Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Blaðsíða 15
Jlítgur-'ðltmmn Laugardagur 3. maí 1997 - 27 Prodigy sendir að öllum líkindum frá sér langþráða plötu sína í sumar. komið að því -Prodigy vœntanlega með nýja plötu í sumar Eftir fáum plötum í Bretlandi og víðar er beðið með meiri eft- irvæntingu en hinnar nýju með teknóharðrokkurunum og ís- landsvinunum í The Prodigy. Það er kunnara en frá þarf að greina hversu Prodigy hefur „gert allt brjálað“ með sínum mögnuðu tónleikum og tónlist sem vart á sinn líka. Sveitin hefur verið dugleg við að senda frá sér smáskífur og EP plötur, en hingað til er platan í fullri lengd aðeins ein, Music for the jilted generation, sem kom út 1994 og telst nú vera hinn mesti dýrgripur í hverju plötu- safni. Ný er hins vegar loksins farið að hylla undir nýja plötu frá Keith Flint og öllum hinum fjörkálfunum í Prodigy og gæti vel svo farið að hún kæmi út nú um mitt sumar eða í seinni hluta þess. Nafn plötunnar er óákveðið en meðal laga á henni verða t.d. Snak my bitch up Mineíields og óskírt lag sem Prodigy semur í samvinnu við söngvara Kula shaker, Crispin Mills og sagt hefur verið frá áð- ur hér á síðunni. Auk vinnu við plötuna, sem nú er á lokastígi, hefur Prodigy svo í nógu að snúast í sumar. Verður sveitin í aðalhlutverki á eigi færri en þremur stórum tónlistarhátíð- um í Evrópu í sumar auk þess að taka þátt í hinu árlega tón- leikaferðalagi um Bandaríkin, Lollapalooza. Evrópuhátíðirnar eru annars vegar tvær í Bret- landi, Glastonbury 27-29 júní og V97 16. ágúst, en hins vegar sjálf Hróarskelduhátíðin í Dannmörku, sem haldin verður að venju í lok júní (Hvenær Pro- digy kemur nákvæmlega fram á þessum hátíðum er ekki ákveð- ið). Auk svo Lollapaloozaferðar- innar hefðbundnu, verður svo sveitin þátttakandi í einhvers konar dansútgáfu af þessari „hátíð á hreyfmgu" ásamt tveimur öðrum framvarðar- sveitum í teknóinu, Chemical Brothers og The Orb. Eru þess- ar ferðir í Bandaríkjunum hjá Prodigy ekki síst tilkomnar vegna hinna miklu vinsælda sem lagið Firestarter náði þar vestra, en það náði inn á topp 30. Svo er það bara spurningin hvort sveitin, sem að þessari upptalningu að dæma gerir til- kall til alheimsvinsælda, haldi uppteknum hætti við að koma tii íslands. Ef svo færi, yrði það ef rétt er munað, í fjórða skiptið sem hún kæmi hingað til lands. • Þrátt fyrir ótrúlega hrakfallasögu, m.a. eitur- lyíjavandamál, baráttu milli lífs og dauða, erfið veikindi og fleira, hefur David Gahan og félögum hans í Depeche Mode tekist að lifa af og að senda frá sér enn eina plötuna. Ultra nefnist hún og hefur verið að fá bara hina bærilegustu dóma. í sam- ræmi við það hefur svo inn almenni tónlistaráhugamað- ur tekið vel við sér, allavega í Bretlandi, þar sem platan fór nú í fyrstu söluviku beint í ljórða sæti sölulistans. • Aðrir lífseigir kappar, rokkararnir í Aerosmith frá Boston í Bandaríkjunum, sem líkt og Depeche Mode hafa lifað tímana tvenna og oft verið komnir nálægt graf- arbakk- anum í eiginlegri sem óeigin- legri merk- ingu, gera það sömu- leiðis heldur betur gott með nýju plötunni sinni, sem einmitt táknrænt fyrir ferilinn nefnist Nine lives, „Níu líf“. Þegar platan kom fyrst út í Bretlandi í mars fór hún í 4. sæti og nú um miðj- an apríl fór hún rakleiðis á toppinn í Bandaríkjunum í fyrstu viku. Ekki slæmur ár- angur hjá sveit sem komin er vel á þrítugsaldurinn og menn eru alltaf að spá að fari að gefa eftir. • Popprokkfyrirbærið No Doubt með ljóskuna Gwen Stefani við hljóðnemann, setti nú nýverið nýtt með í Bandaríkjunum með laginu sínu ofurvinsæla, Dont speak. Á vikulegum vin- sældalista útvarpsstöðva þar í landi, hólt lagið nefnilega efsta sætinu í heila fjóra mánuði, sextán vikur, sem þykir með hreinum óffkind- um. No Doubt setja met í vinsældum. byr i seglum Þrátt fyrir að vindar blási nú þannig í bresku tónlistarlífi að í móti virðist hinu vinsæfa fyrir- bæri, Britpoppinu, m.ö.o. að það eigi nú að vera að syngja sitt síðasta, láta ýmsir af helstu boðberum þess þó ekki deigan síga og virðast ætla að lifa vel áfram þrátt fyrir allt og allt. Með þeim breytingum þó, að á nýjum verkum þeirra, sem nú eru að koma út hvert á fætur öðru, eru helstu einkenni Brit- poppsins, í útsetningum sem lagasmíðum, að miklu fyrir bí. Sumar þessara sveita virðast sem sé þekkja sinn vitjunartíma og ákveða því að reyna eitthvað nýtt. Því fylgir auðvitað áhætta, en það er skárra að taka hana en að hjakka áfram í sama far- inu. Blurplatan var auðvitað eitt fyrsta dæmið um þetta og nú hefur önnur Britpoppsveit, auðvitað ekki jafnstór og Blur, en ein af þeim sem hvað næst stóðu Damon og félögum, Oasis og Suede í vinsældunum, líka söðlað um í stflnum á nýrri plötu, en með öllu ólíkara hætti þó. Þar er átt við Oxfordtríóið Supergrass, sem mikla fukku gerði með plötunni sinni, I sho- uld coco árið 1995. Hressilegt og á köflum jafnvel pönkað poppið, sem menn höfðu reynd- ar skiptar skoðanir á gæðalega á I should coco, hefur nú að mestu vikið fyrir rólegri og yfir- vegaðari lagasmíðum, sem líðið eiga skilt við hið fyrra. Sjálfs- traustið er hins vegar áfram liið sama ef marka má nafnplötunnar, Only in it for the money, „Auranna einna vegna" Gaz og félagar, sem nú skarta einnig breyttu og öllu snyrti- legra útliti, geta líka verið kok- hraustir, því dómarnir um plötuna hafa verið afbragðsgóð- ir. Platan fékk t.d. fullt hús, fimm stjörnur hjá Q tímaritinu og skæran stjörnustimpil hjá Melody Maker. Fyrsta smáskíf- an, Rchard III fór líka á topp tíu í Bretlandi, þannig að Super- grass hefur áfram góðan byr í seglunum. Supergrass halda sínu striki með breyttum stíl og öllu betra útliti. Meira af sva góBu Það má með sanni segja að nú sé skannnt stórra högga á milli með komu frægra erlendra tón- listarmanna hingað til lands. „Það hálfa væri nóg“ er stund- um sagt þegar um margt og mikiö af einhverju tagi er um að ræða og á það ágætlega við nú. Ekki hafa fyrr komið fregnir af tónleikum Skunk Anansie 10. maí og síðan stórjöfursins Sting þann 25. maí, en að meira og fleira bætist við. Nú er það sem sagt staðfest og miðasala hafin fyrir rúmri viku, að hið gríðar- lega vinsæla rapptríó frá New York, Fugees, með söngkonuna bráðungu og efnilegu Lauryn Hill í fararbroddi, haldi hér á landi tónleika og verður vett- vangur þeirra eins og hinna tveggja Laugardalshöllin. 20. maí er dagsetning þeirra, eða aðeins tíu dögum á eftir tón- leikum Skunk Anansie. Vekur það nokkra athygli að svo stutt sé á milli svo stórra tónleika, en annar tími hefur líklegast ekki fengist. Það þarf væntanlega ekki að fara mörgum orðum um vinsældir Fugees síðasta ár- ið eða svo. Platan þeirra, The score, hefur selst í milljónum eintaka um allan heim og lög á borð við Killing me softly o.fl. hafa farið á topp vinsældalista víða. Koma tríósins til landsins er því mikill viðburður. Hvað annars varðar tónleika Skunk Anansie eru nefndir, þá mun nú vera orðið uppselt á þá og það fyrir löngu, eða a.m.k. fyrir viku síðan. Þegar svo þessi orð birtast, kann vel að vera að fregnir um enn fleiri tónleika hafi heyrst, þannig að aldeilis er „heitt í kolunum" hvað varð- ar tónleika hér á landi í sumar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.