Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 12
Suvnaræfi Bjóðum upp á sumaræfingar hjá eftirtöldum flokkum: 2 & 3 fl. karla ♦ 4. fl. karla ♦ 5. fl. karla ♦ 6. fl. karla ♦ 3 & 4 fl. kvenna Miðað er við aldursskiptingu í flokka eins og hún verður í haust Æfingar verða 2svar í viku og hefjast þær 2. júní. Þjálfarar: Árni Stefánsson og Þórir Sigmundsson. Upplýsingar og innritun á skrifstofu félagsins í síma 462 5131 milli kl. 9 og 12. Látum ekki deigan síga og höldum okkur á toppnum Handknattleiksdeild KA jnagur-3Itmtmt Veðrið í dag Þriðjudagur 27. maí 1997 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Sunnan og suðaustan gola eða kaldi um mestallt land. Dálítil súld víða um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu og öllu bjartara veður norðaustanlands. Finnur og Gunnar Már báðir meiddir Leiftursmenn þurfa að finna nýjan heimavöll fýrir fimmtudaginn. Tveir af lykilmönnum Leift- urs, þeir Finnur Kolbeins- son og fyrirliðinn Gunnar Már Másson, eru nú báðir meiddir og hvorugur þeirra leikur með Leiftursmönnum gegn Fram á fimmtudaginn og óvíst er hvort þeir verða tilbún- ir í slaginn í næstu viku þegar Uðið mætir KR. Finnur meiddist illa í leikn- um gegn ÍA og var jafnvel talið að um slitin krossbönd í hné væri að ræða. Síðar kom í ljós að Uðböndin höfðu aðeins togn- að. í leiknum gegn Val um helg- ina bættist Gunnar Már á sjúkralistann. Hann fékk takka frá andstæðingi í fótlegginn með þeim afleiðingum að skurður opnaðist inn að beini. Leiftursmenn hafa þegar orð- ið fyrir mikilli blóðtöku, því Harjurdin Cardaklija, markvörð- ur liðsins sem kom frá Breiða- bliki í vetur, mun ekki leika með liðinu vegna reglna sem gilda um útlendinga. Ekki er Ijóst með hvaða liði Cardaklija leikur í sumar, en gengið hefur verið frá Leiftursmenn fengu mörg tækifæri til að fagna á Hlíðarenda á sunnudaginn. félagaskiptum fyrir hann í norska liðið Raufoss. Eins og staðan er í dag er Þorvaldur Jónsson aðalmarkvörður liðsins. Leiftursmenn áttu í viðræðum við varamarkvörð Keflavíkur, Bjarka Guðmundsson, um að hann kæmi norður, en Keflvík- ingar voru ekki tilbúnir til að láta hann lausan. Enginn heimavöllur og synjun frá KSÍ Óvíst er hvar leikur Leifturs og Fram í 3. umferð Sjóvá-Al- mennra deildarinnar, verður leikinn. Grasvöllurinn í Ólafs- firði er ekki tilbúinn og Ólafs- firðingar eru ekki hrifnir af þeim svörum sem þeir fengu frá skrifstofu KSÍ í gærdag, um að ekki væri hægt að víxla heimaleik liðsins gegn Fram á fimmtudaginn og að félagið þyrfti að finna sér annan völl fyrir leikinn. Finnst mörgum Ól- afsfirðingnum h'tið tillit tekið til sérstakra aðstæðna félagsins og Mynd: Hilmar með aðgerðum sínum sé skrif- stofa KSÍ að neyða félagið til að færa leikinn yfir í annað byggð- arlag. Ef svo fer að Leifturs- menn þurfi að færa leikinn, eins og flest bendir til, gæti það orðið þrautalending hjá Leift- ursmönnum að leika á grasvell- inum á Dalvík. Sá völlur er hins vegar mjög ósléttur, eins og knattspyrnumenn úr Dalvík og KA fengu að finna um síðustu helgi. þvottavélar Hitabreytirofi - Ullarþvottakerfi Rústfrí tromla og pottur Verð frá kr. 39.900 Qkaupland KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Ká4uutdbolti Reykjavík 8SBS BB 5 0 VSV4 S3 S3 SSA3 S3 SSV4 SSV5 S5 S5 Stykkishólmur VSV5 S4 SSV4 S3 SV3 SV4 SSV4 S4 S4 Bolungarvík -10 - 5 0 SV5 S4 SSV3 SSV2 VSV3 SV3 SV3 SSV3 SV3 Blönduós Mið Fim Fös Lau m SV3 S3 SSV3 SSV2 SV2 SV2 SV2 SSV2 SSV2 Akureyri SV4 S3 SV3 SSV3 VSV3 VSV4 SV5 SSV4 SSV4 Egilsstaðir Mið Fim Fös Lau m A A A SV3 SSV3 SV3 SV3 VSV3 V4 SV4 SSV3 SV3 Kirkjubæjarklaustur VSV3 SSV2 SSV2 S2 SSV3 VSV3 SSV3 S3 S3 Stórhöfði Mið Fim Fös Lau m 5 0 ssv 3 ssv 3 ssv 3 ssv 3 ssv 3 vsv 3 vsv 3 vsv 3 vsv 3 KNATTSPYRNA • Úrvalsdeild

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.