Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Page 3
Ílagur-©ímirat Fimmtudagur 22. maí 1997 -15 LIFIÐ I LANDINU Gullý Hanna Ragnars- dóttir var að gefa út sinn jjórða geisladisk, Söngurinn til þín. Heimþráin ágerist Þegar dönsku blöð- in jjalla um tónlist Gullýjar Hönnu Ragnarsdóttur er oftast talað um að í Danmörku hafi vísnasöngkonan lœrt að þekkja og tjá söknuð. Hún tekur undir þetta, segir heimþrána ágerast ef eitthvað er, en hún hefur búið í Danmörku í tuttugu ár. Gullý Hanna var að gefa út sinn ijórða geisladisk en á honum eru vísur frá ís- landi, Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi, sungnar á dönsku og íslensku. „Tónlistin er mér ákaflega mikils virði og ég byrjaði að syngja mjög ung og að láta mig dreyma um að gefa eitthvað út.“ Gullý segir nýja diskinn, „Sangen til dig“, hefðbundnari vísnadisk en hina þrjá sem voru poppaðri. Lögin eru flest eftir Gullýju en ljóðin eiga Davíð Stefánsson, Hugrún, Ingibjörg Sigurðardóttir og Halfdan Rasmussen o.fl. „Ég er líka með nokkur lög sem eru ekki mín og síðan á ég stundum textann en þá sem ég á dönsku eins og í „Hvis jeg kunne kalde dig til- bage“. Stoltir af mömmu Guffý segir vísnasönginn mun vinsæfli í Noregi og Svíþjóð en Danmörku. „Það er alls staðar fólk sem vill svona tónlist en það er ekki hægt að segja að hún njóti almennra vinsælda. Ég hef fengið góðar móttökur með þennan nýja disk, hef verið spiluð töluvert á útvarpsstöðv- unum og slíkt. - En þetta er mikil vinna, markaðssetningin tekur mikinn tíma en ég er líka í hálfs- dagsstarfi við íþróttaskólann í Ollerup, er þar að búa til mat. Og hún segir þetta tvennt fara ágætlega sam- an. „Ég sest bara niður með gítarinn á ótrú- legustu tímum sólarhringsins þegar ég er í stuði til að búa til tónlist, ég hef líka hljóm- borð sem ég notast við þegar ég vil poppa þetta meira. Suma daga geri ég mörg lög en stund- um er ég líka alveg tóm.“ Gullý og maðurinn hennar, Gísli Guðjónsson skipstjóri, eiga tvo syni, 20 og 25 ára, hvernig finnst ljölskyldunni vísnasöng- urinn? „Strákunum finnst tón- listin ágæt og þeir eru pínu stoltir af mömmu og fylgjast vel með. Þeir og maðurinn minn bakka mig upp og styðja, þeim er ekki sama ef illa gengur." Gullý segir þennan stuðning nauðsynlegan því þetta sé hörkupúl. „Ég vel að halda áfram en ekki að gefast upp.“ Að eldast með sínum „Okkur líður vel í Danmörku en við erum með heimþrá, maður- inn minn og ég.“ En hér hefur snjóa nýtekið upp segir blaða- maður. „Já, og hér er sól og það er allt grænt í garðinum hjá mér og í blóma, ávaxtatrén eru í fullum blóma og fuglarnir syngja. En ég verð .ið viður- kenna að heim- þráin er að verða verri og verri. Ég er að verða gömul, 48 ára bráðum, og við finnum þetta bæði. Ætli mann langi ekki til að eld- ast með ætt- ingjum og vin- um, að vera með systkinum og sínum nán- ustu.“ Þau hjón dreymir um að eignast litla íbúð á Islandi til að dvelja í nokkra mánuði á ári. „Gísli er í þannig starfi að hann getur alveg flakkað á milli og ég get samið tónlist alls staðar, við erum þannig heppnari en margir aðrir en við myndum líklega ekki flytja alfarið frá Danmörku. Þá sæjum við strák- ana okkar ekki alveg eins oft og maður er nú að vona að maður verði svo heppinn að fá barna- börn og tengdadætur með tím- anum.“ Kemur heimþráin í Ijós á geisladiskinum? „Já, það segir fólkið hérna. Danirnir tala um núkinn sökn- uð í lögunum og einhverja svona drauma, jú það kemur fram í textavalinu lfka sbr. titl- ana „Kveðja til æskustöðvanna" og „Á bernskuslóðum". Ég er ekki viss um að ég myndi velja þessa texta ef ég byggi heima á íslandi." Gullý stefnir á að koma í stutta heimsókn til íslands í haust og þá til að spila. í fyrra kom hún á heimastöðvarnar og lék fyrir gesti á Pollinum á Ak- ureyri. „Það er ýmislegt á döf- inni, ég er að fara að taka þátt í sönglagakeppni á Langalandi núna um helgina og að syngja inn á safnplötu, fer svo í hljóð- ver í næstu viku.“ -mar Vísnasöngkonan og einn tónlistarmannanna sem kemur við sögu á nýja geisladisknum hennar Gullýjar. „Ætli mann langi ekki til að eldast með œtt- ingjum og vin- um, að vera með systkinum og sínum nánustu.((

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.