Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Side 5
Jtagin'-®ínmtrt Þriðjudagur 21. janúar 1997 - 5 IiTslíknr fyrirbura stóraukist F R E T T I R Keflavík Keflvíkmgar byggja 42 nemaíbúðir við KÍ Framkvæmdir hefj- ast í febrúarbyrjun við byggingu 42ja námsmannaíbúða á lóð Kennaraháskól- ans en grenndar- kynning stendur fyrir dyrum. Meira en helmingur okk- ar nemenda er af landsbyggðinni og gíf- urlegt hagsmunamál fyrir þá að geta átt aðgang að húsnæði ná- lægt skólanum,“ sagði Pórir Ól- afsson, rektor Kennaraháskól- ans, spurður vegna aðildar skólans að umsókn um leyfi til byggingar 42ja nemendaíbúða í 3ja hæða ijölbýlishúsi á lóð skólans, horninu gegnt ísaks- skóla. Rektor sagði nýtt deili- skipulag af svæðinu hafa verið forsendu þess að skólinn sam- þykkti að láta hluta af lóð sinni undir nemendaíbúðir. En Bygg- ingarfélag námsmanna stendur alveg fyrir þessum framkvæmd- unum og fjármögnun þeirra. Guðmundur Ingi Jónsson hjá Byggingarfélagi námsmanna segir væntanlega byggingu í grenndarkynningu hjá eigend- um um 10 húsa við Bólstaðar- hlíð, Úthlíð og Skaftahlíð. Framkvæmdir heíjist svo væntanlega í byrjun febrúar. Hagstæðasta tilboðið af flmm sem félagið fékk eftir alútboð reyndist frá Húsanesi í Kefla- vík, sem ætlar að byggja 42 íbúðir í 3ja hæða húsi, samtals um 2.560 m2, fyrir 204 milljón- ir, eða tæpfega 80 þús.kr. á fer- metra. Þetta þýðir tæplega 4,9 m.kr. á meðalíbúð. Guðmundur Ingi segir gífur- lega eftirspurn eftir nemenda- íbúðum. Enda sé leigumarkað- urinn í Reykjavík mjög þröngur, verðið hátt og leiguna óörugga. Leiga hjá félaginu verði líklega kringum 29.000 kr. á mán. auk rafmagns og hita. Að frádregn- um húsaleigubótum getur hún farið niður undir 18 þúsund á mánuði. Spurður um fjármögnunina segir Guðmundur Ingi 86,5% koma úr Byggingasjóði verka- manna, 3,5% frá Reykjavíkur- borg, en 10% verður félagið að fjármagna sjálft, og raunar meira því margt sem kemur í íbúðirnar er ekki lánshæft. Fjármögnun félagsins byggist aðallega á félagsgjöldum. Hver nemandi í aðildarskólum þess (9 sérskólar á höfuðborgar- svæðinu) borgi 1.400 kr. á ári til Byggingarfélagsins. Lífslíkur fyrirbura innan við 1.500 gr. hafa aukist á tveim áratugum úr 50 upp í 80-90% að undanförnu Af 455 börnum undir 1.500 gr. við fæðingu sem lögð voru inn á vökudeild Barnaspítala Hringsins síðustu tvo áratugi (1976-95) lifðu alls 65%. Þessi hópur var aðeins rúmlega 0,5% allra lifandi fæddra barna á umræddu tímabili, en eigi að síður var hlutur hans um 25% í burðarmálsdauða. Lífslíkur þessara fyrirbura hafa farið stórum vaxandi, úr um 50% í byrjun tímabilsins upp í 80-90% síðustu árin. Þetta er hluti af niðurstöðum rannsókna Hauks Bergsteins- sonar og fleiri lækna vökudeild- ar, sem sagt var frá á ráðstefnu Læknadeildar Ilí fyrstu helgi nýja ársins og einnig í fylgiriti Læknablaðsins. Lífslíkur þessara fyrirbura eru mjög háðar lengd meðgöngu og fæðingarþyngd, sem vænta má. Lífslíkur minnstu barnanna hafa aukist hlutfallslega mest. Af þeim börnum sem voru undir 1.000 gr. við fæðingu lifðu alls 33% á tímabilinu í heild. En eftir 1990 hafði það hlutfall hækkað í 63%. Lífslíkur 1.000 til 1.500 gr. barna jukust á sama tíma úr 87 upp í 94%. Suður-Þingeyjarsýslur: Erlendir ferðamenn um jól og áramót að heyrir til tíðinda að erlendir ferðamenn heimsæki Þingeyjar- sýslur um jólin og áramótin, en það var einmitt það sem gerðist um nýliðnar hátíðar. Tilkoma ferðaþjónustufyr- irtækisins Fjallasýnar ehf, sem sérhæfir sig í vetrarferð- um hvers konar, breytir verulega hefðbundna sumar- ferðamannatímanum því ferðir Fjallsýnar miðast við tímabilið sept. til júní ár hvert. Það eru þeir Björn Hólmgeirsson á Húsavík og Rúnar Óskarsson Reykja- hverfi, sem eiga og reka Fjallasýn og segir Rúnar mest vera farið í Mývatns- sveit, Jökulsárgljúfur og Þeistareyki og voru erlendir ferðamenn á vegum Fjalla- sýnar á ferðinni á Þorláks- messu og gamlársdag við Dettifoss og Jökulsárgljúfur og er það örugglega eins- dæmi í ferðaþjónustunni á þessum árstíma. Rúnar segir mikið farið á snjósleðum upp á heiðarnar og dorgveiði bæði á Langavatni og á Mý- vatni vinsæl dægradvöl. Áhugi virðist einnig vera fyr- ir skipulögðum gönguferðum og gönguferðum á skíðum. Mjög mikið berst af fyrir- spurnum um alls konar ferð- ir, hópar sem hafa áhuga á óhefðbundnum fundarhöld- um t.d. í helli á Þeistareykj- um eða í skálum á heiðunum svo eitthvað sé nefnt. Hver veit nema afmælisveislur og árshátíðir framtíðarinnar verði haldnar uppi á heiðum jafnvel í helli og farið á snjó- sleðum til herlegheitanna. Það er alla vega öðruvísi ekki satt? GKJ Bæjarsjóður Ólafsfjarðar Afborgun langtímalána 40% lægri en búist var við Fjárhagsstaða Ólafsfjarðar- bæjar er mjög slæm um þessar mundir en IJálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri, segir engin rök fyrir því að bæjarfé- lagið sé að lenda í „gjörgæslu" Fé- lagsmálaráðuneyt- isins. Það hafa orð- ið örlög nokkurra sveitarfélaga á undanförnum ár- um. „Bæjarsjóður getur ekki greitt niður nema milli 25 og 30 milljónir af lánum en þrátt fyrir það eru allar líkur á að það markmið sem sett var á kjörtímabilinu náist. Reksturinn kæmi betur út en gert var ráð fyrir á sl. ári ef bæjarsjóður hefði ekki orðið fyrir áföllum vegna keramikverksmiðjunnar Glits hf. og sjávarafurðaverk- smiðjunnar Sævers hf., 25 millj- ónir króna hjá hvoru fyrirtæki fyrir sig. Stefnt var að því að lækka langtímalán um 50 millj- ónir króna á kjörtímabilinu og því Ijóst að það næst ekki,“ sagði Hálfdán Kristjánsson. Bæjarstjóri segir að verið sé að skoða rekstur áhaldahúss bæjarins en ekki séu líkur á að rekstur þess verði lagður niður líkt og gerðist á Dalvík og þjón- ustan keypt af verktökum. Starfsmenn veitnanna og áhaldahúss eru 4 talsins og segir bæjarsljóri vandséð hvernig hægt sé að komast af með færri starfsmenn auk þess sem oft sé mikið að gera hjá verktökum og því erfitt að fá þá þjónustu keypta með litlum fyr- irvara. GG Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri Ólafsfjarðar „Líkur á að markmið í niðurgreiðslum langtíma- lána náist þrátt fyrir 50 milljóna króna áfall á síð- asta ári“. Akureyri Veður spillti aðsókn að Vetrarsporti ’97 Véður dró úr aðsókn að Vetrarsporti ’97 á Akur- eyri, þar sem sýnt var allt það nýjasta og væntanlega Yamaha-véisleðar hlutu viðurkenning- ar sem verklegustu og fallegustu sleð- arnir á sýningunni. besta í vélsleðum og vörum tengdum útivist. Talið er að um 1.400 manns hafi borgað sig inn á sýninguna, sem er svipað- ur fjöldi og í fyrra. Aukning vegna jeppasýningar sem nú var í fyrsta sinni skilaði sér því ekki, en talið er að um 200 utanbæjarmenn hafi komið á sýninguna en reiknað var með allt að 600 manns. Fólk sem sést hefur ár eftir ár á þessum sýningum, t.d. vestan frá Sauð- árkróki og Blönduósi og austan úr Mývatnssveit og Vopnafirði var nú ijarri góðu gamni. Á árshátíð LÍV á laugardags- kvöldið voru valdir verklegasti og fallegasti vélsleðinn og hreppti Yamaha báðar viður- kenningarnar. Sams konar út- nefnding fór fram á jeppum, og var Land-Cruiser GX valinn verklegasti jeppinn en Sang Yong Musso E-32 sá fallegasti. GG

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.