Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 3
Jlagur-®mrám Þriðjudagur 14. janúar 1997- 3 F R É T T I R Verkamannasambandið Ný skýrsla sýnir að ójöfnuðuriiin eykst Verkamannasambandið krefst 70 þúsund króna mánaðarlauna fyrir sína menn. Ráðstöfunartekjur aukist 2% meira hjá tekjuhæstu hjónum en þeim tekjulægstu egar litið er á þróun tekjudreifingar atvinnu- tekna á íslandi samkvæmt skattframtölum á undanförnum 10 árum, kemur í ljós að ójöfn- uður hefur aukist," segir Krist- ján Bragason í nýrri skýrslu sem hann liefur unnið fyrir Verkamannasambandið. Bendir hann m.a. á að tekjuójöfnuður meðal hjóna (25-65 ára) hafi aukist um 22% á umliðnum áratug. í annan stað, að ráð- stöfunartekjur þess 1/10 hjóna sem hæst hafa launin hafi hækkað um 5,5% á meðan launalægsti 10. hlutinn fékk að- eins 3,3% hækkun. f úttekt sinni segist Kristján einungis hafa unnið með gögn sem birst hafa almenningi upp á síðkastið, m.a. um fátækt á ís- landi, skuldasöfnun heimil- anna, dreifingu atvinnutekna og það vaxandi tekjubil sem fram hefur komið í árlegri úr- vinnslu Þjóðhagstofnunar úr skattframtölum landsmanna - eins og Dagur- Tíminn sagði frá fyrir nokkrum vikum. Niðurstaða Kristjáns er að hægt sé að álykta að fátækt á íslandi hafi aukist á síðustu 10 árum. Þótt fátæklingum hafi kannski ekki fjölgað á síðasta ári hafi örbirgð þeirra varið vaxandi. Langt sé síðan svo stór hluti íslensks samfélags hafi búið við eins lök kjör og í dag. Meginástæða þessa sé efalítið atvinnuleysið og vaxandi skuld- ir heimilanna. „í ljósi þessara upplýsinga hefur stefnumörkun Verka- mannasambands íslands í kom- Nauðsynlegt að koma í veg fyrir að verð- bólga fari af stað. andi kjarasamningum verið sú að hækka lægstu taxta í 70.000 kr. á samningstímanum, en hækka önnur laun minna. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að verðbólga fari af stað á ný því stöðugt verðlag, lágir vextir og aukinn kaupmáttur eru nauðsynleg efnaminni og skuldugum einstaklingum á ís- landi,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Brunabótafélagið Engar við ræður um sölu á hlut Eignarhaldsfélag Bruna- bótafélags íslands heldur áfram að eiga sinn hlut í VÍS. Allavega kvaðst Hilmar Pálsson, stjórnarformaður VÍS og forstjóri Eignarhalds- félags Brunabótar, ekki kannast við annað í samtali við Dag-Tímann í gær. „Einhverjir aðilar kunna að vera að spekúlera að kaupa, - en þeir eru ekki í neinu sambandi við okkur. Það eru engir að ræða við okkur og við erum ekkert að selja, svo það er fátt um svör hjá mér,“ sagði Hilmar Pálsson í gær. Morgunblaðið segir þreifingar í gangi um sölu á helmingshlut Eignar- haldsfélagsins á bréfum í VÍS, Vátryggingafélagi ís- lands. í Morgunblaðinu er haft eftir Þorgeiri Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, að málið sé á „algjöru byrjun- arstigi". „Ég bókstaflega næ þessu ekki, forstjóri lífeyrissjóðsins segir þetta á byrjunarstigi. Ég þekki bara ekki þetta byrjunarstig hjá honum,“ sagði Hilmar Pálsson í gær. Málið er einfalt að sögn Hilmars: „Lífeyrissjóðir og aðrir hafa ekki verið í við- ræðum við okkur," sagði hann. - JBP Skagafjörður Hrapaði til bana Banasiys varð á sunnu- dag í Skagafirði þegar einbúinn Helgi Jónsson, 59 ára gamall bóndi á Merkigili, hrapaði á annað hundrað metra niður í gil- ið. Slysið er rakið til hálku. Helgi haíði mælt sér mót við annan bónda á hádegi í Gilsbakka, sem er eyðibýli hinum megin gilsins. Hann kom ekki fram á tilsettum tíma og fór þá bóndinn við annan mann að svipast um og sáu þeir ummerki við svellbunka sem bentu til að maður hefði hrapað. Ilaft var samband við lögreglu á Sauðárkróki og komust björgunarsveitir ofan í gilið um þremur tímum seinna. Talið er að Helgi hafi Iátist samstundis. Helgi Jónsson. Ilelgi var eina sóknar- barn Abæjarsóknar og jafn- framt meðhjálpari við mess- ur. Hefð hefur verið fyrir messuhaldi í Ábæjarkirkju um verslunarmannahelgi. BÞ Akureyri Gæsluvarðhald kynferðisafibrotamanns framlengt Héraðsdómur Norður- lands eystra á Akureyri hefur framlengt gæsluvarð- hald yfir meintum kynferð- isafbrotamanni á Akureyri til 45 daga eða þar til dóm- ur gengur í máli hans hjá Iléraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn er ákærð- ur fyrir kynferðisafbrot gegn stúlkum á aldrinum 7 til 9 ára og fyrir dreifingu á klámi á Internetinu. GG Leikfélag Reykjavíkur Stóðu einir gesta ekki upp fyrir forseta Þegar leikverk Jökuls Jakobssonar, Dómínó, var frumsýnt á dögun- um vakti athygli að tveir gest- ir á fremsta bekk, brcaðurnir Hrafn og lllugi Jökulssynir, risu ekki úr sætum þegar for- seti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú gengu í sal- inn. Voru þeir einu gestir hússins sem sátu, en eigin- konur beggja risu úr sætum. „Þarna var um einstaklings- framtak að ræða hjá okkur bræðrum en ekki samantekin ráð, enda höfðum við ekki rætt þetta fyrir sýninguna. Ég hef ekkert á móti forseta íslands nema síður sé, tel hann reynd- ar fyrirmyndarforseta. Hins vegar hefur mér alltaf fundist sá kóngasiður íslendinga hvim- leiður, að geta ekki setið kjurrir þótt forsetinn láti sjá sig. Frá því að ég fór barnungur að sækja leikhús hef ég ekki séð ástæðu til að standa upp fyrir forseta, hver sem hann hefur verið," sagði Hrafn Jökulsson í samtali við Dag-Tímann í gær. í ljósi ofangreinds hafnar Ilrafn því alfarið að í athæfinu hafi falist nein pólitísk yfirlýs- ing. Gjörningurinn tengist alls ekki persónu Ólafs Ragnars og ágætrar eiginkonu. „Ég held að við bræður séum báðir einkar lukkulegir með Ól- af og hans frammi- stöðu í embættinu. Það er sjálfsagt að heiðra hann á allla lund en það er óþarfi að sýna eitt- hvert forneskjulegt flaður sem hæfir ekki samfélagi jafnréttisins.“ sagði Hrafn. BÞ Hrafn Jökulsson ritstjóri Mannlífs og varaþingmaður „Það er sjálfsagt að heiðra forsetann en það er óþarfi að sýna eitt- hvertforneskjulegt Jlað- ur sem hœjir ekki samfé- lagi jafnréttisins. “ Hagstofan Vöruskiptin enn í járnum Um 11,5 milljarðar fengust fyrir útfluttar vörur landsmanna í nóvember og nánast sama upphæð var borguð fyrir innflutninginn á fobverði. Ári áður var 1,7 millj- arða afgangur á vöruskiptum landsmanna í sama mánuði. Frá áramótum til nóvember- loka er afgangur á vöruskipta- jöfnuði rúmlega 11 milljörðum minni en í fyrra, þ.e. jafnvirði eins mánaðar innflutnings. Þessi munur minnkaði í rúma 6 milljarða að frátöldum út- og innflutningi skipa og flugvéla. Skipakaup hafa þrefaldast milli ára, í 5,1 milljarð á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Útflutningur hefur aukist um tæp 8% milli ára en innflutning- ur meira en 20% á sama tíma- bili. Þar af hefur almennur inn- flutningur verið 17% meiri og 15% hærri upphæð farið í fólks- bíla og neysluvarning.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.