Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Qupperneq 3
|Dagur-®TOTÚm Föstudagur 16. maí 1997 - 3 F R E T T I R Biskup áminnír sóknarprest „Alrangt að ég hafi krafist þess að ferma börnin, en ég ætla mér að taka þátt í fermingarguðsþjón- ustunni“, segir sr. Torfi Stefánsson Hjaltalín. Ekki víst að börnin mæti. Sóknarpresturinn á Möðru- völlum, sr. Torfl Stefansson Hjaltalín, segir það alrangt að hann hafi krafist þess að ferma 6 börn í Möðruvalla- kirkju að morgni annars í hvítasunnu. Aldrei hafi leikið neinn vafi á því að það gerði sr. Hulda Hrönn Helgadóttir, enda hafi hún undirbúið þau undir ferminguna. Þar sem hann sé hins vegar kominn aftur til starfa hafi hann æskt þess að vera viðstaddur fermingarguðs- þjónustuna. Prestarnir hafa báðir boðað messu á sama tíma annan hvítasunnudag. Sr. Torfi segir að hann geri sér fulla grein fyrir því að svo kunni að fara að fermingarbörnin mæti ekki til athafnarinnar, eða þá að hann verði settur af. Upp- haflega voru fermingarbörnin 7, eitt hefur þegar verið fermt. Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, sendi bréf 20. febrúar sl. til foreldra fermingarbarna (stílað á Hjördísi Björk Þor- steinsdóttur á Ytra-Brekkukoti) þar sem hann harmar að ekki hafi orðið við ósk hans um að fermt yrði í aprílmánuði, þ.e. áður en sr. Torfi kæmi aftur til starfa. Að áliti biskups yrði með því komið í veg fyrir árekstra, sem annars kunni að spilla ánægjulegum fermingardegi, því sr. Torfi hafi fulla heimild til að þjóna í sinni kirkju á hvíta- sunnunni. Þessari beiðni bisk- ups, studdri af prófasti, hafa sóknarbörnin neitað, og ljóst að þau vilja láta sverfa til stáls gegn sóknarprestinum. Níu fjölskyldur kveðja Níu fjölskyldur í Möðruvalla- sókn hafa nýtt sér lög frá árinu 1882 þar sem segir m.a. að sóknarbarn geti leyst sóknar- bönd í samráði við prófast (sr. Birgi Snæbjörnsson, í þessu til- viki) og valið sér kjörprest. Kjörpresturinn, sr. Hulda Hrönn, á þá rétt á að fram- kvæma athafnir fyrir þessa ein- staklinga í þeirra sóknarkirkju, svo fremi að sóknarprestur sé ekki að nota kirkjuna á meðan. Þessi ákvörðun hefur verið tilkynnt sr. Torfa Hjaltalín. Hefð er fyrir því að sr. Torfi Hjaltalín sé með hátíðarguðsþjónustu á hvítasunnudag, en ekki á ann- an í hvítasunnu. Nú hefur það hins vegar gerst að hann hefur einnig tilkynnt hátíðarmessu í kirkjunni kl. 10.30 á annan dag hvítasunnu, þegar áformað er að ferma í kirkjunni. Þar segir m.a.: „Ferming og altarisganga. Séra Hulda H.M. Helgadóttir sóknarprestur í Hrísey fermir og tekur til altaris. Sóknar- prestur." Áminning Sr. Baldur Kristjánsson, bisk- upsritari, segir það ljóst að þessi messutilkynning Torfa kosti hann áminningu frá bisk- upi þar sem hann hafi boðið honum að messa ekki á annan dag hvítasunnu. Sóknarprestur hefur tök á því að bæta sig við fyrstu áminningu, skv. lögum frá 1996, en hljóti hann aðra áminningu ber skylda til að veita honum lausn frá embætti meðan rannsókn fer fram á málinu. Af hálfu biskups er unnið að lausn málsins þannig að fermingarbörnin líði ekki fyrir þennan ágreining. GG Sjónvarp Akureyri í dag verður sjónvarpað beint frá íslandi hinum heimsfræga morg- unspjallþætti Góðan dag, Ameríka. íslenska ríkið lagði til 15 millj- ónir til að þessi útsending frá Fróni mætti ná inn á morgunverðar- borð bandarískrar alþýðu. Allt til að kynna landið. Myndin sýnir hluta af áhöfn þáttarins undirbúa útsendingu. Myndis.úi. Bflauniferð um göngu- götu lýkur 1. júní Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að loka göngu- götu Hafnarstrætis fyrir bifreiðaumferð frá og með 1. júní nk. Á fundi sínum 14. nóv- ember 1996 fól bæjarstjórn bæjarstjóra, Jakobi Björnssyni, að sjá um framkvæmd tilraunar „með umferð bifreiða um göngugötuna tímabundið fram til aprílloka 1997 með lágmarks aðgerðum og tilkostnaði." Síðar var ákveðið að tilraunatímabilið stæði frá 15. janúar sl. til 31. maí nk. Af þessu tilefni lagði bæjarstjóri fram eftirfrandi til- lögu: „Bæjarstjórn samþykkir að tilraun með umferð bifreiða um göngugötuna verði ekki fram- lengd og Ilafnarstræti (og Ráð- hústorg) verði aftur skilgreint sem göngugata og umferðarmál á svæðinu breytist í samræmi við það til fyrra horfs.“ Bæjarstjórn mun fjalla um tillöguna á fundi 20. maí nk. en fullvíst má telja að þar hljóti hún samþykki. GG Akureyri Málsmeðferðar krafist vegna áfengisauglýsingar Faðir á Akureyri hefur sent Ríkissaksóknara bréf ásamt ljósriti af auglýs- ingabæklingi frá Einkaklúbbn- um. Bæklingurinn kom inn um bréfalúguna til 19 áia gamals sonar mannsins og var merktur honum. Það væri ekki í frásög- ur færandi nema vegna þess að heilsíðu áfengisauglýsing prýðir textann og er einnig borið lof á ákveðna áfengistegund. „Ég tel að embætti yðar sé ekki stætt á öðru en að taka þetta mál til meðferðar af fullri alvöru, að öðrum kosti megi allt eins leggja það niður í sparnað- Innlendar bjórauglýsingar hafa oft orkað tvímælis að undanförnu. arskyni og gefa glæpamönnum frjálsar hendur," segir m.a. í Verktaka bréfinu. Áfengisauglýsingar eru bannaðar með lögum hérlendis en vitað er um mörg tilvik þar sem farið er á skjön við laga- setninguna. „Það hefur farið í taugarnar á mér að lögum skuli ekki vera framfylgt, jafnvel þó þau kunni að vera umdeild," segir ennfremur í bréfinu. Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari hafði ekki fengið bréfið þegar Dagur-Tíminn hafði samband við hann í gær. Það var enda dagsett í fyrradag en HaU- varður sagðist skoða málið. BÞ Sjálfsmorð verkalýðsfélaga Atvinnurekendur og verkalýðsfélög stuðla að aukinni verktöku launa- fólks með því að semja um lág- markslaun sem eru miklu minni en nokkrum manni dett- ur í hug að greiða. Með þessu eru verkalýðsfélög í raun og veru að fremja sjálfsmorð. Þetta er að minnsta kosti skoðun Péturs Sigurðssonar, formanns Alþýðusambands Vestijarða, sem hefur miklar áhyggjur af þessari þróun mála. Ef ekki verður nein breyting á þessari þróun er ekki útilokað að hver starfs- maður í frystihúsi verði í fram- tíðinni ráðinn sem verktaki fremur en sem launamaður. Pétur telur að launamaður sem fær kannski helmingi hærri laun en samningar kveða á um geti ekki haft miklar taugar til síns stéttarfélags. Af þeim sök- um telur hann sér betur borgið með því að gerast t.d. verktaki og komi því verkalýðsfélaginu ekkert við. Formaður ASV segir að auk- in verktaka launafólks sé í beinu samhengi við þá samn- inga sem gerðir hafa verið. Með því að semja um slíka samninga séu verkalýðsfélögin í raun og veru að koma atvinnurekend- um í óskastöðu. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að ým- is hafnarvinna eins og t.d. við löndun er unnin í verktöku. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. -grh

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.