Dagur


Dagur - 14.03.2001, Qupperneq 21

Dagur - 14.03.2001, Qupperneq 21
T>^«r MIÐVIKVDAGVR 14. MARS 2001 - 21 Ný sveitar- félðg 1 mótun Aðeins um 30 manns mættu á op- inn fund um sameiningarmál sveitarfélga í Þingeyjarsýslu, sem haldinn var í Safnahúsinu á Húsa- vík sl. laugardag, þannig að áhugi Þingeyinga á málinu virðist ekki vera verulegur, a.m.k. enn sem komið er. Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi, sem víða hefur veitt sveitar- félögunum ráðgjöf í sameiningar- málum, talaði á fundinum al- mennt um sameiningarmál, en einnig fluttu framsöguerindi Helga Erlingsdóttir, oddviti Ljósa- vatnshrepps, sem á í viðræðum Hð þrjá aðra hreppa um sameiningu í svokölluðu Suðvesturbandalagi og Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík sem stýrir sameiningar- viðræðum sjö sveitarfélaga, Sjö- veldabandalaginu svokallaða. Helga Erlingsdóttir og Reinhard Reynisson. Suðvesturbandalagið Sigfús Jónsson fór almennt yfir sameiningarmálin og dró fram kosti og galla. Hann sagði m.a. að reynslan af samrekstri og sameig- inlegum fjárfestingum ríkis og sveitarfélaga væri ekki góð og því nauðsyn á skýrari verkaskiptingu. Það markmið næðist ekki nema sveitarfélögin væru það stór að þau gætu tekist á við sem flest verk- efni, þó auðvitað yrði ríkið að koma að stærstu verkefnum svo sem rekstri heilsugæslu, fram- haldsskóla og uppbyggingu hafna. ..Það er mikilvægt að stvrkja lands- byggðina með því að efla stað- bundið vald og auka forræði sveit- arstjórnarmanna yfir fjármagni og í málaflokkum", sagði Siglús. Helga Erlingsdóttir sagði að t\r- irhugað nýtt sveitarfélag Ljósa- va t n s h repps, B árð dæl a h repp s, Reykdælahrepps og Hálshrepps tekli um 750 íbúa. Viðræður hefðu staðið yfir í um 2 ár, en sveitar- stjórn Ljósavatnshrepps hefði gert ráð fyrir skemmri tíma og að kosið yrði um málið sl. haust. Allir sveit- arstjórnarmenn á svæðinu hefðu komið að málinu og starfáð í nefndum sem skilað hefðu af sér niðurstöðu. Þannig að nú þyrfti að koma sameiginlegu áliti á blað þannig að hægt yrði að dreifa upp- lýsingabæklingi til íbúanna. Helga taldi að þegar væri ljóst að samein- ing yrði fjárhagslega jákvæð fyrir hið nýja sveitarfélag, inn kæmi aukið rekstrarfé og hægt að hag- ræða á ýmsum sviðum. Hún taldi fyrirhugað sveitarfélag vel í sveit sett. Fosshóll, sem er nánast í miðju þess, er t.d. jafnlangt frá Húsavík ogAkureyri og því mitt á milli tveggja iiflugra þjónustu- kjarna. „Eins og staðan er í dag, þá vantar ckki nema herslumuninn til þess að hægt sé að kjósa um þessa sameiningu," sagði Helga, en lagði raunar áherslu á að hún talaði þarna í eigin nafni en ekki fyrir hönd Suðvesturbandalagsins. Sj öveldasameining Reinhard Reynisson gerði grein f\TÍr stöðunni í samciningarmálum sveitarfclaganna sjö. Hann sagði að það væri nauðsynlegt að móta nýtt sveitarfélag áður en viðkom- andi svæði væru komin í þá stöðu að sameining yrði hrein og ldár varnar- og neyðaraðgerð. „Mark- miðið með þessari sameiningu er að sækja fram, ekki til þess að verj- ast frekari áföllum," sagði Rein- hard. Hann minnti á að oft væri það ekki það sem gerðist innan hvers sveitarfélags út af fyrir sig, sem hefði mest áhrif á þróun innan þcss, heldur miklu fremur það sem gerðist á svæðinu í heild. Að óbreyttu væri umboð hinna ýmsu sveitarstjórna hins vegar mjög þröngt og staðbundið og þær hefðu takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á það sem gerðist á svæðinu í heild, sem þó hefði oft úrslitaáhrif á ganga mála í þeirra sveitarfélagi. . Að framsöguerindum loknum voru málin rædd og lögðu ýmsir orð í belg. - js Sigfús Jónsson. 1/erslunin Tákn á Húsavik hefur opnað á ný eftir gagngerar endurbætur eftir brunann i desember. Vel hefur tekist til og eigandinn Ingibjörg Jónsdóttir er ánægð að vera kominn aftur á sinn stað með Tákn. Tákn opnar á ný Burt meö lífæð- ina! Höfuðborgin blómstar, enda margar stoðið undir henni. Má ncfna þing og stjórn, skóla og samgöngumann- virki. Nú vilja einhverjir Reykvíkingar losna við einn þennan máttarstólpa, flug- völlinn. Ætli höfnin þurfi að víkja næst??? Verði þeim að góðu, segir hk. og kveður: Ruglustampar stíga ú svið, stíft um málið þinga. Langar mest að losna við lífæð Reykvtkinga. Bland í tann- læknapoka Ungum Húsvíkingi sem er við nám í Reykjavík, hrá heldur í brún á dögununi þegar hann brá sér inní sjop- pu við Freyjugötuna og hitti þar Ivrir við afgreiðslustörf engan annan en Sigurjón Bencdiktsson, tannlækni og bæjarfulltrúa á Húsavík og sá raunar ekki betur en að kona hans, Snædís Gunn- laugsdóttir lögfræðingur, væri eitthvað að bauka baka- til í sjoppunni. Að sögn þessa ágæta kúnna var Sigurjón lipur við afgreiðslustörfin og var eins og hann hefði aldrei gert annað en að selja bland í poka og leigja út vídeóspólur. En um leið vaknaði sú spurning hvort ástandið á Húsavík væri orðið svo slæmt að jafnvel tannlæknar og lögfræðingar þaðan þyrftu að drýgja tekjurnar með aukavinnu við afgreiðslu- störf f sjoppum í Reykjavík suður. Hið rétta í málinu mun hins vegar vera það að Sigur- jón og Snædís voru þarna í alleysingum fy'rir dóttur sína sem starfrækir þennan sölu- turn, sem mun vera í eigu tjölskyldunnar. Vinstra og græna fólkið Steingrímur J. Sigfússon var veislustjóri á sjávarréttar- kvöldi að Stóru-Tjörnum um helgina. Þar var mikið spilað og sungið og m.a. spilaði eistneski snillingurinn Jan Alavere lag á pínaó, sem hann sagði að fjallaði „að hluta til um mat og að hluta til um vinstra og græna fólk- ið." Steingrímur hlustaði með athygli á tónsmíðina og eftir flutning lýsti hann því yfir að hann hefði ekki alveg áttað sig á hvaða hluti verksins hefði tjallað um mat, en hann hefði strax numið kafl- ann sem helgaður var vinstra og græna fólkinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.