Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 - 17
jjmL
WNPlWM
Náttúran í
nærmynd
Tvær myndlistasýningar
verða opnaðaríListasafninu
áAkureyri á morgun á verk-
um landskunnra listamanna
sem eiga það sameiginlegt að
vera akureyrskir að uppruna.
Petta eru þeir Kristinn G. Jóhannsson og
Jónas Viðar en báðir eiga það sameigin-
legt að vera akureyrskir að uppruna
ásamt því að þetta er í fyrsta sinn sem
þeir setja upp einkasýningu í Listasafninu
á Akureyri. Sýning Kristins G. ber yfir-
skriftina „Garðljóð" og sýning Jónasar
Viðars „Portrait of Iceland".
Kristinn nam myndlist á Akureyri, í
Reykjavík og Edinborg og hélt sína fyrstu
málverkasýningu árið 1954, þá aðeins
sautján ára að aldri. Allar götur síðan hef-
ur Kristinn verið virkur á sýningarvett-
vangi jafnframt því að hafa starfað sem
skólastjóri, ritstjóri og pistlahöfundur.
Flest verka Kristins á sýningunni hafa
verið í vinnslu frá því árið 1998 og þótt
margvíslegar breytingar hafí átt sér stað
álítur listamaðurinn að þetta sé allt í
beinu og eðlilegu framhaldi hvað af öðru.
„Ég er enginn kollhníslistamaður í mynd-
list“, segir Kristinn.
En hvað segir Kristinn um verkin sem
hann hefur valið á sýninguna?
Viiinur í iiæriiiyml
„Grafíkmyndirnar sem ég valdi á þessa
sýningu eru nærmyndir af gömlum
mynstrum úr íslenskum vefnaði, prjóna-
mynstrum og tréútskurði alls konar, sem
ég fann bæði á íjölum og á gamalli hurð.
Mynstrin skar ég svo út í dúk mismikið,
eftir því hvað ég ætlaði að hafa mikla
birtu í myndinni, þannig að það eru fjórar
myndir af sama mynstrinu, en mismun-
andi mikil í hverri þeirra. Svo kom í ljós
þegar ég fór að skoða verkin sem ég var
að vinna fyrir sýninguna, að það er sama
byggingin í þeim myndum og í grafík-
myndunum sem ég hafði gert löngu áður
og þess vegna datt mér í hug að hafa þær
líka með á sýningunni. Einhver sagði að
þau málverk líktust trosnuðum vef.
Pannig að þegar ég var að mála runna í
garðinum heima hjá mér, þá var það orðið
eins og trosnaður vefur í augum annarra
og það er fínt.
Ég hef alltaf verið landslagsmálari og
hefur fyrirmyndin alltaf verið að færast
nær mér. Stundum hefur verið sagt að ég
fangi fyrirmyndina sem sé beint fyrir neð-
an fæturnar á mér, mosann, lyngið, grasið
eða svörðinn. Runnarnir eru unnir
þannig, fyrst voru það litirnir úr
birkikvistinum og grámispilnum eða hvað
þetta nú heitir allt saman og svo eftir því
sem veturinn kom, þá breyttust litirnir í
verkunum alveg þar til þeir fölnuðu."
- Prjár síðustu sýningar Kristins á Ak-
ureyri hafa verið settar upp í Listhúsinu
Ping, sem er töluvert mikið minni salur en
Listasafnið á Akureyri hefur upp á að
bjóða. Hvaða tiljinning er það að setja
upp sýningu í Listasafhinu á Akureyri?
„Ég hef nú sýnt í stærri sölum í Reykja-
vík, eins og á Kjarvalsstöðum til dæmis,
en það er gaman að vera kominn hingað
og mér finnst verkin sóma sér vel á veggj-
unum og þau standa alveg undir því sem
ég vænti að þau mundu gera“, segir Krist-
inn að lokum og hneigir sig að sannköll-
uðum herramannssið íyrir blaðamanni.
-w
í vestursal Listasafnsins áAkureyri opnar
landslagsmálarinn Jónas Viðarsýningu
sína „Portrait ofIceland“, enjafnframt
verðuraðfinna vinnustofu Jónasareins
og hún leggursig ígamla kæliklefaMjólk-
ursamlags.
Jónas tilheyrir þeirri kynslóð íslenskra myndlistarmanna
sem tekið hefur tölvutæknina í sína þjónustu. Jafnframt
því að reyna á þanþol hefðarinnar sækist hann eftir að
beisla þær samfélagslegu aðstæður sem við búum við. í
sýningarskrá hefur myndlistarmaðurinn Goddur skrifað
um Jónas: „Víggirðingar andans, túnið heima, rollurnar
og fjöllin, náttúran og malbikið eru viðfang listamanns-
ins. Hann er frjáls og ferðast, skiptir um sjónarhóla - sér í
gegnum fjöll. Slíkt er eðli skapandi persónuleika."
Musteri listamaimsins
Jónas var í óða önn að setja upp vinnustofu sína í öðrum
klefa vestursalarins, þegar blaðamann bar að garði.
„Ég ætla að setja upp vinnustofuna mína liérna, tölv-
una, húsgögnin, verkfærin, bara allt sem ég er vanur að
hafa í kringum nng á vinnustofunni. Svo verð ég hér að
vinna við að mála allan tímann á meðan á sýningunni
stendur. Meiningin er að geta átt samskipti við fólk sem
kemur á sýninguna, að það geti komið hingað inn til
spjalla við mig um sýninguna, um leið og það virðir fyrir
sér verkin og fær sér hressingu. Ég er orðin vanur því að
fólk sem kemur á sýningarnar mínar, hefur sýnt mikinn
áhuga á að koma til mín á vinnustofuna og segist jafnvel
ætla að koma. En svo kemur fólk aldrei, kannski þorir
það ekki að koma, af því að því finnst að það þurfi endi-
lega að kaupa eitthvað, en það er bara ekki þannig, ég
ákvað því að taka vinnustofuna og fara með hana til
fólksins.
Vinnustofan er musteri listamannsins og þar safnast
fyrir alls konar lilutir, sem eru kannski ekkert merkilegir
fyrir aðra, en skipta listamanninn miklu máli, eins og til
dæmis mósaíkmyndin sem amma mín gerði og hangir
„Þetta er eins og að vera komin heim" segirJónas Viðar, sem setur
upp samhiiða sýningu sinni vinnustofu í gamla kæli Mjólkursam-
lagsins.
alltaf á vinnustofunni. Sama er að segja um bollann sem
ég drekk kaffið mitt úr, sófann sem ég ligg og hugsa í og
stólinn sem skólastjórinn minn fyrrverandi gaf mér einu
sinni fyrir langalöngu og hefur meira að segja ferðast með
mér alla leið til Ítalíu, þar sem ég var í námi fjögur ár.“
- Pað eiga nú sjálfsagt margir eftir að eiga notalega
stund með þér í vinnustofunni, en hvað er það sem ber
fyrir augu fólks á sýningunni?
„Það sem ég er með á veggjunum núna, eru fjórar
stórar myndir sem voru einnig á sýningu í Hafnarborg í
fyrra. Svo er ég með um tuttugu litlar myndir sem allar
eru unnar á þessu ári í Straumi í Ilafnarfirði, þar sem ég
hef haft vinnustofu síðan s.l. haust. Þetta eru ljósmyndir
sem ég hef tekið í nánasta umhverfi við Straum, sem síð-
an eru unnar í tölvu og yfirmálaðar, þar til tölvuverkið
sést ekki lengur."
Mér leiðast þessi endalausu leiðindi
- Nú er' þetta ífyrsta sinn sem þú heldur einkasýningu í
Listasafninu á Akureyri, hvaða tilfinning greip þig, þegar
þér var boðið að sýna?
„Ég hef ætlað að fara hingað inn lengi, en einhvern
veginn hefur ekki verið rétti tíminn. Það er gaman að
segja frá þvf, að þegar ég var ungur maður, þá vann ég
hjá Mjólkursamlaginu og minn vinnustaður var einnútt
þessi klefi sem vinnustofan er í núna, þannig að mér
finnst ég vera komin heim. Þetta var líka mín fyrsta
vinna, áður en ég fór út í myndlistina sem ég helga mig
algjörlega núna. Ég var líka með vinnustofu í „denne“
hérna í gilinu, en það voru oft svo mikil utanaðkomandi
leiðindi, að ég hélst ekki við þar lengi. Það var þess vegna
þegar verið var að skipuleggja sýninguna og hugmyndin
kom upp að ég setti upp vinnustofuna, að mér flaug í hug
að ég ætti kannski að víggirða safnið og hlaða sandpok-
um í kringum það. Þetta var nú bara svona meira í gríni
en alvöru, en átti að vera táknrænt fyrir það, að ég vildi
fá að vera í friði, því mér leiðist þessi endalausu leiðindi
sem alltof oft koma upp á þessu svæði og þekkjast hvergi
annars staðar. Og það var sem við manninn mælt, að
þegar þessi hugmynd spurðist út, þá tók ákveðinn vef-
miðill upp á því að byrja að skíta mig út og skrifa leiðin-
legar athugasemdir um mig persónulega auk þess að
gera h'tið úr minni list. Mér sárnaði þetta og er virkilega
leiður yfir því að menn skuli láta svona, því það hefur
verið virkilega gaman að koma með sýninguna til Akur-
eyrar og allir hafa tekið mjög vel á móti mér, svo óneitan-
lega skyggja svona andstyggðar óþarfa feiðindi á annars
ánægjulegar stundir sem ég er búin að eiga hérna síðan
ég kom norður." -w