Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Síða 5
^Dagur-®tmrrm
Föstudagur 21. febrúar 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Blur býður íslenskt brerniivín
„Mér skilst að Damon
Albarn drekki alltaf ís-
lenskt brennivín þegar
hann dvelst hér á
landi, “ segir Árni
Helgason, fram-
kvœmdastjóri áfengis-
framleiðslunnar Catco
hf Brennivín var í boði
á blaðamannafundi
hljómsveitarinnar
þar sem ný plata
var kynnt.
Þetta kom óvænt til. Það
var hringt í mig fyrir
hönd Damon Albarn og
mér sagt að á blaðamanna-
fundi, þar sem ný plata hljóm-
sveitarinnar Blur yrði kynnt,
vildi söngvarinn bjóða uppá ís-
lenskt brennivín. Við slógum
auðvitað til í hvelli og ég hitti
söngvararann og þar ítrekaði
hann þessa beiðni sína. í fram-
haldinu sendum mann út með
einar fjörutíu flöskur. Á fundinn
mættu síðan 130 blaðamenn
víðsvegar úr heiminum og á ör-
fáum mínútum drukku þeir
tuttugu flöskur. Og voru víst
farnir að finna ansi vel á sér,
skilst mór. Síðan var eftir fund-
inn boðið í teiti og þar drukku
hljómsveitarmeðlimir og gestir
þeirra meira til,“ segir Árni
Helgason, framkvæmdastjóri
áfengisframleiðslunnar Catco
hf. í Reykjavík.
Albarn drekkur
íslenskt brennivín
í tilefni af útgáfu nýrrar breið-
skífu sinnar efndi hljómsveitin
Blur á dögunum til blaða-
mannafundar á Cafe Royal í
Lundúnum. Meðal veitinga var
íslenskt brennivín. „Mér skilst
að Damon Albarn drekki alltaf
Arni Helgason, framkvæmdastjóri áfengisframleiðslunnar Catco hf.
íslenskt brennivín þegar hann
dvelst hér á landi,“ segir Árni
Helgason. Og hann bætir við:
„íslenskt brennivín er að verða
sífellt vinsælli drykkur. Þó ég
geri mér ekki nákvæmlega
grein fyrir hvaða þýðingu það
hefur að markaðslega boðið sé
uppá brennivín á svona fund-
um. En auðvitað getur það ekki
skaðað okkur að tengjast
svona, með óbeinum hætti,
einni vinsælustu popphljómsveit
samtímans."
20% í
útflutning
Ársframleiðsla Cato hf. er um
300 þúsund flöskur á ári. Um
20% fara á erlendan markað
„Stefna fyrirtækisins er að auka
markaðshlutdeild sína á erlend-
um markaði til muna,“ segir
Árni. Fyrirtækið framleiðir ís-
lenskt brennivín, Tinda-Vodka,
Eldur-ís, Jöklakrap, Dillons-Gin
og Hvannarótar-Brennivín.
Ennfremur segir hann að sam-
keppni áfengisframleiðenda á
erlendum mörkuðum sé gríðar-
lega hörð, en engu að síður hafi
markaðir verið að vinnast. Þar
nefndir hann meðal annars
Bandaríkin, Noreg og Kandada.
„Við sendum til dæmis út send-
ingu til Nova Scotia í byrjun
janúar og ég var að fá upplýs-
ingar um að nú er vínið góða
komið í hillur verslana ytra. Þá
höfum við einnig verið að skoða
aðra markaði svo sem í Pól-
landi, Sviss og Frakklandi,"
segir Árni.
Mynd: Hilmar
Orugglega
íslandsvinur
„Nei, ég þekki Damon Albarn
ekki nema af sjónvarpsskján-
um, fyrir utan stuttan fund á
dögunum. Einsog ég sagði að
framan þá getur það haft mikla
þýðingu markaðslega fyrir okk-
ar að vín frá okkur sé drukkið á
blaðamannafundi hljómsveitar
hans. Með það í huga held ég
að núna sé örugglega hægt að
segja að söngvarinn sé fslands-
vinur, einsog þeir gerast bestir."
-sbs.
Dumb and Dumber
J £ Vilmundur
f Hansen
Félagi minn hafði samband
við mig um daginn og
kvartaði sáran yfir því
sem hann kallar misrétti í sam-
félaginu. „Er einhver hemja í
því,“ sagði hann „að sumir
menn hafi meira í laun á mán-
uði en öldruð móðir mín hefur
til að lifa á yfir árið?“ Hverju
gat ég svo sem svarað, eru
þetta ekki duglegir og heiðar-
legir menn sem hafa komið sér
vel fyrir með dugnaði í starfi og
þurfa þeir ekki að vera íjár-
hagslega sjálfstæðir eins og ein-
hver orðaði það um daginn?
„Fjárhagslega sjálfstæðir,"
öskraði hann á móti. „Þurfa
ekki allir að vera fjárhagslega
sjálfstæðir, á einhver ein stétt
meiri rétt á því en aðrar? Hvers
konar rök eru þetta eiginlega
fyrir launamisrétti, það ætti að
kjöldraga menn fyrir að láta
svona útúr sér, asninn þinn!“
Sjálfur sagðist hann vera
með þokkaleg laun, svona rúm-
lega tvöföld laun fiskvinnslu-
fólks. „Hvað ertu þá að væla
þetta?“ sagði ég. „Væla,“ sagði
hann, „ég er ekkert að væla, ég
er bara raunsær. Hvernig á ég
sem nýbúinn er að ljúka ijög-
urra ára háskólanámi svo sem
að geta lifað á þessu? Ég er að
borga húsnæðislán og lífeyris-
sjóðslán, námslán, vísareikn-
inginn eftir jólasukkið og þre-
falt meðlag, fyrir utan allt hitt!“
„Eða þá flytja úr landi, mér
skilst að reiðhjólahraðboði
íKöben sé með álíka laun
og skólastjóri á íslandi “
„Æ, eigum við ekki að tala um
eitthvað annað,“ sagði ég pirr-
aður, „hefur þú séð einhverja
góða bíómynd nýlega?“ Eg
hefði betur sleppt þessari
spurningu. „Bíómynd, veistu
hvaða mynd er vinsælust á
myndbandaleigunum þessa
dagana, ha?“ sagði hann.
„Nei,“ ansaði ég, „það eru eng-
ar leigur hér í víkinni." Hann
hló. „Það segir nú kannski
meira um andlegt ástand þjóð-
arinnar en margt annað, get ég
sagt þér.“ „Nú,“ sagði ég forvit-
inn. „Dumb and Dumber, Dumb
and Dumber," endurtók hann
og hreinlega öskraði af hlátri.
Popp, kók og Dumb and Dumb-
er, afþreying hins velmenntaða
íslendings!“ „Æi, hættu þessu
og reyndu nú að vera raunsær
og tala af viti,“ sagði ég og var
farinn að vona að hann væri
svo blankur að hann hafði ekki
efni á því að tala lengur. „Hvað
ætlar þú svo að gera í málun-
um, annað en að kvarta," sagði
ég og þóttist hafa stungið ær-
lega upp í hann. „Snúa mér að
glæpum." „HA?“ „Já, óg sé ekki
aðra leið út úr þessu en að
snúa mér að einhvers konar
glæpastarfsemi, ég byrja bara
smátt til dæmis með því að fá
vinnu á svörtu og svo vinn ég
mig bara upp þar til ég fæ
svona milljón á mánuði. Eða þá
flytja úr landi, mér skilst að
reiðhjólahraðboði í Köben sé
með álíka laun og skólastjóri á
íslandi." „Hvað segir þú, sömu
laun og ég?“ svaraði ég
hneykslaðm. Og skellti á.