Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Síða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.03.1997, Síða 11
4Dagur-®htiTmT FINA FRÆGA FOLKIÐ Líkj a henni við æðstabeibið „Þeir líkja mér við Pamelu Anderson og ég segi nú bara: Því miður - sum hristast og sum ekki, “ segir hin íðilfagra, íturvaxna Tyra Banks sem nefnd var eftir Ijónatemjaranum Tiru - mömmu hennar fannst exótískara að hafa upsilonið en i-ið. Ljónatemjarinn Tira var víst í Mae West mynd sem mamman hreifst af. En það kem- ur þessu máli lítið við. Málið er að Tyra er flott og girnilegasta stelpa sem samkvæmt er- lendu tímariti er klárari en meðal LFEIan (leik- kona/fyrirsæta/eða eitthvað) hvenær og hvar sem greind þeirra hefur verið meðalreiknuð. Pessi Tyra er 23ja ára og dundar við ýmislegt. Undan- farið hefur hún verið í myndatökum á Ilawai fyrir Tyra-dagatalið 1998, droppað inn hjá Cover Girl til að standa við samninginn við það snyrtifirma, reika um stræti New York til að leiða hórur og dópista upp á hinn gullna meðalveg (það gerir hún sem sjálfboðaliði), vafra um upphækkaða palla sem sýningarstúlka o.fl. o.íl. Og hún leikur lfka! Síðast í unglingamyndinni Iligher Learning og fókk skínandi dóma fyrir. Bráðlega verður hún „sjálfselsk, gráðug, grunn- hyggin tík - gjörólík mér“ í rómantískri gaman- mynd sem gengur undir nafninu Love Changes. Gjörólík? Jú. Því „íjölskylda mín ól mig aldrei upp sem fallega manneskju, ég var alltaf bara „Tyra með bumbuna," segir hún. Til allrar lukku fer orðið lítið fyrir bumbunni. (ZótOHÍí^ið Teitur Þorkelsson skrifar Vor kláðugi heimur Oddur biskup Einarsson lýsti kynhegðun íslend- inga sem allsvakalegri árið 1598: Hvergi annars staðar meðal þjóða er meira úrkast vændis- kvenna, jlagara, hórkarla og hórkvenna en á þessari eyju. En það er sannarlega harms- efni, að á þessum síðustu dög- um vors kláðuga heims skuli reikular girndir leika svo laus- um hala út um hvippinn og hvappinn, að hvorki ströng lög né harðir refsendur, ást á dyggðum né viðbjóður á löstum skuli fá aftrað trylltum og blinduðum mönnum frá þessu sœta eitri og ginnandi böli. Tvö hundruð árum seinna fárast Jón Sveinsson landlæknir yfir kossastandi landsmanna: Ekki vœri heil predikun nóg til að kveikja viðbjóð ífólki móti þeim ótœtis kossagangi sem hér í landi, því miður, er orðinn að landsósið. Vissu menn og að- gœttu að varirnar eru einn af þeim stöðum líkamans sem á augabragði draga í gegnum suguœðarnar alla fljótandi, einkum ólyfjanardampa, mundu þeir síður misbrúka það ástúðlegasta merki kœrleika og vinskapar, kossinn. Og hve hryllilegt er ekki að kyssa holdsveikt fólk, neflausar kerl- ingar og þá fullir eru af brenni- víni auk ótal annarra og er þó sem þettafólk tyllist á tœr eður hafi nokkurs konar sérlega fýsn til að mynnast við sem flesta. Miðvikudagur 5. mars 1997 - 23 Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Ferðastyrkir grunnskólakennara Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr ferðasjóði grunn- skólakennara í Reykjavík. Sjóðurinn styrkir einstaklinga eða hópa til að fara á námskeið eða ráðstefnur erlend- is. Umsóknir þurfa að berast Fræðslumiðstöð Reykja- víkur, Fríkirkjuvegi 1, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 3. apríl 1997. Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 14. mars nk. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. KA-félagar fjölmennið. IHAPP.DRÆTTI dJPL FTk VI Öfi ’jf Vinningaskrá 40. útdráttur 27. febrúar 1997 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tv fi ildur) 32309 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) || 50964 59395 70965 73409 | | Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.01 00 (tvöfaldur) 723 13835 33983 63218 64475 70150 5179 14288 51971 63482 67608 76461 Húsbúnaðarvinnin Kr. 10.000 Kr. 20.( gar 100 (tvöfaldurj 1 362 11353 21180 31866 42212 52560 60841 71250 443 11787 21230 32225 42341 52861 60864 71332 584 12036 21557 33322 43980 53494 61445 71419 1102 12748 22236 33677 44233 53599 61995 72114 1240 14253 22296 33925 44777 53820 62871 72309 2147 14489 22969 34233 45621 54048 63490 72465 2606 14823 24144 34410 45642 54178 63804 72525 2670 14931 24152 34486 45668 54183 64027 72593 3153 14991 24290 34636 45892 54260 64304 73089 3176 15006 25260 34895 46049 54350 64397 73176 3371 15084 25641 35051 46221 54588 64402 73189 3424 15137 26427 35120 46360 54949 64719 73629 3594 16223 26567 35348 46416 55091 65153 74071 4759 16318 26769 35537 46710 55168 65260 74501 5227 16357 27010 35635 46972 55430 65469 74899 5233 16577 27415 36473 47529 55635 65470 75081 5397 17247 27514 36690 48039 56198 65497 75595 5605 17411 27591 36861 48197 56301 65655 75633 5677 17952 28417 36985 48594 56536 65810 76227 5770 18089 28553 37406 49258 56825 65842 78165 6340 18498 28953 37441 49338 57172 66145 78439 8068 18547 29172 37686 49557 57229 66438 78551 8650 18614 29470 38698 50108 58150 67129 78712 8773 18659 29532 38927 50168 58166 67637 79196 8930 19202 29537 39585 50460 58327 68133 79312 8958 19561 29640 39899 50503 58690 68338 79381 9020 19830 29788 40696 50533 59417 68918 79561 9353 20128 30026 40717 51069 59591 69627 79875 9955 20644 30046 41100 51137 60357 71070 11254 20889 31825 41728 52456 60576 71199 1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.