Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 10
10- Þriðjudagur 27. maí 1997 jOagurÁEmmtn Þeir Brynjar Karl Óttarsson og Ingi Hrannar Heimisson komu ekki mikið við sögu hjá Þór á síðasta keppnistíma- bili. Ingi Hrannar, sem er aðeins sautján ára gamall, lék síðustu tvo leiki liðsins en Brynjar Karl var í Magna. Þeir settu báðir mark sitt á leik Þórs í Sandgerði og skoruðu mörk liðsins. Þórsarar sneru leiknum sér i hag einum færri að er mjög mikilvægt að ná þremur stigum á úti- velli, en framhaldið á eftir að koma í ljós. Við hugsum Samvinna hjá Þór og Magna Knattspyrnudeildir Þórs og Magna hafa gert með sér munnlegt sam- komulag um að samvinna verði með liðunum um leikmannaskipti. Búast má við því að þeir leikmenn sem ekki eigi víst sæti í leikmannahópi Þórs geti skipt yfir til Magna og að Þórsarar geti nýtt sér krafta þeirra sem leikið hafa með Grenivíkurliðinu. Mikill samgangur hefur verið á milli félaganna á undanförnum árum og þess má geta að tveir ungir og efnilegir knattspyrnu- menn úr Þór, eru nýfarnir í hálfgerða „starfsþjálfun" hjá Grenivíkurliðinu. Það eru þeir Orri Stefánsson og Arnar Lyngdal. Ungt Þórslið órsliðið tefidi fram þremur varamönnum í leiknum gegn Reyni sem allir eru fæddir 1980. Liðið er jafnframt mun yngra en undanfarin ár þar sem elstu leikmennirnir eru 27 ára gamlir. Þannig var meðalaldur þeirra fjórtán leikmanna sem liðið tefldi fram gegn Reyni 23,5 ár. Elsti leikmaðurinn í Þórs- hópnum er hins vegar Hall- dór Áskelsson, sem fæddur er 1965. Hann var ekki í leikmannahópi Akureyrar- liðsins, þar sem hann er í fríi með fjölskyldu sinni, en hann er væntanlegur í hóp- inn síðar í sumar. bara um einn leik í einu og Þróttarar eru næstir. Það verð- ur erfiður leikur, en það er allt hægt, ef menn eru þolinmóðir og skynsamir," sagði Ómar Torfason, þjálfari Þórs, sem sigraði Reyni Sandgerði, í Ieik liðanna á góðum grasvelli í Sandgerði á laugardaginn, 1:2. Reynismenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 13. mínútu og var Pálmar Guðmundsson þar að verki og staða Þórsara versnaði síðan til muna á síð- ustu mínútum hálfieiksins þeg- ar Páli Gíslasyni, miðjumanni Þórs, var sýnt gula spjaldið, öðru sinni í leiknum, vegna að- finnsla við dómarann og þurfti Páll að yfirgefa völlinn. Páll spurði dómarann, Sigurð Frið- jónsson, hvort hann ætlaði ekki að spjalda einn Reynismanninn, fyrir að slá boltann með hend- inni í markið. Sigurður tók til- mælum Páls illa og spjaldaði Pál sem tekur út bann í kvöld. Goflklúbbur Akureyrar mun gangast fyrir golf- námskeiðum fyrir byrj- endur á öllum aldri í sumar og á mánudaginn hleypur klúbb- urinn af stokkunum Golfskóla fyrir 7-13 ára. Um tveggja vikna námskeið er að ræða og kennt er á virkum dögum frá klukkan 10-14 og boðið er upp á mat í hádeginu. Auk Davíðs Barnwells, golfkennara, mun þeir Sigurpáll Geir Sveinsson, fyrrum íslandsmeistari og ung- lingalandsliðsmennirnir Birgir Ilaraldsson og Ómar Halldórs- son leiðbeina nemendum. Þeir sem ljúka námskeiði fá viðurkenningarskjal og skólan- um verður slitið með grillveislu. Staða Þórsara virtist því hálfvonlítil þegar hér var komið sögu, en tvö mörk með sjö mín- útna millibili réðu úrslitum. Inga Hrannar Heimisson jafn- aði leikinn með skoti af stuttu færi þegar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfieikn- um og Brynjar Karl Óttarsson skoraði sigurmark Þórs, sem var sérlega glæsilegt. Brynjar spyrnti knettinum með vinstri fæti og hann hafnaði upp undir samskeytunum á Reynismark- inu. Izet Arsanovic, leikmaður Reynis, fékk síðan að sjá rauða spjaldið þegar um það bil stundarljórðungur var til leiks- loka. Lið Þórs: Atli Már Rúnarsson - Guð- mundur Hákonarson, Páll Pálsson, Óðinn Árnason, Brynjar Karl Óttars- son, Elmar Eiríksson (Ingi Hrannar Heimisson), Páll Gíslason, Þórir Ás- kelsson (Orri Óskarsson), Örlygur Helgason - Hreinn Hringsson, Árni Þór Árnason (Jóhann Þórhallsson). Námskeiðið kostar 4800 krónur og nemendur verða fullgildir fé- lagar í golfklúbbnum að því loknu. Skólinn verður einnig haldinn í júlí og ágúst og hægt er að skrá sig á skrifstofu GA, í síma 462-2974. Nýliðagjald fyrir fullorðna Þeir eldri sem hafa hug á að reyna sig í golfíþróttinni í sum- ar, gefst kostur á að greiða ný- liðagjald hjá GA, en það er 10.000 krónur. Innifaldir eru fimm kennslutímar og af þeim loknum eru menn orðnir með- limir í klúbbunum. Þá má benda fólki á að hægt er að fá lánaðar kylfur hjá Davíð Georg Barnwell, kennara klúbbsins. GOLF Námskeið hjá GA KNATTSPYRNA • 1. deild karla Sverrir skoraði fyrsta markið í fyrstu deildinni Dalvík-KA (1:0) 1:1 „Við látum spár þjálfaranna ekki hafa áhrif á okkur. Liðun- um sem fara upp er alltaf spáð niður aftur, en sú spá kemur ekki til með stjórna gengi liðs- ins í sumar. Við erum með ágæta breidd, mun meiri heldur en í fyrra og stemmningin er mikil í bænum," sagði Sverrir Björgvinsson, leikmaður Dal- víkinga, en hann varð fyrsti leikmaður 1. deildarinnar til að koma knettinum í mark and- stæðinga f sumar. Aðeins var liðin 81 sekúnda af viðureign Dalvíkur og KA sl. föstudags- kvöld þegar Sverrir spyrnti knettinum í mark KA-manna af stuttu færi, en Höskuldur Þór Þórhallsson jafnaði leikinn fyrir KA, rúmri klukkustundu síðar og þessari fyrstu viðureign norðanliða á íslandsmótinu í sumar lyktaði því með jafntefli. Rúmlega ijögur hundruð áhorfendur fylgdust með leikn- um á Dalvíkurvellinum og hafa aðeins einu sinni áður verið fleiri á knattspyrnuleik á Dal- vík. Margir þeirra voru enn að koma sér fyrir þegar Sverrir, sem ekkert hefur leikið með í vor vegna meiðsla, skoraði fyrsta markið. Fyrri hálfleikur var að sögn tíöindamanna blaðsins, frekar tilþrifalítill. KA- menn voru allan tímann mun meira með knöttinn, en skyndi- sóknir heimamanna voru opn- ari. Heldur meiri broddur var í sóknarleik KA í síðari hálfleikn- um og þá uppskar liðið jöfnun- armarkið, eftir mjög gott sam- Sverrir Björgvinsson. Steinn í banni Steinn Viðar Gunn- arsson lék ekki með Höskuldur Þór Þór- KA-mönnum gegn hallsson. Dalvík þar sem hann tók út leikbann, þá var Garðar Níelsson ekki í leikmannahópi Dalvíkinga. Stutt er síðan hann kom af sjó og hann er nú byrj- aður að æfa með Dalvíkingum. Sigurpáll Geir Sveinsson, fyrrum íslandsmeistari, leiðbeinir börnum og unglingum á Jaðarsvellinum. Leikið á KA-velli á föstudaginn Fyrsti 1. deildarleikurinn í knattspyrnu á Akureyri fer ekki fram fyrr en á föstudaginn, þegar KA-menn taka á móti Fylki. Viðureign Þórs og Þróttar var fyrirhuguð á Akureyri í kvöld, en Knattspyrnudeild Þórs brá á það ráð að sækja um það til KSÍ að færa heimaleiki liðanna. Ástæðan er sú að Þórs- völlurinn er ekki kominn í stand. „Það vantar sprettu á stórum köflum á vellinum og það var því lítið fyrir okkur annað að gera, en biðja um breytingu,“ sagði Jóhannes Ófeigsson, formaður knatt- spyrnudeildar Þórs. spil. Ilöskuldur Þór Þórhallsson batt endi á sóknina með skalla og við það sat. „Ég hefði viljað ná í þrjú stig. Það voru margir góðir kaflar í þessu hjá okkur. Þeir bökkuðu og vörðust mjög vel, strax eftir markið og lokuðu mjög vel. Við áttum erfitt með að komast í gegn um vörn þeirra. Þeir lok- uðu köntunum vel og við gerð- um of mikið af því að senda boltann upp miðjuna,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari KA- manna. Lið Dalvíkur: Gunnar Magnússon - Stefán Gunnarsson (Marinó Ólafs- son), Jónas Baldursson, Rúnar Dýr- mundur Bjarnason, Yngvi Borgþórs- son - Heiðmar Felixsson, Jón Þórir Jónsson, Grétar Steindórsson, Vil- hjálmur Haraldsson, Jón Örvar Ei- ríksson - Sverrir Björgvinsson (Steinn Símonarson). Lið KA: Eggert Sigmundsson - Jón Hrannar Einarsson (Helgi Aðalsteins- son) Stefán Þórðarson, Halldór Krist- insson, - Jóhann Traustason, Slobod- an Stefanovixh, Bjarni Jónsson, Ein- ar Einarsson (Jóhann Arnarson) - Steingrímur Eiðsson, Nebojsa Lovich (Höskuldur Þór Þórhallsson). Uppsögn Macari hafði áhrif hjá KA Uppsögn Lou Macari, þjálfara enska liðsins Stoke, kann að hafa áhrif á leikmannamálin hjá KA, en Akureyrarliðið hafði fengið vilyrði hjá Macari, fyrir að fá lánaða leikmenn í sumar. Enska liðið er stjóralaust sem stendur og það ligg- ur fyrir að KA-menn geta ekki treyst á loforð fyrrum fram- kvæmdastjóra, vilji þeir fá leikmenn lánaða frá Stoke í sumar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.