Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 10
10 - Þriðjudagur 21. janúar 1997
|Ditgur-‘35tttmn
%
ENSKI BOLTINN* Urslit
Chelsea-Derby
(Wise 36, Leboeuf víti 44,
P. Hughes 85) (Asanovic 25)
Coventry-Man. Utd.
(Giggs 60, Solskjær 79)
Leicester-Wimbledon
(Heskey 73)
Liverpool-Aston Villa
(Carragher 50, Collymore
58, Fowler 63)
Middlesbrough-Sheff. Wed.
(Ravanelli víti 14, Festa 23,
Emerson víti 72, Juninho
90) (Pembridgc 29, 80)
Southampton-Newcastle
(Maddison 88, Le Tissicr
90) (Ferdinand 14, Clark 82)
Sunderland-Blackburn
Arsenal-Everton
(Bergkamp 55, Vieira 57,
Merson 69) (Ferguson 90)
Nottm. Forest-Tottenham
(Roy 47, 62) (Sinton 2)
3:1
0:2
1:0
3:0
4:2
2:2
0:0
3:1
2:1
Liverpool
Man. Utd.
Arsenal
Newcastle
Wimbledon
Chelsea
Aston Villa
Sheff. Wed.
Everton
Tottenham
Sunderland
Leicester
Leeds
Blackburn
Derby
Nottm. For.
Coventry
West Ham
South.ton
Middlesb.
Staðan
2413 7
23 12 8
23 12 7
23 116
2111 5
23 10 8
23 10 6
22
23
22
23
22
22
22
22
23
23
21
22
23
4 41:20 46
3 46:26 44
4 42:22 43
6 42:26 39
5 34:25 38
5 36:32 38
7 31:24 36
7 10 5 25:27 31
7 7 9 31:34 28
8 410 24:30 28
7 7 9 22:30 28
7 5 10 21:30 26
7 411 19:27 25
5 9 8 23:22 24
5 9 8 22:29 24
5 8 10 23:37 23
5 8 10 22:33 23
5 7 9 18:26 22
5 5 12 31:39 20
5 6 12 29:43 18
• 3 stig dregin af Middlesbrough
1. deild
Úrslit
Barnsley-Ipswich 1:2
Birmingham-Reading 4:1
Bolton-Wolves 3:0
Charlton-Stoke 1:2
C. Palace-Portsmouth 1:2
Huddersfield-Man. City 1:1
Norwich-Grimsby 2:1
Oxford-Tranmere 2:1
Sheff. Utd.-Southend 3:0
Swindon-Bradford 1:1
West Brom-OIdham 1:1
Port Vale-QPR 4:4
Staðan
Bollon 29 16 10 3 61:37 58
Sheff. Utd. 2714 7 6 47:28 49
Barnsley 27 13 8 6 46:32 47
Wolves 27 12 7 8 36:26 43
Stoke 26 12 7 7 35:34 43
Norwich 2712 6 9 37:37 42
QPR 2811 8 9 42:40 41
C. Palace 27 10 10 7 51:30 40
Oxford 28 11 7 10 39:32 40
Port Vale 28 9 12 7 34:31 39
Tranmere 2811 611 37:36 39
Ipswich 28 9 10 9 36:39 37
Huddersf. 28 9 9 10 33:36 36
Portsmouth 29 10 6 13 32:36 36
Birmingh. 25 9 9 7 28:24 36
Charlton 2810 513 30:38 35
West Brom 28 7 13 8 44:45 34
Swindon 27 10 413 37:35 34
Reading 28 7 9 12 31:43 30
Oldham 26 61010 29:32 28
Man. City 27 8 4 15 29:42 28
Bradford 29 6 914 27:45 27
Southend 27 5 10 12 25:49 25
Grimsby 26 5 8 13 28:47 23
Hamar
félagsheimili Þórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080
HANDBOLTI • 1. deild karla
Haukar í toppsætinu
Bjarki Sigurðsson, helsta skytta Aftureldingar, stekkur upp fyrir framan Hauka-
vörnina í leik liðanna á laugardaginn.
Haukaliðið náði toppsæti
1. deildarinnar með ör-
uggum sigri á Aftureld-
ingu í leik liðanna í Mosfells-
bænum á laugardaginn. Með
því opnuðu þeir toppbaráttu
deildarinnar upp á gátt, en þrjú
lið eiga raunhæfa möguleika á
deildarmeistaratitlinum. Flest
bendir til þess að baráttan um
toppsætið standi á milli þessara
tveggja liða, en núverandi
deildarmeistari, KA er skammt
undan og gæti blandað sér í
slaginn.
Leikmenn Hauka náðu mjög
vel saman gegn Aftureldingu í
Mosfellsbænum og heimamenn
máttu þola sinn annan tapleik í
röð. Haukar náðu snemma
fimm marka forskoti, 5:10 og
munurinn varð fjögur mörk í
leikhléi, 8:12. Úrslitin réðust á
síðasta kafla leiksins og lukkan
var á bandi gestanna sem hirtu
flest öll fráköst í síðari hálf-
leiknum, auk þess sem mörg
skot heimamanna höfnuðu í
marksúlum Haukanna. Sigur-
inn var engu að síður sann-
gjarn og mark Arons Kristjáns-
sonar í lokin, tryggði Haukum
efsta sæti deildarinnar, á betri
markatölu heldur en Aftureld-
ing.
Naumur sigur KA
Ekkert benti til þess að ÍR-ingar
mundu standa í KA-liðinu í
leikhléi liðanna í Seljaskdlan-
um. Norðanmenn höfðu fimm
r
marka forskot 10:15 og KA-
menn náðu mest sex marka
forskoti 13:19. En þá var eins
og kæruleysi yrði ráðandi þátt-
ur í leik Akureyrarliðsins og
heimamenn gengu á lagið. Góð
markvarsla Hrafns Margeirs-
sonar í marki ÍR hafði einnig
mikið að segja og ÍR leiddi um
tíma. En sigurinn endaði KA-
megin, 29:30 með marki Ró-
berts Julian Duranona, eftir
aukakast á lokasekúndunum.
Sergei Ziza skoraði tíu mörk
fyrir KA og virðist vera að
sanna sig sem einn af betri leik-
mönnum deildarinnar. Þá varði
Hermann Karlsson vel í fyrri
hálfleik. Markvarslan var hins
vegar ekki upp á það besta í
þeim síðari, eins og nítján mörk
ÍR-inga bera vott um. Ragnar
Óskarsson var bestur í jöfnu liði
heimamanna sem neitaði að
gefast upp og það verður
spennandi að fylgjast með bik-
arslag þessara liða á fimmtu-
dagskvöld. ej/fe
Ákveðnir Valsmenn
Leikmenn Fram voru ekki
komnir úr háloftunum, þegar
leikm- þeirra gegn Val var flaut-
aður á. Valsmenn voru miklu
ákveðnari í byrjun og skoruðu
sex af fyrstu sjö mörkum Ieiks-
ins. Munurinn var tvö mörk í
leikhléi og hann varð minnstur
eitt mark á kafla í síðari hálf-
leiknum, 13:12. Þá gerðu Vals-
menn út úr leikinn með sex
mörkum gegn einu marki
Fram.
Öruggt hjá FH
FH-ingar hafa komið mun
sterkari til leiks á nýárinu og
Stjörnumenn voru lítil hindrun.
Hafnfirðingar náðu snemma
góðri forystu sem þeir létu ekki
af hendi og lokatölur urðu
34:27.
Langþráður sigur
Grótta vann sinn fyrsta deildar-
sigur frá 20. nóvember. Liðið
leiddi nær allan leikinn og
miklu munaði um frammistöðu
Sigtryggs Albertssonar, sem
varði vel í marki Gróttu.
Úrslit urðu þessi
í 1. deild karla um helgina:
Afturelding-Haukar 21:27
ÍR-KA 29:30
Valur-Fram 20:16
FH-Stjarnan 34:27
Grótta-HK 29:24
Selfoss-ÍBA
fr.
Staðan er nú þessi:
fr.
Staðan er nú þessi:
Haukar 16 12 2 2 416:379 26
Afturelding 16 13 0 3 420:385 26
KA 16 11 1 4 435:417 23
Fram 16 8 2 6 375:350 18
ÍBV 13 7 0 6 321:300 14
FH 15 7 0 8 377:398 14
Valur 15 5 3 7 332:340 13
Stjarnan 15 6 1 8 395:391 13
ÍR 14 4 1 9 345:344 9
HK 16 4 1 11 374:400 9
Selfoss 15 4 1 10 371:417 9
Grótta 15 3 2 10 354:384 8
ENSKA KNATTSPYRNAN
Efstu liðin sigruðu
Newcastle missti niður tveggja marka forustu á tveimur síðustu mínútun-
um gegn Southampton. Hér eru Les Ferdinand og Alan Shearer, fram-
herjar Newcastle, í baráttu við varnarmenn Southampton og skömmu
síðar lá knötturinn í netinu.
Nýju lærisveinarnir hans
Kenny Dalglish hjá
Newcastle voru með
tveggja marka forskot þegar
tvær mínútur voru til leiksloka
gegn Southampton en misstu
það niður og glötuðu mikilvæg-
um stigum. Liverpool er enn í
efsta sæti ensku úrvalsdeildar-
innar eftir leiki helgarinnar en
þrjú efstu liðin, Liverpool, Man.
Utd. og Arsenal unnu öll leiki
sína.
Leikmenn Southampton
eyðulögðu stóru stundina fyrir
Kenny Dalglish, nýja stjóranum
hjá Newcastle, þegar þeir skor-
uðu tvisvar á síðustu tveimur
mínútunum og tryggðu sér ann-
að stigið, 2:2. Les Ferdinand
skoraði 14. mark sitt á tímabil-
inu í fyrri hálfleik og Lee Clark
skoraði þriðja mark sitt á einni
viku þegar 7 mínútur voru til
leiksloka. Southampton hafði
verið betri aðilinn í leiknum og
þeir náðu að knýja fram jafn-
tefli með mörkum frá Neil
Maddison og Matthew Le Tissi-
er. Dalglish er þegar farinn að
gera breytingar á liði og leikstfl
Newcastle og David Ginola og
Robert Lee voru settir á bekk-
inn. Einnig vakti athygli að allt
liðið var dregið tilbaka til að
verjast hornspyrnum en slflct
var ekki vaninn hjá Kevin Ke-
egan.
Liverpool setti í fluggírinn í
seinni hálfleik gegn Aston Villa
eftir hrikalegan fyrri hálfleik.
Það var 18 ára nýliði, Jamie
Carragher, sem braut ísinn með
fallegu skallamarki og á næstu
13 mínútum bættu Stan Colly-
more og Robbie Fowler tveimur
mörkum við, 3:0. Fowler hafði
ekki skorað síðan 23. desem-
ber. Norðmaðurinn Björn Tore
Kvarme kom inn í lið Liverpool
í fyrsta sinn. en félagaskipti
hans úr Rosenborg gengu í
gegn á föstudag, 10 mínútum
áður en fresturinn rann út fýrir
leiki helgarinnar.
Giggs í stuði
Manchester United stendur vel
að vígi og hefur tapað fæstum
stigum allra liða í vetur ásamt
Wimbledon. Ryan Giggs skoraði
sitt fyrsta deildarmark í ijóra
máðnuði og kom United á
bragðið gegn Coventry en
skömmu áður vildu leikmenn
Coventry fá vítaspyrnu þegar
Gary Neville felldi Darren Huc-
kerby innan vítateigs en dóm-
arinn dæmdi ekkert. í staðinn
komst United á skrið og Ole
Gunnar Solskjær innsiglaði sig-
urinn með góðu marki, 2:0.
David Beckham var meiddur og
lék ekki með United.
Útlendingahersveitin hjá
Middlesbrough var í sviðsljós-
inu gegn Sheffield Wednesday.
ítalinn Fabrizio Ravanelli skor-
aði fyrsta markið úr vítaspyrnu
og landi hans Gianluca Festa
bætti öðru við í sínum fyrsta
leik fyrir liðið. Ravanelli var
vikið af leikvelli fyrir að rífast
við línuvörð en það hindraði
ekki félaga hans og Brassarnir
Emerson og Juninho bættu við
tveimur mörkum. Mark Pem-
bridge skoraði bæði mörk Wed-
nesday.
Öruggt hjá Arsenal
Á sunnudag vann Arsenal ör-
uggan sigur á Everton, 3:1. Ar-
senal var reyndar heppið að
vera yfir í hálfleik því löglegt
mark var dæmt af Nicky Barm-
by fyrir hlé. En Arsenal gerði út
um leikinn á tveggja mínútna
kafla í síðari hálfleik með
tveimur mörkum frá Dennis
Bergkamp og Patrick Vieira.
Bergkamp átti síðan heiðurinn
að þriðja markinu, sem Paul
Merson skoraði.
Hollendingurinn Bryan Roy var
hetja Nottingham Forest gegn
Tottenham á sunnudag. Ilann
skoraði bæði mörk liðsins í 2:1
sigri eftir að Andy Sinton hafði
komið Tottenham yfir eftir að-
eins 75 sekúndur. Roy hefur átt
erfitt uppdráttar og gagnrýndi
Stuart Pearce, leikmann og
stjóra Forest, í breskum íjöl-
miðlmn í síðustu viku. En hann
fékk sæti í liðinu þar sem Dean
Saunders og Kevin Campbell
eru báðir meiddir.