Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 5
(®tigur-‘3Imtnm
mssmmm
Þriðjudagur 27. maí 1997 - 5
F R É T T I R |
Samkeppnisstofnun
Flugleiðir njóta
opínberrar
aðstoðar, m.a.
skattalegra
ívilnana umfram
önnur fyrirtæki
skv. mati Sam-
keppnisstofnunar
Flugleiðir á
ríkisstyrkjum
Flugleiðir hafa náð ein-
stæðri stöðu á íslenskum
flugmarkaði „í skjóli opin-
berra einkaleyfa og opinbers
stuðnings," segir Samkeppnis-
stofnun sem hefur gefið út
skýrslu um ílugmarkaðinn og
tengda starfsemi. Stofnunin
fellir enga áfellisdóma í skýrsl-
unni en bendir á að Flugleiðir
njóti opinberrar aðstoðar, með-
al annars skattalegra ívilnana
umfram önnur fyrirtæki.
Bent er á ýmsar ívilnanir
eins og undanþágu frá greiðslu
eldsneytisgjalda, niðurfellingu
stimilgjalda af flugvélum og úr-
ræði sem miða að því að gera
virðisaukaskatt sem lægstan af
samfléttaðri þjónustu, flugi,
hóteli, bfl.
Stofnunin varar almennt séð
við misnotkun þeirra miklu
markaðsyfirráða sem Flugleiðir
hafa og minnir fyrirtækið á þær
skyldur sem því hafa verið
lagðar á herðar, enda sé ljóst
að Flugleiðir muni njóta yfir-
burðanna um langan aldur.
Keppinautar Flugleiða, þeir
fáu sem hér starfa, hafa kvartað
undan ijölmiirgu sem þeir telja
að stangist á við samkeppnislög í
starfsemi Flugleiða. Meðál ann-
ars undan undirverðlagningu
sem sé oft til komin í þeim til-
gangi einum að drepa sam-
keppni. Samkeppnisráð tekur
ekki beina afstöðu til slíkra
ásakana, en bendir Flugleiðum á
ýmislegt í samkeppni flugfélaga
sem mundi stríða gegn sam-
keppnislögum ef það kæmi upp á
yfirborðið með óyggjandi hætti.
-JBP
Járnblendifélagið
Úr kísilnum í
járnblendið
Bjarni hefur verið
framkvæmda-
stjóri Kísiliðjunn-
ar í Mývatnssveit, en
þar áður var hann
tæknistjóri Jarðborana
um fimm ára skeið.
Hann lauk prófi í
jarðfræði frá IJáskóla
íslands 1981, en hefur
auk þess licensiatpróf í
námaverkfræði frá há-
skólanum í Luleá. í
Svíþjóð starfaði Bjarni
sem ráðgjafi í jarðfræði
Bjarni
Bjarnason,
fertugur jarð-
fræðingur,
er næsti
framkvæmda-
stjóri íslenska
járnblendi-
félagsins.
Og
bergverkfræði í nokkur ár.
Jón Sigurðsson sem gegnt
hefur starfi frarn-
kvæmdastjóra Járn-
blendifélagsins undan-
farin 20 ár, lætur af
störfum 15. júlí næst-
komandi, 62 ára að
aldri.
Bjarni Bjarnason er
fæddur í Reykjavík,
sonur Bjarna Júlíus-
sonar iðnfræðings og
Guðrúnar Helgu Krist-
insdóttur. Hann er
kvæntur Björgu Árna-
dóttur blaðamanni og eiga þau
þrjú börn. Fjölskyldan mun búa
að Grundartanga. -JBP
Akureyri
Tvisvar í sjóinn
Ung kona fór í sjóinn við
Strandgötu á Akureyri
aðfaranótt sunnudags og
neitaði að snúa í land, þegar
lögreglan kom á staðinn. Grétar
Viðarsson lögreglumaður óð
strax út og var dýpið það mikið
að hann þurl'ti að synda. Ilann
og félagar hans náðu stúlkunni
í land og var hún lögð inn á
Fjórðungssjúkrahúsið. Stúlkan,
sem er 21 árs, strauk hins veg-
ar þaðan og fannst í fjörunni
neðan við sjúkrahúsið. Lögregl-
an sótti hana aftur í sjóinn og
lét hún sér síðari innlögnina á
sjúkrahúsið lynda og varð ekki
illa meint af volkinu.
„Ég ákvað að fara strax út
því að hún flaut og maður þorði
ekkert að bíða með að sækja
hana. En ég fór ekki út eftir
henni í seinna skiptið, enda enn
á nærbuxunum þegar hringt
var frá sjúkrahúsinu," sagði
Grétar í gær.
BI>
Stutt & laggott
Dýrkeypt bréf
Eins og fram kom í Degi-Tímanum ný-
verið urðu innflytjendur snyrtivara
hissa á bréfi sem forstjóri Fríhafnar-
innar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
sendi þeim. Par sagði að kynningar á
snyrtivörum væru orðnar mikið vanda-
mál og væri ilmefnum jafnvel sprautað
á gesti og gangandi án þess að vilji
væri fyrir því hjá viðtakendum. Allar
kynningar á snyrtivörum yrði því að
banna. Ennfremur sagði að vinnufrið-
ur væri í hættu innan fyrirtækisins. Halldór Ásgrímsson
utanrfldsráðherra hefur nú sem yfirmaður forstjóra Frí-
hafnarinnar beðið heildsala afsökunar á bréfi þessu vegna
vafasamrar framsetningar textans. Bl>
Gjörningamaður með hleðsiunámskeið
í fyrra voru haldin vinsæl hleðslunámskeið að Þingborg í
Flóa og hlaðnir upp veggir að 17. aldar kotbæ með ijósbað-
stofu. Tryggvi Ilansen hleðslumeistari stýrði verkinu og var
lokið við að hlaða að mestu veggina á hióðaeldhúsi, bað-
stofu, ónhúsi og innri hluta ganga. Ætlunin er nú að ljúka í
júm við fremri hluta kotbæjarins, skála, dyrahús og
skemmu og verður hleðslunámskeið að Þingborg vegna
þessa, helgarnar 7.-8. júní og 14.-15. júní frá kl. 10.00-
18.00.
Fólk þarf að hafa með sér skrínukost en svefnpokapláss
og eldunaraðstaða er innifalið í námskeiðsgjaldi sem er að
jafnaði 2.500 kr. en lækkar niður í 2000 ef þrír eða ljórir
dagar eru valdir. Búast má við ýmsum þjóðlegum uppákom-
um með hleðslunni segir í fréttatilkynningu enda Tryggvi
mikill gjörningamaður. Nemendum frá fyrra ári er boðið að
taka þátt án endurgjalds en skráningu og upplýsingar veitir
Sigurgeir í síma 482-1028.
Gróðursamtök fá styrk
Keflavíkurverktakar hafa í tilefni 40 ára afmælis félagsins
afhent samtökunum „Gróður fyrir fólk í Iandnámi Ingólfs" 5
millj. kr. styrk. Stjórn Keflavíkurverktaka vill þannig leggja
samtökunum lið í baráttunni gegn gróðureyðingu svæðisins,
eins og það er orðað í gjafabréfi. Ingvi Þorsteinsson, for-
maður samtakanna, tók við gjöfinni úr hendi Jakobs Árna-
sonar, formanns stjórnar Keflavíkurverktaka.
í frétt frá gróðurverndarsamtökunum segir að gjöfin hafi
ómetanlegt gildi og veiti samtökunum mikilvægt brautar-
gengi nú í upphafi starfs. Markmiðið með stofnun sé að
vinna að stöðvun gróðurs- og jarðvegseyðingar, auka og
bæta gróður og styrkja vistkerfi svæðisins í þeim tilgangi að
endurheimta glötuð landgæði.
Óshlíðarhlaupið 1997
Óshlíðarhlaup 1997 fer fram í fimmta skipti 21. júní nk.
Hlaupið verður hálfmaraþon frá Bolungarvík til ísafjarðar,
10 km frá Hnífsdal til ísafjarðar og 4 km skemmtiskokk fyr-
ir alla íjölskylduna á Skutulsfjarðarbraut á ísafirði. Undan-
farnin ár hafa vel á annað hundrað manns keppt í hlaupinu
sem er fastur liður í dagskrá sumarsins á ísafirði. Skráning
annast Upplýsingamiðstöð ferðamála á ísafirði í síma 456-
5121. Flugleiðir bjóða afsláttarkjör fyrir hlaupara.
Frá Óshlíðarhlaupinu í fyrra.
Tveir sóttu um fangelsisstjórastöðu
Nýlega var auglýst staða embættis forstjóra Fangelsismála-
stofnunar. Tveir sóttu um, Kristinn Ólafsson hæstaréttarlög-
maður og Þorsteinn A. Jónsson, settur forstjóri Fangelsis-
málastofnunar.
Nýr yfirlögregluþjónn
Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónmund Kjartansson,
yfirlögregluþjón í dómsmálaráðuneytinu, sem yfirlögreglu-
þjón við embætti lögreglustjórans í Reykjavík frá og með 12.
júlí nk. Jónmundur mun taka við stjórn almennrar deildar
lögreglunnar í Reykjavík. Guðmundur Guðjónsson yfirlög-
regluþjónn sem stjórnað hefur þeim störfum tekur við
stjórn rannsóknardeildar embættisins af Arnþóri Ingólfssyni
yfirlögregluþjóni sem látið hefur af störfum eftir 41 árs
starf ílögreglu.