bubba eru; Jakob Magnússon bassaleikari, Guðmundur Pétursson gítar- leikari, Arnar Geir trommari og Pétur Hallgrímsson. Bubbi Morthens. \_______________________Z Leikarar í Týndu teskeiðinni eru standandi frá vinstri: Sigurður Blöndal, Anna Jórunn Stefánsdóttir, Steindór Gestsson, Svava Bjarnadóttir, Jóhann Tryggvi Sigurðsson og sitjandi frá vinstri: Ingvi Pétursson, Ylfa Lind Gylfadóttir, Guð- ríður Aadnegaard.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.