Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Þriðjudagur 27. maí 1997 ■íDagur-ÍEtmtrat F R E T T I R Hæstiréttur Öldungar Æfingar fyrir Pollamót hefjast þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30 á íþróttasvæði Þórs. Afellisdómur ylir Landhelgisgæslimni I ótakröfur útgerðarinnar |á hendur íslenska rík- 'ínu eiga við að mati Stefáns Más Stefánssonar prófessors, en meirihluti Hæstaréttar komst að annarri niðurstöðu. Bókval - vantar starfskraft Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða starfskrafta til starfa strax. Góð þjónustulund og stundvísi skilyrði. I. Um er að ræða fullt starf í ritfangadeild. Vinnu- tími frá kl. 9-18. Æskilegt að viðkomandi hafi unnið í verslun, sé reyk- laus og geti byrjað strax. II. í Hljómdeild vantar starfskraft til afleysinga fram á haust. Vinnutími er breytilegur. Leitað er eftir þroskaðri manneskju, reyklausri, með frumkvæði og ábyrgðartilfinningu. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknir sendist afgreiðslu Dags fyrir föstudaginn 30. maí merkt Bókval. Utgerðarfyrirtækið Höfði hf. á Húsavík kærði íslenska ríkið á síðasta ári fyrir handtöku á skipverjum á togaranum Kol- beinsey ÞH-10 í júnímánuði 1993, en 25. júni þ.á. fóru skip- verjar á varðskipinu Tý um borð í togarann til að mæla möskvastærð og var skipstjóra síðan tjáð að möskvar hak- borðspoka og botnvörpu togar- ans væru undir leyíllegri stærð. Við mælingu skal eftirlitsmaður stinga mæli inn í möskvann með handafli án þess að nota lóð eða aflmæli. Ekki reis upp ágreiningur um að varðskips- menn notuðu aflmæli í umrætt sinn, og liggur því ekki fyrir staðfest handmæling á möskva- stærð veiðarfærisins. Því not- uöu skipverjar á Tý ekki réttar aðferðir og var skipstjórinn, Bjarni Eyjólfsson, sýknaður af Héraðsdómi Austurlands um að vera með óiögmæt veiðarfæri. Meirhluti Hæstaréttar taldi hins vegar ekki sannað að skipstjór- inn væri frekar saklaus en sek- ur af háttsemi þeirri sem hann var ákærður fyrir. Því var ekki talið rétt að fella skaðabóta- skyldu á stefnda, þ.e. íslenska ríkið, en krafist var þess að stefndi yrði dæmdur til greiðslu 754.979 króna ásamt dráttar- vöxtum og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Því var áfrýjaður dómur látinn standa óraskaður. Stefán Már Stefánsson prófess- or var með sératkvæði í málinu ög segir m.a. að þar sem ætlað brot skipstjórans var ekki rann- Einar Svansson framkvæmastjóri FH Dómurinn undir- strikar að ekki var rétt staðið að málum hjá varðskipinu. sakað með þeim hætti sem lög- boðinn var gat sú rannsókn aldrei orðið réttmætur grund- völlur frekari rannsókna á málsatvikum og meðferðar málsins. Með hliðsjón af því taldi Stefán Már að skilyrði skaðabóta ættu við en þar sem meirihluti dómsins hafi komist að annarri niðurstöðu hafi ekki verið ástæða til að fjalla um bótakröfur í málinu. Höfði hf. hefur síðan verið sameinað Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Einar Svansson, framkvæmdastjóri FH, segir að dóm Hæstaréttar mun sterkari en dóm Héraðsdóms Austur- lands, og undirstriki að ekki hafi verið rétt að mál- um staðið hjá áhöfn varðskipsins Týs þeg- ar möskvastærð Kol- beinseyjar var mæld. Sératkvæði Stefáns Más Stefánssonar staðfesti einnig að skaðabótaréttur hafi verið í málinu, en það hafi frekar verið „prinsippmál“ en upp- hæð bóta sem olli því að málið fór fyrir Hæstarétt, og viðurkenning á því að rétt hafi verið að fara með málið fyrir Hæstarétt, mannorð skipstjór- ans hafi verið hreinsað. Dómur Hæstaréttar sé áfellisdómur yfir Landhelgisgæslunni. GG Knattspyrna f/$\t FráTónlistarskóla Eyjafjarðar Staða skólastjóra er laus til umsóknar. Skólinn er rekinn af nokkrum sveitarfélögum við Eyja- fjörð og starfar hann í grunnskólum þeirra, þ.e. Þela- merkurskóla, Hrafnagilsskóla og Grenivíkurskóla. Nánari upplýsingar veita: Atli Guðlaugsson í síma 463 1171 og 462 2582 og Ragna Úlfsdóttir í síma 463 1311. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Almennir stjórnmálafundir á Akureyri og Dalvík Halldór Blöndal samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich alþingismaður verða með fundi sem hér segir: Akureyri kl. 20.30 í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14, miðvikudaginn 28. maí. Dalvík kl. 20.30 í Café Menning, fimmtudaginn 29. maí. Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri. Sjálfstæðisfélag Dalvíkur. Feðgarnir Guðmundur Guðjónsson og Guðjón Guðmundsson að loknum leik Þróttar gegn Vöisungi. Feðgar spila í sama liði Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 30. maí 1997 kl. 10 á neðangreindri eign: Klapparstígur 15, Árskógshreppi, þingl. eig. Kristján Ásmundsson og Sveinbjörg R. Ólafsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður verka- manna, Sýslumaðurinn á Akureyri og Vörður vátryggingafélag. Sýslumaöurinn á Akureyri, 26. maf 1997. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! jJUf/iFERDAR ám S slendingar bíða enn eftir því að feðgarnir Arnór Guðjohn- sen og Eiður Smári spili saman í landsliðinu sem yrði heimsviðburður. Og raunar er það yíirhöfuð afar sjaldgæft hvar sem er í veröldinni að feðgar spili saman í knatt- spyrnuliði, og m.a. þótti það frétt á flestum sjónvarpsstöðv- um heimsins að fegðar í Rúss- landi spiluðu í sama liði þar í deild. Ólrklogt er að það veki heimsathygli þó að feðgar spili saman í 2. deildinni á íslandi eins og gerðist s.l. laugardag þegar Þróttur frá Neskaupstað lék gegn Völsungi á Ilúsavík. í liði Þróttar spiluðu þeir fegðar Guðjón Guðmundsson og Guð- mundur Guðjónsson. Guðjón er þjálfari Þróttar og gamall refur í boltanum og hefur víða farið. Hann er traustur varnarmaður og fastur fyrir en Guðmundur sonur hans er leikinn og fljótur sóknarmaður. Þeir feðgar léku báðir vel gegn Völsungi, þrátt fyrir tap Þróttar. Það væri e.t.v. ekki síðra að sjá þá feðga spila gegn hvor öðrum og vita hvor hefði betur. Myndi strákur rúlla kallinum upp eða kallinn salta strákinn? js

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.