Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 4
4 - Þriðjudagur 14. janúar 1997
Ptgur-®nmm
F R É T T
Austurland Þingeyjarsýslur
Sameinmgu fjögurra sveitar-
félaga á Héraði miðar vel
Stefnt að kynningu í
sveitarfélögunum um
mánaðamótin
mars/apríl og kosn-
ingu meðal íbúa um
sameiningu á haust-
mánuðum
Um alllangan tíma hafa
staðið yíir viðræður milli
sveitarstjórna Hjalta-
staðahrepps, Eiðahrepps, Egils-
staðabæjar og Vallarhrepps um
sameiningu þessara ijögurra
sveitarfélaga og hefur þeim
nokkuð miðað áleiðis. Bæjar-
stjórn Egilsstaðabæjar er sam-
mála um að hraða beri vinnu
sameiningarnefndar þannig að
kynning í sveitarfélögunum fari
fram í lok marsmánaðar eða í
byrjun aprflmánaðar. Gangi það
eftir eru sterkar lflcur á að al-
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107,600 Akureyri
Sími 462 6900
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri, föstudaginn
17. janúar 1997 kl. 10,
á eftirfarandi eignum:
Hrísar, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig.
Sveinbjörn Halldórsson, gerðar-
beiðendur Byggðastofnun og Eyja-
fjarðarsveit.
Öldutún 1, Grímsey, þingl. eig. Sig-
fús Jóhannesson, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn áAkureyri.
Egilsstaðir.
menn atkvæðagreiðsla um sam-
eininguna fari fram á þessu ári,
líklega í haust. í þessum fjórum
sveitarfélögum búa um 2000
manns. Síðar kunna fleiri sveit-
arfélög að koma inn í umræð-
una, m.a. Seyðisfjörður sem
þegar er í samstarfi við sveitar-
félög á Héraði um rekstur
skíðasvæða.
Skipaður hefur verið starfs-
hópur til að móta frekar tilhög-
un á rekstri skóla í sameinuðu
sveitarfélagi og sitja í henni af
hálfu Egilsstaðabæjar, Helgi
Halldórsson bæjarstjóri og
Björn Vigfússon bæjarfulltrúi.
Eiðahreppur og Hjaltastaða-
hreppur reka grunnskóla á Eið-
um, Egilsstaðabær á Egilsstöð-
um en Vallarhreppur er í
samrekstri um grunnskóla á
Hallormsstað með syðstu
hreppunum, Skriðdalshreppi og
Fljótsdalshreppi sem auk Fella-
hrepps hafa ekki viljað koma
inn í sameiningarviðræðurnar.
Ekki eru þó líkur á að grunn-
skólunum fækki, til þess eru
vegalengdir taldar of miklar, en
reynt verður að ná fram auk-
inni hagkvæmni og skilvirkni
með sameiginlegxnn rekstri
skólanna.
Tíu sveitarfélög á ofanverð-
um Austfjörðum auk Borgar-
fjarðar eystra hafa sameinast
um heilsugæslu sem er ein
stærsta landfræðilega „komm-
úna“ á íslandi. Sveitarfélögin
hafa einnig annað samstarf,
m.a. sameiginlega öldrunar-
nefnd, reka saman elli- og dval-
arheimili, oddvitarnir halda
reglulega samráðsfundi svo
raunar er löngu síðan búið að
stíga fyrstu skrefin á Fljótsdals-
héraði í sameiningarátt. GG
Austurland
Sýslumaðurinn á Akureyri,
13. janúar 1997.
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
“| . 5 af 5 0 8.282.152
2. pS.5 f P 6 105.710
3. <alS 115 9.510
4. 3af 5 4.009 630
Samtals: 12.535.732
Upplýsingar um vinningstölur fást oinnig I sfmsvara
568-1511 oða Graonu númerl 800-6511 og í textavarpi
á síðu 451.
Sameinmg rædd
á Austfjörðum
Sameining
Neskaupstaðar,
Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar myndar
félagslega öflugt
sveitarfélag.
Rí
áðgjafarfyrirtækið Rekst-
ur & ráðgjöf hf. í Reykja-
/vflc vinnur að hags-
kvæmnisathugun á því að þrjú
Laugarborg - Húsvörður
Staða húsvarðar í félagsheimilinu Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit er laus til umsóknar nú þegar.
Umsóknum skal skilað skriflega til Bennýar Jóhanns-
dóttur, Víðigerði II, fyrir 1. febrúar nk.
Sími 463 1152.
Hússtjórnin.
af stærstu sveitarfélögum Aust-
urlands, Neskaupstaður, Eski-
íjörður og Reyðarfjörður, sam-
einist. Guðmundur Bjarnason,
bæjarstjóri í Neskaupstað, segir
að athuguninni eigi að vera lok-
ið í lok marsmánaðar en einnig
liggi fyrir drög að svæðisbund-
inni byggðaáætlun sem Byggða-
stofnun hefur samið. Hún er til
skoðunar hjá sveitarstjórnun-
„Sameining gefur
möguleika á eflingu
þjónustu, hagræðingu
í rekstri og betri nýt-
ingu fjármagns,“ seg-
ir Guðmundur Bjarna-
son, bæjarstjóri á
Neskaupstað.
um þremur og eiga þær að hafa
skilað athugasemdum um hana
fyrir lok janúarmánaðar. Þann
4. febrúar nk. munu svo full-
skipaðar sveitarstjórnirnar
funda með stjórn Byggðastofn-
unnar um skýrsluna og þar
verður hún staðfest í endan-
legri mynd.
Guðmundur Bjarnason segir
að mikill vilji sé til þess að með-
al allra sveitarstjórnanna að
sveitarfélögin sameinist, það
ráðist þó að sjálfsögðu nokkuð
af niðurstöðu úttcktar Reksturs
& ráðgjafar hf.
„Helsti hagur sameiningar
Neskaupstaðar, Eskiíjarðar og
Reyðarfjarðar er myndum
stærri einingar með íbúafjölda
upp á 3.500 manns. Slíkt sveit-
arfélag er mun öflugra, félags-
lega. Hægt verður að efla þjón-
ustuna og hagræða í rekstri og
nýta Qármagnið betur, m.a. það
ijármagn sem fer til félags-
málastofnunar og tæknideildar.
Grunnskólunum mun ekki
fækka en yfirstjórn þeirra verð-
ur sameiginleg og það verður
einnig hagkvæmara að hafa
sameiginlega yfirstjórn hafn-
anna,“ segir Guðmundur
Bjarnason, bæjarstjóri. GG
Óvenjumikið
af mávum
Vetrarfuglatalning fór
fram á 10 svæðum í Þing-
eyjarsýslum, frá Reykja-
dal og norður í Núpasveit. Talið
var á tímabilinu 28. desember
til 5. janúar síðastliðinn. Alls
tóku tólf menn þátt í talning-
unni við þokkaieg veðurskilyrði,
hiti um frostmark við ströndina
en vægt frost inn til landsins.
Talningamenn sáu 42 tegundir
fugla, sem er meira en nokkru
sinni fyrr á þessum svæðum.
Vepjur sáust á tveimur taln-
ingasvæðum og er það í fyrsta
sinn sem tegundin kemur fram
í vetrartalningum hér. Aðrar
sjaldgæfar tegundir voru; grá-
gæs, urtönd, gargönd, grafönd,
æðarkóngur og ísmávur. Þá var
ijöldi æðarfugla í meira lagi og
annar eins fjöldi máva hefur
sjaldan sést, en þó bar svo við
nú að þeir eru dreifðir mjög
víða um svæðið, ólíkt því sem
oft hefur verið að stærstur hlut-
inn hefur haldið sig við Húsa-
víkurhöfn. Vegna tíðarfarsins
sem hefur verið nokkuð gott sá-
ust fáir svartfuglar en þeir sjást
helst við land eftir vond veður.
Heildarfjöldi talinna fugla að
þessu sinni var 10.831 fugl.
GKJ
Akureyri
Bæjarmála-
punktar
• Bæjarráð fjallaði á fundi 9.
janúar um fundargerð íþrótta-
og tómstundaráðs 18. desem-
ber sl. þar sem lagt er fram
bréf frá forstöðumanni Skíða-
staða, ívari Sigmundssyni, til
bæjarráðs, þar sem hann lýsir
sig ósammála samþykkt
íþrótta- og tómstundaráðs og
telur að Skíðastaðir eigi að
njóta tekna af lyftukortum til
SRA. Skíðasvæðið í Hlíðarf] alli
er opið þessa dagana.
• Atvinnumálaskrifstofa bæjar-
ins hefur spurst fyrir um hvort
vænta megi styrks úr bæjarsjóði
vegna greiðslu mismunar launa
og atvinnuleysisbóta við átaks-
verkefni Gilfélagsins við ketil-
húsið í Grófargili. Mismunurinn
gæti numið 800 þúsund krón-
um. Meirihluti bæjarráðs leggst
gegn erindinu en Sigríður Stef-
ánsdóttir (G) lét bóka að af-
staða hennar kæmi fram á
fundi bæjarstjórnar.
• Umsókn félagsmálastjóra um
ráðningu fagmenntaðs ráðgjafa
á atvinnudeild í tilraunaskyni til
ársloka 1997 var lögð fram ný-
verið. Heimilt verður að nýta
allt að 1.200 þúsund krónur af
fjárveitingu til átaksverkefna í
þessu skyni en óskað var eftir
1.750 þúsund króna fjárveit-
ingu.
• Grýtubakkahreppur óskaði
eftir því skömmu fyrir jól að
fyrirhugað sambýli aldraðra á
Grenivík verði tekið sem hluti
af öldrunarþjónustu Akureyrar
og að vistunarpláss á Grenivík
verði hluti af þeim plássum sem
eru á Eyjafjarðarsvæðinu. Bæj-
arráð sér sér ekki fært að verða
við erindinu. GG