Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.05.1997, Síða 5
;Œ)agur-®ímmrt Fimmtudagur 22. maí 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Poppariim tekur tfl hendimii Þorleifur Kristinsson, víðþekktur sem bassaleikari Bubba Mortehns og fleiri, söðlaði um og rekur nú hótel á Eskifirði. „Leituðum að barnavænum stað og duttum hér niður.“ etta kom þannig til að Kristinn kunningi minn, sonur Alla ríka, hringdi og sagði mér að Færeyingurinn Bergleif vildi selja Hótel Öskju. Ég hafði áður verið á sveimi hér fyrir austan og þá vorum við hjónin að spá í að kaupa Farfuglaheimilið á Reyðarfirði, en leist ekki á við frekari athug- un. En okkur fannst þetta líta betur út hér á Eskifirði og eftir að við höfðum kannað aðstæður ákváðum við að slá til. Við tók- um við rekstrinum þann 1. mars sl., en sjálfur kom ég hingað um áramót. Fór þá í járnsmíðavinnu hjá Kristni, svona rétt til að prufukeyra sjálfan mig hér á staðnum en einnig til þess að Eskfirðingar sæju að poppari úr Reykjavík gæti líka tekið til hendinni." „Höfum komið hingað í rjúpu“ Það er Þorleifur Guðjónsson, velþekktur sem bassaleikari Bubba Morthens, Kristjáns Kristjánssonar og fleiri tónlist- armanna, sem hefur orðið. Nú í vetur tóku hann og María Rós Valgeirsdóttir, eiginkona hans, við rekstri Hótels Öskju á Eski- firði. Hugur þeirra stefndi í barnavænt umhverfi úti á landi. Þau hjón eiga tvö börn, þau Ylfu Rós, fimm ára, og Jóhann Dag, átta ára. „Við vorum lengi búin að leita að barnavænum stað og duttum niður á Eskifjörð. Hér þekkti ég engan nema Kristin, félaga minn Aðalsteinsson. Við Bubbi Morthens höfum stund- um komið til hans á haustin þegar við förum í rjúpu,“ segir Þorleifur. Gamall læknisbústaður Hótel Askja er í húsi sem byggt var árið 1905. Þar var lengi læknisbústaður og sjúkrahús Eskfirðinga, en síðustu áratugi hefur þar verið starfrækt hótel og greiðasala. Þorleifur og Mar- ía hafa að undanförnu unnið að endurbótum á húsinu - og að koma því í þann búning sem hæfir andblæ liðins tíma. „Við höfum verið að fjarlægja stálhúsgögn sem gerðu staðinn mötuneytislegan. Hingað höfum við fengið gömul húsgögn, með- al annars mublur sem eitt sinn voru á skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík," segir Þorleifur. Á Ilótel Öskju eru alls sjö gisiher- bergi og matsalur, sem tekur alls 45 manns í sæti. Nálgast poppið á nýjum forsendum Þorleifur segir að verulega minna sé nú að gera hjá popp- urum landsins, en var fyrir fá- um árum. Tónleikar séu orðnir fásóttari en var. Það ásamt öðru hafi ýtt á sig að róa á nýjum miðum, til að mynda því að fara í hótel- rekstur austur á Qörðum. Þó hafi hann ekki alveg slitið sig frá poppinu, en nálgist það nú á nýjum for- sendum, sem áhugamál en ekki sem slít- andi atvinnu- hark. „Félagar mínir hafa ver- ið að hringja í mig að undan- förnu og verið að spyrja mig hvort ég sé ekki til í að skipuleggja einhverja tónleika fyrir þá hér fyrir aust- an. Ég hef al- veg verið til í það. Til að mynda voru Megas og Súkk- at hér fyrir austan fyrir nokkru og fleiri popparar eru væntanlegir austur á næst- unni,“ segir Þorleifur. Fyrst og síðast vinnubúðir Að sögn Þor- leifs hafa við- skipti á Hótel Öskju verið góð að undanförnu. Þó ferða- mannastraumur sumarsins sé ekki komin af stað þá hafi haft viðdvöl fólk sem er á ferðinni starfa sinna vegna, til að mynda í sambandi við útgerð og fiskvinnslu. „Auðvitað eru þessi kauptún úti á landi fyrst og síðast vinnu- búðir. Hér snýst allt um fisk og nú eru allir Eskfirðinga spennt- ir yfir því hvernig sfldarvertíðin lukkist. En það hef ég fundið þessa fáu mánuði sem við höf- um verið hérna að hér býr gott fólk. Fjölskyldunni líður vel hérna og meðan svo er og hótelreksturinn lukkast langar okkur ekkert í bæinn aftur,“ segir Þorleifur Guðjónsson að síðustu. -sbs. „ Fjölskyldunni líður vel og okkur langar ekkert í bceinn aftur, “ segir Þorleifur Guðjónsson, bassaleikari og nú hótelhaldari d Eskifirði. Skagfírskar æviskrár Magnús H. Gíslason skrifar Fyrir tveimur árum kom út á vegum Sögufélags Skag- firðinga fyrsta bindið af nýjum flokki Skagfirska ævi- skráa. Tók það yfir tímabilið 1910-1950. Nú er kornið út annað bindið í þessum flokki. Er þar að finna 112 þætti karla og kvenna, sem búsettir voru í Skagafirði og stofnuðu þar heimili á umræddu tímabili en eru önduð þegar þátturinn er saminn. Höfundar þáttanna eru 22. Gerð þáttanna er í föstu formi, svo sem áður hefur ver- ið. Fyrst er greint frá fæðingar- degi og -ári og fæðingarstað. Síðan dánardægri, ári og stað. Þá eru nefndir foreldrar og síð- an koma tilvitnanir í önnur bindi æviskránna og aðrar heimildir. Þá er greint frá upp- vexti viðkomandi, skólagöngu, dvalarstöðum og félagasmála- störfum, ef um þau er að ræða. Loks eru svo mannlýsingar, sem yfirleitt eru ítarlegar, ágætlega ritaðar að jafnaði og auka mjög á gildi þáttanna. Fjallað er um maka með sama hætti og loks er greint frá börnum. í lok hvers þáttar eru tilgreindar þær heimildir, sem höfundur hefur stuðst við. Hin nákvæma umíjöllun gerir það að verkum að þættirnir eru yfirleitt nokkuð langir, allt upp í funm blaðsíður. Myndir fylgja hverjum þætti, ef til hefur náðst. I bókarlok eru birtar skrár um heimildir, bæði prentaðar og óprentaðar, heimildamenn og mannanöfn. Hjalti Pálsson, skjalavörður, hefur annast ritstjórn bókar- imiar og samræmt þættina eftir því, sem þörf hefur þótt á. Guð- mundur Sigurður Jónsson, ætt- fræðingur, fór yfir alla þættina, bar þá saman við kirkjubækur og gekk frá ættfærslum. Er allt það ærið starf og seinunnið. Flestir eru þættirnir vélritaðir og tölvuteknir af þeim Maríu Hjaltadóttur og Heiðrúnu Frið- riksdóttur. Gísli Magnússon, kennari, las eina próförk og Anna Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Erfðafræðistofnun „reyndist sem fyrr ómetanlegur liðsmað- ur við erfið úrlausnarefni," eins og segir í formála. Frágangur á bókinni er allur hinn vandaðisti og þeim til verðugs sóma, sem að verkinu hafa staðið. Skagfirskar æviskrár telja nú orðið 12 bindi. Fer því þó íjarri að botninum sé náð.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.