Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Þriðjudagur 27. maíl997
^Dagur-'QJinrám
Ó Ð M Á L
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.
Lausasöluverð
Prentun:
Grænt númer:
Dagsprent hf.
Eyjólfur Sveinsson
Stefán Jón Hafstein
Birgir Guðmundsson
Marteinn Jónasson
Strandgötu 31, Akureyri,
Garðarsbraut 7, Húsavík
og Þverholti 14, Reykjavík
460 6100 og 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.600 kr. á mánuði
kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Sigur fiskifræðinga
í fyrsta lagi
Þau tímamót urðu í gær að Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknarstofnunar, gat, þegar hann kynnti
skýrslu stofnunarinnar um aílahorfur og ástand nytja-
stofna, annað árið í röð mælt með aukningu í veiðum á
þorski. Fréttirnar voru því miður ekki eins góðar hvað
varðar ýmsa aðra stofna. Engu að síður er heildar-
myndin afar jákvæð og ljóst að tími uppskerunnar er
kominn í sjávarútvegi. Stjórn flskveiða er að skila
áþreifanlegum árangri. Kvótakerflð er vissulega að
sanna gildi sitt sem veiðistjórnunarkerfi. En fyrst og
fremst er sú stefna að sanna gildi sitt að fylgja ráðum
fiskifræðinga með því að negla niður veiðireglu um að
taka aldrei meira en 25% af stofnstærð eins og Hafró
metur hana á hverjum tíma.
Kvótakerfið hefur hins vegar sætt mikilli gagnrýni
gegnum árin. Lengi vel var efast um að það væri heppi-
legasta stjórntækið til að stýra veiðum. Raunar hafa
efasemdir um skynsemi fiskifræðinga líka verið áber-
andi á undanförnum árum. í endalausum málamiðlun-
um bjuggu stjórnvöld því til tilbrigði við kerfið, skiptu
því upp f sóknarmark og aflamark, tilhliðranir voru
gerðar fyrir ákveðnar tegundir veiða o.s.frv. Allt þetta
varð til þess að gera veiðistjórnina ómarkvissari í nafni
þjóðarsáttar og teíja að stofnarnir næðu sér á strik.
Ráðgjöf fiskifræðinganna var lengst af ekki virt í raun.
þriðja lagi
IJún er fræg sagan af blindu mönnunum sem áttu að
lýsa því hvernig fíll lítur út. „Hann er sívalur og sveigj-
anlegur," sagði sá sem þreifaði á rananum... Enn eru
þeir margir í fiskveiðistjórnunarumræðunni sem telja
sig vita að fíllinn sé sívalur. Slíkir menn afneita rann-
sóknum fiskifræðinga og benda á að þessi eða hinn
skipstjórinn sé í mokfiskeríi. Aðrir finna kvótakerfinu
sem slíku allt til foráttu og yfirfæra þá gagnrýni með til-
færingum á ráðgjöf fiskifræðinga. Hvoru tveggja er
barnaleg einfeldni. Yfirsýnin, þekkingin og heildar-
myndin er hjá vísindamönnunum. Þeim hljótum við að
treysta.
Birgir Guðmundsson
V_____________________________________________________)
Hefur Þjóðvaki lokið hlutverki sínu
í íslenskum stjórnmálum?
Kristín
Ástgeirsdóttir
þingkona
Kvennalista
Já, Þjóðvaki hefur lokið
hlutverki sínu. Það
svar mitt byggi ég á því
að Þjóðvaka tókst ekki ætl-
unarverk sitt, en það var að
sameina félagshyggjufólk.
Reynslan sýnir að klofn-
ingsframboð eiga sér yíir-
leitt skamman líftíma og
það er eðlilegra að leysa
málin innan frá. Klofnings-
framboð eru mjög sterkt
einkenni í íslenskum stjórn-
málum og hafa ekki skilað
miklum árangri til lengri
tíma litið.
Magnús
Aðalbjörnsson
skipaði 3. sœli
á lista Þjóðvaka
á Nl. eystra
Nei, það held ég ekki.
En hins vegar virðist
markmið Þjóðvaka
um sameiginlegt framboð
félagshyggjufólks vera í
augsýn í næstu alþingis-
kosningum. Ef það næst
fram, þá hefur Þjóðvaki
náð því takmarki sem hann
setti sér í upphaíi. Þá er
hlutverkinu lokið.
♦
♦
Kristinn H.
Gunnarsson
þ ingmaður
Alþýðubandalags
Það held ég að hljóti
að vera óumdeilt. Að
minnsta kosti virðist
íslenska þjóðin vera þeirrar
skoðunar og hafa verið það
um hríð, ef marka má
skoðanakannanir. Jóhanna
talaði um að sameina ís-
lenska fólagshyggjuflokka
og svo virðist sem íslenska
þjóðin hafi tekið hana á
orðinu og fækkað flokkun-
um um einn þegar í stað,
að því er skoðanakannanir
segja.
Árni M.
Mathiesen
þingmaður
Sjálfstœðisflokks
S
Eg held að Þjóðvaki
hafi aldrei haft neitt
hlutverk. Þessi flokk-
ur var stofnaður og byggð-
ur á þeim misskilningi
vinstri manna að til þess að
sameinast þurfi þeir að
klofna enn meir en nú þeg-
ar er orðið.
Sagtuwt^
Merkikerti
„Ríkharður veit ekkert hvað
orðaleppar hans merkja. Sama
er að segja um Ævar og Sigfríði.
En þjóðin tekur ekkert mark á
þessum gagnrýnendum. Hún
lætur ekki flla ritfær merkikerti
plata sig.“
- Atli Heimir Sveinsson í Mbl. sl. laugar-
dag.
Klaufi
„Ég er ekkert fyrir íþróttir. Ég
var alltaf svo mikill endemis
klaufi í fþróttum. Ég var ekki
góður í fótbolta og var aldrei
tekinn í liðið. En þar með er
ekki sagt að maður geti ekki
sitthvað annað.“
- Séra Karl Sigurbjörnsson í DV sl.
laugardag.
Diddi minn
„Aldrei hvarlaði þó að mér að
býtta honum út fyrir annan
yngri; nei Diddi minn, skyldi
ekki enda sem gamall bitur, for-
smáður karl og meðlagslaus í
ofanálag; hann sem hefur ekk-
ert nema ellilífeyrinn.“
- Ragnhildur Bragadóttir í DV í gær.
Eldur án kvenna
„Nei, það eru engar konur hjá
okkur. Fáar hafa sótt um og
þær hafa þá ekki ennþá staðist
þá eldraun sem þarf til að kom-
ast í slökkviliðið, annaðhvort
ekki uppfyllt menntunarkröfur
eða þrekprófið."
- Sverrir Björn Björnsson í Mbl. sl.
sunnudag.
Forsætisráðherra vor er farinn að
óttast um mannlíf á Vestfjörðum.
Eftir að hann kallaði forystusveitir
þeirra fylkinga sem standa í kjaradeilum,
á sinn fund sl. sunnudag, komst hann að
því að deilur eru reyrðar í slíkan rembi-
hnút, að afrek þarf til að höggva á hann.
En afreksmenn eru fáir á landi hór
nema í handbolta og íjallaprfli. Eftir að
hafa frétt af ástandinu sagði Davíð að
tvísýnt væri um áframhaldandi byggð og
athafnalíf í ijórðungnum ef ekki nást
sættir fyrr en síðar.
En sé betur að gáð gerir verkfallið
ekki annað en flýta þeirri þróun sem
þegar er á fullri ferð. Fólksfækkunin á
Vestijarðakjálkanum er fyrir löngu hafin
og þótt kjördæmið hefði 30 þingmenn
væru þeir eins vita gagnslausir og þeir 5
ráðleysingjar, sem nú eru að reyna að
láta þakka sér að enn skuli einhverjir
eiga búsetu fyrir vestan.
Rætur liggja djúpt
Áreiðanlega má til sanns vegar færa að
fiskvinnslan á Vestíjörðum standi á
brauðfótum og getur hvorki greitt
skuldir eða sæmileg laun. En harkan í
Efniviður
verkfallsmönnum stafar ekki af því
hvernig vinnslufyrirtækjunum í landi
vegnar, heldur vegna þeirrar gífurlegu
misskiptingar sem rangsnúið kvótakerfi
veldur.
Það kemur vel fram í viðtali sem Dag-
ur-Tíminn átti við Trausta Ágústsson,
verkfallsvörð, og birtist sl. laugardag.
Nokkrum fjiilskyldum eru afhent fiski-
miðin til eignar og umráða, en vinnulýð-
urinn í landi verður að sætta sig við
launakjör sem honum finnast vera harla
léleg miðað við það
sem fiskimiðin gefa af
sér. Fólkið fyrir vest-
an er mjög vel með-
vitað um hvernig af-
rakstur af auðlindinni
skiptist. En á Vest-
fjöröurri er fátt um
fína drætti nema úr sjó. Því er engin
ástæða til að púkka upp á byggð þar ef
nægur fiskur berst ekki á land.
Því er eðlilegt að horft só með nokkr-
um kvíða á þau átök sem nú eiga sér
stað og eiga sér miklu dýpri rætur en
deila um einhver örfá þúsund í kaup-
greiðslur á mánuði.
í byltingu
Efniviðurinn sem kjaradeilan er
sprottin af er hinn sami og veldur bylt-
ingum, eins og þeir sem hafa einhverja
innsýn í söguna hljóta að vita.
Forsenda byggðar að bresta
Vestfirðingar hafa farið illa út úr kvóta-
skiptingunni, sem nauðsynleg var og er
til verndar fiskistofnunum. Sumir segja
að þeir geti sjálfum sór um kennt þar
sem þeir hafa selt skip og kvóta í aðra
landshluta langt umfram það sem þeir
hafa keypt.
En varla er hægt
að kenna öllum Vest-
firðingum um það,
þar sem kvótanum er
úthlutað til nokkurra
fjölskyldna sem síðan
ráðskast með hann
að vild. Eru margir Vestfirðingar orðnir
dável efnaðir á því að selja og leigja út
kvóta sína og eins hafa sumir fengið
álitlegar summur úr úr sölu á fisk-
vinnslustöðvum.
Allt þetta veit verkafólkið fyrir vestan
og horfir á hvernig íjölskyldurnar auðg-
ast á fyrirhafnarlausan hátt á meðan
kaupgjaldi er haldið niðri og fyrirtæki
og byggðarlög veslast upp. Koma rándýr
jarðgöng og stjórnsýsluhallir og einskis
nýt bjargráð að litlu haldi, þegar bjarg-
irnar til sjávarins eru bannaðar. Ef Vest-
firðingar fá ekki að róa og fiska er engin
ástæða til að halda kjálkanum í byggð.
Þetta er svo bersýnilegt að jafnvel
ráðherrar eru farnir að koma auga á
svo augljós sannindi. Er nú höfuð ríkis-
stjórnarinnar, farið að taka undir með
fiskvinnsluforstjórum og verkafólki, að
verði ekki ráðið fram úr þeim bráða
vanda sem nú steðjar að, muni það flýta
fyrir brottflutningi og eyðibyggðastefn-
unni sem Vestfirðingar standa frammi
fyrir. Er jafnvel farið að kvisast að
kvótaeigendur og sægreifar í öðrum
landshlutum séu farnir að ókyrrast.
Byltingar hafa tilhneigingu til að breið-
ast út þegar komið er af stað atburðarás
sem enginn ræður við.
Kjaradeilan fyrir vestan er að komast
á það stig og eru hættumerkin orðin svo
augljós að jafnvel ráðherrar eru farnir
að kynna sér stöðu mála. En eru sjálf-
sagt jafnnær og áður.
OÓ