Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Page 6
18 - Þriðjudagur 11. febrúar 1997 Jktgrar-'ðSmtiTO MENNING O G LISTIR febrúar við miklar undirtektir sýningargesta. Nýja þýðingu textans gerðu þeir Þorsteinn Gylfason (bundið mál) og Flosi Ólafsson (iaust mál), en hinn síðarnefndi sá einnig um leik- gerðina þar sem ýmsu skoplegu var stungið inn til að gleðja fólkið. Leikstjóri er Andrés Sig- urvinsson, hljómsveitarstjóri Páll P. Pálsson, og í titilhlut- Sigurður Steindórsson skrifar íslenska óperan frumflutti Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár 8. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára, söngur, gleði, gaman 5. sýning laugard. 15. febr. kl. 20.00. Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiSaverS 1500 krónur. Undir berum himni eftir Sfeve Tesich S/ningar á „Renniverkstæðinu" (Sfrandgötu 49) Föstud. 14. feb. kl. 20.30. Föstud. 21. feb. kl. 20.30. Uppselt. laugard. 1. mars. kl. 20.30. Síðasta sýning Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn i salinn eltir að sýning er hafin. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram oð sýningu sýningardaga. Simsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. JDagur-Ctmímt - besti tími dagsins! þjóðleikhOsið Stóra sviðið kl. 20.00 KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Fimmtud. 13. febr,- sunnud. 16. febr. fóstud. 21. febr. Örfá sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Óiaf Hauk Símonarson Föstud. 14. febr. Nokkur sæti laus. Sunnud. 23. febr. Ath. Fáar sýningar eftir. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 15. febr. Uppselt. Fimmtud. 20. febr. Nokkur sæti laus. Laugard. 22. febr. Uppselt. LITLl KLÁUS OG STORI KLAUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 16. febr. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 23. febr. kl. 14.00. Sunnud. 2. mars kl. 14.00. Laugard. 8. mars kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Fimmtud. 13. febr. laugard. 15. feb Nokkur sæti laus. föstud. 21. feb. Nokkur sæti laus. laugard. 22. feb,- fimmtud. 27. feb. Athygli skal vakln á að sýningin er ekki við haefi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Kari Ágúst Úlfsson föstud. 14. febr. miðvikud. 19. feb. - sunnud. 23. feb. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Gjafakort í ieikhús! Sígild og skemmtiieg gjöt. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10 virka daga. „Sieglinde Kahmann vann það afrek að þeytast um sviðið dansandi can-can og syngjandi um leið, og án þess að blása úr nös á eftir að því er best varð séð.“ verkinu er Signý Sæmundsdótt- ir. Káta ekkjan var frumsýnd í Vínarborg 1905 og síðan má segja að hún hafi verið sífellt á fjölunum einhvers staðar í heiminum en hér á landi er hún nú sýnd í þriðja sinn. Kampavínsveislur ekkjunnar Vinsældir sínar á óperetta þessi að þakka mörgum skemmtileg- um og alkunnum sönglögum og fjörugum efnisþræði. Að vissu leyti sver hún sig í ætt við sögur Wodehouse um Bertie Wooster og Jeeves, sem fjalla á græsku- lausan hátt um vitgranna og náttúrulitla iðjuleysingja breskrar yfir- stéttar. Heimur Kátu ekkjunnar er sem sagt stanzlausar kampavíns- veislur, þar sem lífið snýst um dufl og dað- ur og kjánaleg- ar ráðagerðir til að ná í pen- inga. Léttleiki og alvöruleysi eru lykilorðin, og það sem helst mátti að frumsýningunni finna var einmitt ofurlítill skortur á léttleika. í svarl hvítu Sýningin er afar stflhrein, mest- megnis í svörtu og hvítu, og bæði leikmynd Stígs Steinþórs- sonar og stórglæsilegir búning- ar Huldu Kristínar Magnúsdótt- ir í nýlistarstfl en í hinni efnis- miklu og vönduðu tónleikaskrá er m.a. lærð ritgerð um art nouveau, sem var áhrifamikill stfll í listiðnaði kringum alda- mótin. Þar eru líka prentaðar allar söngvaþýðingar Þorsteins Gylfasonar, sem skynsamir óperugestir ættu að renna yfir áður en þeir sjá Kátu ekkjuna, því margt af þeim ágæta kveð- skap fer fyrir lítið í munni söngvaranna, þótt sumir skiljist prýðilega. Hins vegar eru löng talatriði inn á milli sem auðvit- að skiljast fullkomlega og eru hin smellnustu en þar mátti kenna Flosa allur lýður, svo orðheppinn sem hann er og gefinn fyrir tvíræða gaman- semi. Camille kjánaleg Kátu ekkjuna syngur, sem fyrr sagði, Signý Sæmundsdóttir og vinnur þar góðan sigur eins og sagt er, bæði með söng og kankvísum leik. Hennar fræg- asta aría er Vilja, ó Vilja ... sem hún söng mjög fallega. Helstu vonbiðla hennar tvo leika Jón Þorsteinsson og Stefán H. Stef- ánsson sem voru eins og fæddir í hlutverkin. Helsta ástarþrí- hyrning óperettunnar, en þó einn af mörgum, skipa þau Marta Hall- dórsdóttir (Val- encienne), Sig- urður Björns- son (Zeta bar- ón) og Þorgeir Andrésson (Ca- mille de Rosill- on). Sigurður á að baki langan og frægan feril í óperu- og óperettuhúsum Evrópu, enda var hans frammistaða eftir því. Marta er í hópi okkar glæsileg- ustu ungu söngkvenna, með fx'na rödd og örugga sviðsfram- komu, og Þorgeir einn helsti óperusjarmör þjóðarinnar í bili. Leikur er ekki Þorgeirs sterka hlið, og hjá honum þótti mér Camille í allra kjánalegasta lagi, þótt sagt sé að vísu að ást- in geti gert menn að aulum. Textameðferð Þorgeirs er jafn- an til mikillar fyrirmyndar, og flutningur hans á helstu aríu Camilles, Væn eins og rós á vori, var mjög vel lukkuð og einhver nefndi hápunkt á söng- ferh hans. Garðar Cortes syngur og leikur glaumgosann Danilo greifa með miklum brag, enda er stfll hans allur þarna mjög í anda þessarar farsakenndu óperettu. Og ekki má gleyma Árna Tryggvasyni, sem að vísu syngur ekkert, en prýðir sýn- inguna mjög sem Njegus kansil- isti. Og þá ekki Sieglinde Kah- mann, sem söng kátu ekkjuna árið 1978, þá nýkomin til landsins, en nú eiginkonu Prit- schitsch ofursta (Kristinn Halls- son) og varrn það afrek að þeyt- ast um sviðið dansandi can-can og syngjandi um leið, og án þess að blása úr nös á eftir að því er best varð séð. Kristinn Hallsson var þarna sem sagt í smáhlutverki, og það var Magn- ús Jónsson, sem söng Danilo 1978, líka ásamt með mörgum öðrum. Óperukórinn og dansinn Óperukórinn víðfrægi gegnir þarna veigamiklu hlutverki, en auk þess að syngja sýndu sex stúlkur úr kórnum kraftmikil dansatriði og fóru sumar um á handahlaupum. Að vísu verður því ekki neitað að dans þessi hefði orðið stflhreinni en þarna varð ef alvöru dansmeyjar hefðu dansað í stað þessara sex og Sieglinde Kahmann, en þó var þetta ágætt, enda kannski ekki til þess ætlast að þessar gleðifellur (orð Flosa Ólafsson- ar) af Maxim væru sérlega stfl- hreinar. Þessi sýning Andrésar Sigur- vinssonar er semsagt mjög flott en jafnframt laus við glys, sviðshreyfingar og stöður eðli- legar og nýta, ásamt leikmynd- inni, furðulega vel hið grunna svið Gamla bíós og maður hafði það aldrei á tilfinningunni að sviðið væri smátt. Páli P. Páls- syni þótti takast vel stjórn Kátu ekkjunnar 1978, og það tekst honum líka nú, enda gerði hann allt hvað hann gat til að halda fjörinu uppi. Sem tókst í aðalatriðum, því þetta er veru- lega skemmtileg sýning sem menn ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. íslenska óperan er nefnilega eitt af því sem gerir lífið þess virði að lifa því þrátt fyrir leiðinlegt veður og lág laun. „Hins vegar eru löng tal- atriði inn á milli sem auð- vitað skiljast fullkomlega og eru hin smellnustu en þar mátti kenna Flosa allur lýður, svo orðheppinn sem hann er og gefinn fyrir tví- rœða gamansemi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.