Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Side 3
ÍOctgur-Œmmm Miðvikudagur 5. mars 1997 -15 SKÓLAIÍFIÐ í LANDINU Ekki mikil aukavinna fyrir kennara Kennarar í Borgarhóls- skóla, Grenivíkurskóla, Hafralækjarskóla og Hrafnagilsskóla á Norðurlandi eystra taka þátt í AGN-verkefn- inu. Jón Baldvin Hannesson hjá Skólaþjónustu Eyþings hefur verið einn ráðgjafa skólanna við verkefnið. í byrjun voru við- horf kennara, nemenda og for- eldra til skólastarfsins könnuð og kom þá m.a. í ljós að margir foreldrar töldu að samband þeirra við skólana væri ekki nægilegt. Kennarar sögðu sömuleiðis að lítil umræða væri milli kennara um kennsluna sjálfa. vinnu á almenna kennara. í hverjum skóla hafi verið sett upp 3ja manna þróunarstjórn og einkum mæði á henni enda sér hún um skipulagningu, tek- ur við og metur gögn og upplýs- ingar sem kennarar hafa sett niður á blað. Væntanlegt eftirlit ráðuneytisins Jón segist óttast nokkuð að það eftirlit sem ráðuneytið undirbýr muni einkum felast í söfnun upplýsinga sem auðvelt er að nálgast um skólana, en ekki kennsluferlinu sjálfu. „Upplýs- Stjómskipulag / ] ( Markmið og forgangsverkefhij ( Gæði og árangur náms ] • Innra mat og yfirvegun • Námsárangur og • Áætlanagerð ffæðileg jrekking • Þátttaka og hlutdeild • Sambærileg gæði • Forysta námsreynslu • Samhæfing • Samskiptí innan og • Markviss utan skóla kennaraþróun • Starfsþroski kennara • Óþvinguð og einlæg samskiptí • Kennslufræði í brennidepli • Kunnátta og fæmi kennarans • Vandaður undirbún- ingur og áætlanir • Námskrá sniðin að þörfum nemenda • Reglur og takmörk Fyrsta árið fór að töluverðu leyti í endurskoðun á skipulags- málum skólanna og samvinnu kennara, að sögn Jóns, en á seinna árinu hafa menn ein- beitt sér að því hvernig breyt- ingar á skólastarfinu geta kom- ið nemendum til góða inni í kennslustofunni. Jón segir verkefnið ekki bæta mikilli ingum eins og fjölda kennara og nemenda, skipti milli leið- beinanda og réttindakennara, mætingar, próf og annað slíkt. Þegar kemur að því að skoða innra starfið væri afar óheppi- legt ef eingöngu verður skoðað hvaða bækur eru í notkun og hver yfirferðin er en ekki hvernig námsefninu er komið Dœmi um þau verkefni sem norðlensku skólarnir hafa ákveðið að vinna að: *Námsmat og betra upplýsingaflœði *Agi og samskipti * Betri líðan nemenda * Umgengni - hegðun - tillitssemi * Foreldrasamstarf * Fjölbreyttari kennsluhœttir til skila.“ Jón segist sannfærður um að til að hægt sé að bæta skólana þurfi kennarar ráðgjöf en ekki eftirlitsdóm. Leiðbeina þurfi kennurum til að halda úti skipulagðri og skilvirkri um- bótavinnu. „Sem bóndi getur þú mælt þitt svín en mælingin breytir því ekkert hvort það er of létt eða þungt. Hins vegar geturðu fóðrað það á annan hátt til að koma því í rétta þyngd.“ lóa Eitt af því sem unnið hefur verið að í kjölfar sjálfsskoðunar skól- anna vegna AGN er samvinnunám nem- enda. Það er frábrugð- ið venjulegri hópvinnu að því leyti að hver nemandi er „þvingað- ur“ til að leggja fram sinn skerf til að hóp- urinn nái árangrl Sé t.d. œtlunin að gera hópverkefni um tjörn- ina, þá fer einn og frœðist um botngróð- ur, annar skoðar skordýrin o.s.frv. Ekki er mögulegt að skila verkefninufull- unnu fyrr en allir hafa unnið sinn hluta. Umhverfisátak fer af stað í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Fundað verður um stóriðju, álversmál og rusl verður flokkað. Á myndinni eru nokkrir af forystu- mönnum nemenda, frá vinstri tal- ið, þau Laufey Erla Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Sólveig Kr. Sigurðardóttir. Mynd: JHF. Alversfimdur á umhverfisdegi Umhverfismál verða áberandi í starfi Menntaskólans á Ak- ureyri í dag, miðvikudag. Að stað er að fara umhverfis- átak meðal nemenda skól- ans, sem miðar að því að fiokka allt það rusl sem til fellur innan skólans. Síðdegis verður svo efnt til fundar á Sal skólans ===== þar sem fjórir málsmetandi menn munu ræða stóriðju og álversmál í víðu sam- hengi og frá öllum hliðum. Eundurinn hefst kl. 16.15 og er öllum opinn. Þetta er fyrsti fund- urinn sem efnt er til þar sem álvers- ________ mál verða rædd með þessum hætti. Talsmenn með og á móti álveri á Grund- artanga mæta til opins umræðufund- ar um málið, sem efnt verður til í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Þá er umhverfisátak við skólann að fara af stað. Brýnt að ræða málefnið „Okkur fannst brýnt að ræða þetta málefni innan skólans. Þegar einhver stórmál koma upp þá tökum við þau gjarn- an fyrir og get ég þar nefnt hugsanlega inngöngu íslands Evrópusambandið. Þá mættu alþingismennirnir Vil- hjálmur Egilsson og Stein- grímur J. Sigfússon og töluðu með og á móti. Ýmis fleiri mál hafa verið tekin upp og nú er það álmálið," segir Laufey Erla Jónsdóttir, ritari Hugins, skólafélags MA. Frummælendur á fundin- ■ um í dag eru Hjörleifur Guttormsson alþingismað- ur, Ólafur Örn Haraldsson, formaður um- hverfisnefnd- ar Alþingis, Einar Valur Ingimundar- son og Jón Sigurðsson, sem verið hef- ur í forsvari átaksins Álver - já takk. „Ál- ------------- málið snertir alla og sérstaklega ungt fólk. Það gæti til að mynda komið aftur inn í umræðuna að byggja álver eða aðra stór- iðju hér við Eyjaijörð. Því er mikilvægt fyrir ungt fólk hér fyrir norðan, sem og annars- staðar, að þekkja þessi mál vel,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Flestir meðvitaðir um mengunarhættu „Vakning fyrir umhverfismál- um meðal ungs fólks er brýn. Kristín Sigfúsdóttir kennir umhverfisfræði sem valgrein á náttúrufræðibraut, og hef- ur hún, ásamt umhverfis- hópnum, verið okkur mjög hjálpsöm við að koma þess- um umhverfisdegi á laggirn- ar,“ segir Sólveig Kristín Sig- urðardóttir, skemmtanastjóri Hugins. Ilún og þau Laufey Erla og Guðmundur Ingi taka í sama streng. Þau vitna enn- fremur til þess að tilvonandi stúdentahópur MA hafi á síð- astliðnu vori hreinsað rusl víðsvegar um Akureyrarbæ og alveg ofboðið. „Þetta leiddi til þess að nú leyfir maður sér ekki einu sinni á henda frá sér örðu af tyggi- gúmmíi," segir Laufey Erla. ..Ég vona að flestir séu mjög meðvitaðir um þá meng- unarhættu sem fylgir álveri og taki því skynsamlega afstöðu,“ segir Laufey Erla. Guðmundur Ingi Guðbrandsson telur að margir aðrir kostir gefist í at- vinnumálum landsmanna en endilega bygging álvers. Altj- ent sé álver skammgóður vermir - og þær Sólveig Krist- ín og Laufey Erla taka undir það sjónarmið. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.