Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Blaðsíða 11
|Dagur-®nrám Þriðjudagur 14. janúar 1997 -11 ]wnrwh T T 1 R f f f fl HANDKNATTLEiKUR • Bikarkeppni HSÍ Nágrannaslagur í undanúrslitum Halldór Ingólfsson og félagar úr Haukum fögnuðu innilega í leikslok, eftir sigur í framlengingunni gegn Stjörn- unni á laugardaginn. Mynd: Bikarmeistarar KA mæta ÍR Stórleikur undanúrslitanna í Bikarkeppni HSÍ verður án efa slagur Haf'narfjarð- arliðanna, Hauka og FIi, en lið- in munu mætast á heimavelli Haukanna, á Strandgötunni þann 22. janúar. Bikarmeistar- ar KA sem unnu sér réttinn til að Ieika í undanúrslitunum, fimmta árið í röð, fengu heima- leik gegn ÍR. Höfum alltaf farið Krýsuvíkurleiðina „Það er ekkert nýtt að við fáum útileik. Við höfinn ekki fengið heimaleik síðan 1993 og við höfum alltaf farið Krýsuvíkur- leiðina í bikarnum - og yfirleitt í blindbyl. Ég er hins vegar ánægður með að þurfa ekki að fara norður. Það er ljóst að það fer eitt Hafnarfjarðarlið í úrslit- in, en það hefði óneitanlega verið gaman að mæta Haukun- um í hreinum úrslitaleik í keppninni," sagði Gunnar Bein- teinsson, þjálfari FH. Tvísýnir leikir „Mér líst ágætlega á þetta. Það er enginn leikur auðveldur í 4- liða úrslitum og nánast sama hvaða lið við hefðum fengið, þetta verða tvísýnir leikir," sagði Sigurður Gunnarsson, en lið hans Haukar, komst með ævintýralegum hætti í undanúr- slitin, með sigri á Stjörnunni. Fátt virtist geta komið í veg fyrir að Haukar féllu úr keppn- inni fyrir Stjörnunni á laugar- daginn. Stjarnan leiddi með 2-3 mörkum þegar skammt var til leiksloka, en Haukamenn náðu að knýja fram framlengingu. En hafði Haukaþjálfarinn trú á sigri sinna manna? „Já, ég hafði fulla trú á þessu allan tímann. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því, þegar við vorum þremur mörk- um undir, að við þyrftum að spila afburðavel og einhverjar af heilladísunum þyrftu að ganga í lið með okkur og það gekk eftir að þessu sinni,“ sagði Sigurður. Ánægjulegt að fá heimaleik „Það eru önnur lögmál sem gilda í bikarnum, heldur en í deildinni eins og við vitum. ÍR- ingar hafa verið á uppleið að undanförnu og eru með sterkt lið, þannig að við þurfum að hafa okkur alla við ef við eigum að komast áfram. Það var hins vegar ánægjulegt að fá heima- leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, þegar þjálfarinn var inntur um viðbrögð við drættinum í keppninni. KA- menn eru meistarar tveggja síðustu ára og Akureyrarliðið hefur náð í imdanúrslitin, sl. fimm ár. Þess má reyndar geta að KA-menn hafa oft fengið harðari mótspyrnu en í vetur, en liðið hefur sloppið við að mæta 1. deildarliði, þangað til nú. Vonast eftir betri móttökum „Ef við ætlum okkur að verða bikarmeistarar, þá þurfum við að vinna alla leiki okkar í keppninni og ég hef sagt að það skipti ekki öllu máli hverjir mótherjarnir eru, það eru allir leikir erfiðir," sagði Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR. „Það verður bara að koma í ljós hvernig fer í KA-heimilinu, en ég vona að mótttökurnar verði betri en síðast því þá voru þær til háborinnar skammar," sagði Matthías, en lið hans varð fyrir truflun x deildarleiknum gegn KA í haust. Matthías sagðist ekki óttast lætin í KA-heimilinu, ÍR-ingar væru vanir hávaðanum úr Seljaskólanum þar sem þeir leika heimaleiki sína. Þess má geta að liðin mætast í deildinni þann 19. þ.m, þremur dögum fyrir bikarleik liðanna. 8-liða úrslit í Bikarkeppni HSÍ: Karlaflokkur KA-KR 25:21 KA leiddi leikinn frá fyrstu mínútu og oftast var 2-4 marka munur á liðunum. Barátta KR-inga var aðdá- unarverð, en hún var langt frá því að vera nóg gegn bikarmeisturunum. Stjarnan-Haukar 22:26 Stjarnan leiddi leikinn lengst af, en Haukar náðu að jafna 21:21 á síðustu mínútu leiksins. Þeir reyndust sfðan mun sterk- ari aðilinn í framlenging- unni. ÍR-Grótta 29:26 Gróttumenn byrjuðu vel, en ÍR-ingar reyndust sterk- ari á lokakaflanum. Valur-FH 25:31 FH tryggði sér framleng- ingu með marki Guðjóns Árnasonar á lokasekúnd- unum. Staðan var þá 25:25 og Valsmönnum gekk illa að ráða við Lee, markvörð FH í framlengingunni. Leikir í undanúrslitum fara fram 22. og 23. janúar en þá mætast: KA-ÍR Haukar-FH Kvennaflokkur Stjarnan-FH 22:21 KR-ÍBV 16:11 V íkingur-Valur 12:14 Haukar-Fram 28:20 Leikir undanxirslitanna fara fram 25. og 26. janúar en þá mætast: Valur-KR Stjarnan-Haukar ÍÞRÓTTAMAÐUR KA Vemharð valinn fjórða árið í röð Vérnharð Þorleifsson júdó- maður varð fyrir valinu sem íþróttamaður KA ár- ið 1996. Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í KA-heimil- inu, en þetta er ijórða árið í röð sem Vernharð hlýtur nafnbót- ina íþróttamaður KA, en hann var einnig útnefndur Iþrótta- maður Akureyrar fyrir stuttu og fær því til vörslu bikar, sem KA- klúbburinn í Reykjavík gaf fé- laginu á sextíu ára afmælinu fyrir níu árum. Vernharð náði 3. sæti á tveimur A-mótum í júdó og vann sér sæti á Ólympíuleikun- um. Hann varð í 9. sæti á styrk- leikalista Evrópu í júdó í sínum þyngdarflokki og var valinn júdómaður ársins. Vernharð lýsti því yfir í haust að hann væri hættur að keppa í júdó, en hann hefur nú endurskoðað af- stöðu sína og hefur hafið æfing- ar á nýjan Ieik. Róbert Julian Duranona handknattleiksmaður hafnaði í öðru sæti í kjörinu, en hann var einn af lykilmönnum KA á síð- asta ári og var jafnframt valinn besti sóknarmaðurinn á ís- landsmótinu. Kristimx Magnús- son, sem hafnaði í 3. sæti, er skíðamaður en hann varð fjór- faldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Aðrir sem voru tilnefndir af hinum ýmsu deildum innan fé- lagsins voru þeir Atli Þórarins- son og Bjarni Jónsson knatt- spyrnumenn, Birna Baldurs- dóttir og Davíð Halldórsson í blaki, júdómaðurinn Freyr Gauti Sigmundsson, skíðakonan Þeir urðu í þremur efstu sætunum í valinu á íþróttamanni ársins. Frá vinstri Róbert Julian Duranona sem varð í 2. sæti, þá Vernharð Þorleifsson íþróttamaður KA og þá Magnús Gíslason, sem tók við verðlaununum fyrir 3. sætið fyrir hönd sonar síns, Kristins Magnússonar sem er við æfingar erlendis. M,nd:ie Dagný Kristjánsdóttir og hand- knattleiksmennirnir Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Sigfús- son. Allar deildir innan KA til- efndu þrjá x'þróttamenn, tvo innan deildarinnar og einn úr annarri deild innan félagsins. Aðalstjórn félagsins kaus síðan um þá íþróttamenn sem til- nefndir voru.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.