Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Síða 7
3Dítgur-®trrarm: Þriðjudagur 11. febrúar 1997 -19 Heimur í hnotskurn Ólafía var kölluð boðberí kæríeikans Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og hennar hátign Sonja Noregsdrottning leggja í dag blómsveig að minnisvarða um Ólafíu Jó- hannsdóttur íNoregi en á sinni tíð starfaði hún meðal vœndiskvenna íNoregi. hafnarklæði framar og lét því allt slíkt frá sér. í Ósló starfaði hún einkum á vegum Hvíta- bandsins og aðstoðaði ungar og afvegaleiddar stúlkur sem ým- ist voru á sjúkrahúsum eða í fangelsum. Hún beitti sér einnig fyrir stofnun heimilis fyr- ir utangarðsfólk. Hún var kölluð „boðberi kærleikans“ í skugga- hverfum Óslóarborgar þessi „starfssama, góða, gáfaða og þjóðrækna menningarkona" Ólafía Jóhannsdóttir, sem „gróf sjálfa sig í aumasta hluta er- lendrar stórborgar á besta aldri,“ eins og dr. Bjarni Bene- diktsson orðar það. Ólafía var fædd árið 1863 að Mosfelli í Mosfellssveit og lést árið 1924 eftir áralangt starf í þágu kven- réttindabaráttu og mannúðar- mála, meðal annars hjá Hvíta- bandinu hér á landi og í Noregi. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, og eiginkona hans, frú Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir, eru um þessar mundir í opinberri heimsókn í Noregi. í dag munu frú Guðrún Katrín og hennar hátign Sonja Noregs- drottning heiðra minningu ís- lensku heiðurskonunnar Ólafíu Jóhannsdóttur með því að leggja blómsveig við minnis- varða um hana í Ósló. Ólst upp í Viðey Ólafía var dóttir séra Jóhanns K. Benediktssonar, þriðja í röð- inni af átta systkinum, en á fyrstu æviárum sínum ólst hún upp í Viðey hjá Ólafi Stephen- sen dómsmálaritara og konu hans og síðar hjá móðursystur sinni Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður sem var einn mesti kvenskörungur íslendinga fyrr og síðar. Ættfólk Ólafíu var framarlega í sjálfstæðisbaráttu og félagsmálum íslendinga. Móðurbróðir hennar var Bene- dikt Sveinsson sýslumaður og einn helsti foringi í sjálfstæðis- baráttu íslendinga og náfrændi hennar var Einar Benediktsson skáld. Þau felldu hugi saman Talið er að frændsystkinin Ein- ar Benediktsson og Ólafía Jó- hannsdóttir hafi fellt hugi sam- an og til vitnis um það eru orð Einars: í Noregi varð Ólafía fyrir sterkri trúar- legri reynslu og ákvað að helga sig mannúðarmálum. Hún taldi sig ekki þurfa skartgripi og viðhafnarklæði framar. „Bollaleggingar um ástir löngu liðins fólks, þegar engar samtfmaheimildir er að styðjast við, eru haldlitlar, og skal því eigi frekar um þetta rætt hér.“ Saumaði fyrsta bláhvíta fánann Ólafía var um tíma nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík og fékk menntun frá Lýðháskólan- um í Askov í Danmörku. Hún var alla sína tíð virk í félags- starfi. Hún var frumkvöðull að stofnun Hvítabandsfélags í Reykjavík og tók þátt í margvís- legu stjórnmálastarfi. Að fyrir- sögn Einars Benediktssonar saumaði hún fyrsta bláhvíta fánann sem um tíma varð fyrsti þjóðfáni íslendinga og var dreg- inn að húni í Reykjavík 2. ágúst 1897. Þessi fáni hefur æ síðan verið félagsfáni Ungmennafé- lags íslands. Ólafía ferðaðist víða á vegum Hvítabandsins, bæði innanlands og utan. Hún fór til Noregs 1903 og dvaldist þar fram til 1920. í Noregi varð Ólafía fyrir sterkri trúarlegri reynslu og ákvað að helga sig mannúðar- málum. Eftir það taldi hún sig ekki þurfa skartgripi og við- Þokki og eðlisgáfur Ólafía hafði meðfæddar eðlis- gáfur og svo einstæðan þokka að samferðamenn heilluðust af henni strax við fyrstu kynni. Hún logaði af áhuga og skorti hvorki mælsku né skilnings- gáfu. Menntuð var hún, úr- ræðaskjót og fim í öllum hátt- um. Ræðukona góð og listagóð- ur penni. Trú og manngöfgi Ól- afíu kórónuðu gáfurnar enda sýndi hún trú sína í verkum. Ól- afía var mannvinur og um- gekkst alla jafnt. Hún taldi það skyldu sérhvers þjóðfélags- þegns að leggja sig fram um að bjarga sálum meðbræðra sinna frá glötun og bæta samfélagið. Ólafía kom til íslands og dvaldist hjá vinkonu sinni hér í þrjú ár, frá 1920 fram til 1923, eftir sautján ára búsetu í Nor- egi. Hún varð fyrir miklum von- brigðum og fannst mikið and- legt myrkur vera hér á landi og vantrú ríkja. Fársjúk fór hún aftur utan og lést á hjúkrunar- heimili í Ósló 21. júm 1924. Jarðneskar leifar hennar voru fluttar til íslands en margir hörmuðu lát þessarar mann- kostakonu. Ólafía Jóhannsdóttir var kölluð „boðberi kærleikans11 í skuggahverfum Óslóar. Náfrændi hennar var Einar Benediktsson skáld og er talið að þau hafi fellt hugi saman. Ólaffa helgaði líf sitt þeim sem minna máttu sín. Blómareitur í fangelsi Þegar fangarnir í norska ríkis- fangelsinu heyrðu um lát Ólafíu fór þeir út í fangelsisgarðinn og bjuggu til lítið blómsturbeð sem minningarreit um hana. Þar hefur blómum verið plantað síðan. -GHS Fyrsta stjórn Hvíta bandsins Ólafía er önnur frá vinstri í aftari röð.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.