Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Qupperneq 9
Akureyri
Reykjavík
Úr dagbók lögreglunnar á Akureyri,
Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík
3.-9. februar 1997
s
hætt er að segja að lög-
reglumenn á Akureyri
hafi haft í mörg horn að
líta þessa 7 daga. Lögreglu-
menn sinntu fjölmörgum mál-
um af öllu mögulegu tagi ásamt
því að aðstoða fjölmarga aðila
sem þurftu á aðstoð að halda.
Þau mál sem lögreglan kom
að og leiddu til skýrslugerðar
þessa daga reyndust vera 136
talsins. Eins og gengur er þar
mest um að ræða skýrslur
vegna atvika úr umferðinni.
Þannig voru tilkynntir 13
árekstrar til lögreglunnar en
ekki var talið að slys hefði orðið
á fólki í óhöppum þessum.
Númer voru tekin af 27 bifreið-
um vegna vanrækslu umráða-
manna á að flytja þær til
skoðunar á tilskyldum tíma og
einnig höfðu sumir ekki fært
bifreiðar sínar til endurskoðun-
ar. Öryggisbeltanotkxm hér í bæ
er ekki nógu almenn og því
voru 42 aðilar kærðir fyrir að
nota ekki öryggisbelti og einnig
bar nokkuð á því að ökumenn
væru ekki með ökuskírteini
meðferðis við aksturinn. 10
ökumenn voru kærðir fyrir að
aka of greitt, 6 fyrir að virða
ekki stöðvunarskyldu, 1 fyrir að
aka á móti einstefnu, 2 fyrir að
hafa ekki bæði skráningarnúm-
erin á bifreiðum sínum, 1 fyrir
að aka sviptur ökurétti og 2
voru teknir grunaðir um akstur
undir áfengisáhrifum.
aka ljóslaus talsverðan spöl.
Hann ók síðan heim að sveita-
bæ í Kræklingahlíðinni og
reyndi að fela bifreið sína þar
en hið alsjáandi auga réttvís-
innar leit hann augum skömmu
síðar. Ökumaður var handtek-
inn og færður á lögreglustöðina
þar sem fulltrúi sýslumannsins
á Akureyri svipti hann ökurétti
til bráðbirgða.
Skemmdarverk í
Kjarnaskógi
Af öðrum verkefnum lögreglu,
sem unnt er að greina frá, má
nefna að hún var tvisvar kölluð
til vegna vinnuslysa sem í báð-
um tilfellum virtust ekki vera
alvarleg, tvisvar kölluð til vegna
búðarhnupls, einu sinni vegna
þjófnaðar á bensíni og einu
sinni vegna konu sem hafði
með sér áfengi inn á vínveit-
ingahús. Þá var tilkynnt um 2
innbrot og einnig voru framin
skemmdarverk á snyrtiaðstöðu
í Kjarnaskógi. Höfð voru af-
skipti af allmörgum aðilum sem
lent höfðu í átökum. Útköll
þessi voru leyst eftir því sem við
átti, annaðhvort var aðilum ek-
ið heim til sín eða þeir fengu að
gista fangageymslur og voru
fjórir færðir í fangageymslur af
þeim sökum. Þarf vart að geta
þess að allir voru þessir aðilar
ölvaðir.
Köttur uppi í tré
18 ára á ofsahraða
Ekki er
hægt að
ljúka við
umferð-
armál
síðustu
viku án
þess að
nefna
einn 18
ára ökumann er var kærður
fyrir of hraðan akstur aðfara-
nótt laugardags. Lögreglumenn
mældu hraða bifreiðar hans
þar sem hann ók norður Hörg-
árbraut við Lónsá og reyndist
ökuhraði bifreiðarinnar vera
166 km/klst. en þarna er leyfð-
ur hámarkshraði 70 km/klst.
eða 96 km/klst yfir leyfðum há-
markshraða. Ökumaður sinnti
ekki stöðvunarmerkjum lög-
reglu og gerði tilraun til að
komast undan hinum langa
armi laganna með því að
slökkva Ijós bifreiðarinnar og
Ymsum störfum þurfa lögreglu-
menn að sinna og til gamans
má geta þess að slökkviliðs-
menn kölluðu lögreglu sér til
aðstoðar s.l. þriðjudag að
Bjarkastíg en þar var köttur
uppi í tré. Að sögn var köttur-
inn búinn að vera uppi í trénu
frá því s.l. föstudag. Slökkviliðs-
menn höfðu
komið
með
körfu-
bifreið
á stað-
inn en
náðu ekki kett-
inum niður
Annar lögreglu
mannanna
kleif þá upp í
tréð og
frelsaði
köttinn úr prísundinni, eigend-
um hans til mikillar ánægju.
Látum þetta duga úr dagbók
lögreglunnar að sinni.
rátt fyrir 342 færslur í
dagbók var helgin stórtíð-
indalítil. Annríki var þó
vegna fjölda tilkynntra um-
ferðaróhappa, en þau voru um
74 talsins. Meiðsl á fólki urðu í
6 tilvikum. Þá þurftu lögreglu-
menn að hafa afskipti af 47
manns vegna ölv-
unarháttsemi á
almanna-
færi. Rólegt
var í mið-
borginni
um helgina.
Þar sáust engir unglingar undir
sextán ára aldri. Reyndar hafa
þeir ekki sést í miðborginni
undanfarna mánuði. Vista
þurfti 37 manns í fangageymsl-
unum af ýmsum ástæðum.
Sautján sinnum var kvartað yflr
hávaða í heimahúsum. Fjórir
ökumenn, sem lögreglumenn
stöðvuðu f akstri, eru grunaðir
um ölvunarakstur, auk tveggja
annarra, sem lent höfðu í um-
ferðaróhöppum áður en til
þeirra náðist. Tilkynnt var um 4
líkamsmeiðingar, 12 innbrot, 3
þjófnaði, 1 rán og 13 eignar-
spjöll. Fíkniefni komu við sögu
tveggja mála.
„Stolin" bifreið
Um miðjan dag á föstudag var
tilkynnt um að bifreið hefði ver-
ið stolið frá fyrirtæki í Sunda-
höfn. Ökumaðurinn kvaðst hafa
skroppið í kaffi, en þegar hann
kom út aftur var bifreið hans
horfln. í stæði við hliðina á því,
sem bifreið hans hafði verið í,
stóð hins vegar bifreið sömu
tegundar og í sama lit og bifreið
hans, en nokkrum árum eldri.
Við athugun fannst hin „stolna"
bifreið utan við fyrirtæki skráðs
eiganda bifreiðarinnar, sem eft-
ir varð á vettvangi. Um mistök
virtist hafa verið að ræða.
Síðdegis var ökumaður flutt-
ur á slysadeild eftir harðan
árekstur tveggja bifreiða á
Hagatorgi. Afskipti voru höfð af
ungum manni í Kringlunni eftir
að hann hafði verið að hóta þar
og ógna öðrum ungmennum.
Kona féll við Hlemmtorg vegna
hálku. Hún var flutt á slysa-
deild. Aðstoða þurfti ökumann
eftir að hann hafði ekið bifreið
að hálfu fram af steinvegg við
Egilsgötu. Þá þurfti að færa tvö
börn á slysadeild eftir harðan
árekstur tveggja bifreiða á
gatnamótum Lágmúla og Suð-
urlandsbrautar.
7.-10. febrúar
Vísað út af veit-
ingastað
Skömmu eftir miðnætti á
föstudag þurfti að flytja
mann á slysadeild eftir
að hann hafði fengið
glas í andlitið á veitinga-
stað við Hverfisgötu. Sá
sem haldið hafði á glas-
inu var færður á lög-
reglustöð. Um nóttina
óku lögreglumenn fram
á mjög ölvaða konu illa
til reika á Laugavegi.
Konunni hafði verið vísað út af
einum veitingastaðanna. Henni
var ekið til síns heima. Öryggis-
gæslumenn tilkynntu um að
þrjár rúður hefðu verið brotnar
í skóla í Breiðholti. Þrír menn
voru færðir á lögreglustöð
eftir slagsmál á veitinga-
húsi við Aðalstræti.
Manni var ekið á geð-
deild eftir heimilisófrið
í húsi í Vesturbænxnn
Tilkynnt var um inn-
brot í söluturn við
Arnarbakka. Ekki
var að sjá að
neinu hafi verið
stolið. Tveir aðil-
ar voru færðir á lög-
reglustöð eftir að lítil
ræði af hassi og áhöld til neyslu
efnanna hafði fundist á þeim
eftir að þeir voru stöðvaðir í
akstri á Vatnsmýrarvegi. Öku-
maður, sem stöðvaður var í
Mosfellsbæ, reyndist réttinda-
laus. Hann var færður á lög-
reglustöð til skýrslutöku. Bif-
reið valt á Suðurlandsvegi.
Ökumaðurinn, sem var einn í
bifreiðinni, slapp ómeiddur.
Þrír ölvaðir menn voru færðir á
lögreglustöðina frá veitingastað
í Hafnarstræti. Tilkynnt var um
slagsmál á milli feðga í húsi í
Vesturbænum og flytja þurfti
ökumann á lögreglustöð eftir að
lítilræði af fíkniefnum fannst í
fórum hans eftir að hann var
stöðvaður á Grensásvegi.
Eldur á Seltjarnarnesi
Á laugardagsmorgun kviknaði í
húsi á Seltjarnarnesi. Miklar
reyk- og sótskemmdir hlutust
af. Brotist var inn í skólahús-
næði á Seltjarnarnesi og í
Breiðholti og bifreið við Þöngla-
bakka. Síðdegis varð barn fyrir
bifreið á Borgarvegi við Víkur-
veg. Við óhappið festist það
undir bifreiðinni. Meiðsl þess
virtust þó minni-
háttar. Skömmu eft-
ir miðnætti á laug-
ardag missti eins
árs gamalt barn
meðvitund er það
féll aftur fyrir sig í
húsi í Grafarvogs-
hverfi. Það var flutt
á slysadeild. Um
nóttina var brotist
inn í verslun við
Laugaveg. Manni
var ekið á slysa-
deild eftir að þrír
menn höfðu veist
að honum í húsi við Bergstað-
arstræti og rænt af honiun 500
kr. Þá varð gangandi vegfarandi
fyrir bifreið á Bústaðavegi vest-
an Suðurhlíðar. Hann var flutt-
ur á slysadeild með lítils-
háttar meiðsl.
Bílstjóri
rændur
Á sunnudagsmorgun voru tveir
menn handteknir í Vallarhúsum
er þeir voru að fara þar inn í
bifreiðir. Leigubifreiðastjóri
tilkynnti um að hann hefði ver-
ið rændur veski sínu. Ráns-
manninum er lýst sem 25-26
ára gömlum grönnum karl-
manni með lítið hár, nánast
snoðklippt, klæddan í dökka
blússu með loðkraga. Tveimur
tölvum var stolið í innbroti í
fyrirtæki við Funahöfða og
skemmdir voru unnar í innbroti
í hús við Hverfisgötu. Síðdegis
voru tveir ökumenn fluttir á
slysadeild eftir harðan árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Geirsgötu og Pósthússtrætis.
Um kvöldið féll kalakastykki af
þaki húss við Austurstræti og
hafnaði á bifreið. Fengin var
körfubifreið frá slökkviliði
Reykjavíkur til að hreinsa það
sem eftir var af klakanum undir
þakskeggi hússins.
©agur-®tmmn
"""""""Tésínimi dagsins!
Verktakar, smiðir, bifvélavirkjar, píparar, rafvirkjar,
málarar, verslunarmenn...
Kynnið ykkur tilboð okkar á raðaugiýsingum,
- ÞÆR SKILA ÁRANGRi -
Sími auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 460 6161