Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 - 13
Thyur.
íslands
in mörg hundruð erlendra dansara koma
sem starfar á grundvelli samnings-
ins um afnám allrar mismununar
gagnvart konum. Þessi bókun var
fullgilt að Islands hálfu nú í febr-
úar og því hefur ekki gefist tími til
að kynna efni hennar, en ljóst er
að önnur ráðuneyti þurfa einnig
að koma að þeirri kynningu," sagði
Halldór.
Hvað Þróunarsamvinnustofn-
unina (ÞSSÍ) varðar sagði Halldór
að miklar áherslubreytingar hafi
orðið síðan 1997. „Nú er á döfinni
hjá ÞSSÍ að gefa út leiðarvísi um
það hvernig stofnunin skuli vinna
að jafnréttismálum. Sá leiðarvísir
á ekki einvörðungu að gilda um fé-
Iagsleg verkefni heldur öll verk
sem ÞSSI vinnur. Rauði þráðurinn
er, að þegar ráðist er í verkefni
liggi alltaf fyrir hver áhrifin verða
á hag kvenna og barna. Höfuð-
markmið ÞSSI er að draga úr fá-
tækt og flestir eru sammála um að
það verði ekki gert ncma með þvi
að einbeita sér í ríkari mæli að
jafnrétti kynjanna og hag kvenna
og barna.
KynlifsþræUauiin svartasti
bletturinn
Nefndi Halldór dæmi um verkefni
þar sem ÞSSI hefur haft jafnrétti
að leiðarljósi; fullorðinsfræðslu í
Namibíu, íslenskur sérfræðingur í
jafnréttis- og félagsmálum í félags-
og kvennamálaráðuneyti Mósam-
bík og aðstoð við fullorðins-
fræðsluáætlun í Malaví.
Nokkrir aðrir þingmenn tóku
þátt í umræðunni og verður hér
aðeins stiklað á stóru. Þuríður
Backman, vinstri grænum, vildi
beina athyglinni að mannréttind-
um bæði hérlendis og á alþjóða-
vettvangi. „Staða kvenna hér er
ekki jafngóð og við viljum vera
láta, því kjör kvenna eru Iakari en
karla í sambærilegum störfum".
Það er mismunun í gangi, sagði
hún, konur verða fyrir ofbeldi
meira en karlar, sérstaklega kyn-
ferðislegu.
Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki, sagði Island hafa tek-
ið virkan þátt í alþjóðlegu sam-
starfi um málefnið, sérstaklega á
sviði UNIFEM. Hún minnti og á
framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar-
innar. Mannréttindabrot gegn
konum eru ekki einkamál ein-
stakra ríkja, heldur mál alls mann-
kyns, sagði Arnbjörg og taldi að
kynlífsþrælkun sé svartasti blettur
lýðræðisrfkja á Vesturlöndum.
„Það er skylda okkar að sjá til að
slíkar skelfingar gangi ekki yfir
nokkra konu hér á landi.“ '
18% vtövarandi laiutamunur
Bryndís Hlöðversdóttir, Samfs'lk-
ingunni, sagði að ljpjdi kvenna um
heim allan húi enn við kúgun.
Beindi hún athyglinni ekki síst að
aðgerðum talibana í Afganistan,
þar séu fjöldamorð og mannrétt-
indabrot tíð. Þar bafi talibanar
beitt sér fvrst gegn konum, bann-
að þeim atvinnuþátttöku og skert
ferðafrelsi þeirra.
Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri
grænum, sagði að konur ættu alls
staðar undir högg að sækja. „Of-
heldi gegn konum og börnum er
mannréttindabrot. Launamunur
er brot á mannréttindum. Enn eru
konur með 18% lægri laun hér á
landi en karlar, sem eingöngu er
kynjabundinn launamunur."
Einar K. Guðfinnsson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði það fagnaðar-
efni að eiga þess kost að ræða
þessi mál í alþjóðlegu samhengi.
Málefni Islands væru agnarsmá í
samanburði við mál víða erlendis,
sérstaklega í þriðja heiminum, þar
sem mannréttindi kvenna eru vaða
fótum troðin og kynlífsþrælkun
daglegt brauð.
Mansalið er komið til íslands
Össur Skarphéðinsson, Samfvlk-
ingunni, sagði málefnið ekki vera
einkamál kvenna, heldur varði það
karlmenn líka. „Hér á landi hefur
nokkru verið þokað áleiðis, en illu
heilli er fjarri sanni að erlendis
eigi svo víða við og vægast sagt
ömurleg þróun á mörgum svið-
um“. Össur sagði mansal og
þrælkun leggja líf ótrúlega margra
kvenna og barna í rúst. „Litla ríkið
ísland'1 geti lagt þung lóð á v'ogar-
skálarnar. Sagðist Össur eiga þá
ósk heitasta lyrir hönd tvcggja Iít-
illa dætra sinna að þær geti haslað
sér völl án tillits til þess að þær
séu konur.
I lokun tók Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir aftur til máls og taldi aug-
Ijóslega ekki nóg að ræða þessi
mál einu sinni á ári. „Mansalið og
kynlífsþrælkunin eru komin til ís-
lands og er brýnasta verkefnið er
varðar mannréttindi kvenna hér á
landi um þessar mundir". Hún
nefndi og að ekkert virtist geta
hnekkt kynbundnum launamun
uppá 18-20%. Hún nefndi loks
kosti og galla alþjóðavæðingarinn-
ar - kostirnir hafi algerlega farið
framhjá þorra kvenna, en gallarnir
lent harðar á þeim en körlum.
FRÉTTIR
Afkoma Samherja í fyrra var ásættanleg í Ijósi erfiðra skilyrða að dómi stjórnenda félagsins.
726 milljóna liagn-
aður hjá Samherja
Miklar hreylingar
hafa orðið í rekstri
Samherja sem ólíkt
mörgum stærri sjáv-
arútvegsfyrirtækjum
skilaði talsverðum
hagnaði í fyrra.
Samherji hf. \'ar rekinn með 726
milljóna króna hagnaði á ný-
liðnu ári, samanborið við 200
milljóna króna hagnað árið
1999. Veltufé frá rekstri félags-
ins jókst um rúm 20% frá árinu
áður og nam 1.060 milljónum
króna. Töluverðar breytingar
urðu á rekstri félagsins á árinu
og ber þar hæst að 65% hlutafjár
í Samherja GmbH, sem áður var
dótturfélag Samherja hf., voru
seld síðla árs og er það félag því
ekki í samstæðuuppgjöri Sam-
herja hf. nú. Þá eignaðist Sam-
herji meirihluta í BGB-Snæfelli
hf. í lok nýliðins árs.
Ár mildlla breytinga
„Nýliðið ár var erfitt að mörgu
leyti en ég er hins vegar ágætlega
sáttur við niðurstöðuna,“ segir
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja. „Þetta var ár
mikilla breytinga hjá Samherja.
Þar ber vitanlega hæst þegar Vil-
helm Þorsteinsson EA bættist í
flota félagsins. Koma skipsins
gerir okkur kleift að auka veru-
lega verðmæti uppsjávarafurða
með fullvinnslu á kolmunna og
síld um borð. Yfirstandandi ár
verður ákveðinn prófsteinn á
þetta verkefni."
Hann segir að sú öfluga land-
vinnsla, sem félagið eignaðist
með samrunanum við BGB-
Snæfell, sé annað verkefni sem
miklar vonir séu bundnar við.
„Eg hef þá trú að samruni félag-
anna tveggja skjóti styrkum stoð-
um undir vinnsluna á Dalvík og
efli jafnframt rekstur félagsins í
heild sinni."
Stóraukm þátttaka í fiskeldi
Fjárfestingar Samhcrja í fiskeldi
á nýliðnu ári námu tæpum 890
milljónum króna. Um það segir
Þorsteinn Már: „Ef við íslend-
ingar ætlum að vera áfram í for-
ystu í alþjóðlegum sjávarútvegi
verðum við að vera virkir þátt-
takendur í fiskeldi. Samherji
hefur að mínum dómi sýnt gott
fordæmi með því að auka til
muna þátttöku sína í þessari
grein sjávarútvegs á síðustu
misserum og \'ið höfum fullan
hug á að leggja enn meiri rækt
við þennan þátt í náinni framtíð.
Þekking í fiskeldi hefur aukist
mikið síðustu ár, sem leitt hefur
til hagkvæmari framleiðslutækni
og gert greinina að áhugaverðum
fjárfestingarkosti. Það er von
mín að íslensk stjórnvöld skapi
þessari grein þau skilyrði scm
hún þarf til þess að vera sam-
keppnishæf á alþjóðavettvangi,"
segir hann.
Bjartsýnn á horfumar
á yfirstandandi ári
„Það bendir margt til þess að yf-
irstandandi ár verði gott ár fyrir
Samherja og sjávarútveginn al-
mennt. Því er hins vegar ekki að
neita að það eru blikur á lofti og
á ég þá sérstaklega við það
ástand sem mun skapast í at-
vinnugreininni ef ekki tekst að
semja við sjómenn," segir Þor-
steinn Már Baldvinsson.
Stjórn félagsins gerir tillögu
um að greiddur verði 15% arður
til bluthafa vegna nýliðins árs.
Björguðust úr snjóflóði
Fjölskyldan að Giljalandi í
Haukadal í Dalasýslu var á
heimleið í skafrenningi og nán-
ast engu skyggni skömmu íýrir
kvöldmat á ntiðvikudag er jeppa-
bifreiðin festist á veginunt
skammt frá Stóra-Vatnshorni.
Heimílisfaðirinn, Jóhannes lngi
Böðvarsson, fór út úr bifreiðinni
nteð skóflu til að losa bifreiðina
er snjóflóð féll á hann og bifreið-
ina og llutti þau niður á Hauka-
dalsána neðan við veginn.
Yngsti fjölskyldumeðlimu rin n
grófst í fönn í bílnum en fljót-
Iega tókst að ná honum og fór
fjölskyldan í gömul fjárhús þar í
grenndinni, en Jóhannes Ingi fór
að bænum Hamri eftir hjálp.
Fjölskyldan gisti f Búðardal um
nóttina þar sem vegurinn um
Haukadal var orðinn ófær vegna
fannf’ergis. Það má telja mesta
mildi að enginn slasaðist. Hér-
aðslæknir ákvað í gær að senda
fjölskylduna til frekari skoðunar
á Sjúkrahúsið á Akranesi. Að
Giljalandi er fjárbúskapur. — GG
Álykta um fLugvölIiun
Bæjarstjórn ísafjarðar lagði
áherslu á mikilvægi greiðra flug-
samgangna milli höfuðborgar Is-
lands og landsbyggðar á bæjar-
stjórnarfundi nýveriö. I bókun
bæjarstjórnar segir m.a.:
„I Reykjavík hefur verið byggð
upp þjónusta hins opinbera, þar
er Alþingi, öll ráðuneyti og flest-
ar stofnanir, þ.m.t. sérhæfðar
sjúkrastofnanir. Uppbygging á
þessari þjónustu hefur skapað
Reykjavík tækifæri til uppbygg-
ingar og vaxtar og eflt bana sem
höfuðborg Islands. Taki borgar-
stjórn ákvörðun um að miðstöð
innanlandsflugs verði ekki leng-
ur í höfuðborginni, þarf að mati
bæjarstjórnar Isafjarðar að end-
urskilgreina hlutverk höfuðborg-
ar með tilliti til aðgengis lands-
manna að þjónustu hins opin-
bera. Bæjarstjórn leggur áherslu
á að flugsamgöngur innanlands
þjóni notendum þeirra. I þessu
máli fara saman hagsmunir
Reykjavíkur og þeirra er nota
innanlandsflugið mest. Miðað
við nýlegar skoðanakannanir
virðist meirihluti Reykvíkinga
átta sig á þeirri staðreynd." - GG