Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 21. júní 1997 'iiucvgm.- \i>w inm |Dagur-®TOttmt Meira um hrísgrión Það eru engin ákveðin lögmál sem fylgja því að sjóða hrísgrjón en það er alltaf gott aðfá ráð til að hrísgrjónin verði ennþá betri. Eitt af þeim ráðum er hversu mikið af grjónum þarf á hvern einstakiing. Áætlað er að einstaklingur þurfi 80-100 grömm ef hrísgrjón eru uppistaðan í máltíðinni, að liann þurfi 50- 60 grömm ef þau eru borðuð sem meðlæti með öðrum mat og reiknað er með 30 grömmum á mann ef þau eru sett í súpu. Einfaldasta notkunin á hrís- grjónum er að borða þau soðin. Aðferðirnar eru þó nokkrar við vatnið er soðið að sjóða hrísgrjón. Einfaldast er að sjóða þau í miklu vatni, a.m.k. helmingi meira vatni en notað er af grjónum, setja salt, sjóða þau við háan hita í nokkrar mínút- ur en síðan lækka hitann og setja lokið á pottinn og sjóða þau þannig þar til upp. Með því að nota þessa suðu þá eru grjónin einnig góð til steikingar með grænmeti eða einhverju góðu meðlæti. Sérstök grautargrjón, styttri og feitari en þau venju- legu, eru gjarn- an notuð í sæta grauta og hrísgrjónarétti. Yfir- leitt eru þau soðin í mjólk þar til þau eru orðin vel mjúk undir tönn og saft eða einhverjum safa blandað saman við. Þegar grautargrjón eru soðin í mjólk er suðutíminn um 40 mínútur. Hýðis- hrísgrjón þurfa venjulega að sjóða í 35 til 40 mínútur. Hvít hrísgrjón í 20 til 25 mfnútur til að vatnið sjóði upp af þeim. Best er að geyma ósoðin hrísgrjón á köldum, þurrum og dimmum stað. Hægt er að frysta soðin hrís- grjón í góðri plastdollu ef hún er vel lokuð. Auðvelt er að gera dagsgöm- ul grjón sem ný með því að setja vatn saman við þau og hita í örbylgjuofni eða potti. Gott er að steikja afganga af hrísgrjónum í ólívuolíu á pönnu með góðu grænmeti og soya- sósu. 7VÍ iitíirkrókm að er Bryndís Hákonar- dóttir í Reykjavík sem leggur til uppskriftir í matarkrókinn að þessu sinni en Una Jóna Sigurðardóttir skoraði á hana í síðustu 'viku. Bryndís býður upp á kjúk- lingarétt, rækjupasta og rice crispies marengstertu sem til- valið er að prófa um helgina. Það er Hildur Nanna Jónsdótt- ir í Keflavík sem kemur í næsta matarkrók að beiðni Bryndísar. Kjúklingaréttur 1 stór kjúklingur, kryddaður með season all, hvítlaukssalti og svörtum pipar 500 g spergilkál maribo ostur Sósa: 1 dós sveppasúpa, Campbells 4 msk. majones 2 tsk. karrý (gott að nota Rajah) 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. kjötkraftur Kjúklingurinn er kryddaður og grillaður í ofni. Spergilkálið er soðið og sósan löguð á með- an. Þegar kjúklingurinn er til- búinn er kjötið af honum skorið í bita og sett í eldfast mót, spergilkálið sett yfir, sósan þar á eftir og að lokum osturinn. Rétturinn er bakaður 200°C heitum ofni og borinn fram með brauði og grænsalati. Rœkjupasta Pastaskrúfur eða slaufur púrrulaukur 1 grœn paprika 1 rauð paprika 10 meðalstórir sveppir 2 hvítlauksrif smátt söxuð 250 g rœkjur 200 g rjómaostur, með krydd- blöndu / peli rjómi Pastað er soðið, grænmetið skorið niður og steikt í olíu á pönnu. Það er síðan kryddað eftir smekk, rjómaostinum og rjómanum blandað saman við og suðan látin koma upp. Þá eru rækjurnar settar út í sós- una, suðan aftur látin koma upp og pastað sett að lokum út í hana líka. Gott með hvítlauks- brauði. Rice crispies marengsterta Botnar: 4 eggjahvítur 200 g sykur 1 tsk. lyftiduft 2 bollar rice crispies Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykri og lyftidufti bætt út í smám saman og að lokum er rice crispie handhrært saman við. Sett í tvö lausbotna form með smjörpappír og botnarnir bakaðir við 150-170°C hita í u.þ.b. 40 mínútur. 1 peii rjómi, þeyttur, og 2 græn epli afhýdd og smátt skor- in. Sett á milli botnanna. Krem ofan á kökuna: 4 eggjarauður 60 g flórsykur, sigtaður 100 g Ijóst súkkulaði, brœtt saman við 50 g af smjöri. Eggjarauðurnar eru stíf- þeyttar og flórsykurinn settur saman við í litlum skömmtum. Súkkulaðibráðin fer því næst út í og allt saman er þetta hrært þar til kremið hefur kólnað. Þá sett ofan á kökuna. uðtið ovnum listmummenlun og 'fjursta vísi að húvéíasafm kí. 14 sunnuðaainn 22. júnt. Sýning á lokaverkefni Sveinu Bjarkar Jóhannsdóttur textilhönnuðar. Jóna Fanney Svavarsdóttir syngur nokkur lög við opnunina. Kaffisala frá kl. 14-18. Tónleikar Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur kl. 21 sama dag. Fjölbreytt söngskrá eftir innlenda og erlenda höfunda. Undirleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir. * * Ferðaþjónustan Ongulsstöðum III býður upp á gistingu í herbergjum með baði og í þriggja herbergja fbúð fyrir allt að 40 manns. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar í nágrenninu. Eyjafjarðarsveit • Sími 463 1380 • Fax 463 1390.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.