Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Blaðsíða 11
íkgur-ÍEmmm '—f"% <v3T> ♦ Laugardagur 21. júní 1997 - 23
^agnr-Qltmtrai
Hrísgrjón
/ 7#Wá*,
er /awgrí s/ðaTi
úrvalið á íslenskum
hrísgrjónamarkaði
var harla lítið en í
dag er hœgt að
velja úr mörgum
gerðum grjóna.
Það eru orð að sönnu að
hrísgrjón eru ekki bara hrís-
grjón. Það er ekki sama hvernig
þau eru elduð en þau er hægt
að nota á óteljandi vegu og með
nánast hvaða mat sem er.
Breytingarnar á markaðnum
eru þær að í dag fást mun fleiri
gerðir hrísgrjóna á íslandi en
áður og talað er um að nokkurs
konar hrísgrjónabylting hafi
orðið í heiminum, svipuð pasta-
byltingunni sem gerði pasta að
mat í augum Islendinga.
Hrísgrjón ekki bara
hrísgrjón
Af þeim þúsundum tegunda
sem til eru af hrísgrjónum og
ræktuð eru í heiminum þá eru
lang stærstu ræktunarsvæðin í
Austur-Asíu en talið er að þau
hafi verið ræktuð þar í um 7000
ár. Hrísgrjón eru þó ræktuð út
um allan heim og í öllum
heimsálfum fyrir utan Suður-
skautið. Það er því sjálfgefið að
um ólík ræktunarskilyrði er að
ræða.
Þessi ólíku ræktunarskilyrði
skapa ólíkar tegundir hrís-
grjóna þar sem lögun þeirra,
litur og bragð hefur sín sér-
kenni eftir svæðum og aðferð-
um sem notaðar eru við rækt-
unina. Þau hrísgrjón sem hafa
gert innrás á íslenskan hrís-
grjónamarkað eru aðallega
jasmín og basmati hrísgrjón,
þau er hægt að fá í öllum mat-
vöruverslunum, en einnig eru
til margar aðrar gerðir, s.s.
hýðishrísgrjón og japönsk hrís-
grjón.
Jasmín hrísgrjón
Jasmín hrísgrjón eru ræktuð í
Tælandi, mið- og suðurhluta
landsins, og eru þar megin
uppistaðan í fæðuvalinu. Þau
eru örlítið lengri og hvítari en
venjuleg hrísgrjón og festast
saman við suðu og það er mjög
gott að steikja þau á pönnu
með ýmsu góðgæti. Sérfræðing-
ar segja ekki sama hvernig þau
eru soðin, en til að fá þau sem
best er kalt vatn sett í skál og
grjónin þvegin og þurrkuð áður
en þau eru soðin. Þegar þau
eru sett í pott þá þarf að hafa
það hugfast að vatnið á að vera
helmingi meira en grjónin.
Vatnið á að vera kalt, suðan lát-
in koma upp og soðin á hæsta
hita í 1 mínútu án þess að lokið
sé á pottinum. Þá er lokið sett á
og hrísgrjónin látin sjóða á
vægum hita í u.þ.b. 20 mínútur
eða þar til allt vatnið er nánast
soðið upp. Potturinn er tekinn
af hellunni og grjónin látin
kólna í pottinum í 10 mínútur.
Þá eru þau tilbúin og ættu að
vera passlega „klesst" eins og
íslendingar myndu segja.
Basmati hrísgrjón
Þessi hrísgrjón eru ræktuð á
norður Indlandi og í Pakistan.
Þau eru lengri en jasmín grjón
og stækka við suðu, sérstaklega
á lengdina, og verða örlítið
þurrari við suðuna. Það er hægt
að fylgja sömu leiðbeiningum
og með jasmín grjónin en til að
elda þau á sama hátt og inn-
fæddir þá eru nokkuð sérstakar
aðferðir viðhafðar. Það þarf að
byrja á því að þvo og þurrka
grjónin og setja smá salt saman
við vatnið. Síðan eru þau látin
standa í köldu vatni í u.þ.b. tvo
tíma og soðin í sama vatninu.
Suðan er látin koma upp við
háan hita, þá lækkuð og pottlok
sett yfir pottin til hálfs og látið
sjóða við vægan hita í 15 mínút-
ur. Lokið er tekið af, viskastykki
breitt yfir pottinn og grjónin
látin malla á lægsta hita í 35
mínútur. Þá látin kólna.
n/P
f f Lei
eimilis-
homið
Djúpsteiktur
Camenbert ostur
Vinsœll desserlf Jjóra
Osturinn er tekinn beint úr
kæliskápnum, skorinn í þrí-
hyrninga og velt upp úr saman-
hrærðu eggi og svo raspi. Sumir
vilja láta þetta þorna aðeins, og
endurtaka svo upp úr egginu og
raspinu.
Til að vita hvort feitin er
mátulega heit er ágætt ráð að
steikja hvítan brauðtening.
Hann á að verða gylltur á ca. 1
mín.
Osturinn er steiktur í feitinni
þar til hann hefur tekið gylltan
lit. Takið ostinn upp með spaða
og látið fituna síga af. Borið
fram með góðri sultu.
Kanilsnúðar
50 g ger
150 g smjör
4 dl mjólk
/ tsk. salt
2 dl sykur
1 egg
Ca. 1 kg hveiti
Fylling:
3 msk. smjör
2 msk. kanill
6 msk. sykur
Gerið sett í skál. Smjörið brætt
og mjólkinni blandað saman
við, haft ylvolgt. Hellt yfir gerið
í skálinni og látið blandast vel.
Salti, sykri, eggi og hveiti hrært
saman við blönduna og hnoðað
í mjúkt deig. Látið hefast vel
(ca. 40 mín.) í skálinni með
stykki yfir. Deigið tekið upp á
borð og flattar út tvær aflangar
lengjur, sem svo eru smurðar
með smjörinu, sykri og kanil
stráð yfir. Lengjurnar eru svo
vafðar saman, skornar í ca. 2-3
sm bita sem settir eru í „muff-
ins“ bréfform eða pappírs-
klædda plötu. Látið hefast í ca.
30 mín. Smurt yfir með hrærðu
eggi, perlusykri stráð yfir og
smávegis muldum möndlum.
Bakað við 200°C í 8-10 mín.
Gamli góði
epladessertinn
1 kg góð epli
Ca. 1 dl vatn
Smávegis sykur eftir smekk
2 dl smátt muldat tvíbókur
Ca. 'á dl sykur
100 g smjör
Skraut:
2/ dl þeyttur rjómi og rifsgel
Eplin skræld, skorin í fernt og
kjarnar teknir úr, skorin í minni
bita og soðin mjúk í vatninu.
Kæld og brögðuð til með sykri.
Tvíbökuraspið blandað með
sykrinum, smjörið brætt á
pönnu. Raspið sett þar á, og
hrært í þar til það verður gyllt
og stökkt. Nú er þetta sett í
skál, raspblanda, eplamauk,
rasp og eplamauk til skiptis.
Rjóminn þeyttur, settur efst í
skálina og rifsberjahlaup sett
þar ofan á með skeið til
skrauts.
Klattar
3 dl hveiti
1 msk. sykur
3 dl mjólk
2 stór egg
1 tsk. lyftiduft
4 msk. smjör
Þurrefnunum blandað saman í
hrærivélarskálina. Mjólk hrærð
saman við. Eggjunum og
bræddu smjörinu hrært saman
við og þynnt út með mjólk.
Hrærið vel svo deigið verði
kekkjalaust og mátulega þykkt.
Bakað á eggjapönnu, eða bara
venjulegri pönnu. Látið ca. 2
msk. af deigi í hvern klatta.
Þessa klatta má svo bera fram
með sultu og þeyttum rjóma eða
góðu salati, osti eða hvaða áleggi
sem til er heima í skápnum.
Gulrótasúpa
Holl og góð
1 laukur
1 msk. olía
500 g skrœldar gulrœtur
l’Á I grœnmetissoð eða grœn-
metis boullion.
Salt og pipar
1 sítróna
Sýrður rjómi
Laukurinn smátt saxaður og
látinn krauma í olíunni. Gulræt-
urnar þvegnar, skrældar og
skornar í þunnar sneiðar, þær
látnar á pönnuna með lauknum
og látnar krauma smá stund.
Sett í pott og grænmetissoðið
eða grænmetisteningurinn og
vatn sett út á og látið sjóða við
vægan hita í ca. 15 mín. eða
þar til gulræturnar eru orðnar
mjúkar, þá eru gulræturnar
músaðar í matvinnsluvél eða í
gegn um sigti. Súpunni hellt
aftur í pottinn og suðan látin
koma upp. Bragðað til með
salti, pipar og sítrónusafa. Gott
brauð með, og sýrður rjómi.
1) Skolið blaðsalatið, látið
það í plastpoka, blásið
lofti í pokann og hnýtið
fast fyrir - og svo í kæli-
skápinn. Það má taka tvö
þrjú blöð af og blása svo
aftur í - og þannig geymist
salatið lengi.
2) Gott er að láta mulið
eggjaskurn í ílösku ásamt
svolitlu vatni og hrista svo
vel - og fiaskan verður
tandurhrein.
3) Þegar tannkremstúpan er
næstum tóm er gott ráð að
láta hana ofan í heitt vatn
augnablik - þá kemur allt
kremið út og ekkert fer til
spillis.
4) Þegar þurrblómakransinn
fer að verða lúinn er ágætt
að spreyja hann með gull-
spreyi - og hann verður
augnayndi aftur.
1U
iðbrosum
1) Það er ekki svo erfítt að
hætta að reykja. En það
er mjög erfitt að byrja
ekki aftur.
3) Kvikmyndadísin: Skamm-
astu þín Jack, nú hefur þú
aftur gleymt afmælisdeg-
inum mínum.
Maðurinn hennar: Það er
nú ekkert skrýtið, þegar
þú virðist alltaf verða
yngri og yngri.