Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 9
jOagur-®ínúrat
Þriðjudagur 21. janúar 1997 - 9
PJÓÐMÁL
Groska er hugsjónabandalag
1 Róbert
Marshall
í ^ rœða á stofnfundi
*
dag kveðjum við fortíðina.
Við höfum sagt að tími um-
ræðu sé liðinn og að tími
aðgerða sé hafinn. Það þýðir að
það verður ekki lengur talað
um sameiningu vinstri manna
án þess að orðin hafi meiningu,
án þess að hugur fylgi máli.
Sá mikli fjöldi sem hefur síð-
ustu mánuði unnið að stofnun
Grósku á sér sameiginlega hug-
sjón, hugsjón sem er lífsblóm.
Og þegar maður á sér lífsblóm
þá byggir maður hús, sagði
Bjartur í Sumarhúsum. Hér
byggjum við hús og köllum það
Grósku. Gróska er öllum opin
en ekki án skilyrða: Við biðjum
ykkur um að ganga vel um. Hér
inni eru jafnaðarmenn, vinstri
menn, félagshyggjufólk og eins
og maðurinn sagði: AJlir jafnir.
Það eru íjórir stjórnmálaflokkar
á íslandi sem berjast fyrir fé-
lagslegu réttlæti, við erum bak-
land þeirra allra, samviska
þeirra og viljum að þeir bjóði
fram saman í næstu alþingis-
kosningum.
Það er ástæða til að árétta
að ungu fólki í Framsóknar-
flokknum hefur ekki verið hald-
ið frá undirbúningi þessara
samtaka. Það er ljóst að mikill
Það eru fjórir
stjórnmálaflokkar á
íslandi sem berjast
fyrir félagslegu
réttlæti, við erum
bakland þeirra allra,
samviska þeirra og
viljum að þeir bjóði
fram saman í næstu
alþingiskosningum.
Qöldi fólks innan Framsóknar-
flokksins hefur áhuga á þátt-
töku í samstarfi á vinstri væng
íslenskra stjórnmála. Það er
fólk innan Framsóknarflokksins
sem skilgreinir sig sem félags-
hyggjufólk. Það fólk verður að
gera það upp við sig hvort það
ætlar að eftirláta forystu síns
flokks að dæma sig tU hægri í
íslenskum stjórnmálum hér eft-
ir.
Frá því við íögðum upp frá
Bifröst hér um árið höfum við
sannreynt þá staðreynd að
sameiginlegt framboð jafnaðar-
manna mun aldrei verða, getur
aldrei orðið grautur málamiðl-
ana utan um valdabandalag. Að
þessu leytinu eriun við frá-
brugðin Sjálfstæðisflokknum
sem er höfuðandstæðingur fé-
lagslegs réttlætis hér á landi.
Við erum í politík af hugsjón,
ekki vegna hagsmuna. Gróska
er hugsjónabandalag, ekki
blóðlaust hagsmunabandalag
eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er í slíkum hugleiðingum
sem sjálfið gleymist og hættir
að vera til. Það eru æðri hags-
munir, það eru til hugsjónir
sem snerta ekki beint einstak-
linginn sjálfan heldur það um-
hverfi sem hann býr í. Hugsjón-
in um sameinaða jafnaðarmenn
er ekki hugsjón í sjálfri sér
heldur er hún önnur og stærri,
Það er ástæða til að
árétta að ungu fólki
í Framsóknarflokkn-
um hefur ekki verið
haldið frá undirbún-
ingi þessara sam-
taka. Mikill fjöldi
fólks innan Fram-
sóknarflokksins
hefur áhuga á þátt-
töku í samstarfi á
vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála.
hún er hugsjónin um réttlátt
þjóðfélag. Sameining félags-
hyggjufólks er aðeins forsenda
réttláts þjóðfélags. Hún er for-
senda framsækni og hagsældar.
Hún er forsenda þess að
draumar rætist, að loftkastalar
verði að húsum.
í hreyfingu sem starfar í
anda lýðræðis er eðlilegt að
þrífist ólíkar skoðanir. Það er
eðli slíkrar breiðfylkingar.
Þannig mótum við stefnu,
stefnu sem inniheldur mark-
miðin rnn jöfnuð, kvenfrelsi og
réttlæti. Þannig er það líka í
þeim flokkum sem kenna sig
við félagslegt réttlæti, þar þríf-
ast ólík sjónarmið sem verða að
sameiginlegri stefnu heildar-
innar.
Við verðum að endurreisa
trú fólksins á að það skipti máh
að taka þátt í stjórnmálum. Að
fjöldinn geti haft áhrif, að al-
menningur skipti máli. Að fólk-
ið ráði. Það er lýðræði. Það þýð-
ir að fólkið ráði, að réttlætið
ráði. Og réttlæti, er hið mikla
verk manna hér í heimi.
Úr yfirlýsingu stofnfundar Grósku
Lífið og stjórnmálin eru eitt.
Því eiga stjórnmál að bera
vitni háleitum hugsjónum
og einlægum vilja beisluðum af
skynseminni einni.
Þannig hefur það ekki verið
á íslandi. Trú okkar á stjórn-
málin minnkar sífellt. Trú á að
stjórnmálamenn og stjórnmála-
flokkar séu færir um að veita
verðug svör við spurningum
samtímans er hverfandi. Þeir
eru ekki einu sinni að spyrja
réttu spurninganna! Innihaldið
er horfið. Siðferðið er í kröm.
Of margt hefur farið úrskeið-
is í þessu landi. Staðreyndir eru
að koma í ljós: Um fjársvelti
menntakerfisins, um launaórétt
kvenna, launamun íslendinga
innanlands sein og í saman-
burði við nágranna í löndunum
í kring, um ríkidæmi örfárra
byggt á sameign þjóðarinnar,
um fátækt margra, um ofbeldi.
Það er nauðsynlegt að skapa
nýja pólitík. Pólitík með inni-
haldi jöfnuðar, kvenfrelsis, rétt-
lætis og farsældar. Pólitfk þar
sem heilindi, skynsemi og ein-
lægur vilji eru aðferðin. Við vilj-
um kveðja flokkakerfi gærdags-
ins og laða til starfa alla sem
hafa hugsjónir jafnaðarstefn-
unnar að lífsskoðun. Saman
snúum við okkur að verkefnum
sem þola enga bið. Saman setj-
um við landi okkar nýja mæli-
kvarða.
Þess vegna stofnum við
Grósku.
Gróska leggur á það höfuð-
áherslu að ríkissjóður er ekki
einhver ópersónuleg hít sem
allir mega ausa úr að vild.
Stjórnmálamenn eiga að sýna
ráðdeild og ábyrgð í meðferð
opinbers Qár, það er frá okkur
komið. Við lítum á ríkisrekstur-
inn með gagnrýnum hætti og
styðjum endurskoðun á honum.
Það þarf að finna nýjar leiðir í
ríkisrekstrinum með það fyrir
augum að losa ríkið undan
þeim verkefnum sem ekki þjóna
grundvallarmarkmiðum um
samfélag jöfnuðar og réttlætis.
Við leggjum höfuðáherslu á
að styrkja meginstoðir samfé-
lagsins; menntakerfið og heil-
brigðisþjónustuna. Tilflutningur
verkefna, einka- og félagavæð-
ing eru leiðir sem á að nota til
þess að stýra verkefni ríkisins
og fá aukið íjármagn til upp-
byggingar á ýmsum sviðum vel-
fer ð ar þj ónus tunn ar.
Tryggja þarf að arður af
sameiginlegum auðlindum
þjóðarinnar til lands og sjávar
skili sér til hennar, en ekki að-
eins til fárra einstaklinga.
Kvótabraskið hefur leitt til
óþolandi eignatilfærslu frá okk-
ur, hinum mörgu til hinna fáu.
Jafnaðarmenn verða að koma
sér saman um hvernig þessi
eignatilfærsla verður stöðvuð.
Gróska hafnar aðferð hins
flata niðurskurðar sem óspart
hefur verið notaður undanfarin
ár. Stjórnmál snúast um val,
stjórnmálamenn þurfa að hafa
kjark til að velja og hafna. Flat-
ur niðurskurður er merki um
heigulshátt og er siðferðilega
varasamur.
íslenskir stjórnmálamenn
hafa alltof lengi svikið há-
stemmd loforð um eflingu
menntakerfisins. Orð og efndir
verða að fara saman. Það er
kominn tími til að íjárfesta
skynsamlega í mannauði.
Gróska vill íjölbreytt og fram-
sækið menntakerfi sem leggur
jafna áherslu á iðn- og verk-
nám sem og bóknám.
Við uppbyggingu ferðaþjón-
ustunnar má ekki ganga á
landið og auðlindir þess, heldur
nýta ávexti náttúrunnar og
byggja upp ferðaþjónustu í öll-
um landsíjórðungum sem legg-
ur áherslu á óspillt land, sögu
okkar og menningu. Ákvarðanir
um stóriðju og aðrar stórfram-
kvæmdir verður að taka með
ímynd íslands sem óspillts,
ómengaðs lands í huga. Vaxtar-
möguleikum ferðamannageir-
ans má ekki stefna í voða með
vanhugsuðum framkvæmdum.
Við viljum opna og fordóma-
lausa umræðu um Evrópumál. í
þeirri umræðu mega slagorð og
kraftaverkalausnir ekki gegna
lykilhlutverki. Gróska telur eðli-
legt að þjóðin fái að kjósa um
það í sérstakri atkvæðagreiðslu
hvort ísland eigi að sækja um
aðild að Evrópusambandinu. Að
sjálfsögðu yrði síðan þjóðarat-
kvæðagreiðsla um inngönguna
ef til þess kæmi.
Atlantshafsbandalagið er
stöðugt að breytast með
breyttri heimsmynd. Afstaða
Grósku er sömuleiðis í stöðugri
endurskoðun og við félagar í
Grósku erum sammála um að
vera ósammála um NATÓ.
Skynsamleg nýting náttúr-
unnar og verndun hennar eru
markmið sem verða að liggja til
grundvallar í allri ákvarðana-
töku í stjórnmálum á nýrri öld.
Öll mál eru umhverfismál.
Gæta verður þess að ákvæði
stjórnarskrárinnar um trúfrelsi
séu virk í reynd. í umræðunni
um aðskilnað ríkis og kirkju
þarf að ræða samfélagsþjón-
ustu kirkjunnar, eignaskiptingu
og margt fleira.
Atvinnulífinu á að setja
rammalöggjöf um samkeppni
og eðlilega viðskiptahætti. Ein-
falda banka- og sjóðakerfi ríkis-
ins. Símenntun og rannsóknir
eru forsendur fyrir því að at-
vinnulífið sé framsækið og
skapi þjóðinni arð. Virka löggjöf
þarf gegn hringamyndun og fá-
keppni.
Öflug lýðræðisleg samtök
launafólks eru nauðsynleg í
sókn til jöfnuðar og mannúðar í
samfélaginu.
Allir íslendingar eiga rétt á
skólavist, allt frá leikskóla til
háskóla, til að sækja sér þekk-
ingu og menntun sem hugurinn
stendur til. Okkur ber skylda til
að skapa æskunni friðsamt,
hættulítið, vímuefnalaust um-
hverfi til að alast upp í þar sem
allir hafa möguleika á að
þroska og nota hæfileika sína.
Til að halda uppi öflugu
menningarlífi þarf stuðning frá
ríki og einkaaðilum við fjöl-
breytta innlenda menningar-
starfsemi svo sem Sinfóníu-
hljómsveitina, atvinnuleikhúsin,
íslensku óperuna, kvikmynda-
gerð, frjálsa leikhópa, unga
listamenn og margt fleira.
Skattaívilnanir er ein af leiðun-
um til að auka framlög til lista í
landinu.
ísland marki sjálfstæða
stefnu í utanríkismálum, beini
kröftum sínum aðallega að til-
teknum sviðum eins og mann-
réttindamálum og réttindum
smáþjóða. Þróunaraðstoð og
virðing fyrir alþjóðasáttmálum
eiga að vera eitt af aðalatriðun-
um í stefnu okkar í utanríkis-
málum sem á ekki aðeins að
byggja á meintum eiginhags-
munum heldur einnig að hafa
siðferðilegt innihald.
Ef hófsemi og heiðarleiki,
ásamt virðingu fyrir sannleika
og réttlœti eru hornsteinar
stjórnmálalífs verður árangur-
inn gott þjóðfélag. Og góður
stjórnmálamaður má aldrei
gleyma því, að mikilvœgari en
kerfi, mikilvœgari en stjórn-
kerji, mikilvœgari en hagkerfi
er maðurinn sjálfur. (Gylfi Þ.
Gíslason).
Stjórn Grósku.