Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 8
8 - Þriðjudagur 14. janúar 1997 IDijgur-'ðKmirat PJOÐMAL ^agur-®íraírat Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Marteinn Jónasson Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík 460 6100 og 563 1600 ritstjori@dagur.is 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjómar: 462 7639 Leiklistargagnrýnandi Það er til marks um hve aum íslensk biaðamennska er að eini verulega óvinsæli flölmiðlamaðurinn skuli vera tiltölulega hófstilltur leiklistargagnrýnandi. Blaða- mennska gengur ekki út á að afla sér vina og viðhlæj- enda. Vinsældasókn og viðskiptahyggja í fjölmiðlun hefur því miður ruglað marga í stéttinni í ríminu. Og fleiri, sem utan hennar standa, en eiga við hana að etja. Einn þeirra er Þjóðleikhússtjóri. Hann á ekkert með að ofsækja gagnrýnanda Sjónvarpsins á hátíðar- stund ísfenskrar leiklistar. Fóik í opinberu lífl verður bara að taka því að fá á sig gagnrýni. Líka leikhúsfólk. Jón Viðar Jónsson er einn alltof fárra ijölmiðlamanna sem íslenskur almenningur getur treyst að segi álit sitt undanbragða- og umbúðalaust; hann er sjálfum sér samkvæmur og lætur ekki stjórnast af neinu elsku- vinafélagi. Honum getur skjöplast, en við hin erum nógu sæmilega gefin til að átta okkur á því þegar það gerist. Það er manndómsmerki hjá yfirmanni dag- skrárdeildar að standa við hlið Jóns Viðars fyrr og nú; það er sæmdarbragur af því hjá útvarpsráði að bera af honum högg Þjóðleikhússtjóra. í þriðja lagi Þjóðleikhússtjóra er margt vel gefið, en sá mæti maður virðist ekki átta sig á hlutverki frjálsra fjölmiðla (líka í opinberum rekstri) og mikilvægi gagnrýnenda. Það er óviðurkvæmilegt af stjórnanda opinberrar menningar- stofnunar að kveinka sér undan einum gagnrýnanda, og hrein móðgun við heifbrigða skynsemi að líkja hon- um við eitur í íslensku menningarlífi - „hönd dauð- ans.“ Engum heilvita manni dettur í hug að einn gagnrýn- andi geti drepið íslenskt leikhúslíf í dróma. Vel gefinn maður eins og Stefán Baldursson á ekki að láta svona. Stefán Jón Hafstein. Sp Er raunhæft að flytja inn ferðamenn á útsölur? Magnús Oddsson ferðamálastjóri Það má segja að flestar hugmyndir sem upp koma í þessum efnum séu tilraunarinnar virði. Menn hefðu t.d. ekki trúað því í eina tíð að hingað kæmu þúsundir ferða- manna um júl og áramút. Ég þekki ekki forsendur, s.s. samanburðarverð- kannanir en ég tel hug- myndina þess virði að kanna hana og grundvöll- inn fyrir henni. Helgi Pétursson Samvinnuferðum Landsýn Eg held að það sé raunhæft að kynna Reykjavík sem versl- unarborg og þá kemur þessi útsölutxmi ágætlega til greina. Almennt flnnst mér að leggja eigi mun meiri áherslu á Reykjavík í verslunarlegu tilliti fyrir ferðamenn, sérstaklega hvað varðar dýra merkja- vöru sem er údýrari hér en víða annars staðar. Það hefur lengi loðað við okkur að hér séu litlir möguleikar á hagstæðum innkaupum en það er alls ekki rétt. Guðmundur Birgir Heiðarsson Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Akureyri Eg hef ekki kynnt mér málið en ég tel alla tilbreytingu í aðdrátt- arafli fyrir ferðamenn vera jákvæða. Hér á Akureyri versla ferðamenn mikið og eflaust er enn hægt að auka það. Ég veit þú ekki hvort nokkrir komi hingað í þeim aðalerindagjörðum að versla en þú er ekki hægt að vísa því á bug. í Skandinavíu til að mynda er vöruverð víða töluvert hærra en hér. Benedikt Kristjánsson formaður Kaupmanna- samtakanna Já. Samkvæmt saman- burði á verði í helstu samkeppnislöndum okkar kemur ýmis sérvara og þá sérstakiega merkja- vara húr vel út. Þegar ferðamenn eiga síðan kost á 15% endurgreiðslu virð- isaukaskatts lítur þetta vel út fyrir erlenda ferða- menn. Við ættum að leggja áherslu á að markaðssetja fsland sem viðskiptaland hvað þetta varðar, það yrði til gúða fyrir alla - verslun- ina sem ferðaþjúnustu í heild. 5 éMm Grœnmyglað en samt reynt að plata því ofan íjólagest- ina.... „Málið var að við hjónin keypt- um rauðvín í versluninni til þess að nota á aðfangadags- kvöld og þegar við opnuðum flöskuna fundum við strax á lyktinni, og sáum raunar að tappinn var myglaður. Við ákváðum samt að sjá til og sjá hvort ekki væri hægt að drekka mjöðinn og helttum víninu í glös gestanna. f ljós kom að vínið var ódrekkandi." - E.S. í lesendabréfi til DV, sármúðg- aður að fá ekki endurgreiðslu hjá ÁTVR út á galtúma rauðvínsflösku. En ætii flestir aðrir, horfandi á myglutappann, hefðu nú ekki reynt að smakka á vírúnu sjálfir áður í stað þess að reyna að plata það ofan í júlagestina sína. Hæpinn Hagkaupsgróði Bubba „Ástæðan fyrir sölutregðunni (á nýjustu Bubba-plötunni) telja ílestir vera hagkaupsauglýsing- una, en þar tíundaði verkalýðs- hetjan gæði Hagkáupsveldisins. Margur gamall aðdáandinn snéri baki við goðinu og lét nýju plötuna fram hjá sér fara. Óvíst er að þóknun Bubba fyrir aug- lýsinguna vegi upp á móti tregri sölu en mesta áfallið hlýtur þó að felast í miklum álitshnekki gömlu aðdáendanna sem fylgt hafa sínum manni í 17 ár,“ - segir Vikublaðið. í umboði einnar þjóðar eir sem Ijalla um þjóðmál í ræðu og riti festa sig oft í orðaleppum, sem eru misnotaðir svo óspart, að þeir verða marklausir og detta út úr umræðunni og nýir frasar taka við. Þessar vikurnar eru flestir þjóðmála- skúmar fullir upp með það, að tvær þjóðir búi í landinu og eru mörg dæmi og mismunandi tekin til að sýna fram á réttmæti fullyrðingarinnar. Sumir halda því fram að konur og karlar séu af sitt hvoru þjóðerninu og kæri sig jafnvel lítið um sameiginlegan ríkisborgararétt. Svo eru ungir af ann- arri þjóð en fullorðnir og fullorðnir til- heyra ekki sama þjóðflokki og aldraðir. Þeir sem búa í þorpunum á Innnesj- um er önnur þjóð en sú sem byggir dreifbýlið, að því að haldið er fram, og einstæðir foreldrar búa í allt öðru sam- félagi en giftir foreldrar. Tekjuskipting- in skiptir mannfólkinu í tvær þjóðir, ekki síður en heilsufar, aldur og vaxtar- lag. Landsins gæði Þeir sem eiga kvóta eru önnur þjóð en hinir sem ekki hafa fengið kvóta gefins og þeir sem eiga mömmur og pabba, sem eiga kvóta, eða önnur stórverð- mæti eru ekki af sömu þjóð og þeir sem þurfa að taka námslán og gefa út hús- bréf. Og lífeyrismálin skilja atkvæðin að í gagastæðar fylkingar. Svona má telja nær endalaust og eru þjóðirnar orðnar ærið margar sem landið byggja séu þær allar taldar. Einfaldast væri samt að skipta þeim aðeins í tvennt. Hagsmunir þeirra sem eiga og þeirra sem skulda eru svo gagnstæðir að þar skilur á milli hvorri þjóðinni menn tilheyra, ef á annað borð er hægt að rétt- læta allar fullyrðing- arnar um að fleiri en ein þjóð bxíi á íslandi og nýti gæði lands og tilheyrandi fiski- slóðar aðeins einni þeirra til hagsbóta. Fyrir langalöngu var talað um Þjóð- ina að Þórsgötu 1. Þar var kaffihús sem sótt var af þeim sem biðu óþreyjufullir eftir komu Sovét-íslands. Málpípur þeirra voru sífellt að krefjast þessa eða hins í nafni þjóðarinnar og þóttust ávallt tala máli hennar gagnvart þeim „minnihluta“ sem voru á andstæðri skoðun. Þjóðin á Þórsgötu 1 viður- kenndi helst ekki að vera af sama þjóð- erni og stéttaóvinirnir sem réðu lögum og lofum í flestum öðrum plássum. Margar vistarverur Einu sinni var sagt að ef menn slitu í sundur lögin væri friðurinn einnig slit- inn sundur. Þá var þjóðin að skiptast í heiðna menn og kristna og vildu hvor- ugir játast undir sömu lög og sið. Þá var stöðunni bjargað í horn með vel kunnri leikfléttu. Eitthvað er farið að rakna úr henni síðan, því enn og aft- ur er verið að fullyrða að fleiri þjóðir búi í landi og ekki gildi sömu leikreglur fyrir þær allar. Til að mynda hirðir rík- isvaldið eina verðmætustu þjóðareign- ina af miklum meirihluta íbúanna og gefur fáeinum útvöldum. Er síðan sagt að þetta sýni að tvær þjóðir búi í landinu, kvótaeigendur og hinir. En þetta er ekki alls kostar rétt, því að allir þeir fjölmennu „hinir" sætta sig við það kosningar eftir kosningar, að eigur þeirra séu gefnar og að kvót- inn sé tryggilega gerður að einkaeign þeirra sem stjórnvöldin líta með vel- þóknun til. Það eru því lýðræðislegar ákvarðanir að sumir skuli eiga auðlindir og verð- mæti til lands og sjávar og að hinir borgi skattana. Það er augljóslega ein og sama þjóðin sem gefur og þiggur landsins gæði og auðlegð sjávarins. Talið um að fleiri þjóðir byggi ísland er út í hött. Atkvæðin gefa stjórnendum umboð til að mismuna og ráðskast með auð og skattpeninga að vild og kvarta svo og kveina yfir að ójöfnuður ríki og halda sum hver að einhver dularfull sameining jafnaðarfólks muni færa þeim réttlæti og lífshamingju. En þegar allt kemur til alls er allur lýður af húsi Davíðs, en er aðeins búnar þar mis- munandi vistarverur. Þar eru nokkrir innstu koppar í búri en aðrir nopra í kulda og trekki frammi við dyr og sjá aldrei hvernig þeir fara með atkvæðin sín. OÓ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.