Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Blaðsíða 1
Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI islenskt og ilmandi nýtt ffiaauT-fflímimt LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 22. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 93. tölublað Eftirminnilega gott BRAGA íslenskt og ilmandi nýtt Blað í fyrsta flugslysi á íslandi féll til skrúfublað sem Ríkarður Jónsson notaði til að skera út þennan grip, sem kom í leitirnar fyrir fáum árum eftir áratuga útivist í Danmörku. Listaverk úr skrúfublaði í íbúð við Skóla- vörðustíg stendur hrútur við stuðla- berg. Hrúturinn er skorinn af Ríkarði Jónssyni út í skrúfublað fyrstu flugvélarinnar sem tók sig á loftfrá ís- landi árið 1919. igurður Magnússon, fyrr- verandi yfirrafmagnseftir- litsmaður og núverandi 75% öryrki, á í fórum sínum hrútinn góða sem einn af þekktari myndhöggvurum og myndskerum landsins skar út fyrir nokkrum áratugum síðan. Gripurinn fór úr landi árið 1922 en Sigurði áskotnaðist hrúturinn þegar hann var á ferð í Danmörku árið 1993. M.a. gisti hann þar eina helgi hjá frænda sínum Steffen, sem afhenti honum gripinn með þessum orðum: „Þetta er ís- lenskt og betur komið heima á íslandi." Reynist eftir Ríkarð Sigurður hafði aldrei vitað af tilvist gripsins og fór að grennslast fyrir um tilurð hans og hvers vegna hann hefði lent í Danmörku. Vísbendingarnar voru einkum tvær. Aftan á stytt- unni stendur: „Þetta efni er úr skrúfuspaða fyrstu flugvjelar sem kom til íslands." Og fram- an á gripnum má finna upp- hafsstafina RJ, sem Sveinn Ól- afsson, myndskeri, staðfesti við Sigurð að væri merki Ríkarðs. Eftir að hafa skoðað ævi- minningar afa síns og nafna, Sigurðar Magnússonar, héraðs- læknis á Patreksfirði til 30 ára, og upphaf flugsögu á íslandi fóru brotin að raðast saman. í ljós kom að spaðinn, sem verkið er skorið úr, var á flug- vélinni AVRO 504K, sem áhuga- samir stofnfélagar Flugfélags íslands keyptu og fluttu til landsins árið 1919. í september sama ár hóf flugvélin sig á loft, sú fyrsta af íslenskri grund. Fyrir 25 krónur gátu menn keypt sér far, einn í einu, í út- sýnisflug yfir Reykjavík og var afi Sigurðar einn þeirra sem keypti sér 5 mín. flug með vél- inni. Fyrsta flugslysið Tap var á rekstrinum það árið en næsta sumar var ákveðið að hækka fargjaldið og reyna að rétta úr kútnum. Fyrsta daginn eftir að útsýnisflugið hófst sum- arið 1920 varð svo fyrsta flug- slysið á íslandi. Áhorfendum hafði verið skammtað pláss vestan við túnið í Vatnsmýrinni og stranglega bannað að fara inn á túnið. Ekki höfðu allir hlýtt banninu og þegar flugvél- inni hlekktist á í lendingu þurfti flugmaðurinn að beina vélinni frá mamiíjöldanum en svo ógæfulega vildi til að tvö syst- kini urðu fyrir vélinni. 10 ára stúlka beið bana og bróðir hennar meiddist allmikið. „En eftir slysið þurfti að gera við segldúk á henni og skipta um skrúf'uspaða." Ekki er ljóst með hvaða hætti skrúfuspaðinn hefur komist í hendur Ríkarðs Jónssonar, seg- ir Sigurður, en getur sér þess til að afi hans hafi kannski fengið spaðann og beðið Ríkarð um að gera eitthvað úr honum. „Ann- ars veit ég ekki um það.“ Það sem gæti stutt þessa til- gátu er að afi Sigurðar var mik- ill áhugamaður um flug og m.a. var fyrsti flugmaður íslands, handhafi skírteinis nr. 1 ná- frændi hans. „Afi er með átta og hálfa klukkustund í flugi sem flugfarþegi fyrir stríð. Það er ekki svo lítið því það voru eiginlega engar flugvélar hér.“ Auk þess er ekki ósennilegt að Sigurður og faðir hans hafi þekkt eitthvað til Ríkarðs því báðir voru þeir smiðir að mennt. „Afi fékk sveinsprófið í trésmíði þegar hann fékk læknaskírteinið." Enda voru menn ekki við eina fjölina felld- ir eins og nú tíðkast. „Ólafsfirð- ingar réðu hann til sín sem lækni en það sem hann var kannski þekktastur fyrir í Ólafs- firði var að koma upp símakerfi þar. Hann var t.d. fyrsti oddvit- inn á Patreksfirði, teiknaði kirkjuna þar og sjúkrahúsið. Hann var jú trésmiður," segir Sigurður og kímir. Samferða í eilífðina í æviminningum Sigurðar lækn- is lýsir hann flugferðum sínum og óskar þar m.a. „að efni mín og ástæður mættu leyfa það, að ég þyrfti aldrei að ferðast öðru- vísi en í flugvél." Ekki er víst að kona hans, Helga Esther Jensen, hafi borið sömu ósk í hjarta sér áður en honum tókst að tala hana inn á að prófa þessa „óviðjafnanlegu ánægju". „Hún var dálítið rög við að leggja út í þetta, en hugsaði sem svo, að ef bóndi hennar færist, þá væri ekkert á móti því að verða honum samferða. Þeg- ar hún svo, áður en varði, var komin út í Ólafsljörð, vildi hún helst halda áfram með flug- unni, svo hrifin varð hún af þessu ferðalagi," segir í ævi- minningum hans. Sængurgjöf Það var árið 1922 að Sigurður og Helga fóru til Danmerkur, hann ætlaði að þjálfa sig frekar í læknisfræðum en Helga fór til elstu dóttur þeirra, Láru Götz- sche, sem gekk þá með sitt fyrsta barn. Lára fór ung til Kaupmannahafnar að læra hjúkrun og krækti sér þar í danskan lækni, Carl Viggo Götz- sche. f tilefni fyrsta barna- barnsins urðu þau hjónin auð- vitað að færa dóttur sinni ein- hverja gjöf. Stytta Ríkarðs varð fyrir valinu og segja má því að hrúturinn hafi verið sængur- gjöf. Steffen, sá sem síðar eign- aðist hrútinn, erfði hann eftir móður sína Láru og er hann nú kominn aftur til íslands. lóa

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.