Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Qupperneq 5
iDíigur-'QItmrrat Þriðjudagur 11. febrúar 1997- 17 VIÐTAL DAGSINS Pólitík hefur engin áhrif á ráðninguna Knútur Bruun er formaður safnráðs Listasafns íslands. Safnráð fer yfir umsóknir um starf forstöðumanns Lista- safns íslands og gefur menntamálaráðherra umsögn sína. Safnráð Listasafns ís- lands veitir mennta- málaráðherra um- sögn um þá sem sækja um stöðu for- stöðumanns Lista- safnsins. Knútur Bruun, formaður ráðsins, telur að um- sagnirnar hafi engin áhrif á samstarf inn- an safnsins. Samkvæmt lögum um Lista- safn íslands þarf viðkom- andi aðili að hafa mjög góða þekkingu og menntun á sviði myndlistar annars vegar og hins vegar er gerð krafa um að viðkomandi hafi mikla reynslu í safnamálum, til dæmis verið starfandi við listasöfn,“ segir Knútur Bruun, formaður safnráðs Listasafns íslands. Viðtöl í vikunni Níu umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Listasafns ís- lands og mun safnráð Lista- safnsins fara yfir umsóknirnar og veita umsögn. Það er menntamálaráðherra sem tek- ur lokaákvörðun um ráðning- una og er búist við ákvörðun hans síðar í þessum mánuði. Safnráðið er þegar búið að hitt- ast á einum fundi og fara yfir umsóknirnar og mun það eiga viðtöl við umsækjendurna í þessari viku. Ráðherra fær um- sagnir ráðsins í framhaldi af því. Knútur segir að náin sam- vinna eigi sér stað milli safn- ráðs og forstöðumanns Lista- safnsins. í safnráði sitji fimm aðilar, tveir tilnefndir af Sam- bandi íslenskra myndlistar- manna, einn er tilnefndur af starfsmönnum í safninu og svo situr forstöðumaður safnsins í ráðinu. Fimmti aðilinn, formað- ur ráðsins, er skipaður af menntamálaráðherra án til- nefningar. Góð samvinna „Safnráðið fer yfir öll málefni sem varða safnið, fylgist með sýningum, rekstri og íjármálum safnsins en auðvitað ekki dag- legum rekstri. Það gerir auðvit- að fyrst og fremst forstöðumað- ur og aðrir starfsmenn. Safn- ráðið er þó skipt að hluta í tvennt þannig að þessir tveir fulltrúar myndlistarmanna og forstöðumaður eru innkaupa- nefnd safnsins. Formaður og fulltrúi starfsmanna koma ekki að innkaupum á myndverkum,“ útskýrir Knútur. - Hefur safnráðið þá mestu völdin hvað varðar starfsemi safnsins? „Ég myndi snúa því við og halda því fram að það væri for- stöðumaður safnsins. Ef ágrein- ingur kemur upp þá er hann leystur innan safnráðs. í þessu safnráði sem ég hef starfað í hefur verið ákaflega góð sam- vinna, bæði innan ráðsins og við forstöðumann," segir Knút- ur. Hann hefur verið formaður í tæp tvö ár og er skipaður til þriggja ára. Hann segir að starfið sé ekki mjög annasamt, haldnir séu reglulegir fundir einu sinni í mánuði allt árið og svo sé hann stundum kallaður til þegar um er að ræða sérstök verkefni. Mætasta fólk sem sækir um - Setur það safnráðið ekki í erf- iða aðstöðu að þurfa að taka af- stöðu til umsækjendanna með því að gefa þeim umsagnir? „Það finnst mér ekki. Það er alls konar möguleikar til í því. Það er ekkert vitað með hvaða hætti við gefum okkar umsagn- ir. Þegar margir sækja um er alltaf svo að sumir eru mennt- unarlega séð og aldurslega séð hæfari en aðrir. Það er okkar skylda og við eigum að geta gefið þessa umsögn. Síðan ræð- ur auðvitað menntamálaráð- herra í starfið. Safnráðið vinnur auðvitað með þeim aðila af full- um heilindum og gagnkvæmt, vona ég. Þetta er allt hið mæt- asta fólk sem sækir um,“ segir hann. Knútur segir að pólitík muni ekki hafa nokkur áhrif á ráðn- ingu forstöðumanns þó að bæði hann og menntamálaráðherra séu sjálfstæðismenn. Umsækj- endurnir séu „verulega pólitískt ólitaðir." Þar að auki sé ekki um annað að ræða en að ráða algjörlega út frá faglegum grundvelli. „Þetta er mikilvægt safn. Ég er handviss um að þarna ráða engin annarleg sjónarmið,“ segir hann. Forstöðumaður Listasafns ís- lands er ráðinn til fimm ára og er hægt að endurnýja ráðning- una einu sinni. Viðkomandi get- ur því setið sem forstöðiunaður í tíu ár alls. -GHS Landlausir á mölinni Aðalsteinsson Það var athyglisverð frétt í ijöl- miðlum hér á dögunum, en hún gekk út á það í meginatriðum að nú ætla skotveiðimenn að fara að færa út kvíarnar og kreijast þess að fá aðgengi að ríkisjörðum fyrir veiðar. Telja þeir þetta mikið jafnréttismál þar sem þeir séu landlausir á mölinni í Reykjavík og geti hvergi skotið úr byssum sínum og ef þeir fari eitthvað út á land til að skjóta þá sé eins víst að einhver bóndadurgurinn komi og reki þá burt. Jæja, ekki öðru vísi, eftir þessari lýsingu er augljóst að þarna er mikið misrétti á ferð- inni. Aumingja Reykvíkingarnir. Þarna er sem sagt verið að meina þeim að draga björg í bú og seðja soltna munna barna sinna og kvenna, því eftir þessu eru þeir að stunda þessar veið- ar til að geta lifað af þegar stór hluti þjóðarinnar er undir fá- tækramörkum og berst í bökk- um. Svona var dæmið lagt upp. Ég bý á ríkisjörð, og ég verð að segja það að ég var ekki hrifinn af hugmyndinni. Svo er annað, ég er ekki hrifinn af þessum svokölluðu skotveiði- mönnum sem vaða um landið bara til að veiða veiðanna vegna, en ekki vegna þess að þeir séu að veiða til matar. Ég heft hitt fyrir skotveiðimann sem vildi endilega gefa mér nokkrar gæsir. Ég vildi þær ekki af því ég nenni ekki að matbúa gæsir og sagði kurteislega við hann að ég vildi ekki fara að taka veiðina frá honum og af- þakkaði boðið. En hann bað mig endilega að taka nú nokkr- ar gæsir því hann væri búinn að skjóta svo margar að hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera við þær. Og ég einfeldningurinn spurði, en til hvers varstu þá að skjóta þær. Þær voru í fínu færi, maður, sagði skotveiðimaður- inn. Mér kom í hug frásögn úr ís- lendingasögunum þegar hin frækna hetja Þorgeir Hávarsson hjó smalann saklausan vegna þess að hann stóð svo vel til höggsins. Það vill nú svo vel til að ég er ekki alveg ókunnugur skotveið- um og hef stundað þær frá blautu barnsbeini. Mér var inn- rætt það í æsku að það væri ljótt að drepa dýr í tilgangsleysi en hins vegar ekkert athuga- vert við að veiða sér til matar ef maður þyrfti þess og þessi fróð- leikur endist mér enn. Ég get ekki leynt andúð minni á þeim skotveiðimönnum sem ég hef séð til, t.d. á rjúpna- veiðum sem skjóta alltaf fimm skotum í einu úr byssum sínum ef þeir eru að skjóta á rjúpna- hóp, fyrir utan það að það er ólöglegt að vera með þannig byssur á veiðum. Svo hlýtur það að vera nokkuð dýr gikkfingur á þeim mönnum sem geta ekki stillt sig um að tæma byssuna ef þeir á annað borð hleypa af henni. Það er líka ljóst að þetta eru ekki mennirnir sem lifa undir fátækramörkuiþ því þetta er rándýrt sport. Hins vegar þekki ég menn sem fara í rjúpu og gæs eins og það er kallað og veiða sér í matinn. Þessir menn koma að máli við bændur og biðja um leyfi til veiða og fá það í flestum tilfellum og ég veit til þess að sömu mennirnir koma ár eftir ár á sama staðinn til að veiða og una því vel. Þessir menn krefjast þess ekki að þeir verði lögleiddir inn á jarðir bænda til að svala drápsfýsn sinni. Ég velti því líka fyrir mér hvað Reykvíkingar mundu segja ef við bændur reyndum að láta lögleiða það að við mættum tjalda í fallegum húsagörðum f Reykjavík þegar við komum þangað, eru þetta ekki leigulóð- ir að mestum hluta.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.