Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
L J
Roger Clinton. Þáði hann fé fyrir að fá bróður sinn til Biii Clinton. Hafði náðun hans á veitingamanni í för
að náða skjóistæðing sinn. með sér fjárhagslegan ávinning fyrir bróður hans.
Eim eitt náðunar-
vandamál Clintons
Náðunarmál Bill Clintons fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta virðast
sffellt ætla að taka nýja stefnu. I
gær birti stórblaðið Los Angeles
Times frétt þess efnis að hálf-
bróðir Bills Clintons, Roger
Clinton, bafi rukkað veitinga-
húsaeiganda um 15.000 dali fyr-
ir að koma því svo í kring að hálf-
bróðir hans náðaði hann. Þetta
er nýtt mál sem þó átti sér stað
áður en umræðan hófst um þau
mál sem efst hafa verið á baugi
upp á síðkastið. Veitingahúsaeig-
andinn, sem heitir Phillip David
Young, er frá Little Rock í
Arkansas, eins og þeir Clinton
bræður, og hafði verið dæmdur
fyrir stórfellt smygl á villtum
fiski milli fylkja. Eftir að hafa
setið inni í 10 mánuði sótti
Young um náðun árið 1998. Þá
náðun fékk hann hjá Bill Clinton
fyrir atbeina Rogers Clinons.
í rannsókn
Sérstakur saksóknari í NewYork,
sem er að rannsaka önnur náð-
unarmálefni frá forsetatíð Clint-
ons og þá sérstaklega náðun
hans á útlægum auðkýfingi Mark
Rich, hefur nú tekið þetta mál til
skoðunar líka að því er fram
kemur í Los Angeles Times,
einkum þá ásökun að Roger
Clinton hafi þegið fé fyrir aðstoð
sína við Young. I blaðinu segir:
„Saksóknarinn { New York er að
reyna að fá staðfestingu á því
hvort Roger Clinton þáði fé af
Young, og ef svo var, hvort hann
hafi þá brotið lög með skjalafalsi,
kúgun eða með því að hafa þegið
mútur."
Samkvæmt Los Angeles Times
þá varð aldrei neitt af því að
Young greiddi Roger Clinton
þessa 15.000 dollara, en fullyrt
er engu að síður að Roger Clint-
on hafi rukkað hann um þá. Og
blaðið vitnar til beimilda sem eru
mjög nálægt rannsóknaraðilum
málsins varðandi það að lögmað-
ur Youngs, maður að nafni Eu-
gene O'Daniel, hafi tvisvar sinn-
um nú í janúar verið kallaður til
yfirheyrslu hjá rannsóknaraðil-
um þar sem hann var spurður í
þaula um aðild Rogers Clintons
að náðun Youngs.
Aldrei þegið fé
Roger Clinton var hins vegar í
viðtali við Los Angeles Times í
sfðasta mánuði og þar kom fram
að þrátt fyrir að hann hafi veitl
mönnum ýmsa lögfræðilega
þjónustu varðandi náðanir, þá
segist hann aldrei hafa tekið fé af
neinum fyrir að reka mál sem
tengdust háifbróður sínum, Bill
Clinton.
Þess má geta að Roger Clinton
var sjálfur náðaður af bróður sín-
um á níunda áratugnum þegar
Bill Clinton var ríkisstjóri á
Arkansas, en þá hafið Roger ver-
ið dæmdur fyrir fíkniefnabrot.
Þá er þess skemmst að minnast
að bróðir Hillary Clinton lenti í
svipuðu máli fyrir nokkrum vik-
um þegar hann hafði þegið Iög-
fræðigreiðslur frá manni sem
Clinton þáverandi forseti náð-
aði.
Discovery í loftið
CANAVERALHÖFÐI - Geimskutlan
Discovery þaut af stað út í geiminn áf skot-
palli sínum um dagmál í Flóri'dafylki í Banda-
ríkjunum í gær. Hún á að fara með nýja
áhöfn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Discovery vegur um 4.5 milljónir punda en
brennarar hennar áttu ekki í vandræðum við
að lyfta þessum mikla þunga frá jörðu og fara
200 mílna vegalengd á aðeins 8 og 1/2 mín-
útu.
Verkefnið er sem fyrr segir að koma þriggja
manna nýrri áhöfn í Alþjóðlegu geimstöðina,
en auk þess er Discovery með um 10.000
pund af alls kyns varningi sem þarf að nota í
geimstöðinni sem verið hefur í byggingu síðan 1998. Þetta er í fyrs-
ta skipti sem skipt er í heilu lagi um áhöfn, og er það talinn merki-
legur áfangi í sögu geimstöðvarinnar og þess markmiðs mannkynsins
að hafa stöðugt menn á vakt úti í geininum.
Discovery hefur sig til
flugs í gær.
Drenguriim taugaveiklaður
SANTEE ,Bandaríkjunum - Drengurinn sem sak-
aður er um að hafa hafiö skothríð í skóla sínum
og drepið tvo kom stuttlega fyrir rétt í gær.
Charles Andy Williams, sem er 1 5 ára og lítur
frekar barnalega út, virtist mjög taugaóstyrkur
þegar hann gekk inn í réttarsalinn til að hlýða á
ákærurnar gegn sér um morð og árásir á fólk með
banvænu vopni. Lögfræðingar fengu frekari
vitnaleiðslum í málinu frestað í tvær vikur á með-
an þeir leita Ieiða til að fá mál hans meðhöndlað
scm mál harns en ekki fulloröins manns. Enn á
sér stað mikil vinna í skólanum þar sem Charles
Andy Williams framdi ódæðisverk sín, og er t.a.m.
veitt áfallahjálp og önnur sálfræðiráðgjöf.
Charles Andy
Wiiiiams við réttar-
höldin í gær.
Styttur áfram eyðilagðar
KABUL - Talibanastjórnin í
Afganistan hét því með tilþrifum í
gær að halda áfram að eyðileggja all-
ar styttur í landinu á grundvelli þess
að þær væru í raun ekkert annað en
leifar af villutrú, leifar af skurðgoða-
dýrkun. Hins vegar hafa stjórnvöld
ekkert viljað gefa upp um það hver
örlög Búddhalíkneskin risastóru í
Bamiyan héraði 'hljóta. Vitað er að
þessi risa Búddhar hafa þegar verið
skemmdir að hluta, en niðurrifi á
þeim var hætt um tíma vegna þess
að þá hófust islamskir helgidagar.
Þeim helgidögum lauk hins vegar í
gær , en í gærkvöldi hafði ekki spurst
af því hvort vinna við niðurrifið hafi
byrjað aftur eða ekki. Alþjóðasamfé-
lagið hefur brugðist gríðarlega hart
við eyðileggingu þeirra, enda eru hér
á ferðinni einstök menningarverð-
mæti þ\4 stytturnar eru yfir 1500
ára gamlar.
Búddhaiikneskin risastóru í
Bamiyan.
FRÁ DEGI TIL DAGS
FÖSTUDAGUR 9. MARS
68. dagur ársins, 297 dagar eftir.
Sólris kl. 8.07, sólarlag kl. 19.1 1.
Þetta geröist 9. mars
• 1996 lést bandaríski gamanleikarinn
George Burns, hundrað ára að aldri.
• 1975 hófst vinna við olíuleiðsluna í
Alaska.
• 1950 voru fyrstu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Islands haldnir.
• 1933 kom Bandaríkjaþing saman auka-
lega til þess að hrinda í framkvæmd
hugmyndum Roosevelts forseta um
„nýja samninginn", New Deal, áætlun
um endurreisn eftir kreppuna.
• 1796 kvæntist Napóleon Bonaparte
henni Jósefínu de Beauharnais, en þau
skildu árið 1809.
Vefföng dagsins
'Fiilvur eru tvímælalaust þarfaþing, en
gera mörgum engu að si'ður skrávcifu þeg-
ar verst stendur á. Þeir sem vilja Iausnir á
ýmsum pirrandi hnökrum sem eru á
Windows 98 stýrikerfinu gætu gert margt
vitlausara en að skoða þetta veffang:
ww w. a n n oy a n ce s. o rg/wi n 9 8
Aðrir nenna lítt að setja sig inn í slíka
hluti, en þeir gætu kannski frekar haft
gaman af að lesa Paradísarmissi Miltons í
enskri þýðingu, með skýringum:
\\rwvv.library.utoronto.ca/utel/rp/poems/
miltonl0.html
Vísa dagsins
Á hamingju eður orku só
ég ætla treysti valt,
sem horfir í að hætta ú
að hreppa ' eða missa allt.
Grímur Thomsen
Þekkingin kemur ekki til okkar með
smáatriðunum, heldur í leiftrandi Ijós-
um frá himni.
Henry David Thoreau (1814-1862)
Þau fæddust 9. mars
• 1964 Juliette
Binoche, frönsk
leikkona.
• 1960 Linda
Fiorentino, leik-
kona.
• 1945 Guðjón
Friðriksson rithöf-
undur.
• 1943 Bobby
Fischer, óstýrilátur skáksnillingur.
• 1934 Júrí Aleksejevitsj Gagarín, fyrsti
geimfarinn.
• 1930 Ornette Coleman, bandarískur
djasstónlistarmaður.
• 1928 Steinar Sigurjónsson rithöfund-
ur.
• 1839 Modest Mussorgsky, rússneskt
tónskáld.
• 1749 Honoré-Gabriel Riqueti, greifi
af Mirabeau, franskur stjórnmála-
maður.
Heilabrot
Eftirfarandi nöfnum er raðað eftir einföldu
kerfi: Guðmundur, Rósa, Andrés, Sigur-
laug, Gunnar, Ragna, Albert. Hvert þessara
þriggja nafna gæti komið næst: Torfi, Sig-
ríður, Andrésína?
Síðasta gáta:
Maöur nokkur kom sér fyrir á fjölfarinni
götu með appelsínur í kassa og bauð til
sölu. Fyrsta viðskiptavini sínum seldi hann
helminginn af appelsínunum, og hálfa app-
elsínu að auki. Næst seldi hann helming-
inn al því sem eftir var, og hálfa appelsínu
að auki. 1 þriðja sinn seldi hann helming-
inn af því sem þá var eftir, og hálfa appel-
sínu að auki. Að því búnu átti hann þrjár
appelsínur eftir. Hve margar appelsínur var
hann með upphaflega?
Lausn:
Hann hefur verið með 31 appelsínu í
byrjun. Helmingurinn af 31 er 15 1/2, þan-
nig að fyrst seldi maðurinn 16 appelsínur
(15 1/2 + 1/2) og átti þá 1 5 eftir. Næst hef-
ur hann selt 8 appelsínur (7 1/2 + 1/2), og
átti þá 7 eftir. Si'ðast seldi hann 4 appelsín-
ur (3 1/2 + 1/2), og átti þá þrjár eftir.
Guðjón Frið-
riksson sagn-
fræðingur.