Dagur - 09.03.2001, Side 7

Dagur - 09.03.2001, Side 7
 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 - 7 ÞJÓÐMÁL Kvíði einkavæð- iitgu Landsímans Frá Stykkishólmi. Þar ræddum við „Evrópumálin afkappi en mest töluðum við þó um sjávarútvegsmái og skipa- smiðar en hvort tveggja skiptir Stykkishólm miklu máii, “ segir Úlafur í grein sinni. I ÓLAFUR ÖRN HARALDS- Hef flSsmaður —nm, ,aaa skrifar Síðastliðinn mánudag fór ég um Snæfellsnesið, hélt þar þrjá fundi, kom á tvo vinnustaði og heimsótti fólk í heimahúsi. Eins og fyrir norðan tóku framsóknar- menn vel á móti mér og var alveg sérstaklega gaman að hitta fólkið og lærdómsríkt að kynnast við- horfum þess og viðfangsefnum í hverju bvggðarlagi. Þurrkaðir þorskhausar á Nígeríumarkað Fvrst kom ég að Mið-Hrauni en þar reka hjónin Sigurður og Bryndís eftirtektarvert fvrirtæki sem fletur og þurrkar þorsk- hausa fvrir Nígeríumarkað. Þarna cr eitt dæniið um hráefni sem ella er hent í sjóinn í stað þess að koma með það að landi og nýta. Framtak þeirra Sigurð- ar og Brvndísar er merkilegt og sýnir okkur hvað frumkvæði og áræði með fyrirhyggju getur leitt af sér í hyggðum landsins. Alveg er Ijóst að við þurfum að gera enn hetur til þess að fyrirtæki á landsbyggðinni hafi rekstrar- grundvöll. Eg nefni aðeins þætti eins og aðgang að þriggja fasa rafmagni, nægum símalínum, orku á viðráðanlegu verði og ör- uggum samgöngum. Það er með ólíkindum að heyra að fólk sem vill setjast að m.a. á sunnan- verðu Snæfcllsnesi eigi þess varla kost að fá nýja símalínu í hús sín. Fg kvíði því hver verður raunin þegar Fandssíminn verð- ur einkavæddur á meðan stór- gróðafyrirtækið sem nú er í al- menningseign getur ekki séð sómasamlega fyrir Iínum um byggðir landsins. Stvrkir þetta mig líka enn meira í þeirri trú að við eigum ekki að selja ljósleiðar- ann og treysta lagahoðum fyrir verðjöfnun um landið allt. Fleira er hægt að nefna sem hjálpað gæti fvrirtækjunum svo sem að lán Byggðastolnunar verði sveigjanlegri og lengri tími gefinn áður en greiða þarf fyrstu afborganirnar. Framsókn í Stykkishólml I Stykkishólmi tók á móti mér Hilmar Hallvarðsson, formaður Framsóknarfélags Sty'kkishólms, og félagar hans. Ekki vorum við orðlausir á þeim fundi og fórum víða í umræðum okkar um póli- tík, eflingu Framsóknarflokks- ins og bvggðamál. Við ræddum Evrópumálin af kappi en mest töluðum við þó um sjávarút- vegsmál og skipasmíðar en hvort tveggja skiptir Stykkis- hólm miklu máli og fræddist ég mikið um hagi og viðhorf þess- ara góðu manna og gat gert grein fyrir áhuga mínum á að hressa baráttuandann og efla Framsóknarflokkinn eins og við viljum öll. Til Gnmdarfjarðai Það fyrsta sem ég sagði við Grundfirðingana sem biðu mín var að einhvern veginn væri það svo að maður hevrði aldrei nema góðar fréttir frá Grundarfirði og mig langaði til þess að vita hver ástæðan væri. Við hittumst nokkur á Hótel Framnesi en þar ræður ríkjum Ingibjörg T. Pálsdóttir, formaður Framsóknarfélags Grundarfjarð- ar. Þvf miður höfðum við ekki langan tíma til þess að tala sam- an en þó náðum við að ræða nokkur þeirra helstu mála sem skipta Grundfirðinga miklu, svo sem útgerð, fiskvinnslu og ferða- þjónustu og hlustaði ég líka með athygli á jákvæðar en ákveðnar ábendingar til okkar sem treyst hefur verið fyrir störfum fyrir Framsóknarflokkinn. Ólafsvík, Rif og Hellissandur I Olafsvík hitti ég fyrir góðan hóp framsóknarmanna. Magnús Eiríksson formaður Framsóknar- félags Snæfellsbæjar hafði und- irhúið fundinn vel og varð hann sérstaklega vel heppnaður. Við ræddum byggðamál, þjóðgarðs- mál, endurmenntunarskilyrði á landsbyggðinni, eflingu Fram- sóknarflokksins en mestum tíma vörðum við þó í sjávarútvegsmál- in og var það stórfróðleg um- ræða. Að fundi Ioknum skoðaði ég fyrirtæki Magnúsar Eiríksson- ar en hann rekur bókhaldsþjón- ustu og þjónustu fyrir Sjóvá-Al- mennar. Verkefni koma að mestu úr heimabyggð en einnig víða að og er fyrirtækið tengt umheiminum með símalínu, þar á meðal við markaðinn á höfuð- borgarsvæðinu. Magnús fræddi mig um margt sem snýr að rek- stri þjónustufyrirtækis á lands- byggðinni og við hvaða rekstrar- aðstæður þau búa en auðvitað eru þar bæði kostir og aðrir þætt- ir sem gera erfitt fyrir. Enn einu sinni sannfærðist ég um að með markvissum aðgerðum og frum- kvæði er hægt að gera betur í byggðamálum. Magnús benti mér m.a. á hver- su óheppilegt fyrirkomulag er á endurmenntun í Háskóla Is- lands en stundaskrá námskeiða þar er svo dreifð að fólk af Iandsbyggðinni verður að kosta til ærnu fé og tíma ef sækja á endurmenntunarnámskeið sem m.a. eru lykilatriði ef standast á samkeppni. Prinsamir á kaffib aiminiii „Vandséð er hvers vegna Kaffibrennsla Akureyrar (B.K.I.J velur ekki Smárakvartettinn á Akureyri, eða einhvern annan norðlenskan söngflokk, “ segir Pétur Pétursson þulur i grein sinni. Myndin er af Smárakvartettinum. Er B.K.I. besta kaffi á íslandi? Auglýsing Kaffibrennslu Akur- eyrar í sjónvarpi er sungin á ensku. Það eru allmörg fyrir- tæki sem snúa baki við þjóð- tungunni og velja ensku. Meðal þeirra Fluglciðir, bílasölur ýms- ar, Landssíminn og fleiri meiri- háttar stofnanir. Kaffibrennsla Akureyrar er oröin eins konar pólítísk afturbatapíka, kjöldreg- in í hremmingum málaferla vegna skuggalegra gróðabrall- stilrauna fyrr á árum. Nú hefur þessi sama kaffibrennsla öðlast sjálfstraust að nýju. Kostar kaffiboð höfðingja á Rás 2, stvrkir blaðaútgáfu, ræður til sín unga prinsa sem telja sig kjörna til forystu og áhrifa í þjóðmálum. Eins konar prinsa á Rúbín-kaffibauninni. Auk þess hefur fyrrnefnd kaffibrennsla ruglað saman reytum sínum við Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber, sem áður gat sér orð fyrir snarpar vendingar og hug- kvæmni í skráningu bókahalds- fræða. Sjónvarpsáhorfendur kannast við vélsleðann, sem fullhugi ís- lenskra öræfaferða ræsti á sín- uni tíma þegar hann sá að Bragakaffipakka vantaði í eld- hússkápinn. Hann lét engar tor- færur hindra sig frá því að sækja Bragakaffi í búið. Brunaði yfir jökulsprungur og hyldýpisgjár baldjökla. Svona nýtast gamlar fyrningar í kaffibransanum, engu síður en gamla heyið hjá Brandi. Vandséð er hvers vegna Kaffibrennsla Akureyrar (B.K.I.) vclur ekki Smárakvar- tettinn á Akureyri, eða einhvern annan norðlenskan söngflokk. Lítill héraðsmetnaður það. Séra Jóhann Þorkelsson dómkirkju- prestur sagði; „Gott kaffi er gott kaffi ef að það er gott.“ Kynslóð Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi, sem var afi Sigurbjörns for- manns Læknafélagsins, finnst samt eins og að ekkert kaffi jafnist á við Vísis-kaffið, eink- um þegar setjarinn hjá dagblað- inu Vísi setti stórt „r“ í staðinn fyrir „1“ í auglýsingu um Vísis- kaffið. Er ekki ömurlegt að Fram- sóknarflokkurinn og samvinnu- félögin skuli ekki geta kostað eigið málgagn, en kjósi að skríða í skjól í beitarhúsum fé- sýslumanna? Auk þess sem hér er sagt má benda ungum og framgjörnum stjónmálamönn- um á misvísandi flokksheiti, nýr og hávaðasamur stjórnmála- flokkur hefur kosið sér heitið Samfylking. Oldungum sem enn fylgjast með kemur í hug- ann máltækið; sporin hræða. Þegar Héðinn Valdimarsson gekk til samvinnu við kommún- ista árið 1938, þá vissu allir að flokksheitið Samfylking fól í sér fulla ábyrgð á öllu sem gerðist í Sovétríkjunum. Ætlar þessi flokkur sér slíkt hlutverk?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.