Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Blaðsíða 3
Jlagur-^Iaramx
Laugardagur 3. maí 1997 - 15
MENNING OG LISTIR
Gleðilega Evróvision! Þó heldur minni spenna sé
nú enfyrir 11 árum þegar hvert einasta manns-
harn sat límt við skjáinn og fylgdist með Gleði-
bankanum má engu að síður húast við að meiri-
hluti þjóðarinnar kveiki á sjónvarpinu. Og öll höld-
um við að sjálfsögðu með okkar manni, Páli Óskari.
Blaðið hafði samband við þrjá söngvara: Björgvin
Halldórsson, Sigríði Beinteinsdóttur og Stefán
Hilmarsson. Öll hafa þau tekið þátt í keppninni, tvö
þeirra oftar en einu sinni, en nú fylgjast þau með
úr fjarlœgð...
Kvíði, gleði og spenna
Nei, ég vil engu spá um
gengi lagsins," segir
Björgvin Halldórsson
sem tók þátt í söngvakeppninni
árið 1995 þegar hann söng lag-
ið „Núna“. Hinsvegar er hann
þess fullviss að íslenski
flytjandinn muni standa sig vel.
„Páll er hress og þó lagið sé
kannski ekki að allra skapi þá
er það öðruvísi og því á hann
eftir að vera okkur til sóma.“
Björgvin verður með dans-
leik á Hótel Ilúsavík í kvöld
þegar keppnin verður sýnd og
reiknar með að fylgjast með
keppninni þar ásamt Óperu-
bandinu. „Þá munu örugglega
skemmtileg augnablik riíjast
upp. Ég tók einu sinni þátt og
hef líka tekið þátt í mörgum
öðrum söngvakeppnum erlend-
is í sjónvarpi. Þetta er alltaf
sérstök tilfinning sem læsir sig í
mann. Ég veit ekki hvernig ég á
að lýsa henni. Kvíði, gleði og
spenna allt í einu. Bæði kalt og
heitt.“
Björgvin Halldórsson.
Síðasta skiptið erfíðast
Eg veit ekki hverju ég á að
spá. Eigum við ekki að
segja 10.-16. sæti,“ segir
Sigríður Beinteinsdóttir um lag-
ið „Síðasti
dansinn" sem
Páil Óskar ílyt-
ur í kvöld.
Sigríður hef-
ur þrisvar sinn-
um tekið þátt í
söngvakeppn-
inni fyrir hönd
íslands. Árið
1990 söng hún
lagið „Eitt lag
enn“ ásamt Grétari Örvarssyni
og lentu þau í 4. sæti sem er
besti árangur íslands í keppn-
inni enn sem komið er. Tveimur
árum seinna var það lagið „Nei
eða já“ sem hún söng með Sig-
rúnu Evu Ármannsdóttur og
þriðja skiptið
var árið 1994
þegar hún söng
„Nætur".
„Ég hugsa
að hafi verið
erfiðast í síð-
asta skiptið. Þá
þurfti ég að
standa ein en
hin skiptin
hafði ég alltaf
einhvern með mór. Annars eru
þessar ferðir líka enda fyrir-
komulagið alltaf eins.“
„Eg hugsa að hafi
verið erfiðast í síð-
asta skiptið.
Þd þurfti ég að
standa ein...
Sigríður Beinteinsdóttir.
Sendir hlýja strauma
Stefán Hilmarsson tók þátt í Evró-
vision í fyrsta sinn árið 1988 þeg-
ar hann söng lag Sverris Storm-
skers, „Syngjum
öll um Sókrates".
Þremur árum
seinna söng hann
síðan lagði „Nína“
með Eyjólfi Krist-
jánssyni og í fyrra
fór hann einnig
með en þá sem bakraddari.
„Þetta eru skemmtilegar ferðir, eins
og lítið ævintýri, og voðalega gaman
að taka þátt,“ segir Stefán um reynslu
sína. Ilann segir öðruvísi að syngja í
þessari keppni en á venjulegum tón-
leikum að því leyti að mjög margir séu
að horfa og því sé viljinn til að standa
sig enn meira en ella. En ætlar hann
að fylgjast með í
kvöld?
„Ég verð á far-
aldsfæti og því veit
ég ekki hvort ég sé
keppnina. En ég
sendi þeim örugg-
lega hlýja
strauma. Ég efast ekki um að Páll
mun standa sig mjög vel. Ilann er
mikill skenuntikraftur og vanur að
gefa vel af sér.“
Stefán Hilmarsson.
„Eg verð á faraldsfœti
og þvt veit ég ekki hvort
ég sé keppnina.
í fyrsta sinn
í flugvél
Geirmundur Val-
týsson er víðför-
ull maður og akt-
ívur. Hann mun
vera búinn að
planleggja Spán-
arför í sumar. í
frí. Ekki kannski
í frásögur fær-
andi nema að
Geirmundur Valtýrsson. þessi maður sem
virðist stöðugt á
ferð og flugi hefur víst aldrei drepið fæti á
erlenda grundu og aldrei stigið upp í flug-
vél...
Sumarráðningar
á sjónvarpinu
Þá er Bogi Ágústsson, fréttastjóri á Sjón-
varpinu, farinn að líta í kringum sig eftir
afleysingafólki. Sagt er að Bogi hafi afráðið
að ráða Kristján Ara Arason, fyrrverandi
fréttamann af DV og bróður Steingrínis
Ara Arasonar aðstoðarmanns ijármála-
ráðherra, inn á Sjónvarp en Kristján Ari
hefur verið að bæta við menntun sína í Há-
skóla íslands síðustu misseri auk þess að
vera í kennslu.
Handavinnu-
klúbbur
Hjá Vöku-Ilelgafelli
eru menn að undir-
búa eins konar
handavinnuklúbb
með svipuðu sniði
og matarklúbbur-
inn Nýir eftirlætis-
réttir. Bjóst hand-
verksfólk við að
einhver hannyi-ða-
snillingurinn yrði
fenginn til að hafa umsjón með klúbbnum
en aðstandendur forlagsins þekkja sinn
heimamarkað og vita hvað selur því engin
önnur en fegurðardísin og Happið í hend-
inni, Unnur Steinsson var fengin í
starfann...
Unnur Steinsson.
Undrabarn
Undrasöngkonan
unga Jessica Thie-
vens heillaði gesti
Háskólabíós á mið-
vikudagskvöld með
mikilli og fagurri
rödd. Henni var vel
fagnað. Hún er að-
eins 15 ára, en stór-
glæsileg, heimsvön
og á greinilega eftir
mikinn frama. í hlé-
inu þótti að vísu
sumum að hún þyrfti að lenda í ástarsorg
áður en hún næði fullkomlega að túlka
tregann í helstu óperuverkum heimsins, en
aðrir bentu á að ekki mætti biðja um of
mikið of fijótt: jafnaldrar hennar væru full-
ir niður í Kringlu til að grenja úr sér sam-
ræmdu prófin!
(P.s Jessica syngur aftur í dag, í Há-
skólabíói.)
Athafnamóðir
Ein skipuleggjenda tónleikanna með Jess-
icu er Ragnheiður Hanson; var á fullu tón-
leikakvöldið að koma öllu í kring - með
litla dóttur í hönd - svona til að sýna að
móðurhlutverkið fer með hverju sem er.
Jessica Thievens