Dagur


Dagur - 14.03.2001, Qupperneq 8

Dagur - 14.03.2001, Qupperneq 8
8- MIÐVIKUDAGU R 14. MARS 2001 SMÁTl OG STÓRT — w Sigurjónsson johannes@simnet.is Davíð Oddson. ,Aragrúi hríð- skotabyssukappa sem böðlast á tor- færutækjum um allt, særa og drepa miklu meira en þeir ná og sem hvergi kemur fram á skýrslum eru að verða með ljótari blettum á þessu þjóðfélagi, svo ekki sé minnst á landspjöll þeirra og blýmengun.“ - Indriði Aðal- steinsson á Skjald- fönn í grein um rjúpur í Morgun- blaðinu. Standing, not singing in the rain Forætisráðherra fór mikinn í ræðustól á Alþingi þar sem hann var væntan- lega að bregðast við orðum Jóhönnu Sigurðardóttur um bankamál og út- lán. Davíð fór að rifja það upp þegar hann þurfti sjálfur á sínum tíma að redda bankaláni til húsbyggingar og vildi greinilega ekki upplifa slíkt aft- ur. „Maður þurfti að standa í rigningu, standa í rigningu, standa í rigningu í biðröð með öðrum til að fá lán. Og þegar inn í bankann kom voru þar kannski 20 manns og maður þurfti frá að hverfa og koma aftur og standa í rigningunni í biðröðinni," sagði Davíð efnislega. Og hefur auðvitað verið ömurlegt að standa svona uppstyttulaust í rign- ingunni, (og það með öðrum!) dag eftir dag og kannski ár eftir ár. Þessi yf- irlýsing Davíðs staðfestir auðvitað endanlega það sem Iandsbyggðarmenn hafa Iöngum haldið fram, sem sé að það sé alltaf rigning í Reykjavík. Og auðvitað geta ekki allir verið sólarmegin í lífinu og böggull fylgir skamm- rifi í borginni. Davíð hefði líka kannski átt að fylgja fordæmi Gene Kelly og dansa og syngja í rigningunni á sínum tíma ( t.d. lagið Bárujárnshús við Bergþóru- götuna) í stað þess að standa úrillur í biðröðinni, enda hefur hann greini- lega aldrei beðið þess bætur. Eftirmiimilegt fífl aö suirnan Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi og fyrrverandi bæj- arstjóri á Akureyri og langhlaupari með meiru, var á fundi á Húsavík á dögunum og flutti erindi um sam- einingu sveitarfélaga, en Sigfús hefur um árabil komið að þeim málum með ýmsum hætti og er manna fróðastur þar um. Hann sagðist hafa verið í nefnd um sameiningarmál árið 1991 og þá farið víða og haldið kynningarfundi og ekki alltaf verið vinsæll fyrir vikið. „Maður þurfti að keyra mjög hratt í gegn- um sum byggðarlög og beygja sig í sætinu eftir suma fundina," sagði hann. Hann kvaðst m.a. hafa mætt mikilli andstöðu á fundi á Jökuldal og sérstaklega hefði einn ágætur bóndi þar látið í sér heyra. Það hefði því verið mjög eftirminnilegt, þegar Morgunblaðið talaði við íjölda manns um áramót og spurði hvað hefði nú verið eftirminnileg- ast á árinu, og þessu tiltekni bóndi úr Jökuldal svaraði: „Það var þegar fíflið að sunnan kom til að tala um sameiningarmál!" Siafús Jónsson. ■ fINO OG FRÆGA FOLKIfl CUnt Eastwood með „Mystic River“ Gamla kempan Clint Eastwood, sem lék aðalhlutverkið, fram- leiddi og leikstýrði myndinni „Space Cowboys" á síðasta ári er nú á Ieiðinni fram á sjónar- sviðið aftur og að þessu sinní til að færa kvikmyndaáhugamönn- um bíómynd byggða á mestsölu- bókinni „Mystic River“. Kvikmyndafyrirtæki Eastwoods, Malpaso Prods. hef- ur tekið höndum saman með Warner Bros kvikmyndafyrir- tækinu um að fá heimild til að Eastwood i síðustu mynd sinni „Space Cowboys". LCdölWUUU Cl Cr\r\l d/ L/dA/ uuiuiui uy uyyyoi framleiða og leikstýra nýrri mynd sem byggð er á sögunni „ “Mystic River". kvikmynda þessa sögu Dennis Lehane. Hug- myndin cr að Eastwodd muni framleiða myndina og leikstýra henni og fréttir herma að hann sé þessa dagana í því að ráða sér handritshöfund til að aðlaga söguna hvíta tjaldinu. „Mistic River" er sálfræðitryllir um þrjá æskuvini og sambandið milli þeirra sem endar á mjög tragískan hátt og svo endur- fundi þeirra 25 árum síðar þegar þeir tengj- ast allir morðrannsókn. ÍÞRÓTTIR T>^tr Ný golfkort GSÍ Golfsamband Islands og Europay á Islandi hafa gert með sér sam- starfssamning til þriggja ára um að Europay gerist einn af aðalsam- starfsaðilum GSI og taki þannig þátt í að efla goliíþróttina hér á landi. Viðamesti þáttur samningsins er útgáfa nýs golfkorts sem veit- ir handhöfum þess ýmis fríðindi, eins og til dæmis 20% afslátt af vall- argjöldum allra goliÁ'alla aðilarfélaga GSl, samkvæmt ákvörðun síð- asta Golfþings. Aður hafði Golfsamhand Islands staðið að útgáfu greiðslukorts á grundvelli félagaskrár, en samkvæmt úrskurði Persónuverndar var það óheimilt og þess vegna voru kortin innkölluð. Við útfærslu á nýju golfkorti verður þess vandlega gætt að fylgja ákvæðum laga um per- sónuvernd og má í því sambandi nefna að lýlgt er sömu aðferðafræði og Europay í Svíþjóð og sænska golfsambandið hafa fylgt undanfar- in þrjú ár. Að sögn Edwins Rögnvaldssonar, fræðslufulltrúa GSÍ, er það markmið Golfsambandsins með golfkortinu, að auka þjónustu við kylfinga og sérstaklega þá sem eru félagar í aðiklarklúbbum sam- bandsins. „Til að nálgast það markmið hefur verið leitað til öllugra samstarfsaðila og væntir Golfsambandiö mikils af samstarfinu við Europay á Islandi í framtíðinni. Til að lylgja ákvæðum laga munum við gefa út ný félagsskírteini til allra þeirra 8500 kylfinga sem eru fé- lagsbundnir innan aðildarklúbba sambandsins og er stefnt að því að senda þau út fyrir lok apríl. A félagaskírteininu, sem hefur innbyggða segulrönd, kemur fram nafn og golfklúbbur viðkomandi kylfings og mun skírteinið veita kylfingum aðgang að golfkerfi sambandsins á Internetinu. Með tilkomu segulrandarinnar gefur skírteinið ýmsa möguleika og gæti til dæmis nýst þeim golfklúbbunum sem komið hafa sér upp aðgangsstýringarkerfi eða aðrar rafrænar tækninýjung- ar sem skilgreinda má nánar eftir þörfum hvers klúbbs.Europay kem- ur síðan að þessu með því að bjóða þeim kylfingum sem þess óska að breyta sínu skírteini í Eurocard/Mastercard greiðslukort og öðlast þeir þar með ýmis fríðindi, eins og til dæmis alslátt af vallargjöldum. Hægt verður að velja á milli tveggja gerða slíkra korta, almenns golf’- korts og gullgolfkorts," sagði Edwin. Skíðamót með siuidívafi á Dalvik Skíðafélag Dalvíkur boðar um næstu helgi til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið, sem nú er haldið í sjötta skip- ti, fer fram á laugárdag og sunnudag og er ætlað börnum á aldrinum II og 12 ára, alls staðar að af Iandinu. Keppnin er að hluta til með óhefðbundnu sniði, þar sem keppt verður í stórsvigi, 50 metra bringusundi og svigi. Dalvíkingar vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og eyði skemmtilegri helgi á Dalvík, en fyrri mót hafa vakið mikla hrifningu þeirra fjölmörgu sem tekið hafa þátt í þeim. Vegleg verðíaun verða veitt fyrir hverja grein í hvorum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, stórsvig/sund. Mótsgjald verður krónur 1500 á keppanda og þurfa þátttökutilkynningar að berast fyrir fimmtudaginn 15. mars, eða í síöasta lagi í dag. Frekari upplýsingar gefur Jóhann Bjarnason f síma 466-1478 eða í GSM: 866- 3467. Upplýsingar um gistingu eru gefnar í síma 466-1010. Dagskrá mótsins: Laugardagur 17. mars: Kl. 10: 00 Start - stórsvig Kl. 13: 00 Start - sund í Sundlaug Dalvíkur (farastjórahóf að lokinni keppni) Sunnudagur 18. mars:Kl. 10: 00 Start - svig (Verðlaunaafhending og mótsslit að Iokinni keppni.) Skíðagönguátak SKÍ komið af stað Útbreiðsluátak Skíðasambands Islands, í skíðagöngu er loksins kom- ið af stað. Þorsteinn Hymer hefur verið ráðinn starfsmaður átaksins og er hann nú staddur á Akureyri þar sem hann mun dvelja næstu daga. I dag og á morgun, 14. og 15. mars, mun Akureyrarbær bjóða upp á kennslu í Hlíðarfjalli frá klukkan 19:00 til 22:00 og á laugar- dag, 17. mars, veröur kennt á Olafsfirði á íþróttavcllinum, þar sem kennsla hefst klukkan I 3.30. A sunnudag, 18. mars, er ferðínni heit- iö til Mývatns þar sem kennsla hefst ldukkan 13:00. Nánari dagskrá átaksins verður að finna á síðu 369 í textavarpi og á heimasíðu SKI. Átta milijóniun úthlutað til sérsambanda Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögu Aírckssviðs ISI um út- hlutun á 8 milljóna króna framlagi Alþingis til eflingar afreksstarfs sér- sambanda. Alls 20 sérsambönd af 23 sendu inn umsóknir vegna ráðn- ingar Iandsliðsþjálfara og vegna Iandsliðsverkefna ogvar úthlutun styrk- ja ákveðin sem hér segir: Badmintonsambandið kr. 400.000, Blaksambandið kr. 400.000, Borðtennissambandið kr. 250.000, Dansíþróttasambandið kr. 250.000, Fimleikasambandið kr. 400.000, Frjálsíþróttasambandið kr. 600.000, Golfsambandið kr. 500.000, Handknattleikssambandið kr. 600.000, íþróttasamband fatlaðra kr. 250.000, Júdósambandið kr. 400.000, Keilusambandið kr. 250.000, Knattspymusambandið kr. 600.000, Körfuknattleikssambandið kr. 600.000, Landssamband hestamannafé- laga kr. 400.000, Siglingasambandið kr. 250.000, Skautasambandið kr. 350.000, Skíðasambandið l<r. 350.000, Skotíþróttasambandið kr. 400.000, Sundsambandið 500.000 og Tennissambandið kr. 250.000. Styrkirnir til sérsambanda eru skilyrtir með þeim hætti að viðkom- andi sérsámband verður að leggja til verkefnanna sömu fjárhæð og styikurinn hljóðar upp á.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.