Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Síða 1
Föstudagur 21. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 36. tölublað Fjallagrösin „Ég get ekki hugsað mér yndislegri húsdýr," segir húsfreyjan í Klausturseli. Dýrin sem fönguð voru fulivaxin eru al- veg á húsi og fóðrast mjög vel. Matseð- illinn er frá Sigurjóni Bláfeld og er svip- aður og sá sem notaður er fyrir hrein- dýrin í Húsdýragarðinum. ÓVENJULEG HÚSDÝR Það eru ekki mörg börn sem eiga hreinkálfa að leikfélögum, eins og Marteinn Aðalsteinsson. Aðalsteinn og Ólavía eru sauð- Qárbændur, en reka auk þess gallerí, þar sem í boði eru ýmsir handunnir munir eftir húsfreyju, gerðir úr hreindýraskinni. Um þrettán hundruð ferðamenn heimsóttu Klaustursel síðasta sumar og vöktu hreindýrin mikla athygli, ekki sxst hjá ungu kyn- slóðinni. Þess má geta að á bæn- um eru líka villtir refir, sem tekn- ir voru á greni í fyrravor. AÞ Hreindýrin eru hýst í sérstöku húsi. Byggt var yfir gamlar vegghleðslur og nýtur húsið sín sérstaklega vel í Eg get ekki hugsað mér yndis- legri húsdýr,“ segir Ólavía Sigmarsdóttir, húsfreyja. í Klausturseli, um hreinkálfana þrjá sem hún hefur fóstrað frá því í vor. Ekki fer heldur milli mála að aðdá- unin er á báða bóga og að þessir óvenjulegu heimalningar kunna vel að meta kjass og atlot fjölskyldunn- ar. Hreindýrin í Klausturseli eru fimm, því auk kálfanna þriggja eru þar tvö ung dýr, tarfur og kýr og er kýrin með kálfi, þannig að með vor- inu íjölgar enn í hjörðinni.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.