Dagur - 14.03.2001, Page 1

Dagur - 14.03.2001, Page 1
1 1 i Verkfallátök gætu aiikið verðbolgu Útlit fyrir sjómanna- verkfall, sem gæti ógnað efnahagslegum stöðugleika, gengi og kynt undir verðbólgu að mati hagfræðings hjá Þjóðhagsstofmin. Fátt virtist í gær geta komið í veg fyrir að sjómannaverkfall hefjist á miðnætti annað kvöld. Samn- ingsaðilar voru svartsýnir þegar rætt var við þá í gær og ekki var á þeim að heyra að þeir gerðu ráð fyrir íhlutun frá ríkisvaldinu. Ljóst er að ef af verkfalli verður munu afleiðingarnar verða víð- tækar. Asgeir Daníelsson, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að verðmæti þess loðnuafla sem ekki veiðist vegna sjó- mannaverkfalls - ef tekið sé tillit til 100 þúsund tonna viðbótar- kvótans - sé tæplega 2 milljarðar króna. Úthafs- karfaveiði og kolmunnaveiði sé að heíjast, og langt verkfall kynni að hafa þau áhrif að nánast ekkert veiddist af þess- um tegundum á þessu ári. Verð- mætasti þrosk- urinn veiðist á vetrarvertíð, veiðist nú í salt, og sú vertíð stendur sem hæst, og það fólk sem að því vinnur hleypur ekki í aðra vinnu. Kostnaður af at- vinnuleysi landverkafólksins gæti numið hundruðum milljóna króna vegna atvinnuleysisbóta. Og Ásgeir bendir á að þá geta efnahagslegar afleiðingar verið miklar: „ I verkfalli tapast gjald- eyristekjur, viðskiptajöfnuðurinn versnar enn frekar og hann kann að virka neikvætt á gengi ís- lensku krónunnar. Fveggja millj- arða króna tekjutap er ekki stór partur af þeim viðskiptahalla sem verið hefur og er stórt vandamál. En ef það er dropinn sem fyllir mælinn varðandi geng- isóvissuna gæti það haft þó nokkur áhrif á gengi krónunnar og þar með verðbólgu, vexti og vísitölur til verri vegar fyrir þjóð- arbúskapinn,11 segir Ásgeir Daní- elsson. Markaðir í hættu Margir viðmælendur í sjávarút- vegi hafa áhyggjur af því að margra ára markaðsstarf fyrir ís- lenskan fisk kunni að vera í hættu ef verkfall dregst á lang- inn. Þetta er m.a. niðurstaða Gunnars Svavarssonar fram- kvæmdastjóra SH. „Ef verkfallið verður mjög langvinnt og það fer að gæta skorts á fiski á erlendum mörkuðum, kemur upp sú staða að ekki er hægt að afgreiða fisk inn í kerfið þar sem menn eru vanir að ganga að honum og fá hann keyptan, sérstaklega þar sem verið er að þjóna mörgum aðilum. Það hefur áður orðið til þess að stórir notendur eða mat- sölustaðir taka hann út af sínum matseðli vegna þess að veitinga- staðirnir hætta að treysta á þennan fisk með íslenskum upp- runa, og þá er mjög erfitt að koma honum inn aftur vegna þess að þessir aðilar nenna ekki að standa í því að varan sé stund- um til og stundum ekki. Þannig tapast marga ára markaðssetning á skömmum tíma," segir Gunn- ar. Sjá itarlega utnfjöllun á bls. 12-13. Iloinniar vclkoninir Út er komið hirðisbréf Karls Sigu rbjörnssonar biskups, en það er eins konar stelnuskrá hans. Um er að ræða heila bók, þar sem víða er kom- ið við og er með- al annars fjallað um samkynhneigð sem hefur verið viðkvæmt deilu- efni innan kirkju sem utan. Biskup leggur áherslu á að allir séu vel- komnir í kirkju Krists og að altari hans til blessunar og lý'rirbænar. Kristnir menn eru áminntir um þann sársauka og neyð sem ótti og fordómar valda þeim sem eru sam- kynhneigðir. Gegn þessum for- dómum þarf að vinna. Biskup seg- ir að við verðum að horfast í augu við að ágreiningur er um túlkun heilagrar ritningar hvað varöar samkynhneigð. Virðum það þótt fólk komist að ólíkum niðurstöð- um þegar mat er lagt á orð Biblí- unnar um samkynhneigð. Karl Sigur- björnssort. Það var m/kil blíða á suðvesturhorn/nu í gær og Reykjanesbær var þar engin undanteknin. Þegar vorið er í loftinu er tilvalið að drífa sig út og þrífa bílinn! - mynd: hilli ■BSBHEBnnnBaraBgBHH Frá málflutningi í máli Ingibjargar Eyfells í héraðsdómi á dögunum. „Nóg komið“ Sigrún Stefánsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Akureyrarbæj- ar, telur að bærinn eigi ekki að láta fleiri mál fara í hart, þar sem konur telja sig hafa goldið fvrir kynjabundinn launamismun. Eins og Dagur hefur greint frá, dæmdi Héraðsdómur Norður- lands eystra Ingibjörgu Eyfells, íýrrum yfirmanni bæjarins, bæt- ur á dögunum. 1 fý'rra féll hæsta- réttardómur þar sem bænum var gert að greiða Ragnheiði Vigfús- dóttur, fyrrum jafnréttisfulltrúa bætur. Nú síðast hefur Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, reynt að ná sam- komulagi um hætur, sem fyrrum starfsmaður bæjarins, en bærinn hefur engu svarað enn. Von er á fleiri málum. „Nú er nóg komið," segir Sig- rún Stefánsdóttir. „Það var öðru- vísi með Ragnhildarmálið, mér fannst ágætt að það færi fyrir dóm sem prófmál en mín skoðun er að bærinn eigi í sambærileg- um málum að reyna að semja við þær konur sem telja á sér hrotið. Nú er búið að dæma í tveimur málum og þá hlýtur að vera kom- inn grundvöllur fyrir áframhald- andi samningaleið." Álierslu luuiiur flokka Nokkur ákveðni hefur einkennt viðbrögð bæjaryfirvalda í þessum málum eftir að Sjállstæðisflokk- ur og Akureyrarlisti mynduðu meirihluta. Spurð hvort Sigrún hafi lýst þeirri skoðun opinber- lega innan bæjarins, að nóg væri komið, segir hún að hún hafi tjáð sig um þetta mál innan síns flokks. Spurð hv'ort greina megi áherslumun milli stjórnarafl- anna á Akureyri í þessu máli, segir Sigrún að Akureyrarlistinn hafi veriö meir á þeirri línu en sjálfstæðismenn, að fara samn- ingsleiðina. Það væri þó e.t.v. fremur bæjarfulltrúa að lýsa slíku yfir. — BÞ 1 (

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.