Dagur - 02.03.2001, Qupperneq 21
T^mit
FÖSTVDAGUR 2. MARS 2001 - 21
íslenskur spjaldvefnaður
I dag kl. 17 verður
opnuð í Þjóðar-
bókhlöðu sýning
um spjaldvefnað.
Sýningin er gerð í
tilefni af því að eitt
hundrað ár eru lið-
in frá útkomu bók-
arinnar Llber
Brettchenweberei
eftir þýsku fræði-
konuna Margarete
Lehmann-Filhés
þar sem hún gerir
grein fyrir rann-
sóknum sínum á islenskum spjaldvefnaði. A sýningunni eru
ýmis konar spjaldofin bönd úr eigu Pjóðminjasafns íslands.
Einnig eru á sýningunni nýleg spjaldofin bönd eftir Sigríði Hall-
dórsdóttur vefnaðarkennara sem mest hefur rannsakað ís-
lenskan spjaldvefnað og Philippe Ricart lista- og handverks-
mann.
Sýningin er opin til 25. mars á sama tíma og Þjóðarbókhlaðan.
Bjargræðiskvartettinn
skemmtir Norðlendingum
Bjargræðiskvartettinn verður á ferðinni um Norðurland um
helgina. Þau munu skemmta é Sauðárkróki í kvöld 2. mars kl.
21, á Dalvík laugardaginn 3. mars kl. 17 og það sama kvöld
verða þau í Deiglunni kl. 21, Listagili á Akureyri. Á dagskrá eru
lög úr ýmsum éttum og frá ýmsum tímum en textarnir eru allir
eftir Ómar Ragnarsson. Mörg þessara laga urðu vinsæl í flutn-
ingí þekktra íslenskra dægurlagasöngvara og hljómsveita en
Bjargræðiskvartettinn hefur útsett þau upp á nýtt.
Bjargræðiskvartettinn skipa: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna
Sigriður Helgadóttir, Gísli Magnason og Örn Arnarson.
Miðaverð kr. 1.200,-
Heimsfræg málverk i Listasafni íslands
Sunnudaginn 4. mars kl. 16.00 verður opnuð í Listasafni íslands sýning á verkum
eftir meistara landslagsmálverksins í Frakklandi á 19. öld. Einnig er að finna á sýn-
ingunni verk eftir hollenska 17. aldar meistara sem höfðu afgerandi áhrif á þróun
landslagsmálverksins í Evrópu á 19. öld.
Sýningin ber yfirskriftina Náttúrusýnir og eru verkin öll í eigu Fagurlistasafns París-
arborgar, Petit Palais. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir listamenn á borð við
Gustave COUR-
BET, Claude MO-
NET, Paul
CEZANNE, Alfred
SISLEY, Camille
PISSARRO, og
Jean-Baptiste
COROT eru sýnd í
íslensku safni.
Sýningin er því
stórfrétt í íslensku
menningarlífi.
skemmtileg fjölskyldusýning og höfðar
boðskapur hennar til allra aldurshópa.
Myndlistarvor íslandsbanka í
Eyjum 2001
Undanfarin tvö ár hafa verið settar
upp mvndlislarsýningar í Eyjum undir
heitinu Myndlistarvor Islandsbanka í
Eyjum. Ákveðið hefur verið að hlev'pa
mvndlistinni hið þriðja sinn út í vorið í
Eyjum og verður fyrsta sýningin opnuð
laugardaginn 3. mars kl. 1 / .00 á verk-
um Sigurðar Örlygssonar.
OG SVO HITT...
Tilkynining frá Útlendingafélagi
Eyjafjarðar
Aðalfundur félagsins verður haldinn
miðvikudaginn 1-4. Febrúar ld.20.00 í
Einingar-Iðju salnum Skipagötu 14, 2.
Hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur
mál. Nýjir félagar velkomnir. Stjórnin.
Davíðsljóðakvöld
„Eg er ríkur! - Ein llaska er nóg!" orti
Davíð Stefánsson í Vodka - og hafa-
margir orðið til að fara með línur úr
því kvæði síðan. Það birtist í 4. ljóða-
bók skáldsins frá Fagraskógi, sem út
kom 1929 og nefndist „Ný k\æði.“
Da\íðsljóðakvöld er að Bjarkarstíg 6 í
kvöld 2. mars - og hefst kl. 20.30.
Gjugg í sveit
Laugardagskvöldið 10. mars nk. ætlar
Söngfélagið Sálubót að standa fyrir
sjávarréttarhlaðborði, skemmtun og
dansleik í Stjórutjarnarskóla. Uppi-
staðan er um 30 óvenjulegir og sjald-
séðir fiskréttir. Yfirkokkur er Gunnar
Smári Björgvinsson. A meðan á borð-
haldis tendur verður boðið upp á fjölda
skemmtiatriði s.s. eistneskan þjóðlaga-
söng, vt'snaspjall, hugleiðingar og kór-
söng. Veislustjóri verður Sleingrímur J.
Sigfússon. Hljómsveitin Folk Hig-
hlights Orchestra kemur fré Eistlandi
og Ieikur fyrir dansi ásamt Jaan Ala-
vere. Forsala aðgöngumiða hefst
mánudaginn 5. mars og verður í ölluin
útibúum Sparisjóðs S-hingeyinga og í
Penanum-Bókvali á AkureyTÍ. Miða-
verð er kr. 3.800. Nánari uppl. í sím-
um 464-3327, 464-3425 og 462-6210.
Samráðsfundur grunn- og fram-
haldsskóla í Gryfjunni í VMA
Nefnd á vegum Héraðsnefndar Eyja-
fjarðar sem skipuð var ti) að koma á
auknu samstarfi milli skóla og skóla-
stiga á Eyjafjarðarsvæðinu hefur skipu-
lagt samráðsfund fvrir grunn- og fram-
haldsskóla á Eyjafjarðarsvæðinu sem
haldin verður í dag 2. mars kl. 14:00 í
Gryfjunni í VMA. Eltir erindin fara
fram umræður í hópum. Fundurinn er
opinn öllum sem áhuga hafa á að
kynna sér þessi mál.
Félagsfundur í Síðuskóla
Iélagsfundur Umsjónarfélags ein-
hverfra verður haldin að Síðuskóla á
Akureyri í kvöld kl. 20.00. Dagskrá
fundarins: Iíu útvarjisrásir og sand-
pappír. Jarþrúður Karlsdóttir, sjúkra-
þjálfari og starfsmaður Svæðisskrif-
stofu Reykjavfkur um málefni ein-
hverra fjallar um skyntruflanir hjá fólki
með einhverfu. Félagið hefur Iátið
þýða grein eftir mann með einhverfu
þar sem skyntruflunum er lýst á
áhrifaríkan hátt. Greinin og fleira
fræðsluefni mun liggja frammi á fund-
inum. Einnig mun stjórn Uinsjónarfé-
lags einhverfra kynna starfsemi félags-
ins og situr fvrir svörum að þvf loknu.
UE hvetur alla sem tengjast einhverfu
að fjölmenna á fundinn. Það kostar
ekkerl inn á fundinn og hann er opin
öllum.
Braumur uMHim
máMtilmI
Ef a þig sækir svefn við akstur
skaltu leggja bílnum á öruggum
stað og fá þér blund
Þjóðardómur eða
þröngir hagsmunir
Lífið er
saltfiskur
Við erum tals-
menn framfara
N
- segir Ogmundur Jónasson
þingmaður vinstri grænna,
í helgarviðtaii
Draumalandið og
seppi
Áskriftarsíminn er 800-7080
I HELGARBLAÐI DAGS
Bækur, kynlíf, bíó, dómsmál, bridge, krossgáta og margt fleira