Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Page 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Page 10
22 - Föstudagur 21. febrúar 1997 |Dftgur-‘3Rnróm Lífog /j&s Akureyri FÖSTUDAGUR Opinn fyririestur í Háskólanum fí / Föstudaginn 21. febrúar Jkf mun dr. Ludgers Kúhnhardt halda opinn fyrirlestur við Háskólann á Ak- ureyri. Hefst fyrirlesturinn kl. 14 og verður í húsnæði háskól- ans við Þingvallastræti í stofu 24, annarri hæð. Fyrirlestur sinn nefndir dr. Kúhnhardt The construction of the European Union and the role of Germany. Fyrirlesturinn er öllum opinn. LAUGARDAGUR Leiðsögn í skíðagöngu rSkíðasambandið gengst fyrir skíðagöngukennslu á Akureyri á morgun og mun almenningi gefast kostur á að fá leiðsögn í íþróttinni. Boðið verður upp á þrjú námskeið í HlíðarQalli, kl. 10, 12 og 14, og eru þau þátttakendum að kostnaðarlausu. Óskar Jakobs- son verður aðalkennari, en námskeiðið fer fram á göngu- svæðinu í Hlíðarfjalli. Skákþing Akureyrar, yngri flokkar Skákþing Akureyrar í yngri flokkum hefst laugardaginn 22. febrúar kl. 13.30 í Skákheimilinu að Þing- vallastræti 18. Teflt verður í þremur aldursflokkum og í stúlknaflokki. Mætið vel og stundvíslega. Tónleikar söngdeildar Laugardaginn 22. febrúar klukkan 17:00 efnir söngdeild Tónlist- arskólans á Akureyri til tón- leika í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Nemendur af öllum stigum koma fram og er efnis- skráin mjög fjölbreytt og skemmtileg. Um 20 söngvarar koma fram en í deildinni eru rúmlega 60 nemendur Eiga mamma og pabbi að velja makann? fr_ / Laugardaginn 22. febrúar '“■' hefst 1 umferð Mælsku- og rökræðukeppni JC ís- lands. Keppnin fer fram í fé- lagsheimili JC Akureyrar að Ós- eyri 6 og hefst kl. 16:00. JC Ak- ureyri keppir þar á móti JC Garðabæ/Kópavogi. Umræðu- efnið er: Að forráðamenn skulu velja maka fyrir börn sín. JC Akureyri mælir með en JC Garðabær/Kópavogur á móti. Öllum er velkomið að mæta og hlýða á. Námskeið Félags vél- sleðamanna í Eyjafirði rLaugardaginn 22. febrúar verður haldið námskeið í rötun og notkun GPS og áttavita á vegum Félags vél- sleðamanna í Eyjafirði. Nám- skeiðið er ókeypis fyrir félags- menn og eru nýir félagsmenn að sjálfsögðu velkomnir. Námskeiðið er haldið í hús- næði Hjálparsveitar skáta á Ak- ureyri, Lundi við Skógarlund, sem sveitin lætur í té, og hefst það fyrir hádegi á laugardegin- um. Skráning er hjá Haftækni í síma 462 7222 og menn þurfa að hafa með sér áttavita og GPS. Gallerí + Myndlistarsýningu Ástu Ólafsdóttur „án leiðarvísis" í Gallerí + lýkur á simnudaginn klukkan 18:00. Gaslleríið er opið laugar- og sunnudag frá klukkan 14:00-18:00 (eða eftir sam- komulagi við Pálínu í síma 462 4481) Ljósmyndasýning á Café Karólfnu Á Café Karóhnu stendur nú yfir ljósmyndasýning. Myndirnar tók Ásgrímur Ágústsson ljós- myndari á lokahátíð Listasum- ars á Akureyri 7. september á síðasta ári. Sýningunni lýkur 7. SUNNUDAGUR Fundur hjá írímúrurum s Itilefni af 75 ára afmæli Sam-Frúnúrarareglunn- ar á íslandi mun reglan standa fyrir opnum kynn- ingarfundi á Akureyri á sunnudag. Fundurinn fer fram í Glerárgötu 32, 3. hæð, og hefst kl. 14. Fram- sögumaður verður Njörður P. Njarðvík en hann er jafnframt formaður regl- unnar á íslandi. Áður hafa verið skrifaðar blaðagrein- ar um Sam-Frímúrararegl- una en þetta mun vera í fyrsta sinn sem kynningar- fundur er haldinn. í blað- inu á morgun verður nán- ari umfjöllun um fundinn og félagasamtökin. Konudagsskemmtun í Alþýðuhúsinu í, Á konudaginn 23. SJv febrúar verður hin ár- lega skemmtun sem ■a1 Tómstundastarf aldr- aðra stendur fyrir. Verður hún haldin í Alþýðuhúsinu við Skipagötu og hefst kl. 15 með glæsilegu kaffihlaðborði ásamt skemmtidagskrá, sem Skíðaráð Akureyrar sér um. Aðgangseyr- ir er kr. 800. Eldri borgarar í nágrannabyggðarlögum bæjar- ins eru velkomnir. Höfuðborgar- svæðið FÖSTUDAGUR Skaftfellingafélagið Skaftfellingafélagið er með myndasýningu í kvöld kl. 20.30 í Skaft- fellingabúð, Laugavegi 178, þar sem sýndar verða myndir af Skeiðarárhlaupinu og eldsum- brotunum í Vatnajökli. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað að Fannborg 8 (Gjábakka) föstudag- inn 21. febrúar kl. 20.30. Húsið öllum opið. Félag fráskilinna Fundur verður í kaffihúsinu Tíu drop- um, Laugavegi 27, föstudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Félags- fólk (jölmennið og takið með ykkur gesti. Nýir félagar vel- komnir. Lúdó og Stefán Vegna íjölda áskorana * ; og þeirra sem urðu frá að hverfa á 35 ára af- mælisdansleik Lúdó og Stefáns á Hótel íslandi verður hátíðin endurtekin föstudaginn 21. febrúar. Húsið opnað kl. 22, stanslaust íjör til kl. þrjú. For- sala aðgöngumiða og borða- pantanir í síma 568 7111. Upplyfting í Glæsibæ Hljómsveitin Upplyfting verður ásamt söngvar- anum Ara Jónssyni í Danshúsinu Glæsibæ föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið er opið frá kl. 22 til kl. 3. Borðapantanir í síma 568 6220. LAUGARDAGUR Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Nýlagað molakaffi. Ljósálfar leita félaga Ljósmyndafélagið Ljósálfar er félag áhugafólks um ljósmynd- un og leitar nú eftir fólki með ferskar hugmyndir og áræði til að framkvæma þær. Félags- menn verða með kynningu á starfseminni laugardaginn 22. febrúar kl. 14-16 í nýju hús- næði Ljósmyndamiðstöðvarinn- ar Myndáss að Skólavörðustíg 41. Sýning á grafíkverkum Laugardaginn 22. febrúar verð- ur opnuð sýning í anddyri Nor- ræna hússins á 17 grafíkblöð- um og 3 skúlptúrum eftir sænsku listakonuna Lenu Cronqvist. Sýningin verður opin daglega á opnunartíma Nor- ræna hússins, en henni lýkur miðvikudaginn 12. mars. Sjónþing Vísiakademíunnar Laugardaginn 22. febrúar hefst í Nýlistasafninu við Vatnsstíg Sjónþing Vísiakademíunnar. Salþing, eða þingleikar í fræð- um, hefst klukkan 14 með fyrir- lestri Bjarna H. Þórarinssonar sjónháttafræðings. Kl. 16 verð- ur opnun myndlistarsýningar á Sjónþingi, en kl. 17 verða spjallborðsumræður um Vísi- akademíu og benduvísifræði. Sósíalísk fræðsluhelgi rSósíalísk fræðsluhelgi á vegum Ungra sósíalista og Málfundafélags al- þjóðasinna hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 22. febrúar að Klapparstíg 26, 2. hæð. Meðal frummælenda eru Ólöf Andrea Proppé, Gylfi Páll Hersir og Jos- hua Carroll. Frekari upplýsing- ar í síma 552 5502. Norræn kvennavika ft .y Dagana 20.-25. maí nk. verður haldin hátíð í Kal- mar í Svíþjóð sem ber yfirskriftina Kvinnor sá in i Norden. Af þessu tilefni er markaðsstjóri hátíðarinnar, Lena Garucob, stödd hér á landi og verður með kynningar- fund í Kornhlöðunni við Banka- stræti laugardaginn 22. febrúar kl. 15. Allar konur velkomnar. SUNNUDAGUR Afmælistónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins .; Afmælistónleikar ! Kammermúsflcklúbbs- ins, sem fresta varð 9. nóvember sl., verða í Bústaða- kirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 20.30. „Farðu og sjáðu“ Nk. sunnudag, 23. febrú- ar kl. 16, verður rúss- neska kvikmyndin „Farðu og sjáðu“ (Ídí í smotrí) sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð 1985 og ijallar um ógnarverk þýska innrásar- hersins í Hvíta-Rússland árið 1942. Enskur texti. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Æskan og hesturinn Æskulýðsdagur verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar í reiðhöll Gusts í Kópavogi og hefst kl. 13. Fjöldi hestamannafélaga mætir á svæðið. Hindrunarstökk, hlýðniæfingar og margt fleira. Grín og glens. Frítt inn. Skaftfellingafélagið í Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 23. febrúar kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. MÁNUDAGUR Fræðslufundur í febrúar §V. / Mánudaginn 24. febrúar, kl. 20.30 verður næsti fræðslufundur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á þessu ári. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Lagadeildarhúsi Háskólans. At- hugið breyttan fundarstað á þessu ári. Fundarefnið verður helgað undangengnum umbrot- um í Vatnajökli og á Skeiðarár- sandi. Fræðslufundir HÍN eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Ingveldur Ýr við slaghörpuna »./ Mánudaginn 24. febrú- V! ar verða tónleikar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í tónleikaröðinni „Við Slaghörpuna. Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran syngur íjölþætta efnisskrá, en hún er sérstakur gestur „Við Slaghörp- una“ að þessu sinni, en Jónas Ingimundarson situr við flygil- inn að venju, enda eins konar gestgjafi tónleikaraðarinnar. Tónleikarnir heíjast kl. 20.30. Verð aðgöngumiða er 1.000 krónur og verða þeir seldir við innganginn. Göran Tunström á Súfistanum . Heimsbókmenntaklúbb- »ur Máls og menningar efnir til upplestrar- kvölds á Súfistanum, bókakaff- inu í bókabúð Máls og menn- ingar, mánudaginn 24. febrúar nk. klukkan 20.30. Tilefnið er að um þessar mundir er sænski skáldsagnahöfundurinn Göran Tunström staddur hér á landi í því skyni að kynna nýjustu skáldsögu sína, Ljóma, sem nú er komin út hjá Máli og menn- ingu í þýðingu Þórarins Eld- járns. Upplestrarkvöldið hefst klukkan 20.30 og eru allir vel- komnir. Hvolsvöllur SUNNUDAGUR Góufagnaður í Hvoli ftjj/ Kvennakórinn Ljósbrá í » ; Rangárþingi heldur tónleika í Hvoli, Hvols- velli, fyrsta góudag, 23. febrúar kl. 15.30. Einnig kemur Jóru- kórinn í heimsókn og flytur nokkur lög og kórarnir taka lagið saman. Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna, og eru veitingar innifaldar í aðgangseyri. Líf og Tilkynningar sem eiga að birtast í Líf og fjör kálfínum þurfa að berast ritstjórn fyrir hádegi á fímmtudag. Æskilegt er að mynd fylgi. Samkórinn Björk í söngferð Samkórinn Björk úr Austur-Húnavatnssýslu heldur tón- leika í Gerðubergi í Reykjavík laugardaginn 22. febrúar kl. 14 og á Flúðum sama dag kl. 21. í Gerðubergi stendur Gerðubergskórinn að tónleikunum með Björkinni og á Flúðum er Vörðukórinn, blandaður kór úr Árnessýslu, samstarfsaðili Bjarkarinnar að tónleikunum þar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.