Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 6
6 - Priðjudagur 14. janúar 1997 IDagur-'ðKmttm || Valgerður | Jóhannsdóttir Hatrammt stríð virðist í uppsiglingu milli einka- reknu sjónvarpsstöðv- anna tveggja, eftir að 5 yfirmenn Stöðvar 2 færðu sig yfir til keppi- nautanna á Stöð 3. Það er um fátt meira rætt þessa dagana en ráðningu 5 yfirmanna íslenska út- varpsfélagsins til keppinautar- ins Stöðvar 3. Það er að vísu vel þekkt í íslensku viðskiptalífi að fyrirtæki „kaupi“ starfsmenn hvert frá öðru, en fá ef nokkur dæmi eru til um jafn dramat- ískar mannahrókeringar og þessar. Fimm yfirmenn af u.þ.b. 20 hættu hjá Stöð 2 og Bylgj- unni á einu bretti. Það er tals- verð blóðtaka, þótt forsvars- menn Stöðvar 2 geri lítið úr því og tali um að maður komi í manns stað. Þeir eru hins veg- ar augljóslega ósáttir við brott- hvarf fimmmenninga. Málssókn „Þeir hafa ekki verið leystir undan starfsskyldum sínum og við þá hefur ekkert verið hægt að ræða,“ segir Sigurður Guð- jónsson, lögfræðingur og vara- formaður stjórnar Stöðvar 2. Hann segir að verið sé að skoða hvort höfða eigi mál á hendur fimmmenningunum fyrir brot á ráðningarsamningum og sam- keppnislögum. Hann fullyrðir að þeir hafi haft á brott með sér atvinnleyndarmál. „Magnús Kristjánsson sat stjórnarfund í félaginu 4.janúar 1997. Þar var verið að samþykkja rekstrar- áætlun, fjárfestingaráætlun og fleira fyrir félagið til næstu ára. Það var verið að fjalla um kjarnann í lífi þessa fyrirtækis og þessi gögn labbar nýr sjón- Stöðvastríð! varpsstjóri Stöðvar 3 með út úr húsi.“ Magnús Kristjánsson, fyrr- verandi markaðsstjóri Stöðvar 2 og nýráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, þvertekur fyrir að hann eða félagar hans hafi haft trúnaðarupplýsingar á brott með sér. „Við höfum ekki upp- lýst einn eða neinn um nein trúnaðarmál íslenska útvarps- félagsins, hvorki skriflega né munnlega, og það verður að sjálfsögðu ekki gert,“ segir hann. Atvinnuleyndarmál Höfði Stöð 2 mál verður það væntanlega gert á grundvelli 27.greinar samkeppnislaga, þar sem segir „Óheimilt er í at- vinnustarfsemi er lög þessi taka Sigurður Guðjónsson Stöð2: „Efað launþeginn getur labbað út án samþykkis okkar, get ég þá ekki alveg eins hent honum út án þess að borga honum nokkuð?" til, að afla sér eða reyna að afla sér með ótilhlýðilegum hætti upplýsinga um eða um- ráða yfir atvinnuleyndarmálum starfseminnar. Sá sem hefur fengið vitneskju um eða umráð yflr atvinnuleyndarmálum á réttmætan hátt í starfi sínu fyrir annan eða í félagi við annan, sbr. 1. mgr. má ekki án heimild- ar veita upplýsingar um eða hagnýta sér slík leyndarmál. Bann þetta gildir í þrjú ár frá því starfi er lokið eða samning slitið. Þeim sem vegna starfs síns eða stöðu að öðru leyti hef- ur verið trúað fyrir uppdrátt- um, lýsingu, uppskriftum, lík- önum eða þess háttar er óheim- ilt að hagnýta sér eða veita öðrum afnot af slíku án sér- stakrar heimildar." Samkvæmt upplýsingum Dags-Tímans hefur aldrei verið höfðað dómsmál á grundvelli þessarar lagagreinar og aðeins einu sinni hefur slíkt mál borist inn á borð Samkeppnisstofnun- ar. Guðmundur Sigurðsson, hjá Samkeppnisstofnun segir að í því tilviki hafi verið kærð brot á 3 greinum samkeppnislaga, þ.a.m. þeirri 27., en viðkom- andi ekki verið tahnn hafa gerst brotlegur við hana. Brotthlaup Sem fyrr sagði íhuga ráðamenn á Stöð 2 einnig málsókn vegna meintra brota fimmmenning- anna á ráðningarsamningi. „Þessi menn eru einfaldlega bundnir vinnuskyldu gagnvart okkur í 3 mánuði og þeir áttu að mæta hér í gærmorgun. Það er okkar að ákveða það hvenær þeir fara út en ekki þeirra,“ segir Sigurður Guðjónsson og bætir við. „Ef að launþeginn getur labbað út án þess að fá nokkurt samþykki, get ég þá ekki alveg eins hent honum út án þess að borga honum nokk- uð. Þetta er gagnkvæmur upp- sagnarfrestur og gagnkvæmur róttur." Magnús Kristjánsson segir hins vegar að þeir fimmmenn- ingar hafi óskað eftir því að fá að hætta tafarlaust, en ráða- menn á Stöð 2 farið í hart um leið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru þess fá ef nokkur dæmi að atvinnurekendur hafi höfðað mál gegn starfsmanni fyrir ólögmætt brotthlaup. Lög- fræðingur í vinnurétti sem blaðið ræddi við í gær, segir að atvinnurekendur geti krafist skaðabóta í slíkum tilfellum á grundvelli almennra skaða- bótareglna. Fordæmi séu fyrir því að dómsstólar hafi dæmt at- vinnurekendum bætur, ef starfsmenn hafa ekki virt ákvæði kjarasamnings eða ráðningarsamnings um upp- sagnarfrest. í þeim tilvikum hafi verið byggt á gömlu hjúa- lögunum og viðmiðunin verið sú að skaðabætur til atvinnu- rekenda gætu orðið allt að jafn- háar og laun viðkomandi starfsmanns hálfan uppsagnar- frestinn. Eftir því sem næst verður komist eiga þessi mál það hins vegar öll sameiginlegt að það voru starfsmenn sem fóru í mál til þess að fá greidd laun út uppsagnarfrest sinn, en ekki atvinnurekendur sem stefndu vegna ólögmæts brott- hlaups. Fari svo að Stöð 2 ákveði að höfða mál gegn fimmmenningunum fyrir að hlaupast á brott, verður það væntanlega í fyrsta sinn sem það er gert. Magnús Kristjánsson Stöð 3: „Við höfum ekki upplýst einn eða neinn um nein trúnaðarmál íslenska út- varpsfélagsins og það verð- ur að sjálfsögðu ekki gert. “ Samkeppnisbann Það er nokkuð algengt í við- skiptalífinu að í ráðningar- samningum yfirmanna, eða annarra sem taldir eru gegna lykilhlutverki, séu ákvæði um að viðkomandi starfsmaður megi ekki ráða sig hjá keppi- nautum í tiltekinn tíma, eftir að hann hættir hjá fyrirtækinu. Samkeppnisbann af þessu tagi færist í vöxt að því er virðist. Nýlegt dæmi um slíkt er að finna í ráðningarsamningum við yfirmenn og millistjórnend- ur Pósts og síma hf, sem greint var frá í Degi-Tímanum nýlega. Það hefur vakið nokkra at- hygli að fimmmenningarnir hafi ekki verið með slík ákvæði í sínum samningum við Stöð 2. Magnús Kristjánsson staðfestir að svo hafi ekki verið. Hann vill hins vegar ekki upplýsa hvort þeir hafi samið um slíkt við Stöð 3. „Ég get ekkert upp- lýst það hvernig ráðningar- samningar eru gerðir hér. Þeir eru trúnaðarmál, en mönnum er ekki stillt neitt upp við vegg.“ Sigurður Guðjónsson segir að ekki hafi verið talin þörf á svona bannákvæði í ráðningar- samningum mannanna fimm. „Þeir mega fara til samkeppnis- aðila okkar vegna, bara ef þeir nota ekki gögnin okkar.“ Hann telur samkeppnislögin duga og alls óvíst sé einnig hversu mikið hald sé í ákvæðum af þessu tagi í ráðningarsamningum. Því séu takmörk sett hversu miklar skorður megi setja aflahæfi manna, eða möguleikum þeirra á að afla sér tekna. Stefnir í stríð Hvort til málaferla kemur í þessari deilu Stöðvanna tveggja eða hvernig þau fara er ómögulegt að segja. Hitt er ljóst að stefnir í hart stríð. Hjá Stöð 3 virðast menn líta svo á að forsvarsmenn íslenska útvarps- félagsins ætli sér með hótunum um rannsókn og málaferli að ófrægja starfsmennina og Stöð 3 um leið og ekki síður að reyna að halda þeim upptekn- um í þessu máli og gera þeim eins erfitt fyrir og mögulegt sé við að starfa á nýjum vinnu- stað. Upp á Krókhálsi virðast menn jafnsannfærðir um að eigendur Stöðvar 3 hafi ekki bara verið að kaupa sér góða starfsmenn, heldur hafi til- gangurinn beinh'nis verið að koma höggi á Stöð 2. Eigendur og hlutahafar Stöðvar 3 hafi aldrei og muni aldrei geta sætt sig við velgengni Jóns Ólafsson- ar á þessu sviði.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.