Dagur - 14.03.2001, Síða 4

Dagur - 14.03.2001, Síða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 Dggur Mjög mörg mál koma upp í sambandi við bílatryggingar og snúast oftar en ekki um deilur vegna skiptingar sakar í árekstramálum. Tölvumálin era erfiö úrlausnar FyrirspumiLm og kvörtim- rnn fjölgaöi töluvert hjá Neytendasamtökum í fyrra. Mál vegna íbúöa- kaupa 3-4 földuðust milli ára. En tölvumálin eru erfiöust. Um fj’ögur þúsund fyrirspurnir, flestar símleiðis, bárust til leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtak- anna í fyrra og starfsmenn samtakanna höfðu milligöngu um úrlausn 480 kvörtunarmála. I báðum tilvikum var um talsverða fjölgun að ræða. Auk þess komu 345 mál til úrskurðar kvörtunar- og úrskurðarnefnda sem NS eiga aðild að ásamt fulltrúum frá seljendum vöru og þjónustu. Yfir 93% þeirra mála komu fyrir úrskurðarnefnd í vátrygg- ingamálum. Hart deilt i árekstrarmáliun „Bæði er að þessi nefnd er mjög vel kynnt meðal tryggingafélaganna og svo er það bara eðli þessara mála,“ svaraði FRÉTTAVIÐTALIÐ Björk Sigurgísladóttir lögfræðingur hjá NS, spurð hvers vegna tryggingamálin yfirgnæfðu svo öll önnur mál hjá úr- skurðarnefndinni. Flest þessi mál séu í sambandi við bílatryggingar og snúist oftar en ekki um deilur vegna skipting- ar sakar í árekstramálum, en einnig vegna líkamstjóna og fleiri þátta. Einnig sé nokkuð um deilumál t.d. vegna húseigenda- og innbústrygginga. Auk svara við 235 fyrirspurnum um fasteignamál þurfti að vinna úr 41 kvörtunarmáli, nær fjórfalt fleirum en árið áður. Björk segir flest þessi kvört- unarmál vegna nýbygginga. Algengustu kvörtunarefnin væru dráttur á afhend- ingu og/eða gallar, það er að frágangur sé ekki í samræmi við kaupsamning eða byggingarlýsingu. K1 aufaskapur - eða gaHi „Það má segja að tölvurnar séu erfið- asti málaflokkurinn," svaraði Björk. Tölvur og heimilistæki eru líka fyrir- lerðarmesti málaflokkurinn; 534 fyrir- spurnir og 71 kvörtunarmál. Björk segir töluverðan tíma hafa farið í viðtöl við fólk og kvftrtunarmál vegna bilunar í tölvum. „Aðila greinir oft mjög á hvort um sé að ræða klaufaskap í neyt- endanum eða galla í tölvunni og sönn- unarstaðan er oft erfið." Fatnaður og ferðalög eru næstfyrirferðarmestu kvörtunarmálin. Varðandi fötin er t.d. oft kvartað yfir að þau þoli ekki þá meðhöndlun sem gefin er í skyn á leið- beiningarmiðanum eða verði strax ljót. Margir ferðalangar hafi kvartað undan að tímaáætlanir hafi ekki staðist og stundum hafi verið um verulegar seinkanir að ræða. Hótelin hafi heldur ekki alltaf verið eftir væntingum fólks eða þeim upplýsingum sem það taldi sig hafa fengið og jafnvel önnur en það hafi pantað. Flest mál leysast farsæHega Mjög mikil fækkun kvörtunarmála vegna efnalauga, aðeins 16 í fyrra en 47 árið áður, er ánægjuleg breyting. Sum voru þó erfið því sameiginleg nefnd Félags efnalaugaeigenda og NS þurfti að úrskurða í J 5 efnalaugamál- um í fyrra. Sem betur fer, segir Björk, leysast llest málin mjög farsællega. Seljendur séu yfirleitt mjög viljugir til að leysa málin og koma til móts við neytandann, þótt alltaf verði einhverj- ar undantekningar frá því. - HEI Steingrímur J. Sigfússon í heita pottinum heyrisf nú af nokkurri (ikyrrð í hópi samfylkingarmanna í Reykjavík sem lýst illa á það hvernig sjálfstæðisfor- ingjar ýmsir hafa verið að hvetja vinstri græna til að bjóða fram í eigin nafni í Reykjavík. Vissulega bera flcstir sig vel og segja þetta benda til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn sé tilbúinn að beita öllum ráðum til aö freista þess að sprengja upp R-listann. Það sem hins vegar hefur fengið menn til að stal- dra við er kjaftasagan um að sjálfstæðismenn hafi látið það berast til Steingríms ]. og vinstri grænna aö bjóði þeir fram undir eigin merkjum i borginni og haldi sínu striki í þingkosningum, sé VG fyrsti valkostur Sjálfstæðisflokks til sain- starfs vió næstu stjómarmyndun!!!... í pottinum var verið að segja frá því aö þcim félögunum Davíö Oddssyni og Jóni Steinari Gunn laugssyni var heldur brugðið þeg- ar þeir voru saman á veitinga- staðnum Argcntínu - steikhúsi í Reykjavík sl. föstudag. Þeir sátu þar til borðs en síðan kom þjónn og vísaði fólki að næsta borði við þá, en þctta vom Björgvin G. Sigurðsson framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Hjálmar Blöndal blaðamaö- ur, Kristján sonur Jóns í Skífunni og Katrín Júlí- usdóttir forinaður Ungra jafnaðarmanna. Fimmti maðurinn var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, en sá hefur vcrið óhræddur við að segja sjálf- stæöismöimum til syndanna með- al annars i greinum í Degi. Segja þeir pottverjar sem sáu atvik þetta að ekki hafi iiðið nema örfáar sek- úndur frá jiví Sigurður lögmaöur settist niður þar til forsætisráðherrann og superlögmaðurinn Jón Steinar stóðu upp og gengu út. Telja menn þetta til inarks um þann fimbulkulda sem ríkir í garð Sigurðar í röðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins... Davíð Oddsson. Sigurður G. Guðjónsson. Ámi Guðmundsson fonnaöurStíirfsmannafélags Hafnarfjaiúir Samflot starfsmanna sveitar- félaga klofnaðivegtiaákvæða urn sí- og endurmenntun í nýjum samningi. Selja ekki sömu kökuna tvisvar. Hugs- anlega vísað til sátta. Alltað 30% launahækkun á 4,5 ára samningstíma. Duglegir fá ekkert - Af hverju klofnciði samflot stcirfs- mannafélaga hjó sveitarfélögum í hjara- viðræðunurn við launanefnd sveitarfélaga? „Hvað okkur varðar var það aðallega út af meinleysislegri bókun vegna háskólamanna í félaginu sem kostaði ekki neitt nema smá- vinnu og hvernig ætti að semja fyrir slökkvi- liðsmenn í hinu nýja byggðasamlagi. Það sem almennt slitnaði á í þessu samfloti var hins vegar um endur- og símenntun sem er í drögum að kjarasamningi sem þrcttán starfsmannafélög skrifuðu undir en sex ekki. I flestum þessum félögum sem skrifuðu ekki undir er þetta þannig að þau bafa rekið mjög metnaðarfulla endurmenntunarstefnu og m.a. í samvinnu við sín bæjarfélög. Sem dæmi er fólk hjá okkur og í Kópavogi með námskeiðsflokka ofan á grunnlaunin. I drög- um að samningi var gerð tillaga um mjög metnaðarfulla áætlun um símenntun sem gerir ráð fyrir því að innan tiltekins tíma fá menn allt að 6% haekkun gegn því að véra vírkir í símenntun. I þeim efnum er gengið út frá grunnlaunum. Það þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa verið duglegir í því að efla sína endurmenntun og auka sína starfshæfni fá í reynd ekkert." - Þctnnig að þessir hæjarstarfsmenn eru nánast núllaðir hvað þetta varðar í þesstnn samningsdrögum, ekki satt? „Já. Í Kópavogi er t.d. mjög algengt að þetta séu tveir flokkar, eða sem nemur 5,6%. Miðað við þennan samning mundu jieir afsala sér ])ví og fá 6% launahækkun í staðinn. Þannig að áhrifin af þessu yrði al- veg óbærileg fyrir þá. í þessu sambandi höf- um við líka sagt að menn selji ekki sömu kökuna tvisvar." - Hvernig þcí? „I síðustu samningum var gert samkomu- lag um námskeiðamál. Í þessum samningi er því hent út fyrir þetta. Það var því alveg Ijóst að á þessum forsendum eru menn ekki að semja um nokkurn skapan hlut. Hins vegar eru menn að vega þennan samning eitthvað í kringum 30% Iaunahækkun á samningslíma sem er um fjögur og hálft ár. Þar af geta menn byrjað á því að skera af allt að 5,6% Iaunahækkun cins og áður sagði vegna þeirra sem duglegir hafa verið við sí- og endurmenntun. Um þetta var ágreining- ur sem leiddi til þess að við skrifuðum ekki undirásamt fimm öðrum starfsmannafélög- um.“ - llvert verður þá framhaldið lijá þessurn sex félögum? „Þarna er kominn upp formlegur ágrein- ingur og því höfum við margar leiðir úr að velja. Einn möguleikinn er sá að vísa deil- unni einfaldlega til ríkissáttasemjara. Það er hins vegar Ijóst að á félagsfundum hjá okkur og í Kópavogi hefur komið fram að menn eru sammála um að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun að skrifa ekki undir samningsdrög- in eins og þau eru. Næstu skref verða senni- lega þau að forustumenn þessara sex félaga munu hittast. í því sambandi eru meiri lík- indi en minni fyrir því að þessi félög haldi áfram saman, enda eru deiluefni þeirra við launanefndina þau sömu í grunninum." - Hefurðu skýringu á þvi afhverju hin þrettán félögin skrifuðu tutdir? „Helsta ástæðan fyrir því hversu mörg fé- lög skrifuðu undir með fyrirvara um sam- þykki félagsmanna sinna er m.a. vegna þess að sums staðar í minni bæjarfélögum úti á landi hefur lítið verið gert í endurmenntun- armálum. Þar eru þó undantekningar frá því. Þetta ákvæði unt sí- og endurmenntunina var því rúsínan fyrir mörg félögin og verður klárlega kjarabót íyrir þeirra félagsmenn. - Gliti

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.