Dagur - 09.03.2001, Side 19

Dagur - 09.03.2001, Side 19
LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR GunnUóra ■ Valdís Gunnarsdóttir ■ Viðars FÖSTUDAGUR 9. MARS 2 00 1 - 19 T ónlist tveggj a alda Einarjóhannesson klarínettu- leikarí verður einleikarí á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands semframfara í Glerárkirkju á sunnudag. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur nú fjórðu efnisskrána á áttunda starfsári sínu Glerárkirkju næstkomandi sunnudag og verð- ur Einar Jóhannesson klarinettuleikari ein- leikari á tónleikunum. Undanfarið hefur hljómsveitin Ieikið á skólatónleikum verkið Pétur og úlfinn, en alls eru haldnir þrjátíu tónleikar víða í skólum á Norðurlandi og er næsti viðkomustaður Hrfsey. Síðasta efnisskrá starfsársins verður svo 13. maí nk. í samvinnu við Kirkjulistarviku Akureyrarkirkju, en í |)\í verkefni taka þátt; Kór Akureyrarkirkju, Kór Glerárkirkju, Samkór Svarf'da-la og Karlakór Akureyrar-Geysir ásamt einsöngvurunum Michael Jóni Clark bariton og Jóhanni Frið- geiri Valdimarssyni tenór og verða þeir tónleikar haldnir í Iþróttaskemmunni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er sldpuð hljóðfæraleikurum sem flestir eru starfandi tónlistarmenn á Norðurlandi, allt frá Sauðárkróki austur til Vopna- fjarðar. Einnig koma til leiks á tónleik- unum á sunnudaginn tónlistarmenn frá Isafirði, Reyðarfirði, Hvolsvellí og Reykjavík. Einar Jóhannesson nam klarinettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk einleikaraprófí árið 1969. Hann hélt síðan til Lundúna og lærði við The Royal College of Music. Hann bjó um árahil í Englandi og á írlandi og lckkst við tónlistarstörf, þar til að hann tók til starfa hjá Sinfóníuhljómsveit Islands. Einar hefur verið tíður gestur á tónlistarhátíðum víða um heim og hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir leik sinn. Mozart hreifst af klarineiíunni Þrjú verk eru á efnisskránni og eru þau tónlist tveggja alda, annars vegar þeirrar 18. og hins Myndin er tekin á skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, en hljóm- sveitin ferðast nú um þessar mundir milli grunnskóla á Norðurland/ með verkið Pétur og úlfinn. Einar Jóhannesson klarinettuleikari. vegar þeirrar 20. Verkin frá tuttugustu öldinni eiga það sameiginlegt að þar eru tónskáldin að taka fyrir tónlist lyrri alda og vinna verk sín út frá henni. Fyrsta verkið á tónleikunum er Renesans svíta eftir tutt- ugustu aldar tónskáldið Francis Chagrin, sem fæddur var í Rúmeníu en bjó stærstan hluta ævá sinnar í Bretlandi. Verkið er samið í anda endurreisnartímabilsins en litað tónum tutt- ugustu aldar. Þá er horfið um stund aftur 18. aldar og leikinn Klarinettukonsert f A-dúr eftir W. A. Mozart. Klarinett kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr aldamótunum 1700. Mozart hreifst mjög af þessu hljóðfæri og tján- ingarmöguleikum þess og lét það njóta sín í tónsmíðum sfnum. Konsertinn þykir mjög fag- ur og áhrifamikill en hann er eitt af síðustu verkum Mozarts. Tónleikunum lýkur með verki frá tuttugustu öld. Það er Puleinella svítan, eitt vinsælasta verk Igors Stravinskís. Stravinskí byggir það á verkum 18. aldar tón- skáldsins Giovanni Pcrgolesi. Þannig gefur hann tónlist Pergolesis nýtt líf en sýnir um leið snilli sína í skrifum fyrir hljómsveit þar sem hann nýtir möguleika hvers hljóðfæris fýrir sig afar vel. Þannig er hinn vel þekkti Klarinettukonsert Mozarts rammaður inn með tveimur tuttugustu aldar tónverkum sem þó eru tónlist fyrri alda, hvert á sinn hátt. Tónleikarnir í Glerárkirkju eru undir stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar sem er aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar og hefjast þeir kl. 16.00. Miðasala verður við innganginn og er aðgangseyrir kr. 1.300 en frítt íyrir 20 ára og yngri. -W Vinir ráða báðir „Binna finnstþessi nýi félagi „skuggalega vitlaus", en vill samt hafa hann fyrir vin. EF hann má sjálfur ráða öllu.“ Pétur og Bjarni í hlutverkum sínum. mynd: e.ól. Möguleikhúsiðfrum- sýnirglænýtt íslenskt bamaleikrít eftir Guð- rúnu Helgadóttur nú á sunnudagim, 11. marskl. 14.00. Það heitir Skuggaleikur. Undirlitill leikritsins er „Það á ekki bara annar að ráða, vinir ráða háðir," og segir ansi mildð um boðskap verksins. Annars er söguþræðinum lýst á eftirfarandi hátt af aðstandendum Möguleik- hússins. „Rinni er lílili strákur sem er mikið einn með sjálfum sér og heldur vinafár. Hann á kött og páfagauka og mömmu, sem er alveg voðalega dugleg að vinna. Stundum er Binni ferlega hrekkj- óttur - í rauninni svo óþekkur stundum er skugginn hans alveg búinn að fá nóg af framkomu hans. Það meira að segja hvarflar að skugganum að fara bara eitt- hvert annað. Aður en til þess kemur gerist svolítið merkilegt. Skugginn líkamnast og á meira að segja sitt eigið nafn. Hann heitir Uggi. Skuggadrengir geta vitað Sumt en þeir eru sko líka alveg ga - ga! Kunna varla baun af öllu því sem þarf að gera á hverjum degi. Binna finnst þessi nýi félagi „skuggalega vitlaus", en vill samt hafa hann fyrir vin. Ef hann má sjálfur ráða öllu. Hlutverkin tvö í leikritinu eru í höndum Möguleikhúsmannanna Péturs Eggerz og Bjarna Guð- jónssonar sem ekkert er ómögu- legt. Þcim stýrir kvenskörungurinn Bniyja Benediktsdóttir og leik- myndina hannaði Iistamaðurinn Tryggvi Ólafsson sem þekktur er fýrir fjörlegar myndir í sínum bamabókum. Tónlistin er eftir Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson og auk þessara listamanna allra leggja þau Bessi Bjarnason, Arni Tryggvason og Alda Arnardóttir til raddir sínar og túlka kött, fugla og móðurina sem er svo voðalega dugleg að vinna. Frumsýning Skuggaleiks verður í Möguleikhús- inu við Hlemm. GUN. ■llM HELGINA) Þórunn Ósk Marinósdóttir víólule/kar/ og Kristinn Örn Kristins- son ptanóleikari. Af hjartans einlægni Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í Salnum þann 11. mars og hefjast þeir kl. 20.00. Efnisskrá tónleikanna hefur að gey ma nokkrar af perlum víólu- tðnbókmenntanna. Af róman- tísku 19. aldar eyrnakonfekti má nefna Adagio og Allegro eft- ir Robert Schumann sem Cl- ara kona Schumanns Iýsti svo: „Frábært verk, ferskt og ástrfðu- fullt; einmitt eins og ég vil hafa það.“ Þá verður flutt Rómansa eftir Max Bruch, verk í síðróm- antískum stíl. Tvö stærstu verk efniskrárinnar eru frá ofan- verðri síðustu öld. Það fsTra er sónata eftir Paul Hindemith og hið síðara sónata Dmitris Shostakovich f’yrir víólu og pí- anó op.147, en hún var hans síðasta tónsmíð skrifuð rétt f\T- ir andlátið árið 1973. Það má segja að vcrkið sé skrifað af hjartans einlægni þar sem Shostakovich opinberar tilfinn- ingar sínar við dauðans dyr. Tómas Ingi Olrich. Ráðstefna uin ineiiiiiiigaiTiiál Akveðið er að halda ráðstefnu um menningartengda ferða- þjónustu á Akureyri á morgun og verður hún haldin í Deigl unni, Kaupvangsstræti og hefst kl. 14:00. Þröstur As- mundsson, for- maður menning- armálanefndar setur ráðstefn- una. Tómas Ingi Olrich, formað- ur nefndar um menningar- tengda ferða- þjónustu flytur erindi sem hann nefnir „Imynd íslands sem menning- arlands. Arthúr Björgvin Bolla- son, forstöðumaður Söguset- ursins á Hvolsvelli talar um menningararfinn og ferðaþjón- ustuna. Eftir kaffihlé verða stuttar umræður. Megintilgangur ráðstefnunn- ar er liður í að styrkja þá starf- semi í Akureyrarbæ sem hægt er að líta á sem menningar- tengda ferðaþjónustu, þannig að markviss uppbygging geti orðið í þeim málum á næstu árum. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málinu en viðfangsefni hennar munu einkum höfða til starfsfólks stofnana sent tengjast menn- ingarstarfsemi og ferðaþjón- . ustu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.